Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 Myndlist Eiríkur Þorláksson Eitt af áhugverðustu viðfangs- efnum listasögunnar er hin eilífa spuming um upprunann sem hlýtur að vakna í hvert skipti sem verk einstakra meistara heimslistarinnar ber fyrir augu. Listheimurinn hefur á hveijum tíma verið þétt setinn lærðum og oft góðum handverks- mönnum, en aðeins fáir hafa náð að rita nöfn sín á spjöld listasögunn- ar; þar hefur góð verkkunnátta ein og sér ekki dugað langt. Hvaðan kemur sú snilligáfa sem gerir suma einstaklinga að jöfrum listanna, en finnst tæpast hjá öðmm sem fyrir vikið fylla fjölmennan flokk meðal- menna (eða þaðan af verra) sem hafa í mesta lagi handverkið eitt til að styðrja sig við? Það er ekki er hægt að svara öllum spumingum lífsgátunnar á sannfærandi hátt og þessi er ein þeirra. Sumir verða til að benda á uppeldisleg áhrif, mótun umhverfis- ins, erfðaþætti eða jafnvel guðlegan innblástur, hverrar trúar sem lista- maðurinn kann að vera. Ekkert eitt svar er fullnægjandi og í raun óþarfi að leita slíks; það skiptir meim að njóta snillinnar, þegar hún birtist, því líkt og stórfenglegt sólsetur, verður hún aldrei útskýrð til hlítar. René Francois Auguste Rodin var einn þeirra snillinga sem óum- deilanlega ritaði nafn sitt stómm stöfum í listasöguna og stór sýning verka hans í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum gefur landsmönn- um fágætt tækifæri til að kynnast list hans í nærmynd. Hann fæddist 12. nóvember 1840, sonur fátæks embættismanns í París og hlaut sem slíkur ósköp venjulegt uppeldi framan af æsku. Hins vegar kom í ljós að drengurinn var drátthagur og þrettán ára gamall hóf hann nám við sérstakan teikniskóla, þar sem hann lærði á næstu ámm undir- stöðuatriði teikningar og mótunar. Sautján ára gamall þreytti hann inntökupróf í Fagurlistaskólann (Éeole des Beaux-Arts), en féll í þrígang á því samkeppnisprófí. Það átti ef til vill eftir að reynast dulin blessun, þegar til lengri tíma er litið. Rodin komst til manns á tímum mikilla breytinga í Frakklandi; Napóleon III. var kjörinn forseti annars lýðveldisins 1850, en framdi síðan valdarán og tók sér keisara- tign 1852 og ríkti sem einvaldur allt til 1870. Á þessum tíma gjör- breyttist ásýnd Parísar fyrir tilstilli gífurlegra framkvæmda sem Haussmann barón stjórnaði. Hauss- mann var dugmikill í starfi; hann ruddi víða úr vegi þéttum íbúða- hverfum sem einkenndust af krók- óttum og þröngum götum og lagði þess í stað bein breiðstræti sem auðvelduðu alla umferð um borgina; hann lét leggja nýtt vatns- og frá- rennsliskerfi, skipulagði garða og opin svæði innan borgarinnar, byggði nýtt óperuhús, markaðstorg og mikinn fjölda opinberra bygg- inga. París breyttist meira á þessum tveimur áratugum en hún hafði gert næstu tvær aldir á undan. Öll þessi byggingarstarfsemi skapaði mikla þörf fyrir handverks- menn og átján ára tók Rodin að starfa fyrir verktaka sem vann að skreytingum hinna nýju bygginga sem voru að rísa. Því má segja að í stað þess að byggja á akadem- ískri kennslu í listaskóla hafí Rodin orðið myndhöggvari fyrir tilstilli þeirrar þjálfunar sem hann hlaut í starfí sínu, þar sem meira byggðist á leysa þau vandamál rýmisins sem upp komu hveiju