Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 11 við aðstæður dagsins í dag. Það mun vera meginskýring þess að helstu lánardrottnar eru í grund- vallaratriðum reiðubúnir til þess að ganga til samningsins á grund- velli nauðasamningsfrumvarpsins, Samkvæmt mínum upplýsingum eru eignir fýrirtækisins metnar miðað við staðgreiðsluverð og markaðsástand, sem ekki er svo björgulegt um þessa mundir. Það sem mun hafa ráðið ferð- inni við eignamat, var það mark- mið að fá skýr skil á milli þeirra sem eiga að vera með tryggar kröf- ur og eiga veð fyrir lánum sínum og hinna sem hafa lánað út á yfir- veðsettar eignir, og eiga þannig að falla undir nauðasamninginn, sem samtals eru um 150 aðilar. Því er til dæmis talið nokkuð raunhæft að meta frystihús Borg- eyjar á 110 milljónir króna, þar sem tekið var mið af því að frysti- hús EG fór við uppboð á 108 millj- ónir króna. Þannig er blákalt mið- að við staðgreiðsluverð og mark- aðsaðstæður, en algjörlega horft framhjá þeirri staðreynd, að frysti- húsið kostar í byggingu um 700 milljónir í dag, miðað við uppreikn- að endurstofnverð. Menn virðast almennt sammála því, að það sé með öllu óraunhæft að taka mið af uppreiknuðu endurstofnverði. Tvær leiðir — nauðasamningar eða gjaldþrot Raunar mun það vera sameigin- leg niðurstaða lánardrottna Borg- eyjar hf., að minnsta kosti allra þeirra stærstu, að einungis sé um tvær leiðir að ræða, að því er varð- ar Borgey hf.: Annars vegar verði samið við Borgey á grundvelli frumvarpsins til nauðasamninga; hins vegar blasi gjaldþrot fyrirtæk- isins við. Helstu lánardrottnar Bor- geyjar telja að nauðasamningar séu mun vænlegri kostur en leiðin til gjaldþrots. Raunar munu þeir allir hafa gefið vilyrði sitt fyrir að reyna þá leið til þrautar, vegna þess að talið er að svo mikil verð- mæti færu í súginn, við það milli- bilsástand sem skapast, þegar fyr- irtæki verður gjaldþrota. Það eru einkum minni lánardrottnar, þeir sem eiga frá um hundrað þúsund upp í eina til tvær milljónir króna inni hjá Borgey, sem munu þurfa að sætta sig við að fá lítið af úti- standandi skuldum, því líklegast er talið að þeir velji þann kostinn að fá um 40% skuldanna greidd á sem skemmstum tíma. Þeir sem eiga enn lægri kröfur, 80 þúsund krónur eða minna, eru aftur við annað og hærra borð settir, því frumvarpið gerir ráð fyrir því að þeim 90 aðilum af 150 kröfuhöfum samtals verði greidd út krafa sín að fullu. Frumvarp það sem samið hefur verið að nauðasamningi fyrir Borg- ey hf. felur m.a. það í sér, að lánar- drottnar hafa val, að því er varðar skuldauppgjör. Kostirnir eru þess- ir: Lánardrottnar geta valið að breyta öllum útistandandi skuldum í hlutafé; Þeir geta samþykkt 60% niðurfellingu skulda, og lánað eft- irstöðvarnar til langs tíma, með vöxtum og verðtryggingu (til 12 ára, eftir því sem næst verður komist); eða þeir geta samþykkt sama hlutfall niðurfellingar skulda, og fengið eftirstöðvarnar greiddar á skemmri tíma, með verðtrygg- ingu en án vaxta. Landsbanki Islands tók þá ákvörðun á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, eða 11. nóvember síð- astliðinn, að fara þessa nýju leið, að breyta ákveðnum hluta skuld- anna i hlutafé í Borgey, allt að 80 miiljónum króna, sem samkvæmt upplýsingum mínum jafngildir því að Landsbankinn eignist liðlegá 20% í fyrirtækinu. Við því er búist að þessi ákvörðun bankans hafi það í för með sér, að önnur sjáv- arútvegsfyrirtæki sem eiga í svip- uðum örðugleikum og Borgey, sem munu skipta tugum um land allt, sjái sér leik á borði, og óski eftir samskonar samningum við lánar- drottna sína og þá ekki síst Lands- bankann, sem er jú með um 70% sjávarútvegsfyrirtækja á landinu í viðskiptum. Landsbankinn stærsti kvótaeigandinn? Gangi þetta eftir verður Lands- bankinn orðinn stærsti kvótaeig- andi landsins áður en langt um líð- ur, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins úr bankanum er slíkur atvinnurekstur alls ekki markmið