Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 ERLEIMT INNLENT Seðlabank- inn losar um 8,4 milljarða SEÐLABANKI íslands lækkaði bindiskyldu innlánsstofnana úr 5 prósentustigum í 4 og það ásamt rýmkun lausafjárkvaða gerir það að verkum að ráðstöf- unarfé banka og sparisjóða eykst um 8,4 milljarða króna. Auk þessa greiðir Seðlabankinn I, 5% vaxtabót á bindiskylduna fyrir allt þetta ár sem jafngildir um 150 milljónum króna. Útlánsvextir lækka um 1,7-2% Innlánsstofnanir lækkuðu útl- ánsvexti á vaxtabreytingardegi II. nóvember um 1,7 prósentu- stig til 2 prósentustig. Meðal- vextir verðtryggðra útlána eftir breytinguna eru samkvæmt út- reikningi Seðlabankans 7,2% í Landsbankanum, 7,7% í Búnað- arbanka og sparisjóðunum og 7,8% í íslandsbanka. Verðstríð á Akureyri Mikil harka ríkir í verðstríði á Akureyri milli Bónus og KEA- Nettó sem skapast hefur í kjöl- far þess að verslun Bónus var opnuð þar á laugardaginn fyrir viku og hafa verslanir lækkað verð á víxl. Þannig var mjólkur- lítrinn seldur á 59 krónur um miðja vikuna. Slit í viðræðum um debetkort Kaupmannasamtökin hafa slitið viðræðum sem þau áttu í við bankana um hver eigi að bera kostnaðinn af debetkortum sem koma að verulegu leyti í stað ávísanahefta. Formaður Kaupmannasamtakanna segir að verulega lítið hafi miðað og því hafi þeir ekki séð ástæðu til þess að halda viðræðunum áfram. Meðalávöxtun í 5% Meðalávöxtun i útboði spari- skírteina í byijun vikunnar var 5%, en í útboði fyrir mánuði var þessi sama ávöxtun 7,22%. Sam- tals voru seld skírteini fyrir 260 milljónir króna, en tilboð bárust í skírteini fyrir fjárhæð að upp- hæð 347 milljónir króna. 140 milljónir til endurgreiðslu á fiski Útlit er fyrir að neyslufiskur hækki í verði um áramót þegar matvörur fara í lægra þrep í virðisaukaskatti, 14% í stað 24,5%, sem gilt hefur til þessa. Virðisaukskatturinn hefur verið greiddur niður um tæp 20% af fiskinum en um tæp 9% af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti, sem samsvarar nokkurn veginn álagningu 14% vsk. Ráðgert er að hætta þessum endurgreiðsl- um um áramót og mun því fisk- urinn hækka sem muninum á endurgreiðslunum nemur, en 140 milljónir hafa farið til endur- greiðslu á fiski á heilu ári. Al- þýðusambandið hefur mótmælt því að stjórnvöld hætti þessum sérstöku endurgreiðslum á fiski og segir þær fela í sér sjálfstæða ákvörðun um skattlagningu. Skuldir SÍS umfram eignir nema 349 milljónum Stjóm Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum í vikunni að láta reyna til þrautar á að ná nauðasamn- ingum við lánardrottna fyrirtæk- isins. Er gert ráð fyrir að á næstu tveimur vikum skýrist hvort þeir nást eða ekki. Skuldir umfram eignir að mati endur- skoðenda eru taldar 349 milljón- ir króna og eftirlaunaskuldbind- ingar einar sér eru taldar 220 milljónir. skriftalistum með tilskildum fjölda stuðningsmanna. Alls fá 13 stjórnmálaflokkar og samtök að bjóða fram, meðal þeirra er kommúnistaflokkurinn endur- reisti. Milljarða halli hjá SAS HALLI á rekstri flugfélagsins SAS fyrstu níu mánuði ársins nemur um tólf milljörðum ís- lenskra króna. Stjóm félagsins tilkynnti á fímmtudag að á næst- unni yrði ráðist í hagræðingu innan félagsins til að ná tökum á hallanum. Þó yrði reynt í lengstu lög að láta ekki koma til uppsagna. Markmiðið er að spara um 20-25 milljarða króna og tólf flugleiðir verða lagðar niður, auk þess sem sá hluti rekstursins, sem ekki snertir flugið beint, verður seldur. Hart sótt að Scalfaro HART var sótt að Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, á þingi landsins í vikunni eftir að fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustunn- ar SISDE hafði staðfest að gögn, sem sýna að forsetinn þáði mikl- ar fjárhæðir úr sjóðum SISDE, væru ófölsuð. Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, hót- aði því að þingmenn flokksins gengju af þingi og mynduðu nýja stjórn, alls óháða þinginu, ef ekki yrði boðað til kosninga þegar í stað. Aðferð til að velja kyn fósturvísis fundin BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa orðið fyrstir til að þróa aðferð til að velja fyrirfram kynferði fósturvísis manns og verða senn hafnar tilraunir á fólki. Notað verður sæði sem ætlað er til glasafijóvgunar, að því er fram kom í tímaritinu Jo- urnal of Human Reproduction. Reuter Friðargæslu í Kambódíu lýkur FRIÐARGÆSLU Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu lýkur á mánudag og fara þá allir hermennirnir á vegum Sameinuðu þjóðanna úr landinu. Á myndinni ganga franskir friðargæsluliðar frá farangri sínum í herstöð í Phnom