Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 6

Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 6
 6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 Listamenn ÞAU sýna I Deutsche Bank í Frankfurt frá 30. nóvember til 17. desember nk. Frá vinstri: Guðrún Krisljánsdóttir, Sigurður Örlygs- son, Jón Axel Björnsson, Helgi Gíslason og Leifur Breiðfjörð. Boðssýning í Deutsche Bank í Frankfurt Islendingum boðið fyrstum útlendinga FEMM íslenskum myndlistarmönnum hefur verið boðið að sýna verk sín í aðalbyggingu Deutsche Bank í Frankfurt, fyrstum útlendinga. Sýningin verður opnuð 30. nóvember. Deutsche Bank, sem er einn stærstu banka heims, hefur undanfarna áratugi markvisst safnað myndlist eftir þýska lista- menn og varið til þess árlega vissri prósentu af hagnaði hvers árs. Bankinn á því nú mjög verðmætt safn þýskrar myndlistar. í fréttatilkynningu segir að er- lendum iistamönnum sé nú í fyrsta sinn boðið að sýna í bankanum og sé það mikill heiður að þessi virta stofnun skuli velja íslendinga til að vera fyrsta. Jón Axel Bjöms- son, Guðrún Kristjánsdóttir og Sigurður Örlygsson sýna málverk, Helgi Gísiason sýnir höggmyndir og Leifur Breiðfjörð glerverk. Dr. Rolf Lauder, safnstjóri Museum fur modeme Kunst í Frankfurt, heldur ræðu við opnun sýningar- innar ásamt sendiherra Islands í Bonn, Hjálmari Hannessyni. Sýningin er til komin fyrir til- stuðlan Helmuts K. Holz, ræðis- manns íslands í Frankfurt, sem hefur sýnt íslenskri menningu mikinn áhuga og lagt sig fram við að greiða götu íslenskra iista- manna. Sýningin stendur til 17. desem- ber nk. Tímamót í hafnarmálunum í Bolungarvík Nýr brimvarnargarður Bolungarvík. NÝR brimvarnargarður var tek- inn í notkun í Bolungarvík á föstudag og er þess vænst að hann muni bæta hafnaraðstöð- una á staðnum til muna. Um mikið mannvirki er að ræða og sagði bæjarstjóri Bolungarvík- ur, Ólafur Kristjánsson, í hófi sem haldið var í ráðhúsinu eftir vígsluna að „hér eftir yrði sjó- mönnum boðið upp á lífhöfn í Bolungarvík“. Brimvarnargarðurinn er 560 metra langur. Hann er 10,5 metrar þar sem hann er hæstur og 85 metr- ar þar sem hann er breiðastur niður við botn. Mannvirki þetta er hið mesta og fóru um 202 þúsund rúm- metrar af efni í gerð þess. Verktaka- fyrirtækið Gunnar og Guðmundur átti lægsta tiiboð í verkið, rúmlega 196 milljónir, og reyndist það 61% af kostnaðaráætlun. Verksamningur var undirritaður 1. ágúst 1991 og verklok áætluð um miðjan október 1993 svo ljóst er að verkinu lauk nánast á tilsettum tíma. Það verður að teljast gott með tilliti til þeirra aðstæðna sem geta skapast á þess- um slóðum, einkum að haustlagi. Samgönguráðherra, Halldór Blön- dal, klippti á vígsluborðann, en fjöldi manns sótti vígsluathöfnina, þar á meðal þingmenn Vestfjarða, fyrrum þingmenn og bæjarstjómarmenn, auk bæjarbúa. Bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, Ólafur Kristjánsson, lauk lofsorði á verktakann fyrir að standa vel að þessu vandasama verk- efni í vígsluhófi sem haldið var að vígslu lokinni í ráðhúsinu. Einnig hefur Hafnarmálastofnun í sam- vinnu við hafnarnefnd Bolungarvík- ur fengið Þjóðskjalasafn til þess að setja upp sögu hafnargerðar í Bol- ungarvík í máli og myndum í ráðhús- salnum. Gunnar. Morgunblaðið/Gunnar Merkur áfangi FRÁ vinstri: Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, Sigurður Bjarna- son fyrrum alþingismaður frá Vigur og Jónatan Einarsson fyrrver- andi oddviti, sem sat einnig lengi í hafnarnefnd. Nýi brimgarðurinn í baksýn. Mesti stuðningnr við