Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 EFNI Húsið í Hegranesi 29 ónýtt eftir eldsvoða Brunasár konunn- ar ekki alvarleg ELSA Sigurvinsdóttir, sem var hætt komin í húsbruna í Hegranesi 29 i gærkvöldi, liggur nú á Landspítalanum og eru brunasár sem hún hlaut ekki talin alvarleg. Hún var ein í húsinu þegar eldurinn kom upp. Slökkvistarf gekk greiðlega en húsið er talið ónýtt eftir brunann. Rannsóknarlögreglan kannar nú orsök brunans í Hegranesi 29. Elsa, sem er 64 ára, hafði kveikt upp í arni í stofu en síðan brugðið sér frá. Heyrði hún þá mikið eldsnark í stofunni, flýtti sér þangað og sá að eldur var laus. Er talið hugsan- legt að slúglð hafí nlður f arínlnn og eldur komlst f húsbúnað, Elsa hlaut brunasár á höndum er hún gerði tilraun til að slökkva eldinn, Hún reyndi síðan að komast út um glugga en tókst ekki að opna hann þar sem vinnupallur við húsið hindraði að hægt væri að opna gluggann til fulls. Maður sem átti leið hjá sýndi mikið snarræði er hann spennti gluggann upp og bjfti'gaði hennl á gfðustu stundu, Eldurlnn brelddlst mjög hratt Ut um húaið og varð það alelda á skömmum tíma, Jackson í Keflavík? BOEING 727-leiguflugvél frá Grand Air, á vegum banda- ríska kvikmyndafyrirtækisins MGM, millilenti í Keflavík á föstudagskvöldið á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands- eyja. Fjöldi blaða- og frétta- manna i Evrópu hringdi i ís- lensku flugstjórnarmiðstöðina á föstudagskvöld og fram eft- ir nóttu til að fá fregnir um ferðir vélarinnar, en þeir full- yrtu að rokkstjarnan Michael Jackson væri um borð í vél- inni. Þotan hafði nokkurra klukku- stunda viðdvöl á Keflavikurflug- velli. Voru aðeins fimm farþegar um borð og héldu þeir kyrru fyrir í vélinni en tveir áhafnar- meðlimir fóru inn í flugstöðvar- bygginguna. Kom upp orðrómur um að Michael Jackson væri í vélinni en áhöfnin fékkst ekki til að staðfesta það. Hélt vélin ferð sinni áfram til Luton í Bret- landi laust upp úr kl. 22. Sjá bls. 4. Morgunblaðið/Þorkell Tölvur telja atkvæðin PJÓBIB stwrfsmetin færa atkvæðln á tölvur I stnð 20-80 mntms sem hefðu þurft að vinna við talningu samkvæmt gamla lagiuu, A mynd- inni eru Kristin Líndai og Sólveig Ámadóttir við atkvæðatOIvurnar á kjörstað prófkjörsins i Kópavogi í gær. Tækninýjung 1 prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Prófkjörsatkvæði talin í tölvu í fyrsta skipti á Islandi VIÐ próflgör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í gær, laugardag, var tekin upp sú tækninýjung að nota tölvur við talningu og úrvinnslu atkvæða. Atkvæðatalning i prófkjörinu er mjög flókin þar sem hver kjósandi raðaði frambjóðendum f átta sæti á atkvæðaseðlinum en alls voru 17 frambjóðendur í kjöri í prófkjörinu. Tölvuvinnslan átti að auðvelda talninguna mjög og stytta tímann sem úrslitanna var beðið um fleiri klukkustundir. „Við reiknum með að þetta taki ekki nema helming þess tima sem talningin tók áður. Við erum að feta inn á nýja braut en þetta virðist vera mjög markvisst og öruggt kerfi,“ segir Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti kjörstjórnarfulltrúa í próf- kjörinu, þá Jón Atla Kristjánsson, Jónas Frímannsson og Snorra G, Tómasson í gærmorgun, áætluðu þeir að talning gæti hafist milli kl. 18 og 19 og að henni yrði lokið milli kl. 1 og 2 í nótt. Ef talningin hefði farið fram með hefðbundnum