Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 Ríkharður Guðjóns son — Minning’ Fæddur 2. apríl 1934 Dáinn 5. nóvember 1993 Á morgun, mánudaginn 15. nóv- ember, verður til moldar borinn Rík- harður Guðjónsson eða Gæi eins og við kölluðum hann alltaf. Mig langar að senda honum örfá kveðjuorð nú þegar leið hans hér er lokið meðal okkar. Gæi var kvæntur Vilborgu Ingu Kristjánsdóttur, systur mömmu. Þau eignuðust tvo syni, þá Kristján og Guðrjón. Kona Kristjáns er Þórunn og eiga þau þijú böm. Gæi var ein- staklega bamgóður og þolinmóður og nutum við krakkamir þess. Gæi var bifvélavirki og vann hjá Ræsi hf. alla sína starfsævi. Ég gleymi því aldrei hvað mér þótti blái Plymo- uthinn hans flottur. Það var alveg ægilega spennandi að fá bílferð með Gæja því að þetta var allt öðruvísi bíll en aðrir áttu. Gæi hafði gaman af því að veiða og fóru Inga og strákamir þá með. Einu sinni fór ég með fjölskyldu minni til Þingvalla og hittum við þá Gæja, Ingu og strákana þar sem þau voru að veiða. Gæi leyfði okkur systr- unum strax að prófa veiðigræjurnar, henti út fyrir okkur og lét okkur draga inn ef hann fann að fiskur var á. Svo sagði hann öllum að við hefð- um veitt fískana. Gæi og Inga voru einstaklega sam- hent hjón og leyndi sér aldrei sú virð- ing sem þau báu hvort fyrir öðru. Inga hefur staðið sem klettur við hlið hans í erfiðum veikindum og hefur Gaui verði henni ómetanleg stoð. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Inga, við Siggi og strák- amir sendum þér innilegar samúð- arkveðjur. _ Áslaug Guðjónsdóttir. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var kallaður Gæi og kynni okkar hófust fyrir réttum tíu ámm þegar ég hóf störf hjá Ræsi hf. Hann var þá einn af eldri starfsmönnum fyrirtækisins, búinn að vinna þar síðan 1950, lengst af sem bifvélavirki. Mér er minnisstætt hvasst og at- hugult augnaráð hans þegar hann sá- í fyrsta sinn þennan nýgræðing sem átti e.t.v. að fara að ráðskast með hann og hans verk á verkstæðinu. Ekki þurfti ég þó lengi að hafa áhyggjur af því, Gæi tók mér vel og fór vel á með okkur æ síðan. Hann var vandvirkur og samvisku- samur fagmaður, skilaði góðum verk-. um sem leiddi til þess að hann vann gjaman fyrir sömu viðskiptavinina aftur og aftur. Hann var hreinn og beinn í sam- skiptum, kom vel fyrir sig orði og lét engan vaða yfír sig né eiga neitt hjá sér ef því var að skipta. Hann var glaður á góðum stundum, sagði vel frá og hafði lifandi kímnigáfu. Hann var fundvís á björtu hliðamar og grunar mig að það hafí hjálpað hon- um vel þegar hann fyrir nokkmm árum varð fyrir heilsuáfalli sem kom honum þó ekki á óvart. Eftir ótrúlega stuttan tíma var hann kominn til vinnu aftur. Hann var harður við sjálfan sig og ósérhlífínn. Síðustu árin vann Gæi í varahlutaverslun fyrirtækisins og afgreiddi þá lengst af varahluti til okkar á verkstæðinu. Nutum við þá reynslu hans sem bifvélavirkja, hann þekkti þarfímar og sérvisku hvers og eins og greiddi samviskusamlega úr þeim málum. Hann bar hag fyrirtækisins fyrir bijósti og fyrir það vann hann sitt ævistarf. Ég vil með þessum línum. þakka honum Gæja fyrir samfylgdina þenn- an spöl. Eiginkonu hans og aðstand- endum votta ég samúð mína. Ágúst Guðmundsson. Nú kveð ég vin minn Ríkharð Guðjónsson í hinsta sinn. Gæi var einn af þéssum traustu, föstu punkt- um í tilverunni. Frá því að ég leit