Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR SUNNÚDAGÚR 14. NÓVEMBER 1993 Guðmundur Karl Víg- lundsson — Minning Jensína Guðrún Óla- dóttir - Minning Fædd 18. febrúar 1902 Dáin 6. nóvember 1993 Nú er elsku amma okkar, Jensína Guðrún Óladóttir, dáin. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík 6. nóvem- ber síðastliðinn. Hún var yndisleg hún amma okk- ar og eru allar minningar okkar um hana fullar af birtu, kærleik og gleði. Alltaf var gott að koma í sveitina til ömmu og afa, þar sem þau bjuggu í náinni snertingu við náttúruna. Var það okkur gott veganesti að dveljast þar á sumrin. Heyrðum við margt um gamla tíma, sem að mörgu leyti kenndi okkur hvað við vorum og erum sem þjóð. Við hlustuðum á sögur frá æsku hennar, þar sem lífið var svo skemmtilegt án alls nútíma pjatts, en þó svo erfitt viðureignar við móður náttúru. Var okkur spurn, borgarbörnunum, hvort henni hafi aldrei leiðst einangrunin þarna milli ijallanna, en það var nú aldeilis ekki. Vorum við öll stolt af ömmu okkar á Ströndunum og montuðum okkur oft og sögðum skemmtisögur af henni, því hún var svo mikill grallari. Þó vorum við aldrei stolt- ari af ömmu okkar en þegar hún tók á móti bami 80 ára gömul. Oft varð henni tíðrætt um dauð- ann og er okkur minnisstætt að eitt sinn þegar hún var eitthvað lasin sagðist hún ekki eiga langt eftir. Þá fór eitt okkar til- hennar þar sem hún lá fyrir og spurði: „Amma mín, heldur þú að þú getir ekki lifað í svo sem eins og 5 ár í viðbót?“ Þótti henni vænt um þessi orð barnsins og alla tíð síðan henti hún gaman að. Síðan eru liðin 28 ár. Alltaf hélt hún sínum húmor og léttlyndi þrátt fyrir heilsuleysi síð- ustu árin og eru ekki margar vikur síðan hún datt á höfuðið og hlaut mikinn skurð á ennið. Tjáði hún okkur að hún hefði helst til skánað eftir byltuna. Hún væri ekki jafn rugluð og áður. Já, hún amma var engri lík. Við vitum að allir munu sakna hennar og þá sérstaklega hann elskulegur afi okkar, sem kveður nú elskuna sína og ævifélaga. Öll orð verða fátækleg lesningar þegar svo stórrar konu er minnst. Kannski er það eina sem við erum að reyna að segja: „Amma okkar, við elskum þig öll svo heitt og við vitum að góður Guð tekur vel á móti þér.“ Elsku afi, Guð styrki þig í sorg þinni og söknuði. Vignir, Heimir, Fríða Jens- ína og Hörður Jónsbörn. Höfundarnöfn féllu niður Vegna mistaka við vinnslu féllu niður nöfn höfunda tveggja minn- ingargreina.um Elínborgu Sigurð- ardóttur á blaðsíðu 42 og 43 í Morgunblaðinu í gær, laugardag, og runnu þijár greinar þar með saman í eina. Grein Sigurðar P. Guðnasonar hófst á efnisgrein, sem byijar svona: „Föstudaginn 5. nóvember sl. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands móðursystir mín, Elín- borg Sigurðardóttir, eftir stutta sjúkralegu.“ Grein Sigurðar endar á eftirfarandi málsgrein: „...Sökn- uðurinn er mestur hjá hennar nánustu og vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu Stefaníu móður minnar votta Guðmundi, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabömum okkar dýpstu sam- úð og biðja almættið að styrkja þau og blessa." Þar sem grein Sigurðar lýkur tekur við grein Þorbjargar Sigurð- ardóttur og hefst á þessari máls- grein: „Látin er mikil mannkosta- kona, Elínborg Sigurðardóttir, frá Skuld í Vestmannaeyjum...“ Grein Þorbjargar lýkur svo á þessari efnisgrein: „Kæru vinir, Guð- mundur Geir og fjölskylda, ásamt systkinum hinnar látnu, við Kol- beinn vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Elín- bjargar Sigurðardóttur." Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Fæddur 15. nóvember 1946 Dáinn 7. október 1993 Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vepa þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Aldrei reiknuðum við með því að skrifa eftirmæli um Guðmund svo ungan, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er, við þökkum fyrir þann tíma er við fengum með Guðmundi og eins teljum við það sérstök for- réttindi að hafa fengið að kynnast honum. Fyrir 22 árum hittust Guðmund- ur og mamma austur á Þórshöfn, en þá var hún einstæð móðir með okkur ijögur; Jóa, Olgeir, Ellý og Höllu. Það lýsir Guðmundi svo vel hvernig hann tók okkur strax, sem sínum eigin börnum þrátt fyrir ung- an aldur sinn. Tveimur árum seinna fæðist Meikorka, en ekki breyttust tilfinningar hans til okkar hinna. Ef við systkinin verðum börnum okkar eins góðir foreldrar og hann reyndist okkur, þá höfum við skilað foreldrahlutverki okkar með mikl- um sóma. Guðmundur og mamma voru ein- staklega samhent og sammáia í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar þau fengu hugmynd þá var hún framkvæmd hér og nú, alveg sama hvort það var að byggja hús, flytjast búferlum milli landshluta, breyta innanhúss eða utan eða kaupa bíl, þau voru sammála um allt og hlutirnir voru framkvæmdir og ekki var hætt við hálfklárað verk. Hann tók þátt í öllum helstu stór- viðburðum í lífi okkar systkinanna, hvort sem við vorum að kaupa okk- ur íbúð eða bíla. Ef þurfti að smíða eða lagfæra eitthvað þá var hann kominn á staðinn, enda er sama hvert við lítum, alls staðar sjáum við handverk hans. Fyrir honum var ekkert ómögulegt, það var allt hægt. Jóhönnu og bömunum fram veginn í sólskinið á ný. í Guðs friði. F.h. eigenda Fáksgarðs, Guðmundur, Birna, Kristján, Kristín, Sveinn, Ingibjörg, Þórarinn, Lovísa. Við vorum fimmtán ára þegar hann kom, dökkur á brún og brá, inn í líf okkar, þriggja stelpna í Gaggó Aust, sem héldu að þær væru aðal málið! Þetta var skemmtilegur vetur og Ein- ar Þór var hrókur alls fagnaðar. Síð- an skildu Ieiðir, Einar fór í Versló, við tvær fórum að eignast börn og Jóhanna fór til útlanda. Það var svo þremur árum eftir þessa fýrstu fundi að Sirra og Jó- hanna stálust í Glaumbæ og hittu nema hvem — draumaprinsinn sjálf- an! Síðan hafa leiðir þeirra Jóhönnu og Einars ekki skilið og þau voru nýbúin að eiga tuttugu ára brúð- kaupsafmæli. Það var margt sem batt þau saman, íþróttaáhuginn var sameiginlegur og seinna átti hesta- mennskan eftir að sameina þau enn frekar. Og við gleymum ekki hamingj- unni þegar þau tjáðu okkur að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Síðan bættust þrjú böm við, öll jafn yndis- leg og bera öll börnin fjögur ást og umhyggju foreldra sinna fagurt vitni. Fjölskyldan var Einari mikils virði og þau Jóhanna bjuggu sér og börn- unum einstaklega gott og fallegt heimili í Rauðagerðinu, þar sem for- eldrar Jóhönnu bjuggu á neðri hæð- inni og mamma hennar ein síðan faðir hennar dó. Einar var einstakur tengdasonur, enda samband þeirra Þóreyjar einstaklega náið. Við vomm alltaf jafn velkomnar á heimili þeirra Einars og Jóhönnu, jafnt á nóttu sem degi. Alltaf var tekið jafnvel á móti okkur og þau Einar og Jóhanna dekr- uðu bæði við okkur eins og við vær- um drottningar. Einar var höfðingi heim að sækja og gilti þá einu hvort Erfitt verður að minnast Guð- mundar án þess að geta þess hve barngóður hann var og hversu öll börn hændust að honum. Söknuður barnabarnanna á eftir að verða mikill eða eins og það elsta þeirra sagði: „Nú get ég aldrei framar faðmað afa minn að mér, hann sem var svo góður." Þessi fáu orð segja meira um hug barnabarnanna til Guðmundar en margt annað. Þó að ævi Guðmundar hafi ekki orðið löng skilaði hann alveg ótrú- lega miklu ævistarfi og hefði helm- ingi eldri maður orðið fullsæmdur af öllu því sem hann skilaði. Aðeins er hægt að segja að Guðmundur hafi verið búinn að skila öllu því starfi er honum var ætlað og við sem þekktum hann vitum að hann skilaði þessu starfi með miklum sóma. Mikil er sorg eftirlifandi ættingja og vina Guðmundar og er þá sér- staklega að nefna mömmu, Víglund og Ólöfu foreldra hans, sem bæði lifa son sinn, systkini hans og ijöl- skyldur þeirra. Biðjum við almátt- ugan guð að styrkja þau öll í sorg sinni. „Vér þökkum þér, faðir, miskunn þína og eilífa trúfesti. Vér þökkum þér allar minningamar, sem oss em dýrmætar, og biðjum þig að blessa þær. Vér þökkum þér samvistir og samfylgd með látnum vini, þökkum þér allt, sem hann hefur verið