hætti væri það mikil handavinna fyrir 20 til 30 manns, sem hefðu þurft að handflokka alla atkvæða- seðla, raða frambjóðendum í sæti og telja í hvert sæti. Er líklegt að sú vinna hefði tekið 8 til 10 klukku- stundir, að sögn þeirra. í gær voru hins vegar aðeins fjór- ir starfsmenn við að skrá atkvæðin inn á fjórar tölvur en öll atkvæðin eru færð inn tvisvar á tvær tölvur og síðan eru upplýsingarnar fluttar inn á samanburðarforrit í annarri tölvu sem ber niðurstöðurnar saman og birtir úrslit prófkjörsins. íslenskt forrit notað Höfundur forritsins sem notað er við talninguna er Sigurður Einarsson verkfræðingur hjá ístak en Sigurður Konráðsson kerfisfræðingur hafði yfírumsjón með tölvuvinnslunni í gær. Sagði hann að ekkert væri slak- að á kröfum um öryggi við atkvæða- talninguna en gert væri ráð fyrir að hver starfsmaður gæti skráð um 200 atkvæðaseðla á klukkustund og því gæti talningin öll tekið um fimm klukkustundir sé miðað við að 2.000 manns greiði atkvæði á kjörstað eins og áætlað hefur verið. Auk þess þurfti að telja utankjörfundarat- kvæði eftir að kjörfundi lauk kl. 22 i gærkvöldi. Jón Atli sagði að þessi tækninýjun hefði mikla kosti og ætti að geta nýst í kosningum í fleiri sveitarfélög- um. „í prófkosningum þar sem margir eru ( kjöri og stórir listar þá segir það sig sjálft að úrvinnsla og talning er mjög erfitt verkefni og þar kemur þessi tækni að miklu gagni,“ sagði hann. Fjárþörf LÍN heftir niimik- að um rúma tvo milljarða FJÁRÞÖRF Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur minnkað um rúma tyo milljarða króna frá því sem var áður en reglum sjóðsins var breytt 1991, að sögn Gunnars I. Birgissonar, for- manns stjórnar LÍN. Reiknað er með að fjárþörfin í ár sé 2,7-2,8 milþ'arðar, en að óbreytt- um reglum hefði fjárþörfin ver- ið 4,8 miRjarðar, sem hefði þýtt að framlag ríkissjóðs til sjóðsins hefði þurft að vera upp undir þrír miHjarðar til að forða hon- um frá gjaldþroti. Gunnar sagðist telja að tvennt kæmi til sem skýring á minni lán- tökum í sjóðnum. Annars vegar Bóluefni við Peking-fiensunm aftur í vikunni Heimsmet í bólusetningu BÓLUEFNI við Peking-flensu er uppurið hjá Lyfjaverslun ríkisins en búið er að dreifa um 40 þúsund skömmtum af efn- inu. Væntaniegir eru um 5 þúsund skammtar í vikunni. Þór Sigþórsson forstjóri Lyfjaverslunarinnar segir að búið sé að bólusetja um 15% þjóðarinnar sem sé að öllum líkindum heims- met á þessu sviði, og það mesta sem gerst hefur hérlendis. Már Kristjánsson sérfræðingur í smitsjúkdómum þjá Rannsókn- arstofu Háskóla íslands í veirufræði segir að flensan komi óveryulega snemma í ár eða um tveimur mánuðum fyrr en vanalega. Tvö tilfelli af flensunni hafi greinst með vissu. Stofninn sem hefur greinst nú kallast H3N2 var hér fyrir nokkrum árum og liggja engar upplýsingar fyrir um að hann sé skaðvænni en aðrir sambærilegir stofnar. Hann segir þó mest um vert að vara fólk við að flensunni geta fylgt bakteríusýkingar, sem geti gert vart við sig þegar fólki virðist vera að batna. Slái því skyndilega niður með háum hita og veikindum á það að leita til læknis. Már segir, að ekki þurft allir bólusetningu gegn flensunni, en áhersla sé lögð á að bólusetja þá sem eru veikir fyrir á ein- hvem hátt, einkum þá sem eru með hjarta- og öndunarfærasjúk- dóma því þeim sé hættara en öðrum að fá fylgikvilla flensunn- ar