Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 9 HERRAKVÖLD VALS Herrakvöld Vals verður haldið á Hlíðarenda föstudaginn 5. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Valsmenn léttir í lund! m tií mmmrn. ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrarstærðir frá 400-10.000 lítra. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - ‘S 622901 og 622900 VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • vip, ODYR ALVORU HAÞRYSTIDÆLA | TIL HEIMILISNOTAi Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HUN BORGAR SIG STRAX UPP! HAGSTÆTT VERÐ "dlA' Skeifan 3h-Sími 812670 dlAU0J dlA« dlAU0J dlA» dlAU0J dlA« dlAU0J dlA* dlA“0J dlA* t RÍKISENDURSKOÐUN Endurskoðun ríkisreiknings 1992 Skýrsla yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar Október 1993 Skuldir 141 % af tekjum Bókfærður höfuðstóll ríkissjóðs í árslok 1992 var 149,9 milljarðar króna eða 141% af tekjum. „Það þýðir", segir í skýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar, „að ef jafna ætti höfuðstólinn þyrfti að ráðstafa öllum tekj- um ríkissjóðs í næstum eitt og hálft ár til greiðslu skulda". Rekstraraf- koma ríkis- sjóðs 1992 Stakstemai- glugga í dag í rekstrarafkomu og efnahag ríkissjóðs í árs- lok 1992, hvoru tveggja séð um gleraugu yfir- skoðunarmanna ríkis- reiknings og Ríkisendur- skoðunar. I nýútkominni skýrslu þessara aðila (október 1993) segir m.a.: „Heildartekjur ríkis- sjóðs á árinu 1992 námu 106 milljörðum króna en heildargjöld námu 116,6 miUjörðum króna. Tekj- ur hækkuðu óverulega miðað við árið 1991 en gjöld lækkuðu aftur á móti um 2,8 mUljarða króna. Rekstrarhalli rík- issjóðs á árinu 1992 nam 10.6 mUljörðum króna eða sem svarar 10% af tekjum ársins. Til saman- burðar nam rekstrarhaUi á árinu 1991 tæpum 13,5 milljörðum króna eða 12,7% af tekjum ársins. A föstu verðlagi lækk- uðu tekjur ríkissjóðs miUi áranna 1991 og 1992 um 2.6 milljarða ki-óna eða 2,4%. Gjöld lækkuðu enn meira eða um tæplega 7,0 mUljarða ki'óna. Það svarar tU 5,6% samdrátt- ar i gjöldum..." Tapaðar skattskuldir „Við samanburð á af- komu ríkissjóðs árin 1991 og 1992 ber að hafa í huga að afskrift tap- aðra skattskulda var rúmlega 2,7 milljörðum króna hærri á árinu 1992 en árið á undan. Afskrift- ir af skattkröfum ríkis- sjóðs eru færðar tU lækk- unar á tekjum í ríkis- reikningi. Hefðu afskrift- ir verið þær sömu og árið á undan hefðu bók- færðar tekjur ríkissjóðs hækkað um sem nemur þessari fjárhæð..." Rekstur B-hlutans í plús „Samanlagðar tekjur stofnana og fyrirtækja í B-hluta ríkisreiknings námu 61,7 mUljörðum króna á árinu 1992 en gjöld 53,8 mUljörðum króna. A ái’inu var af- koma þessara aðila því jákvæð í heild um 7,9 mUljarða króna. Þar vegur hagnaðm- Áfengis og tóbaksverzl- unar ríkisins þyngst en hann er 6,5 mUljarðar króna. Hagnaður af rekstri Pósts- og síma- málastofnunariimar kemur næst á eftir en hann nam 1,4 miHjörðum króna. Hagnaður af rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var um 600 milljónir króna. Omiur fyrirtæki voru rekhi með mun minni hagnaði eða tapi. Bæði tekjur og gjöld drógust saman miðað við árin 1991, en þá námu tekjur samtals 67,9 milljörðum króna og gjöld 60,1 millj- arði króna....“ Skuldir á skuldir ofan „Skuldir ríkissjóðs námu alls 236,6 miUjörðum króna í árslok 1992. A árinu hækkuðu skuldirn- ar um rúmlega 25 millj- arði króna. Skuldimar skiptust þaimig að skammtímaskuldir vom 27,5 milljarðar króna, líf- eyrisskuldbindingar vom 57,8 milljarðar króna og aðrar langtímaskuldir 151,4 milljarðar króna. A móti kemur að eignir í veltufjármunum, lang- tímakröfum og áhættu- fjármunum námu 87,6 milljörðum króna. Bókfærður höfuðstóll ríkissjóðs var neikvæður um 149,9 mUljarða króna í árslok 1992 eða sem svarar til 141% af tekjum ársins. Það þýðir með öðmm orðum að ef jafna ætti höfuðstólinn þyrfti að ráðstafa öllum tekjum ríkissjóðs í næstum eitt og hálft ár til greiðslu skulda. Árið 1991 var hlutfall þetta 124%. Aukning skulda á miUi ára svarar tU fjárhæðar allra tekna ríkissjóðs i um það bil tvo mánuði. Fjármagnsgjöld rikis- sjóðs vegna þessarar skuldastöðu námu 13,0 miUjörðum króna árið 1992 eða 12,3% af tekj- nm. Þar er um nánast sömu fjárhæð að ræða og nemur tekjum ríkis- sjóðs af tekjuskatti ein- staklinga. Fjármagns- gjöld að frádregnum fjármunatekjum námu tæpuni 5,9 milljörðunt króna. Heildareignir stofnana og fyrirtækja í B-hluta námu 239,5 iniUjörðum króna, en skuldir 152,5 miUjörðum. Höfuðstóll var því jákvæður um 87,1 milljarð króna.“ J Útbob ríkisvíxla til 3, 6 o§ 12 mánaba fer fram mibvikudaginn 3. nóvember Nýtt útboð á ríkisvíxlum fer fram á morgun. Um er að ræöa 21. fl. 1993 A, B og C í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaða með gjalddaga 4. febrúar 1994, 6. maí 1994 og 4. nóvember 1994. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir meö tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboö í ríkisvíxlana samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 á morgun, miðvikudaginn 3. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. Athygli er vakin á því ab 5. nóvember er gjalddagi á 15. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 6. ágúst 1993. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.