bankans í sjálfu sér, held- ur það, að bjarga eins miklu af verðmætum og unnt er, og selja síðan aftur þann eignarhlut sem bankinn kann að eignast í fyrir- tækjum víða um land. Segja má, að hér sé í uppsiglingu sjávarút- vegsútfærsla á þeirri leið, sem Landsbankinn hefur farið í mörg- um öðrum stórum skuldamálum: Nefna má dæmi eins og stofnun eignarhaldsfyrirtækisins Hamla, um eigur Sambandsins, og þrotabú Álafoss, Islensks skinnaiðnaðar og K. Jónssonar. Þá leið hefur bank- inn farið, þegar fyrirtækin hafa verið komin í þrot, en þessi nýja útfærsla felur það í sér, að tekið er á vandanum, á meðan enn er lífsmark með fyrirtækinu, og þar af leiðandi næst hugsanlega það markmið að bjarga meiri verðmæt- um, en felst í gjaldþrotaleiðinni. I þessu samhengi er bent á að Slipp- stöðin Oddi, Akureyri, stór við- skiptavinur Landsbankans, er nú í greiðslustöðvun og það sé meira en hugsanlegt að farin verði hlut- afjárleiðin — ekki gjaldþrotaleiðin. Stóra spurningin Stóra spurningin, að því er varð- ar nauðasamninga Borgeyjar við lánardrottna, er atvinnutrygginga- deild Byggðastofnunar. Hún hefur ekki lagalega heimild til þess að breyta skuldum í hlutafjáreign. I umræðu þeirri sem fór fram um hugsanlega nauðasamninga EG á sínum tíma, áður en ákvörðun var tekin um að óska eftir gjaldþrota- skiptum, kom á daginn að atvinnu- tryggingadeild var reiðubúin til þess að afskrifa óveðtryggðar skuldir EG. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins kæmi hið sama til greina, að því er varðar óveðtryggðar skuldir Borgeyjar við atvinnutryggingadeild. Hugsan- lega fengjust niðurfelldar um 100 milljónir króna með þeim hætti hjá atvinnutryggingadeild, sem er um 60% skulda Borgeyjar við atvinnu- tryggingadeild, og síðan yrðu 40% skuldanna lánuð til 12 ára. Jafnvel er talið að breytingar þær sem hér kunna að vera á döf- inni, séu af þeirri stærðargráðu, að þær kunni að kalla á lagabreyt- ingu, að því er varðar atvinnu- tryggingadeild Byggðastofnunar og heimildir stofnunarinnar til skuldbreytinga. Þannig sé ekki fjarri lagi að segja sem svo, að við þær aðstæður sem nú ríkja í sjávar- útvegi, skertar veiðiheimildir, erf- iða afkomu fjölmargra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem líklega eru vel á annað hundrað sem beijast í bökkum og sjá ekki fram á betri tíð í bráð, kunni að vera rétt að fitja upp á nýrri leið fyrir atvinnu- tryggingadeild Byggðastofnunar, sem heimili henni að breyta ákveðnu skuldahlutfalli hjá fyrir- tækjum í hlutafjáreign, þegar og ef til nauðasamninga kemur. Bent er á að hér er að megninu til um áhættufjármagn að ræða, sem vissulega var lánað á sínum tíma, á afar hæpnum forsendum í mörgum tilvikum. Yfirleitt eru þessi lán á aftasta veðrétti í frysti- húsum víða um land, sem þýðir auðvitað, miðað við markaðsað- stæður í dag, að lánin eru með öllu veðlaus. Hvers vegna ekki að skoða þann möguleika af fullri al- vöru, sem felur í sér lagabreytingu í þá veru að veðlausum skuldum atvinnutryggingadeildar verði breytt í hlutafé, í stað þess að af- skrifa þær? Bónus opnaði í gær tvær verslanir í Færeyjum Troðfullt var út úr dynun fyrsla dag’iim TVÆR Bónus-verslanir voru opnaðar í Færeyjum í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Versl- arnirnar voru troðfullar út úr dyrum strax eftir opnun og mynduðust langar biðraðir eftir innkaupavögnum: Fjölmargir fulltrúar islenskra framleiðenda voru viðstaddir opnunina. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Bónusverslanirnar í Fær- eyjum yrðu reknar í sama anda og á Islandi. „Ég finn að okkur er vel tekið hér í Færeyjum. Það var skyn- samlegt að fara í færeyska sam- vinnu.