landbúnað á íslandi Ríkisstuðningur minnkar um 10% RÍKISSTUÐNINGUR við landbúnað hér á landi, mældur með PSE- aðferð, hefur minnkað úr 86% af framleiðsluverðmæti árið 1991 í 76% samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir yfirstandandi ár. Á árunum 1988- 1990 var stuðningurinn 81-85%. Stuðningur við landbúnað er meiri hér en í öðrum löndum OECD. Kemur þetta fram í grein sem Eiríkur Einarsson rekstrarhagfræðingur ritar í tímaritið Vísbendingu. Eiríkur hefur unnið að útreikning- um á stuðningi við landbúnað á Is- landi samkvæmt PSE-aðferðinni sem OECD notar. PSE hefur verið þýtt sem tekjuígildi stuðnings við fram- leiðendur landbúnaðarafurða. Hún felst í því að meta hversu háar upp- hæðir þyrfti að greiða framleiðend- Píanóleikari frá Litháen leikur með Kammersveit Reykjavíkur í dag Vill koma hingað með Kammer- sveit Litháens á lýðveldisafmælinu GINTAUTAS Kevishas, píanóleikari frá Litháen, kom gagngert hingað til lands til að taka þátt í flutningi Kammersveitar Reykja- víkur á Kvartett um endalok tímans í dag kl. 17 í Bústaðakirkju. Gintautas Kevishas er menntaður píanóleikari frá heimalandi sínu Litháen og Moskvu, en starfar nú sem yfirsljórnandi Þjóðarfíl- harmóníusveitar Litháens, sem er stærsta opinbera tónlistarstofn- unin í landinu. Stofnunin er málsvari nær allra tónlistarmanna í Litháen og annast um Sinfóníuhljómsveitina í Litháen, Kammer- hljómsveit Litháens o.s.frv, og má segja að Kevishas fjarstýri henni því seinasta hálft annað ár hefur hann dvalið í Monte Carlo og starfar þar til áramóta. „Ég starfa sem framkvæmda- stjóri skrifstofu er sett var á fót til að skipuleggja risavaxna tón- listarhátíð er nefnist Fomir og nýir hættir indíána og tengist 500 ára afmæli fundar Kólumbusar á Ameríku," segir Kevishas. „Þar hef ég starfað með tónlistarmönn- um á borð við Rostropovitsj, Ye- Kvartett um enda- lok tímans KVARTETT um endalok tímans nefnist verk eftir franska tónskáldið Oliver Mess- iaen sem Kammersveit Reykja- víkur flytur á tónleikum í Bú- staðakirkju í dag kl. 17. Á tónleikunum leika Rut Ing- ólfsdóttir, fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, Einar Jóhannesson, klarínettu- leikari, og Gintautas Kevishas, píanóleikari. hudi Menuhin og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúnaborgar. Ég held að þetta sé heppilegt blanda fyrir Litháen, þ.e. að starfrækja stofn- unina i Litháen með aðstoð nútí- matækni og vinna samtímis með mörgum frægustu aðilum tónlist- arheimsins í dag. Þessi blanda hefur þegar skilað árangri eins og útgáfa Menuhins á Messíasi eftir Handel sem sett var upp í Vilníus ber vitni.“ Meistari Messiaen Kevishas kveðst ferðast mikið og hafí sótt heim nær öll lönd Evrópu svo dæmi séu tekin. Hann kom hingað til lands sl. sumar og staldraði við í nokkra daga til að leita hvíldar eftir að hafa ferðast milli ellefu Evrópulanda. Hér hitti hann meðal annars Rut Ingólfs- dóttur, fiðluleikara og helstu drif- fjöður Kammersveitar Reykjavík- ur, og segir hann að engar form- legar viðræður hafí farið fram, en vöngum velt yfir ýmsum hug- dettum. Kevishas gaf henni yfírlit yfír efnisskrá sína og í kjölfarið bar á góma sú hugmynd að flytja verk eftir Oliver Messiaen sem Morgunblaðið/Þorkell Píanóleikari og stjórnandi LITHÁISKI píanóleikarinn og yfirsljórnandi Þjóðarfíl- harmóníusveitar Litháen, Gin- tautas Kevishas, leikur með Kammersveit Reykjavíkur í dag og vill flytja Kammersveit Litháens hingað að ári. hann telur vera einn mesta meist- ara tónskálda á 20 öld. Kevishas kallaði