Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 eftir Guðmund Guðjónsson Ijósmynd Kristinn Ingvorsson HVERNIG er hægt að standa í síldarsöltun, vodkaframleiðslu, vera í bankaráði Islandsbanka, stússast í rekstri íslensks mark- aðar í Leifsstöð og sitja í alls konar nefndum og stjórnum og hafa þar að auki tíma til að vera á stöðugri flengreið heim- sálfa á milli til að semja um uppkaup á laxveiðiréttindum veiðimannasamfélaga og afla aura til þess arna? Ætla mætti að her manna þyrfti til að standa í slíku. Maður er nefnd- ur Orri Vigfússon. Hann lætur sig ekki muna um að leggja þetta allt saman á herðar sínar. Hann hefur samhliða margþættu starfí í viðskiptalífínu lyft grettistaki fyrir stangaveiðimenn með samningagjörð sinni við veiði- og útgerðarmenn í Færeyjum og á Grænlandi, auk þess að bijóta á bak aftur ólöglegar laxveiðar á alþjóð- legum hafsvæðum. Það starf hefur staðið yfír sleitulaust í á fjórða ár og tók Orri sér ekki leyfi frá öðrum störfum til að sinna því. Og hann lét ekki einu sinni skaðræðisáhiaup krabbameins stöðva sig, heldur fór í uppskurð, hvíldi sig í nokkra daga pg var svo kominn á fulla ferð á ný. í heilt ár var hann þó í erfíðri eftir- meðferð . „Ég er „workaholic“,“ segir Orri og þrammar fram og aftur um skrif- stofu sína. Afsakar það með þeim orðum að hann sé búinn að sitja allan daginn við skrifborðið og það eigi ekki við sig. Við kynnumst Orra Vigfússyni aðeins í þessum pistli, manninum sem margir hafa kallað kraftaverkamann. „Ég þekki ekki annað, fæddur á Siglufírði og kominn á síldarplanið tíu ára. Fjölskyldan öli í síldinni. Ég byijaði sem ræsari og kerling- arnar á planinu ráku mig hálfsof- andi áfram. Þar með var tónninn gefínn og allar götur síðan hefur þetta verið minn vinnustíll. í fjöru- tíu ár missti ég aðeins einn dag úr vinnu. Ég segi það ekki að seinna meir hef ég átt rólega daga, verið eitthvað lasinn og jafnvel timbraður dag og dag. En aðeins þessi eini féll úr. Svo lenti ég í að fá krabba- mein og þá var ekki annað að gera en að hlýða mínum lækni, leyfa honum að skera mig og taka það svo rólega í nokkra daga. En síðan fór allt á fulla ferð á ný. Raunar þurfti að sprauta mig vikulega í heilt ár og ég neita því ekki að það fór í taugarnar á mér. Því fylgdi mikil vanlíðan á köflum, sérstaklega þó á kvöldin þegar vinnudegi var lokið. Eiginlega fann ég ekki fyrir neinu misjöfnu er ég var á fullri ferð í vinnunni, hreinlega gleymdi eymslunum. En á kvöldin helltist það yfír mig,“ segir Orri. Eftir nám á viðskiptasviði í Bret- landi lá leiðin aftur heim á Frón og ekki til að sitja auðum höndum. Til þess að byija einhvers staðar fór Orri að flytja inn bíla. Þetta var árið 1966 og bílarnir voru af japanskri og lítt þekktri gerð, Toyota. „Það var gert grín að mér og ég man að Gunnar Ásgeirsson hjá Volvo gerði sér sérstaklega far um að heimsækja mig til að segja mér að Evrópubúar myndu aldrei kaupa japanska bíla. Reyndar gekk þetta alveg þokkalega, en ég hætti því fljótlega, ég fann að útflutning- ur átti miklu betur við ,mig. Páll Samúelsson og fjölskylda tók við umboðinu og hefur síðan rekið það með miklum myndarskap. Ég fór að vinna hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda. Það var skemmtilegur tími. Einnig sá sem síðar fór í hönd hjá Gliti.“ Umsvif Orra hlóðu jafnt og þétt utan á sig, hann gerðist vara- formaður stjórnar ísmarks, íslensks markaðar, á Keflavíkurflugvelli, stjórnarmaður hjá íslensku óperunni og ekki síst landsþekktur og síðar heimsþekktur laxveiðimaður og náttúruvemdarsinni. „Það er rétt, ég hef óvart lent í því að vera orð- inn alþjóðlegur laxveiðigúrú. Það gerist varla nokkur skapaður hlutur lengur í laxveiðiheiminum nema að ég sé spurður álits fyrst,“ segir Orri og veifar löngum lista yfir allar þær laxveiðinefndir sem honum hef- ur verið boðin stjórnarseta í og ekki er á honum að heyra að hann hafni neinu slíku boði. „Menn stóla á mig,“ segir hann. Éin nefndin er „Norður-rússneska laxveiðinefndin" með aðsetur á Kólaskaga! Em allar þessar nefndir ólaunaðar? Orri bros- ir og í svip hans blandast glettni og eftirsjá. „Það er nú gallinn við þær,“ segir hann. Alistanum fer heldur ekkert á milli mála að Orri er í stjórn Óperunnar. Hvernig fer það saman? „Það fer alveg prýðilega saman. Það er eins þegar ég fer á óperu og í laxveiði, ég gleymi gersamlega stað og stund og hvílist þá frá daglega amstrinu .