Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 39
. .. .. , ,, ... A tk WMIMT A • . ■ n ■ , • ■ MÓRGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 39 A KOPAVOGSBÆR Myndmennta- kennari óskast Myndmenntakennari óskast í Hjallaskóla í hálfa stöðu frá 1. janúar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 42033 á skólatíma. Gæðaverkfræðingur Verkfræðingur með M.Sc. gráðu í rekstrar-/iðn- aðarverkfræði óskar eftir framtíðarstarfi. Viðkomandi hefur unnið sem gæðasérfræðing- ur hjá erlendu stórfyrirtæki og er með haldgóða reynslu í uppbyggingu gæðakerfa (bæði ISO 9000 staðlarnir og altæk gæðastjórnun). Upplýsingar í síma 91-50742. „Au pair“ óskast frá áramótum til heimilisstarfa og gæslu á 4 ára dreng á heimili íslenskra hjóna í Ósló. Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára og má ekki reykja. Nánari upplýsingarí síma 615805. Þýskukennsla Verzlunarskóli íslands auglýsir eftir þýsku- kennara til fullrar kennslu frá áramótum. Umsóknir óskast sendar skólastjóra sem fyrst. Verzlunarskóli íslands. Barnagæsla Barngóð kona óskast til að gæta 8 mánaða gamalla tvfbura á heimili þeirra eftir hádegi virka daga. Um er að ræða tímabilið jan.-maí. Upplýsingar í síma 74686. SÖLUSTARF Þekkt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Fyrir- tækið er einnig þekkt erlendis. Starfsmannafjöldi 15-20 manns. Við leitum að sölumanni sem hefur sýnt frumkvæði og árangur í starfi og ertilbúinn að axla krefjandi starf. Fyrirtækið býður góða vinnuaðstöðu og föst laun ásamt bónus í samræmi við árangur. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til RáÖningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar „300“, fyrir 22. nóvember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir AUGL YSINGAR á|p ÞJÓÐLEIKHÚSID Leikhúsritari Laust er til umsóknar starf leikhúsritara við Þjóðleikhúsið. Starfið felur í sér skipulag kynningar- og markaðsmála, fjölmiðlatengsl/ritstjóm leik- skrár o.fl. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 22. nóvember nk. Afgreiðsla eriendar bækur Óskum eftir að ráða starfskraft til framtíðar- starfa í verslun okkar, sem býður upp á lands- ins mesta úrval erlendra bóka. Starfið krefst þekkingar og áhuga á erlendum bókum. Skriflegar umsóknir sendist okkur fyrir föstu- daginn 19. nóvember. bók/a.la, /túdervtð. v/Hringbraut - 101 Reykjavík. Umsjón byggingar- framkvæmda Traustur aðili, sem hefur á sínum vegum umsjón með byggingu og viðhaldi verulags fjölda fasteigna, óskar að ráða starfsmann. Starfið felst í umsjón og eftirliti með bygging- arframkvæmdum og viðhaldsverkum. Óskað er eftir arkitekt, byggingarverkfræð- ingi eða tæknifræðingi. Reynsla af eftirlitsstörfum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Umsjón byggingar- framkvæmda" fyrir 24. nóvember nk. RÁÐGARÐURhf. STjÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 Hugbúnaðartækni- maður Hugbúnaðartæknimaður óskast til starfa á þjónustusviði okkar við þjónustu á tölvunet- kerfum Lan Manager, Novell og NT. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu á netstýrikerfum og stöðluðum notendahugbúnaði fyrir einmenningstölvur. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar fyrir 23. nóv., merktar: „UMSÓKN". Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 128 Reykjavík, sími 91-63300. IÐSTOÐ FÓLKS í ATVINNULEiT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ mánudaginn 15. nóvember kl. 12.00: „Þjónusta stéttarfélaga við atvinnulausa": Leifur Guðjónsson, fulltrúi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður Starfsmannafélagsins Sóknar og Gunnar Páll Pálsson, yfirmaður atvinnu^ leysisbótadeildar V.R., mæta á fundinn og fjalla um málið og sitja fyrir svörum. Fundarstaður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. Atvinnuiausir hvattirtil að nýta sér þetta góða tækifaéri og mæta vel. Framtíðarstarf Við óskum eftir að ráðá starfskraft í þjónustu- deild okkar. Starfssvið er almenn skrifstofuvinna í þjón- ustudeild, þ.á m. utanumhald viðhaldssamn- inga og verkbeiðna ásamt símavörslu. Hér er um spennandi framtíðarstarf að ræða hjá traustu fyrirtæki. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða samstarfshæfileika og góða almenna tölvu- kunnáttu (ritvinnsla/töflureiknir). Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til okkar fyrir 14. nóvember nk. HEWLETT PACKARD m ---------;----------UMBOÐtÐ HPA ÍSLANDI H F Hötdabokko P. Revkiavik. <mu 91 6" 1000 Frú möguleika til veruleika Yfirvélstjóri óskast Yfirvélstjóri óskast á 240 tonna línubát með beitningarvél, sem gerður er út frá Njarðvík. Þarf að geta hafið störf um áramót. Upplýsingar í síma 92-16090 eða fax 92-16097. Fóstrur - fóstrur Á leikskólann Sóla í Vestmannaeyjum bráð- vantar okkur fóstru til starfa í 100% stöðu leikskólastjóra. Um er að ræða afleysinga- stöðu til 1. ágúst 1994. Einnig er laus staða yfirfóstru við sama leikskóla. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmálafull- trúi í síma 98-12816. Félagsmálastjóri. Reykjavík Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á deild A-3 er laus til umsóknar, helst eigi síðar en 1. desember nk. Um er að ræða 80-100% starf á hjúkrunardeild með góðri vinnuað- stöðu. Upplýsingar veita Jónína Nielsen, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, og ída Atladóttir, hjúkr- unarforstjóri, í símum 689500 og 35262. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.