Penh. Auðiöfur í Japan iátar að hafa greitt mútur Tókýó. Rcuter. JAPANSKI auðjöfurinn Ryoei Saito hefur viðurkennt að hafa greitt japönskum héraðsstjóra mútur fyrir að fá að leggja golf- völl. Fregnir herma að auðjöfurinn hafi greitt héraðsstjóranum í Miy- agi í norðurhluta landsins 100 milljónirjena, jafnvirði 20 milljóna króna. I staðinn aflétti héraðs- stjórinn banni við stórum golfvoll- um í héraðinu og leyfði honum að leggja golfvöll á skógivöxnu svæði innan héraðsins. Héraðsstjórinn hefur þegar sagt af sér. Saito er 77 ára gamall, rekur næst stærsta pappírsfyrirtæki Japans og hefur einnig auðgast á verktakastarfsemi af ýmsum toga. Hann komst í heimsfréttirnar fyrir þremur árum þegar hann keypti málverk eftir Van Gogh og Renoir fyrir 160 milljónir dala, jafnvirðí rúmra 11 milljarða króna, á einni viku. Búist er við að hann segi af sér öllum stöðum sínum innan fyrirtækjanna. Rannsókn á mútugreiðslum jap- anskra fjármálamanna, fjórða spillingarmálinu í Japan á fimm árum, hefur orðið til þess að 20 forstjórar eða framkvæmdastjórar sex stærstu verktakafyrirtækja landsins hafa neyðst til að segja af sér. Tveir héraðsstjórar og tveir borgarstjórar hafa látið af emb- ætti vegna mútuþægni. Reuter Háður lyfjum MICHAEL Jackson hefur við- urkennt að hann sé háður verkjalyfjum og þurfí í með- ferð. Sjónvarpsþáttur um Margaret Thatcher „Málmþreyta“ ein- kenndi Járnfrúna Lundúnum. Reuter. FYRRUM samstarfsmenn Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, sögðu í sjóvarpsþætti, sem sýndur var á dögnnum, að hún hefði traðkað á ráðherrum eins og „gólfmottum“ og sýnt „merki um málmþreytu“ síðustu mánuð- ina fyrir afsögnina. Thatcher lét hins vegar svo um mælt að of margar „prímadonnur" hefðu verið í stjórninni. „Það var aðeins ein kona í stjórninni,“ sagði hún. „En trúið mér, prímadonn- urnar voru miklu fleiri en það ... Guð minn góður, þeir voru svo hörundsárir. Úff, maður varð að leggja sig fram við að sefa þá.“ Vinur Thatcher og fyrrverandi formaður íhaldsflokksins, Norman Tebbit, sagði að hún hefði smátt og smátt einangrast innan stjórn- arinnar, æ færri ráðherrar hefðu fylgt henni að málum. „Þar af Ieið- andi missti hún smátt og smátt tökin á stjóminni eftir 1987.“ „Hún var, að mínu áliti, byrjuð að sýna merki málmþreytu," sagði Chris Patten, núverandi landstjóri í Hong Kohg. Ýmsir sem komu fram í þættin- áliýggjum. „Það Margaret Thatcher var næstum eins og hún kæmi fram við hann eins og gólfmottu," sagði Nigel Law- son, þáverandi fjármálaráðherra. „Hún var ákaflega ókurteis við hann, traðkaði á honum, og það var mjög erfitt fyrir hina að horfa upp á það.“ Lawson og Howe sögðu báðir af sér skömmu áður en Thatcher fékk mótframboð innan íhalds- flokksins sehi varð til þess að hún sagði af sér fyrir þremur árum. Jackson í meðferð vegna lyfjavanda Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKI poppsöngvar- inn Michael Jackson hefur ákveðið að binda enda á hljómleikaferð sína um heim- inn og hefur viðurkennt að hann sé orðinn háður verlqa- lyfjum. Bandarískir fjölmiðlar segja að Jackson fari á meðferðar- stofnun í Gstaad í Sviss fyrir milligöngu leikkonunnar Eliza- beth Taylor, sem hefur sjálf gengist undir meðferð vegna áfengissýki og ofnotkunar lyfja. Michael Jackson gaf út yfir- lýsingu á laugardag þar sem hann sagði að hann gæti ekki haldið áfram hljómleikaferðinni þar sem hann væri orðinn háður verkjalyfjum og vegna andlegs álags í kjölfar ásakana um að hann hefði misnotað ungan dreng í Kaliforníu kynferðislega. „Það er kominn tími til að ég viðurkenni þörf mína fyrir með- ferð til að endurheimta heils- una,“ sagði Jackson, sem er 35 ára að aldri. „Ég varð æ háðari verkjalyfjunum til að halda mér gangandi í ferðinni." ERLENT Reutcr SÆRÐ stúlka flutt á sjúkrahús í Sarajevo. NÍU manns, þeirra á meðal fjög- ur börn og kennari þeirra, létu lífið í sprengjuárás sem gerð var á barnaskóla og torg í Sarajevo á þriðjudag. Tugir annarra særð- ust alvarlega. Daginn eftir biðu þijú börn og tveir fullorðnir bana í sprengjuárás á borgina. Fórn- arlömb stríðsins í Bosníu eru nú orðin um 9.000, aðallega óbreytt- ir borgarar. Auk þess hafa um 55.000 manns særst. Átta flokkum meinað að bjóða fram í Rússlandi STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Rússlandi gagnrýna harðlega þá ákvörðun kjörstjórnar á miðviku- dag að úrskurða framboð átta floícka tii þingkosninganna 12. desember ógild vegna formgalla. Flokkarnir skiluðu ekki undir- Sprengju- árásir á bömí Sarajevo \ i ) | í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.