Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
Forsætis- og utanríkisráðherra falið að svara EB um grænmetisinnflutning
Ekkí er búist við frekari
töfum á innflutningnum
FORSÆTISRÁÐHERRA og utanríkisráðherra hefur verið falið að ganga
frá svari við umkvörtunum Evrópubandalagsins vegna tafa á að innflutn-
ingsleyfi fengist fyrir gúrkur og tómata frá Hollandi. Ekki er búist við
frekari töfum á innflutningsleyfum frá og með morgundeginum þar sem
innlend framleiðsla á þessum tegundum mun nánast vera á þrotum.
Evrópubandalagið sendi utanríkis-
ráðuneytinu bréf í vikunni, þar sem
kvartað var yfir því að ísland standi
ekki við tvíhliða samning við Evrópu-
bandalagið um frjálsan innflutning á
fjórum grænmetistegundum, papr-
iku, salati, tómötum og gúrkum eftir
1. nóvember. Bréfið var sent vegna
tafa á því að innflutningsleyfi feng-
ist fyrir gúrkur, og munnleg kvörtun
barst vegna samskonar tafa á inn-
flutningsleyfi á tómötum.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði, að kvörtunarefninu
yrði svarað og íslensk stjórnvöld yrðu
að skýra hvernig þau hygðust
tryggja að þetta endurtæki sig ekki.
Tafir á innflutningsleyfinu voru
vegna þess að sérstök innflutnings-
nefnd taldi í fyrstu að næg innlend
framleiðsla væri á markaðnum en
samkvæmt búvörulögum er það skil-
yrði fyrir innflutningsleyfi á landbún-
' aðarvörum að svo sé ekki. Síðan kom
í ljós, að framboð var ekki nægilegt
og þá var leyfið veitt. Utanríkisráðu-
neytið hefur gefið EB munnlegar
skýringar á þessu og drög að skrif-
legu svari voru rædd á ríkisstjórnar-
fundi í gær.
Samningur íslands og Evrópu-
bandalagsins tengist gildistöku
samningsins um Evrópska efnahags-
svæðið sem ekki hefur enn tekið gildi
vegna þess að hann hefur ekki verið
staðfestur í öllum ríkjum EB. Þegar
Jqn Baldvin var spurður hvort íslend-
ingar gætu ekki á móti kvartað við
Évrópubandalagið yfir því, sagði
hann það rétt vera. „Það breytir
ekki því að við höfum sjálfir undir-
gengist þessa skuldbindingu. Þessi
samningur gekk í gildi 15. apríl og
hvað svo sem líður töfum annarra á
heildarsamningnum er þetta auðvit-
að spurning um hvemig við ætlum
að efna þá skuldbindingu sem við
höfum tekist á herðar,“ sagði Jón
Baldvin.
Grænmeti fyrir fisk
Þess'i grænmetisinnflutningur er í
samræmi við samning sem Island
gerði við EB og tók gildi í vor. Er
samningurinn tilkominn vegna þess
að Spánn og fleiri EB ríki töldu að
samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið tæki ekki nægilegt tillit
til þeirra hagsmuna. Fram komu
kröfur um fiskveiðiheimildir í land-
helgi EFTA-ríkja og kröfur um að
þau heimiluðu innflutning á ákveðn-
um ávaxta- og grænmetistegundum.
íslensku samninganefndarmenn-
imir í EES-viðræðunum töldu að ís-
land ætti að gefa talsvert eftir á
þessu sviði til að geta betur staðið á
stífum kröfum varðandi tollaðgang
fyrir sjávarafurðir og að hafna veiði-
heimildum. ísland skrifaði undir
samning um innflutning ávöxtum og
grænmeti og fimm blómategundum
í maí 1992 um leið skrifað var undir
sjávarútvegsamning við Evrópu-
bandalagið. Samningamir áttu fyrst
að taka gildi um leið og EES, en
þegar Sviss felldi EES-samninginn
sumarið 1992 og gildistaka hans fre-
staðist, var-fallist á að grænmetis-
samningurinn tæki gildi strax 15.
apríl sl.
Deilt um túlkun laga
Samkvæmt samningnum er Is-
lendingum heimilt að banna innflutn-
ing á grænmetistegundunum fjómm
frá 15. mars til 1. nóvember meðan
innanlandsframleiðsla er í fullum
gangi. Á öðrum tímpm á innflutning-
ur að vera frjáls og tollalaus. Land-
búnaðarráðuneytið hefur hins vegar
litið svo á, að samkvæmt búvömlög-
um sé hægt að banna innflutning á
búvörum ef innlend framleiðsla full-
nægir-eftirspurn og þau lög séu
æðri þessum milliríkjasamningi. Um
þá túlkun hafa landbúnaðarráðherra
og utanríkisráðherra deilt.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Bílvelta á Reykjanesbraut
Keflavík.
BÍLVELTA varð á Reykjanes-
braut á Strandaheiði laust eftir
hádegi á föstudag. Ökumaður-
inn sem var einn í bílnum var
fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík.