dagsins ljós vorum við vinir og skyggði aldrei neitt á þann vinskap. Gæi var giftur móðursystur minni Vilborgu Ingu Kristjánsdóttur. Eigin- lega hefur aldrei verið hægt að segja Gæi eða Inga sitt í hvoru lagi svo samrýnd voru þau. Enda búin að vera saman frá því að þau voru ungl- ingar og ég held satt að segja að allt sem þau hafí gert hafi þau gert í sameiningu. Ekki kann ég að fara með ætt Gæja eða bamæsku, en veit þó að hann missti foreldra sína ungur og átti vafalítið erfíð uppvaxtarár. Ung- ur varð hann heimagangur hjá ömmu og afa á Mýrargötunni og þegar hann og Inga giftu sig fluttust þau í lqallar- ann hjá þeim á Fálkagötunni. Við áttum heima á Ægisíðunni og því stutt að hlaupa á milli og samgangur mikill í þá daga. Inga og Gæi áttu tvo stráka, Stjána og Gauja, og við systumar tvær, þó nokkuð yngri. Þannig að stóru bræðumir ef svo má segja voru alltaf til staðar. Þetta voru skemmtileg ár, enda mikið ferð- ast á sumrin og ýmislegt brallað á öðrum tímum. Minningamar hrannast upp á stundum sem þessum. Gæi reyndi mikið að kenna mér að vera ekki hrædd við jólasveininn, það tókst þó að seint væri. Eitt skiptið las hann undir íslandssögupróf með mér, og ekki veit ég hvort okkar hafði meira gaman af því. Hann var sá sem leyfði okkur systranum að koma með sér og strákunum að veiða. Hann nennti að tína með okkur ber, enda þótt afraksturinn væri ekki annar en beijablár munnur. Gæi vann alla sína tíð hjá Ræsi hf. sem bifvélavirki og síðustu árin í versluninni. Þegar hann kom heim í hádegismat var af honum lykt sem í bland var af smumingu og olíu. Enn þann dag í dag fínnst mér þessi lykt vekja upp ákveðna öryggistilfinn- ingu. Eitthvað sem minnir á að vera tekið opnum örmum af fullu öryggi og festu. Ýmisleg smávægileg atvik en þó svo stór væri hægt að telja upp enda- laust, en þau geymast í kistu minn- inganna, sem kemur til með að verða opnuð öðra hveiju bæði til að rifja upp hve ánægjulegar stundir við höf- um átt saman og eins til að hlæja svolítið dátt að. Því þegar upp er stað- ið era minningamar það dýrmætasta sem maður á. Síðastliðið ár var Gæja erfítt og átti hann lengi við erfið veikindi að stríða. Kom þá best í ljós hve góðan mann hann hafði að geyma, yfirveg- aðan og rólegan. Ekki hefur verið EinarÞór Vil- hjálmsson -Minning Fæddur 3. apríl 1952 Dáinn 30. október 1993 Það er sunnudagsmorgunn, eilít- ið grár og drungalegur eins og þeir eru gjaman í byijun vetrar. Sumar- ið er að baki og fölnað laufið er fyrir löngu farið að feykjast undan óstýrlátum haustvindum. Við sitjum við eldhúsgluggann og eigum okkur einskis ills von. Skyndilega gellur síminn. Án þess að gera nokkurt - boð á undan sér hafði dauðinn bar- ið að dyrum í vinahópnum. Kær vinur okkar, Einar Þór Vilhjálms- son, hafði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Fyrstu viðbrögð okkar voru þau að vilja ekki trúa. Á svolítið eigin- gjaman hátt höfðum við nánast gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að dauðinn myndi ekki höggva ótímabær skörð í vinahópinn. Nú eins og endra nær dugði skammt að neita að hrofast í augu við raun- veruleikann. Með óþyrmilegum hætti höfðum við verið minnt á að lífið er ekki eins sjálfgefið og við leyfum okkur gjarnan að ganga út frá. Vinur okkar í blóma lífsins var öllum að óvörum á brott kallaður úr þessum heimi, á brott frá ást- kærri eiginkonu