oss, og biðjum þig að helga söknuð vorn og trega. Þú tókst hann þér í faðm í heilagri skírn, þegar hann var ósjálfbjarga bam, og kaliað- ir hann til eilífs samfélags við þig. Ósjálf- bjarga emm vér í lífí og dauða, nema þú haldir oss í örmum þínum. Vér treystum þeirri miskunn þinni, sem enginn maður verðskuldar og enpm manni bregst, og felum þér barnið þitt liðna og alia ástvini. Lát oss komast að raun um það, að allt verður þeim til góðS, sem elska þig, og sam- eina alla, sem unnast, í eilífu ríki kærleika þíns. Vér biðjum þig í nafni sonar þíns, Jesú Krists, Drottins vors og frelsara. Am- en.“ Jóhann, Olgeir, tengdadætur og barnabörn. leitað var til hans í gleði eða sorg. Hann var vinmargur maður og rækt- aði vináttuna vel. Þótt stundum hafi verið langt á milli samfunda var allt- af eins og við hefðum hist síðast í gær, enda verða þau vináttubönd sem bundin eru á unglingsárunum ekki slitin. Það er sárt að horfa á eftir æsku- vini sínum langt um aldur fram en sárastur er harmur eiginkonu og barna, móður Einars, tengdamóður og fjölskyldunnar allrar. Elsku Jó- hanna, Birna Karen, Vilhjálmur Andri, Þórey Eva og Einar Helgi, við biðjum guð að styrkja ykkur í þessari mikiu sorg. Okkur langar til að ljúka þessari litlu kveðju með eftirfarandi erindi: Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er hægt að blunda og þannig bíða sælli funda - það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Sigríður Pétursdóttir, Sonja B. Jónsdóttir og fjölskyldur. Einar Þór er látinn. Hann var góð- ur vinur minn. Árla að sunnudags- morgni hringdi sameiginlegur vinur okkar í mig og sagði þau hörmulegu tíðindi að Einar Þór hefði orðið bráð- kvaddur. Eg skynjaði sorg þess sem hringdi, en skyldi ekki að bragði mína eigin sorg. Það kom síðar. Einar Þór var kjarkmikill, vel greindur og harðduglegur. Hann bjó yfir frábærum skipulagshæfileikum sem nýttust honum vel í starfi og leik. Hann átti það hlutskipti að gegna þungbæru starfi sem án efa olli honum miklu álagi. Síðustu mán- uði sinnti hann einvörðungu hugðar- efni sínu, hestamennsku. Er mér Okkur systurnar langar til að minnast pabba okkar sem lést 7. október síðastliðinn. Þegar við heyrðum að pabbi væri með æxli í höfði hrundi heimurinn. Gat það verið að pabbi væri svona alvarlega veikur? Pabbi, sem var alitaf svo hraustur, háði nú baráttu upp á líf og dauða og hann stóð sig eins og hetja. Aldrei kvartaði hann, heldur þvert á móti fyllti hann okkur von um að hann myndi sigrast á þessum sjúkdómi. Elsku pabbi, við viljum þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Við erum allar sammála því að betri pabba hefðum við ekki getað átt. Þú hefur alla tíð reynst okkur, mökum og börnum okkar svo vel að ekki eru til nokkur orð til að lýsa því. Þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa okkur, hvort sem það var við framkvæmdir eða styðja okkur andlega með þínum óendan- lega styrk og bjartsýni. Elsku pabbi, þó að þú hafir nú kvatt þennan heim þá mun minning þín lifa með okkur. Það er okkar trú að eftir þrautagöngu þína með þennan hryllilega sjúkdóm líði þér nú betur og það er okkur mikils virði. Ástarkveðja, Ellý, Halla, Melkorka, tengdasynir og barnabörn. kunnugt um að hann bjó sig undir að takast á við nýtt starf. Hestamennskan átti hug Einars Þórs allan en saman eru þau hjónin þekkt af áhuga sínum og starfi að málefnum hestamanna. Fjölskylda mín átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum og börnum þeirra og njóta þess að ferð- ast með þeim á hestum um landið. Það var ógleymanlegt. Allt var þá þrautskipulagt af Einari Þór og fyrir öllu séð. Hann var frábær ferðafé- lagi og fó ' hvarvetna fremstur í flokki með glæsitraf á höfði að fyrir- manna sið. Einar Þór var glaðvært náttúru- bam, fullu ■ af lífsorku og krafti. Smitandi h\el!ur hláturinn setti sjálf- krafa bros á allra vör. Það er við hæfi að minnast upp- hafserindis úr kvæðinu Fákar eftir Einar Benediktsson skáld: í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vitt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Fráfall