saman fyrir nokkrum árum sveit tónlistarmanna til að leika tónverk franskra tónskálda og segir hann að flutningur á Messia- en sé sem nafnspjald sveitarinnar sem hafí m.a. ferðast um Eystra- saltslöndin, Svíþjóð, Ítalíu og Monte Carlo. „Það er stórkostlegt að vinna með manneskjum sem ég þekki vel og eru auk þess mjög góðir tónlistarmenn sem öndvert við þorra manna hugsa meira um listina en peninga," segir Kevis- has. Kammersveit Litháens til íslands? Fleiri hugmyndir kviknuðu einnig í íslandsferðinni og þannig vill Kevishas flytja til landsins Kammersveit Litháens sem hefur unnið sér frægðarorð víða um heim til að spila á eða í kringum 50 ára afmæli íslenska lýðveldis- ins á næsta ári. Kevishas hefur þegar rætt við listrænan stjórn- anda sveitarinnar og kveðst telja afar viðeigandi að fulltrúar þeirr- ar þjóðar sem ísland viðurkenndi fyrst ríkja heimsins, fengi að leika fyrir Islendinga þegar þeir fagna afmæli lýðveldisstofnunar sinnar. „ísland er einstakt land og ekkert myndi gleðja mig meira en að fá að kynna hér Kammersveit Lithá- ens. Það eru ýmisleg fjárhagsleg Ijón í veginum, en ég get fullyrt að meðlimir sveitarinnar sam- þykki niðurfellingu þóknunar til sín ef íslenska ríkið geti lagt fram fé fyrir gistingu, mat og ferðum,“ segir Kevishas. „Og það væri ánægjulegt ef hægt væri að koma á viðræðum við yfirvöld íslenskra menningarmála til að kanna hvernig þessu verkefni væri best borgið og hvernig hrinda mætti því í framkvæmd. Sjálfur gæti ég fengið til liðs við sveitina fræga einleikara ef þess er óskað, og ýmsa aðra möguleika er hægt að skoða.“ um ef fallið yrði frá framkvæmd ákveðins þáttar landbúnaðarstefn- unnar þannig að þeir yrðu jafnsettir fyrir og eftir breytingu. 10 milljarðar kr. Eiríkur kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstuðningur við landbúnað hér verði rúmir tíu milljarðar í ár sem er 76% af framleiðsluverðmæti. Á árinu 1991 var þessi stuðningur rúm- ir 13 milljarðar á núverandi verð- lagi, eða 86% af framleiðsluverð- mæti. Mesti styrkurinn felst í mark- aðsstuðningi, rúmir 5 milljarðar kr., beinar greiðslur nema 4,7 milljörðum en annað vegur minna. Hlutfallslega mestur stuðningur er við mjólkur- framleiðslu, 84%, en minnsti við nau- takjötsframleiðslu, 53%. Við samanburð á stuðningi milli landa á árinu 1992 sem Eiríkur birt- ir í súluriti með grein sinni sést að stuðningurinn er meiri á íslandi en í öðrum löndum OECD. Stuðningur- inn er yfir 75% í Sviss og Noregi og yfir 70% í Finnlandi. Meðaltali í OECD er um 45%. Finnsk mat- vælasýning ÍSLENDINGAR fluttu matvæli út til Finnlands fyrir 61,6 milljónir finnskra marka (á núvirði 753 mil(j. ÍSK) á árinu 1992, en keyptu hins vegar matvæli fyrir 5,7 millj- ónir finnskra marka (á núvirði tæpar 70 mil(j. ÍSK) samkvæmt upplýsingum frá finnska sendiráð- inu. Vi(ja Finnar leita nýrra við- skiptasambanda og verður haldin matvæla- og drykkjasýning, þar sem nokkur finnsk matvælafyrir- tæki kynna afurðir sínar. Það eru Samtökin um fínnska ut- anríkisverslun og sendiráð Finnlands sem skipulagt hafa sýninguna. Full- trúar fyrirtækjanna Chymos OY, Cherry OY EIM, Delicant OY, Hartwall Beverages og Papulan Vestitehdas verða á staðnum auk fulltrúa frá Fresh Finland Center, sem eru samtök til að efla útflutning matvæla og drykkjaiðnaðarins í heild. Framangreind fyrirtæki leita nýrra viðskiptasambanda. Sýningin fer fram í húsnæði Fé- lags íslenskra stórkaupmanna í Húsi verslunarinnar mánudaginn 22. nóv- ember kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.