sinni og fjórum mannvænlegum börnum. Einar Þór er sá fyrsti úr hópi æskuvina okkar, sem kveður þenn- an heim. Enginn virtist þó lífsglað- ari en hann. Enginn geislaði af meira þreki, af meiri þrótti og hressleika. Einar Þór var ekki að- eins skemmtilegur og hress félagi. Hver sá, er kynntist honum, fór ekki í grafgötur um mannkosti hans og góðar gáfur. Það þurfti ekki annað en að horfa í augu hans til þess að komast að raun um að þar fór maður, sem geislaði af lífs- gleði, krafti og atorku. Einar Þór var ákaflega drenglyndur og fóm- fús dugnaðarforkur, sem ætíð var boðinn og búinn til að rétta hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Á stund sem þessari leita ósjálf- rátt á hugann margar og Ijúfar minningar um samverustundirnar, sem við höfum átt á liðnum árum, með þeim hjónum, Einari þór og Jóhönnu. í stuttum kveðjuorðum sem þessum gefst ekki tækifæri til þess að rifja þær upp. Pyrir þær og það að hafa fengið að kynnast svo traustum og góðum dreng vilj- um við á hinn bóginn þakka af al- hug. Það er huggun harmi gegn að minningin um hann mun lifa um ókomin ár. Elsku Jóhanna, megi Guð vernda og styrkja þig og börnin svo og ástvini alla í sorginni. Hildigunnur og Lárus. Við hjónin vorum stödd á Löngu- mýri í Skagafirði ásamt fleiri félög- um úr Hestamannafélagi Fáks. Vel heppnuðu árlegu landsþingi hesta- manna var að ljúka og menn farnir að huga að heimferð. Þá bárust okkur þessi hræðilegu tíðindi, félagi okkar og vinur, Einar Þór, er lát- inn. Okkur setti hljóð og við vorum harmi slegin. Það var ekki mikið sagt, en þeim mun fleira fór um huga okkar. Hvemig gat þetta gerst, Einar Þór dáinn, sem var svo lífsglaður og orkumikill athafna- maður. Einstaklingurinn má sín lítils gegn hinu almáttuga, því sem öllu ræður, og oft er erfitt að hlíta niður- stöðunni og skilja tilganginn hveiju sinni. Kynni okkar hjónanna af Einari Þór og Jóhönnu konu hans eru í gegnum hestamennskuna og fé- lagsstörf hjá Fáki, en þar hafa þau bæði verið mjög liðtæk. Ef leitað var til Einars Þórs var hann ætíð boðinn og búinn og gekk í hvaða störf sem var, var óvenju duglegur, ósérhlífínn og hjálpfús og það var sama hvenær maður hitt hann, hann gaf alltaf af sér hlýju og var léttur í lund. Kynni okkar Einars Þórs voru því miður allt of stutt, en við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt með hon- um. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar Fáksmanna sem seint verður fyllt. Elsku Jóhanna mín, þú átt alla okkar samúð. Við biðjum góðan guð að veita þér og börnum þínum styrk í þessari miklu sorg ykkar. Blessuð sé minning Einars Þórs. Ragna Bogadóttir, Viðar Halldórsson, formaður Hestamannafélagsins Fáks. Örlagavefir okkar allra eru spunnir að okkur forspurðum og útkomunni ekki hægt að áfrýja. Það er því ekki skrítið þó menn séu ekki alltaf sáttir í lok spunatímans. Og það vorum við hestafélagar Ein- ars Þórs Vilhjálmssonar svo sannar- lega ekki þegar okkur barst harma- fréttin um andlát hans sunnudaginn 31. október. Eftir að hugsa fallega í lítilli bæn til Jóhönnu og bamanna seig þrúg- annað hægt en að dást að því hversu vel Inga hefur staðið við hlið hans og hvergi bragðist eða borgnað. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja hana og strákana í sorg þeirra. Með söknuði, virðingu og fyrst og fremst þakklæti kveð ég vin minn. Blessuð sé minning hans. Jóhanna M. Guðjónsdóttir. Haustið kom of fljótt. Það er sagt að,dauðann skiljum við þá fyrst er hann leggur hönd sína á einhvem sem við unnum. Ríkharður Guðjónsson bifvélavirki lést að morgni föstudags- ins 5. nóvember síðastliðinn. Til margra ára hafði hann átt við veik- indi að striða. í veikindum sínum naut hann aðstoðar og stuðnings konu sinnar og sona. Að skapadægri hlaut að koma. Nú þegar hann er borinn til grafar hefur hann lokið dagsverki sínu. Tilviljanir í lífínu era oft þannig að maður meðtekur en getur litlu ráðið. Fyrir um það bil 25 árum var ég umkomulaus í skátastarfí mínu. Ég hafði hætt að sækja fundi í skáta- flokki í tiltekinni skátasveit. Ég var staddur í skátaheimili Ægisbúa og um það bil sem ég var að yfírgefa skátaheimilið, líklega á leið heim, hættur öllu skátastarfí, kemur hnell- inn og glaðlegur drengur út úr flokks- herbergi annarrar skátasveitar. Hann spyr mig hvað ég sé að gera. Líklega vissi ég það ekki. Honum fannst þetta umkomuleysi mitt ómögulegt. Hann bað mig að aðstoða sig við að stjóma skátaflokki sem hét Skarfar. Þetta var upphafið að áralangri vináttu okkar félaga. Félagi minn og vinur andi þungi og slen yfir allt og von- leysið varð algjört. Því næst spruttu upp spumingar: Af hveiju? Af hveiju hann? Hver stjómar svona? O.s.frv. Já, það leita margar spum- ingar á þegar slíkir atburðir gerast og endurminningar hrúgast upp. Einar Þór var óvenjugefandi per- sóna, „sólskinsbam". Hann var alltaf brosandi og hress og smitaði aðra með framkomu sinni um leið og hann kryddaði tiiverana með kímni sinni og meðfæddum ieikarahæfíleikum. Enda er á engan hallað þótt fullyrt sé hér að bara hláturinn hans Einars virkaði ætíð sem vítamínsprauta á mannskapinn. Einar vinur okkar og meðeigandi í Fáksgarði var mjög vandaður og heilsteyptur persónuleiki, skarp- greindur og stóð við það sem hann sagði. Aldrei vantaði hann í hópvinnu sem svo oft fylgir hesthúsarekstri og hestamennsku og alltaf voru spé- koppamir á sínum stað. Einar átti ótrúlegan ijölda vina og kunningja um allt land. Það verður því stór hópur fólks á öllum aldri sem á eftir að sakna hins hláturmilda og sjar- merandi manns sem fremur öðrum gat komið öllum í gott skap hveijar svo sem aðstæður vora. Oft hvíldi mikill þungi á Einari í starfi og á honum braut oft hauga- sjór. Þegar svo bar við kom skipu- lagseðlið upp í okkar manni. Hann skrúfaði þá oft fyrir allt samkvæm- is- og félagslíf, vaknaði snemma og einbeitti sér ótruflaður að lausn sinna verkefna. Slíkar tamir stóðu oft í marga mánuði enda kappið mikið því að Einar lifði hratt. En aldrei stóð á bröndurum, þeir höfðu forgang og aldrei hló hann meira. Þannig takast alvörumenn á við vandamálin og verðugt öðrum til eftirbreytni. Það er því erfítt að hugsa þá hugsun til enda að nú sé þessi hlát- heitir Guðjón Ásbjöm, sonur Rík- harðs. Fljótlega kynnti hann mig fyr- ir móður sinni Vilborgu Kristjánsdótt- ur og föður sínum. Ég fann strax fyrir einstakri væntumþykju og sam- heldni sem einkenndi þessa fjöl- skyldu. Ekkert var foreldram hans óviðkomandi. Þau sóttu skátamót, fylgdust með árangri og lífsstarfi okkar vinanna í skátahópnum. Þau voru hluti af hópnum. Þegar var ver- ið að samfagna eða syrgja minntu þau ávallt á sig með gjöfum eða hlut- tekningu. Á áram áður var ég heimagangur á heimili foreldra Guðjóns þegar þau