Einars Þórs var brátt og ótímabært. Hann var kunnur af skjótræði og kjarki og var ímynd hreystinnar, en í senn ljúfur og góð- ur drengur. Dauðinn var honum svo víðsfjarri. En enginn veit sína ævi- daga. Við hin, sem eftir lifum, erum áminnt af almættinu um það, að hreysti, velmegun eða lífshamingja er ekki sjálfsögð trygging fyrir lang- lífi. Fátækleg orð mega sín lítils. Vina- missir skilur eftir sár í sinni. Við þökkum Einari Þór samfylgdina. Fráfall hans er þó mest áfall Jóhönnu og börnum þeirra. Megi Guð blessa þau og gefa þeim styrk, því að sorg þeirra er mikil. Sigurður Sigurjónsson. Fyrir sex árum kynntist eg honum Einari. Það kom til út af því að hún Anna Sigga, konan mín, hafði passað Birnu Karen elstu dóttur þeirra Ein- ars og Jóhönnu þegar hún var bam, og einnig hafði Jóhanna verið góð vinkona systur minnar á unglingsár- um þeirra og því heimagangur á æskuheimili mínu. Strax við fyrstu kynni varð eg fyrir miklum áhrifum af hinum mikla krafti og útgeislun sem einatt ein- kenndi Einar. Hann hafði einhvern veginn lag á að hrífa fólk með sér, og þegar Einar talaði hlustaði fólk. Kynni okkar þróuðust síðan á þann veg, að haustið 1990 stofnuðum við með okkur félag um rekstur hesta- miðstöðvar í Mosfellsbæ. Við reistum þar stórt hesthús og trúlega er það einkennandi fyrir Einar að þremur mánuðum eftir að hafist var handa stóð hesthúsið nánast fullklárað, og hestar voru teknir inn. Einar stjórn- aði þessu verki að mestu leyti, og þetta haust var unnið dag og nótt í öllum veðrum. Við þessar aðstæður kynntist eg Einari hvað best, en því- líkan dugnað og kraft hafði eg ekki séð áður. Það er alltaf gaman að vinna með mönnum, sem brosandi velta björg- um, en það var einmitt húmor, bjart- sýni og gleði sem einkenndi and- rúmsloftið hvar sem Einar fór. Hestamennskuna stundaði hann ásamt fjölskyldu sinni af miklum áhuga og áttu þau úrvalsgóða reið- hesta og gæðinga. Einar og Jóhanna stofnuðu ásamt nokkrum vina sinna ferðaklúbb sem þau kölluðu Trigger- félagið, en þessi hópur ferðaðist mik- ið ^ hveiju sumri, og engum leyndist að fyrir Einari var það toppurinn á tilverunni að ferðast um hálendi og byggðir íslands á hestum. Þó heyrði eg oft á Einari, að það sem hann hlakkaði hvað mest til á hveiju ári var að fara í göngur með þeim Bisk- upstungnamönnum og eg gleymi því aldrei, þegar eg eitt sinn keyrði Ein- ar og tvo hesta austur fyrir fjall til að fara í göngur. Hann Einar var svo kátur og glaður, og síðan þegar að hann var sestur í hnakkinn og horfði til fjalla minnti hann mig heist ; á lítinn dreng á jóladag. Þegar eg horfði á eftir honum á honum Garpi sínum, flugu mér í hug orðin - knap- inn á hestbaki er kóngur um stund - slík var reisn bæði manns og hests. Á Landsmóti hestamanna á Vind- i heimamelum árið 1990 bjó eg í tjald- búðum með Einari, fjölskyldu hans og vinum. Þar var oft glatt á Hjalla, og eg hef grun um að Einar hafi oft gengið seint til sængur. Þó brást það aldrei, að klukkan átta hvern morgun i þegar eg fór á fætur beið Einar mín með uppdekkað morgunverðarborð, , sem hvert hótel hefði getað stært sig af. Síðan var hann við hlið mér allan ; daginn og aðstoðaði mig við alla ‘ umönnun hestanna og önnur störf sem svona mót býður uppá. Það verð- mætasta var þó ekki vinnan, heldur félagsskapurinn. Nú er hann Einar vinur minn og félagi dáinn. Það er erfitt að skilja þegar svona ungur maður er kallaður burt frá börnum sínum og eiginkonu, maður sem átti svo mikið eftir, mað- ur sem gat áorkað svo miklu. Hann er stór hópurinn sem syrgir Einar, en eftir lifir minningin um einstaklega (júfan og góðan dreng, sem öllum vildi vel og alla vildi gleðja. • Elsku Jóhanna, Birna Karen, Andri, Þórey Éva og Einar Helgi, eg vona að góður guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Eg og fjöl- skylda mín vottum öllum aðstand- endum Einars Þórs innilega samúð okkar. Hvíl þú í friði kæri vinur. Trausti Þór Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.