“ Hefurðu lengi haft dálæti á óper- unni? „Það örlaði aðeins á því er ég var í skóla erlendis, en svo ekk- ert meira fyrr en ég var beðjnn að vera í stjórn Óperunnar á íslandi fyrir fáum árum. Þá lagði ég aftur við hlustirnar. Það má því segja, að hafí menn áhuga á laxveiði get ég náð sambandi við þá, en fullkom- lega viðræðuhæfír verða menn ekki nema þeir hafí bæði áhuga á óperu og laxveiði," segir Orri glottandi. Auk laxveiðimálanna er Orri nú kunnastur fyrir að framleiða íslenskan vodka til útflutnings, „Icy“, og að sitja í bankaráði Is- landsbanka. Orri segir að vodkamál- in standi nokkuð vel, í gang sé að fara ný markaðssókn í Bandaríkjun- um. Sókn með nýjum dreifíngarað- ila. „Við fóram ef tjl vill heldur geyst í byijun og höfum nú gert næstum ekkert í ein tvö ár. Nú höfum við vandað til alls undirbún- ings. Annars er vodkinn fastur í sessi víða í Suður-Ameríku svo eitt- hvað sé nefnt, einnig í Færeyjum og ísrael." En er ekki niðursveifla í neyslu á sterkum vínum? „Ja jú, reyndar er það rétt. Léttvín og bjór hafa sótt á. Aftur á móti er aukning í neyslu á hágæðadrykkjum. Dýru viskíi, dýru koníaki og dýrum vodka. Icy-vodkinn þykir með þeim bestu í heimi og flokkast með hágæða- drykkjum. Þess vegna kemur sam- dráttur í neyslu sterkari drykkja ekki eins niður á Icy og einhveijum öðram drykkjum." Orri er sestur á nýjan leik, en er allur á iði í stólnum og næstum betra að hafa hann stormandi um kontórinn. Hann fer úr vodkanum í síldina og úr síldinni í kolann. Hann rekur síldarvinnslu á Reyðar- fírði. Þar er sótt á Rússlandsmark- að. Hann var og meðal þeirra sem gerðu út frægan kolaveiðibát á Kólaskaga, þann sama og Rússar hafa sent rakleiðis til föðurhúsanna á nýjan leik vegna deilna um veiðar íslendinga í Smugunni í Barents- hafi. „Þetta er Norðmönnum og Rússum jafn heilagt og 200 mílna lögsagan var okkur heilög. Þeir tóku veiðar okkar skipa óstinnar upp, hótuðu að rifta samningi um kola- skipið og við erum nú a.m.k. tíma- bundið úti í kuldanum. Smugumálið kemur einnig inn í síldarsöluna til Rússa. Stór rammasamningur hefur verið lengi í burðarliðnum, en hefur strandað á ýmsum fyrirstöðum að undariförnu, ekki síst þessari nýju fiskveiðideilu," segir Orri og er nú staðinn upp og rýnir út í myrkrið. Morgunblaöiö heimsótti Orri var byijaður að tala um að íslendingar væra á nákvæm- lega sömu leið og Færeyingar, er við endurmátum stöðuna og fóram yfir í aðra sálma. Við tölum um laxveiðimálin. Orri hefur um árabil verið formaður Laxárfélagsins, sem er leigutaki stórs hluta Laxár í Aðaldal. Stangaveiði er hans „stóra ást“ eins og hann segir og er hann er spurður hvort fjölskyldan, eigin- konan og börnin, séu ekki stóra ástin, svarar hann: „Þau taka þátt í þessu á fullu með mér. Við förum saman í fasta veiðitúra í Laxá og . Selá, Unnur konan bhhbb inín og börnin tvö, Orra Vigfússon og ræddi við hann um margbætt viö- skipti hans, kvótakaupin, skemmtilegai uppákomur og margt fleira Vigfús og Hulda. Ekkert þeirra vildi sleppa þessu og raunar er Vigfús með svo geggjaða veiðidellu að með ólíkindum má heita. Dæmi um delluna í stráknum er síðan í fyrra, er hann ók tvisvar aleinn norður í Laxá frá Laxá í Leirársveit þar sem hann var leiðsögumaður, til þess eins að veiða í hálfan dag fyrir norðan. Ég botn- aði ekkert í þessu og spurði hann hvers vegna hann hefði ekki fengið sér félagsskap. Hann svaraði að veiðileyfið hefði ekki verið til skipt- anna! Annars hef ég kynnst mörgu skemmtilegu fólki í gegnum veiðina. Til að mynda Uffe Ellemann-Jens- en, utanríkisráðherra Dana. Hann veitti okkur ómetanlega aðstoð við að uppræta sjóræningjabáta sem vora að veiða lax á alþjóðlegu haf- svæði á milli Færeyja, Noregs og íslands. Með okkur tókst vinskapur góður og við höfum farið nokkrum sinnum í veiði í Laxá saman, auk þess sem við skrifumst á um stöðu kvótakaupamálanna. Hann dró 17 punda hæng á flugu úr Hraunsál í Laxá síðasta sumar og var ekki lít- ið dijúgur með sig. Ein skemmtileg- asta veiðisaga sem ég man eftir snerist raunar um hann. Við höfðum verið að veiða í Laxá og Uffe hafði nælt sér í sex punda lax eftir tals- verða fyrirhöfn. Hann var að vonum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.