bjuggu á Fálkagötu 23 á Grímsstaða- holti. Þar kynntist ég foreldram Guð- jóns vel. Þegar við Guðjón vorum að undirbúa okkur í skátaútilegur eða dagsferðir fylgdust foreldrar hans stoltir með og veittu okkur alla þá aðstoð sem við þurftum. Einn var sá siður sem við Guðjón héldum í skáta- starfínu. Eftir skátafundi að kveldi komum við alltaf við í sömu ísbúð- inni, keyptum ís og fóram með hann heim til Guðjóns og borðuðum hann, horfðum á sjónvarpið og ræddum um lífsins gagn og nauðsynjar. Þetta vora skemmtilegar kvöldstundir með foreldram hans. Kynslóðabilið var ekki til. Það var hlegið og gert grín að öllu og engu. Glaðværðin var í fyrirrúmi. Ég minnist þeirra stunda þegar foreldrar Guðjóns fóra með okkur félaga í bíltúr út úr bænum að Elliða- vatni eða Þingvallavatni til að renna fyrir físk. Þetta vora góðir tímar. Áhyggjuleysið var algjört. Ríkharður átti þá gullfallega bifreið sem komin var nokkuð til ára sinna. Hún var blá að lit. Eiginlega fannst mér bif- reiðinni nokkuð svipa til eiganda síns. Hún rann hljóðlega úr hlaði, vakti eftirtekt og aðdáun. Ég saknaði þess alltaf þegar hann lét frá sér bifreið- ina. Ríkharður var traustur maður. Honum lá ekki hátt rómur. Hann var glaðvær og einlægur. Þrátt fyrir þau miklu veikindi sem hijáðu hann til margra ára kvartaði hann aldrei í návist annarra. Hann bar veikindi sín í hljóði. Nú þegar hann er allur, kveð ég góðan mann með söknuði og þakk- læti fyrir samfylgdina. Fjölskylda mín sendir Guðjóni, Vil- borgu, Kristjáni, Ragnheiði, bama- bömum og tengdadóttur samúðar- kveðju. Sorg ykkar er mikil, en minn- ing um góðan eiginmann, föður og afa lifír í hug og hjarta. Sveinn. ur þagnaður og það verður víða daufara á mannamótum þar sem Einar Þór var vanur að vera. Mestur er þó söknuður Jóhönnu og bamanna því að þeim var hann ekki aðeins nærgætinn og yndisleg- ur eiginmaður og faðir heldur fé- lagi og kletturinn sem þau gátu reitt sig á í blíðu og stríðu. Hér eftir verður hlutur þeirra augljóslega stærri í ábyrgðinni, en með það veganesti sem hann gaf þeim og samvinnu við fjölskylduna og ótal vini verður uppskeran góð. Enginn getur reitt sig á hversu langan tíma við fáum með okkar ástvinum í þessu lífí. Það hefur sannast enn einu sinni með Einari Þór. Og þó Jóhanna og Einar hafí fengið styttri tíma saman en óskir stóðu til, þá nutu þau hans á marg- an hátt betur en margir sem lengri tíma fá. Öll þeirra áhugamál voru sameiginleg og þeim tókst í ofaná- lag að fá flest sin börn með sér og gátu þannig öll skemmt sér saman við hestamennsku og útiveru. Sýnir þetta best hversu samhent fjöl- skyldan í Rauðagerði 58 var og eftir kynni okkar af Einari er okkur ljóst að hann mun ekki þola neina breytingu þar á. Fyrir honum var fjölskyldan aðal- atriðið og sýndi hann það oft með natni sinni við þau öll þótt erfitt hafí reynst honum sem öðrum að gera svo öllum líki. Kæri vinur, við viljum þakka trygga vináttu gegnum árin, frá- bæra sámvinnu og allar ánægju- stundimar. Við óttumst ekki að þú verður fljótur að fóta þig í nýjum heimi og koma þér þar líka vel. Til þess hefur þú alla burði. Guð blessi þig og vemdi, góði vin- ur, og megi sá hinn sami umlykja böm þín og eiginkonu friði og styrk um aíla tíð um leið og við óskum þess að minningin um þig megi lýsa 4 4 4 4 4 4 í í í í i i I i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.