Meiðsli hans voru ekki alvarleg
og fékk hann að fara heim að
skoðun lokinni. Á myndinni er
verið að hjálpa ökumanninum
út úr bílnum.
Landbúnaðartilboðið verð-
ur sent GATT á mánudaginn
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA segir, að tilboð íslendinga til GATT
um innflutning landbúnaðarafurða og tollamál í því sambandi,
verði sent til GATT eftir helgina. Hafa landbúnaðarráðherra og
utanríkisráðherra átt fundi um tilboðið undanfarið en þá hefur
greint á um það.
„Okkar tilboð verður sent til
GATT á mánudag," sagði Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra við
Morgunblaðið í gær. Hann vildi
ekki upplýsa hvað fælist í tilboðinu,
að öðm leyti en því, að það væri í
samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar frá því í janúar á þessu
ári. „Ég lagði þessar tölur fyrir rík-
isstjórnina í september með fyrir-
vara um tæknilega útfærslu. Nú
er verið að fara yfir málið og verð-
ur gengið frá því á mánudag," sagði
Halldór. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagðist telja að
hægt yrði að ljúka málinu upp úr
helginni en embættismenn myndu
um helgina útfæra ýmis álitamál í
kjölfar viðræðna þeirra ráðherr-
anna.
Þrjú ágreiningsefni
Deila ráðherranna hefur einkum
verið um þrennt. í fyrsta lagi fyrir-
vara um magntakmarkanir á
nokkrum tegundum afurða sem lúta
framleiðslustýringu. í öðru lagi um
tollígildi að því er varðar vörur sem
ekki hafa lotið innflutningstak-
mörkunum. Loks hefur ráðherrana
greint á um hve háir tollar skuli
vera á þeim landbúnaðarvörum,
sem íslendingar skuldbindi sig til
að hleypa inn í landið. Þótt ísland
aflétti innflutningsbanni á landbún-
aðarvörum getur það lagt háa tolla
á vörunar í staðinn. Hins vegar
verða stjórnvöld að heimila inn-
flutning á sem svarar 3-5% af inn-
anlandsneyslu með lágum eða eng-
um tollum.
Ráðuneytin hafa hins vegar ekki
verið sammála um hvemig skil-
greina eigi lága tolla. Landbúnaðar-
ráðuneytið telur að þeir geti verið
talsvert háir, svo framarlega sem
þeir séu lægri en upprunalegu toll-
arnir en utanríkisráðuneytið vill
takmarka þessa tolla mun meira. I
minnisblaði landbúnaðarráðherra til
ríkisstjórnar í september er lagt til,
að tollar á þessum vörum verði
ekki hærri en 50% af almennu toll-
atilboði. Það er hins vegar mun
hátt, og segir Jón Baldvin Hanni-
balsson að helmingurinn af því geti
svarað til allt að 350% tolls.
I.O.O.F. 3 = 17511158 = II.
I.O.O.F. 10 = 17511158 = Sp.
D MÍMIR 5993111519 II11 Frl.
□ HELGAFELL 5993111519 VI
□ GIMLI 5993111519 II 6
□ HLÍN 5993111416 IVA/ H.v.
kl. 16:00.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 16.30.
Raeðumaður Hafliði Kristinsson.
Barnagæsla og barnasamkoma
á sama tíma.
Allir hjartanlega velkomnir.
Athugið: Samvera fyrir eldri
safnaðarmeðlimi ó morgun,
mánudaginn 15. nóvember,
kl. 15.00.
Kristilogrt
félag
hcilbrigóisstétta
Fundur verður í safnaðarheimili
Laugarneskirkju mánudaginn
15. nóvember kl. 20.00.
Ræðumenn og efni:
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir:
Neyðaraðstoð.
Séra Jón Bjarmann:
Bænaþrennur.
Séra Magnús Björnsson:
Bænin, lykill að Drottins náð.
Allir velkomnir.
v >
Frá Sálarrannsókna-
félagi íslands
§■■■■ Hið vinsæla nám-
W^S skeið Hel9u Sig-
J og handa", verður
:|Pu haldið föstudags-
i laugardagskvöld-
ið 20. nóvember á
Sogavegi 69.
Bókanir í símum 618130
og 18130.
Stjórnin.
fdmhjnlp
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Fjölbreytt dagskrá með miklum
söng. Samhjálparkórinn tekur
lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla.
Ræðumaður Brynjólfur Ólason.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
SÍK, KFUM/KFUK, KSH
Kristniboðsdagurinn
Stórsamkoma fyrir alla fjölskyld-
una I Breiðholtskirkju kl. 17.00 í
dag. Edda B. Skúladóttir og
Gunnar Þór Pétursson hafa
kristniboðsþátt. Ræðumaður
verður Ragnar Gunnarsson,
kristniboði. Athugið að barna-
stundir verða á sama tíma. Sam-
koman er öllum opin - þér líka!