sinni, heldur en að fylgja fastmótaðri akademískri forskrift í verki. Fijáls hugsun sem byggði einungis á því að fínna heppilegustu lausnir hvers við- fangsefnis átti í senn eftir að ein- kenna mörg snjöllustu verk lista- mannsins og um leið valda hve hatrömmustum deilum um þau sömu verk, vegna þess á hve hvat- víslegan hátt þau höfnuðu hinum akademísku, hefðbundnu aðferðum. Það átti eftir að reyna mikið á hinn unga mann áður en hann hlaut almenna viðurkenningu sem mynd- höggvari og listamaður. Þegar syst- ir hans dó 1862 varð hann hug- stola og ákvað að gerast munkur; ábóti reglunnar fékk hann hins veg- ar til að gera portrett af sér og endurlífgaði þannig sköpunarþrá Rodin, um leið og hann hvatti þenn- an leitandi einstakling til að leggja fyrir sig höggmyndalistina. Rodin tók að sækja tíma hjá hin- um þekkta myndhöggvara Antoine- Louis Barye (1796-1875). Barye var hvað frægastur fyrir dýramynd- ir sínar, þar sem rándýr með hnykl- aða vöðva ráðast á mýkri form máttvana veiðidýra. Hann hafði á sinni tíð lent upp á kant við akadem- íuna vegna óvenjulegra efnistaka sinna og þær deilur stóðu lengi; á endanum hafði Barye betur og hlaut almenna viðurkenningu fyrir verk sín. Ferill hans var þannig að vissu marki forboði þess sem Rodin átti eftir að ganga í gegnum. Jafnframt náminu fór Rodin að vinna fyrir annan myndhöggvara, Albert-Ernst Carrier-Belleuse (1824-87) sem var þekktari fyrir mýkt formsins, og var ef til vill þess vegna eftir- læti hinnar hefðbundu Iistaakakem- íu. Rodin átti eftir að starfa með honum um árabil í París og síðar í Brussel, en þar kom að leiðir skildu og þeir urðu keppinautar í högg- myndalistinni síðustu æviára Carri- er-Belleuses. En vonbrigðin urðu fleiri. 1864 reyndi Rodin að senda verk á hina opinberu Salon sýningu, en var hafnað. Þetta var verkið „Nefbrotni maðurinn" sem síðan hefur unnið sér sess sem ótvírætt upphafsmerki þess sem átti eftir að einkenna sjálf- stæðan liststíl Rodin; myndefnið var maðurinn, en fyrirmyndin óvenjuleg og útfærsla verksins braut í bága við hina hefðbundnu, fegruðu ímynd hans sem höggmyndlist sam- tímans einkenndist af. Áfallið var þrátt fyrir allt umtalsvert, því segja má að verk á Salon sýningunni hafi verið eini gildi aðgöngumiðinn að frönskum listheimi á þessum tíma; án hans var viðkomandi ekki tekinn í hóp listamanna, gekk illa að selja verk sín og fékk engar pantanir. Rodin varð því enn um sinn að framfleyta sér á vinnu við húsaskreytingar. 1864 var einnig örlagaár í lífi Rodin á annan hátt, því þá kynntist hann saumakonunni Rose Beuret og eignaðist fljótt son með henni. Hún átti eftir að verða förunautur hans fyrir lífstíð, þrátt fyrir að ýmsar ástkonur tækju hug hans allan á vissum timabilum og þau giftust ekki fyrr en nokkrum vikum Auguste Rodin: Danae. Um 1885. fyrir dauða hennar í febrúar 1917. Meðal fyrstu höggmynda Rodins er nokkur fjöldi portretta af Rose Beuret og er eitt þeirra á sýning- unni á Kjarvalsstöðum. Stöðugleiki fransks þjóðlífs hrundi til grunna 1870-71, fyrst vegna niðurlægjandi ósigurs í stríði við Prússa og ekki síður vegna þeirra innri átaka sem Parísar- kommúnan olli. Rodin var kvaddur í herinn, en leystur frá störfum 1871, en þá fór hann til Brussel, þar