og eiga einnig erfiðara að glíma við flensuna sjálfa. „Þeir sem eru með aðra sjúkdóma, s.s. krabbamein eða eyðni, eru einnig í sérstakri hættu og síðan er reynt að bólusetja fólk 65 ára og eldra. Fólk sem vinnur t.d. á sjúkrahúsum og við sjúkraflutn- inga er einnig hvatt til að láta bólusetja sig,“ segir Már. væri fólk orðið meðvitaðra um að skuldsetja sig ekki snemma á lífs- ferlinum og minnka þannig mögu- leikana á til dæmis að eignast húsnæði síðar á lífsleiðinni og hins vegar væm kröfur um námsfram- vindu orðnar strangari, en hlutfall þeirra sem skila fullri námsfram- vindu hefur hækkað úr 30% þegar eldri reglur giltu og farið í 64% í ár. Framlag ríkissjóðs 1.700 milljónir Hann sagði að þetta væm hag- stæðustu lán sem fólk gæti tekið. Þau bæra aðeins 1% raunvexti og meðgjöf ríkissjóðs, sem fælist í því að greiða niður muninn á þessum vöxtum og almennum vöxtum, væri nú 1.700 milljónir króna á ári, en hefði verið 2,8-3 milljarðar að óbreyttu. Að mati Ríkisendur- skoðunar féllu 66% af námsaðstoð- inni sem kostnaður á ríkissjóð eft- ir eldri löggjöf en samkvæmt nýju lögunum er þessi kostnaður talinn vera 54%. Gunnar sagði að námsmönnum í haust hefði fjölgað frá síðasta hausti en lánþegum hefði fækkað. Námsmenn væm nú álíka margir og þeir vom skólaárið 1988/89 þegar þeir vom mjög margir. A ► l-44 f Sveitarfélög í eina sæng ►Umræður um sameiningu sveit- arfélaga stendur nú sem hæst. Margar spumingar hafa vaknað og sýnist sitt hverjum um svörin viðþeim./lO Nafnið hrífur í Napólí ►Alessandra Mussolini, sonar- dóttir Benitos Mussolini og þing- maður nýfasista á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri í Napólí./12 Orrahríð athafna- manns ►Rætt við Orra Vigfússon um Iftkvolðíti', vlðskiptl ng ýnmiu' uppú= kemur,/14 Vetrartíakan ►Linurnar hafa verið lagðar í hár- og fatatisku vetrarins, Hárið á að vera í náttúrulegum litum, lóttog ftjálslogt./16 Louvre 200 ára ►Louvre-safnið í París er 200 ára um þessar mundir, Það hefur nú stækkað um helming og aðkomu- rýmið neðanjarðar hefur tífald- ast./18 B ► l-24 Surtsey þrítug ►Surtur fer sunnan, með sviga lævi, segir í Völuspá. Fyrir réttum þrjátíu árum, 14. nóvember 1963, reis Surtsey úr Atlantshafinu suð- ur af íslandi./l Munkurinn sem aidrei sefur ► Af Lama Zopa Rinpocte og nýju stúpunni á Hádegishólum i Kópa- vogi./lO Hef haft unað af því að messa ►Rætt við séra Arngrím Jónsson, sem nú hefur látið af prestsstörf- um eftir hálfrar aldar þjónustu./ 12 »1 imiii's MMrMWV*. IUH1.VVI . iCtiomnn ( Vjnf *a\tu -1 *MVfl ( . 4MU HU'UIK IIMM it\ iUI * @SK3 t. . jgpj PMISW ML' c BILAR ►1-4 Hver var hún Merce- des? ►Bílnöfn, sem em öllum töm, eiga rætur slnar að rekja til vefstóla- smiða, tannþjólaframleiðenda og tölugerðarmanna./2 Vel búin Sonata ► Reynsluakstur á Hyundai Son- ata, sem þykir ríkulega búinn bíll og á hagstæðu verði./4 fastirþættir Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndahúsin 22 Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavikurbréf 24 Minningar 28 Iþróttir 43 Útvarp/ajónvarp 44 Gárur 47 Mannlffsstr. 6b fdag 7b Dægurtónlist Kvikmyndir Fólk t fréttum Myndasögur Brids 14b 16b 18b 20b 20b 20b Skák 20b Bí6/dans 21b Bréftil blaðsins 24b Velvakandi 24b Samsafnið 26b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR PRÉTTIR- 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.