VEGURINN
P Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Fjölskyldusamvera kl. 11.00.
Eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar:
Munið bænastundirnar alla virka
daga kl. 8.00 og á mánudögum
og föstudögum einnig kl. 17.30.
Mánudagur kl. 20.00:
Grunnfræðsla, framhaldsfræðsla
og kynningarfundur fyrir nýja.
Miðvikudagur kl. 18.00:
Biblíulestur með sr. Halldóri S.
Gröndal.
Kl. 20.30:
Samkoma í Óskakaffi, Selfossi.
Föstudagur kl. 20.30:
Unglingasamkoma (13-15 ára).
Laugardaginn kl. 21.00:
Samkoma fyrir ungt fólk (16 ára
og eldra).
„Náðarár Drottins er i dag“
Sálarrannsókna-
félag íslands
Keith og Fiona Surtees starfa
hjá félaginu frá 15. til 30. nóvem-
ber.
Keith verður með
einkatíma í hefð-
bundinni sam-
bandsmiðlun,
leiðsögn og dá-
leiðslu aftur f fyrri
líf.
Fiona verður með
tarotlestra og að-
stoðar fólk við að
ná tengingu við
leiðbeinendur
sína. Námskeið
auglýst síðar.
Bókanir í símum
18130 og 618130
milli kl. 9 og 17.
Stjórnin.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð sunnud. 14. nóv.
kl. 10.30: Um Skarösmýrarfjall.
Vegna snjóa verður göngunni
breytt j skíðagönguferð. Brottför
frá BSÍ bensínsölu.
Verð kr. 1200/1300.
Aðventuferð f Bása 26.-28. nóv.
Fullbókað er í þessa vinsælu
ferð. Pantanir óskast staðfestar
sem fyrst og eigi síðar en föstud.
19. nóvember.
Fararstjórar verða Anna Soffía
Óskarsdóttir og Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Vegurinn
Hafnargötu 84, Keflavík.
Samkoma kl. 11.00 árdegis.
Jesús Kristur er svarið.
Allir velkomnir.
Sunnudagur kl. 11.00: Helgunar-
samkoma og sunnudagaskóli.
Lt. Sven Fosse talar. Kl. 20.00:
Hjálpræðissamkoma. Major
Káre og Reidun Morken stjórna
og tala. Verið velkomin á Her.
Mánudaginn kl. 16.00: Heimila-
samband.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Helgina 26.-28. nóv.:
Aðventuferð
til Þórsmerkur
Tilvalin fjölskylduferð. Aðvent-
unnar minnst á viðeigandi hátt.
Skiþulagðar gönguferðir meðan
dagur endist. Kvöldvaka -
óbyggðastemmning. Kjörin til-
breyting í skammdeginu að vera
með glöðu fólki í Þórsmörk.
Farmiðar og upplýsingar á skrif-
stofunni. Kómið með!
Ferðafélag (slands.
Auðbrekka 2 • Kópavoqur
Almenn samkoma í dag
kl. 16.30.
Biblíulestur á þriðjudaginn
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ungt fóiK
meðhlutverk
WÆI YWAM - ísland
Samkoma i Breiðholtskirkju f
kvöld kl. 20.30.
Madonna Polzin frá Ástralíu
segir frá reynslu sinni af Guði.
Mikill söngur og lofgjörð. Eirný
Ásgeirsdóttir prédikar. Boðið til
fyrirbænar. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Dagsferðir sun. 14. nóv.
1) Kl. 10.30: Kræklingaferð f
Hvalfjörð. Ferð i samvinnu við
matarklúbb Vöku-Helgafells. Til-
valin ferð fyrir alla fjölskylduna.
Verð kr. 1.100.
2) Kl. 13.00: Gönguferð á Kjal-
arnesi. Auðveld strandganga frá
Brimnesi um Hofsvík (um 2-2'/2
klst.). Brottför frá BSÍ, austan-
megin, og Mörkinni 6. Mætið vel
búin og með nesti. Verð kr.
1.000. Frítt f. börn og unglinga.
Þriðjudkvöld 16. nóv. kl. 20.30.
Opið hús f Mörkinni 6 (risi).
Ferðaútbúnaður til vetrarf erða.
Helgi Benediktsson kynnir fatn-
að og annan útbúnað til vetrar-
ferðalaga. Allir velkomnir. Heitt
á könnunni. Síðasta tækifæri til
að skila myndum I Ijósmynda-
samkeppnina.
Ferðafélag fslands.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma og sunnu-
dagaskóli kl. 11.00. Allir hjartan-
lega velkomnir! Athugið: Næstk.
föstudag kennir Robert Ekh frá
Livets Ord. Sjónvarpsútsending
á OMEGA kl. 14.30.
Miðilsfundir
Miðillinn Colin Kingschot verður
með áruteikningar, miðilsfundi,
kristalsheilun og rafsegulheilun
til 21. nóvember.
Upplýsingar í síma 688704.
Silfurkrossinn.