sem hann vann að umfangsm- iklum skreytingum á Kauphöllinni ásamt Carrier-Belleuse; hann átti eftir að vinna að húsaskreytingum í Brussel nokkur næstu ár. Árið 1875 var Rodin hálf-fertug- ur og þá er enn ekki hægt að segja að hann hafi náð að skapa sér per- sónulegan stíl sem tekið yrði eftir. Á því ári urðu hins vegar þau um- skipti sem mörkuðu hann til fram- tíðar. Hann fór í langa pílagríms- ferð til ítalíu og heimsótti Genúa, Flórens, Róm, Napólí og Feneyjar áður en hann sneri aftur til Bruss- el. í þessari ferð kynntist Rodin af eigin raun verkum myndhöggvara endurreisnarinnar; einkum hreifst hann af verkum Michelangelos og Donatellos sem segja má að hafi bjargað honum frá þeim blóðlitla akademisma sem einkenndi högg- myndalist samtímans. Eftir þá ferð var einnig ljóst að það var mannslík- aminn, máttur hans, formræn jafnt sem táknræn gildi sem áttu eftir að vera meginviðfangsefnið í högg- myndalist Rodins; þar leitaQi hann óhikað í smiðju endurreisnarinnar. Þessi ásetningur listamannsins kom strax fram í verkinu „Hinn sigraði", sem hann byrjaði á þegar eftir heimkomuna frá Ítalíu. Verkið var fyrst sýnt í Brussel 1877 og olli miklu hneyksli, jafnvel ásökun- um um að það væri í raun afsteypa af mannslíkama; Rodin tókst um síðir að hreinsa sig af þeim áburði. Myndin var sýnd í París sama vor undir því nafni sem síðan hefur verið notað yfír hana, „Ógnaröldin" (L’Age d’Áirain). Samtímamenn Rodins sáu hér þjáða ásýnd hins sigraða manns sem leitar eftir að rísa á ný og þannig snerti verkið marga strengi í hjörtum Frakka sem enn sveið ósigurinn gegn Þjóð- veijum í stríðinu 1870. Einnig hefur hún verið túlkuð sem táknmynd mannsins sem í árdaga var að vakna til vitundar um sjálfan sig og sú skýring hefur vissulega víð- ari skírskotun en hin fyrri. Rodin flutti aftur til Parísar 1877 og þó verk hans væru nú á allra vörum (myndirnar „Gangandi mað- ur“ og „Jóhannes skírari" fylgdu í kjölfarið 1877 og 1878) voru næstu ár honum erfíð; það er tæpast hægt að segja að hann hafi komið undir sig fótunum fjárhagslega og notið almennrar viðurkenningar sem myndhöggvari fyrr en 1880, þegar verk hans voru sýnd á Salon sýning- unum í París og Brussel. Þá stóð Rodin á fertugu, en á þeim aldri eiga flestir listamenn þegar að baki umtalsverðan feril og fjölda verka; Rodin var hins vegar rétt að hefjast handa. Það var einkum á næstu tveimur ára- tugum sem hann skapaði þann orðs- tír sem hefur orðið til þess að hann er enn í dag talinn einn fremsti myndhöggvari 19. aldar og haft meiri áhrif á höggmyndalist 20. aldar en nokkur annar. Á þessum árum streymdu til hans pantanir á verkum á vegum opinberra aðila, og mörg hans þekktustu verk litu dagsins ljós; nægir þar að benda á „Hugsuðinn“ (1880), „Evu“ (1881),„Úgólín og börnin“ (1882),„Fugit Amor“ (1884), „Danae“ (1885) „Gömlu vændis- konuna“ (1885), „Kossinn" (1886), „Borgarana frá Calais" (1886), „Glataða soninn“ (1889), „írisi, sendiboða guðanna" (1890-91) og „Balzac" (1897) svo nokkuð sé nefnt. Til að sinna þessu öllu réð Rodin til sín hópa hæfra aðstoðar- Auguste Rodin: Glataði sonurinn. 1889. Auguste Rodin: Kossinn. 1866. RODIN Máttur manns- líkamans i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.