“ Bónus á helmingshlut í nýju verslunum á móti eiganda Rúmfatalagersins á íslandi, Jákupi N. Purkhús. Nokkurs titrings hefur gætt með- al annarra verslana í Færeyjum og hafa þær auglýst ýmis tilboð að undanförnu. I hinum nýju Bónusverslunum eru m.a. vörur frá Sól, Góu, Nóa Síríusi, Osta- og smjörsölunni, Kex- verksmiðjunni Frón og Sláturfélagi Suðurlands auk ýmissa vara undir merki Bónuss. Þá eru ýmsar inn- fluttar landbúnaðarvörur frá Dan- mörku, m.a. kjúklingar sem kosta 15,50 færeyskar krónur hvert kíló, eða um 164 krónur íslenskar og 250 gramma smjörstykki á 4,95 færeyskar krónur, rúmar 50 ís- lenskar krónur. íslenskir tæknimenn frá A. Karlssyni og Verkfræðistofunni Streng hafa að undanförnu lagt nótt við dag við að setja upp sams- konar afgreiðslukerfi í verslununum tveimur og eru í verslunum Bónuss á Islandi. Kerfið er beintengt birgðastöð Bónuss og Hagkaups í Garðabæ, Baug hf. Alþjóðleg vörusvik með gallabuxur Rannsókn hér á landi leiddi til lausnar málsins UH THE TRAIL 0F COUNTERFEIT BLUE JEftNS Ceciaf«fí;i ma Rooert a 'u&texm mm opem&'. This ia hcw ía'wslí? m S2 Tbe Ctim. HThe Foít Uto<S80íác ItM spttm'.J p> 3> in «»a. . BTh* vtm* fc mmimrmjz Soyvjaviíu h&wS; «*k X#*#: iAéHilVf, ftftð eéfií ms fcought if* mPS , Í-C rem t*<yí>$ KOMIÐ hefur venð upp um viðamikd vörusvik með Levi’s 501-galla- buxur en það var við rannsókn á viðskiptum með sviknar buxur af þessu tagi í Reykjavík sem upp komst um aðila i Mexíkó sem stóðu að dreifingu víða um lönd, að sögn blaðsins Minmi Herald. Rannsókn gallabuxnamálsins teygði anga sína víða um heim. Vísbendingar bárust fyrst frá Kína um að dreifingarfyrirtæki í Guad- alajara í Mexíkó hefði pantað tug- þúsundir eftirlíkinga af Levi’s 501- buxum þar í landi. Sá seldi buxurn- ar til nokkurra Evrópulanda. Levi Strauss fyrirtækið sendi tugi rannsóknarmanna víða um lönd til þess að fletta ofan af svika- myllunni. Segir í frétt Miami Her- ald að ráðgátan hafi verið leyst í Reykjavík. „Þar komust „spæjar- arnir“ í sendingu af sviknum Le- vi’s 501 buxum í veréluninni Hag- kaupi. Alls var þar lagt hald á 7.200 buxur. Slóð þeirra var rakinn til vöruhúss í Guadalajara í Mex- íkó,“ segir í blaðinu. Vöruhússins reyndust vopnaðir verðir gæta. „Eftir fjölda samtala við inn- flutningsaðila í Reykjavík komust fulltrúar Levi Strauss að því að Mexíkó var aðeins umskipur.ar- og geymslustaður. Vöruseðlar og inn- flutningspappírar leiddu í ljós að heildsölufyrirtæki - ýmist nefnt Sunrise Intemational Trading Inc. eða Duty Free Worldwide Shops - í Fort Lauderdale stóð að sölunni." Höfuðpaurar svikamyllunnar reyndust vera tveir kaupsýslumenn þar í borg, Angelo Ceciarelli og Robert Sussman. í skrifstofu þeirra fannst nákvæm forskrift að fram- leiðslu Levi’s 501-buxna og svikin upprunavottorð. i (ipplifðci csvintýri í Brottför: 26. janúar 3 vikur - aðeins 8 sæti laus a Verð aðeins frá kr. 96.600,- Rio dq Janeiro Þessi fraegasta baðströnd heimsins hefur líklega meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í Suður Ameríku. Hér er búið í hjarta Copacabana strandarinnar við frábæran aðbúnað og spennandi ferðir í boði: Sykurtoppurinn með útsýni yfir alla Ríó, Corcovado, einkenni Ríó með Kristsstyttunni frægu og stórkostleg danssýning og kvöldverður þar sem hin fræga samba er dönsuð á ógleymanlegan hátt. Valmöguleikar Viðbótargjald fyrir Rio de Janeiro, kr. 9.800,- 5 kynnisferðir í Brasilíu með íslenskri fararstjórn aðeins kr. I 3.900,- Innifalið í verði Flug, ferðir til og frá flugvöllum erlendis, gisting á 4 stjörnu hótelum i Brasilíu, smáhýsum á Kanarí, morgunmatur í Brasilíu og íslensk fararstjórn allan timann. Flugvallarskattar kr. 3.630,- Solvador d« Bahia Fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir siðir tíðkast ennþá. Hér er maturinn kryddaðri, dansinn heitari og tónlistin dýpri en annars staðar i Brasilíu og stórkostlegt veður allan ársins hring. Eftirsóttasti ferðamannastaður Brasilíu í dag, enda blanda af heillandi menningu og einstökum ströndum. Ferðatilhögun Beint flug til Kanaríeyja og áfram til Brasilíu. 16 dagar í Brasilíu, í Salvador de Bahia. Valkostur 2 er að verða viku í Salvador og 8 daga í Rio de Janeiro. Aukagjald fyrir Rio er aðeins kr. 9.800,- Eftir Brasilíudvölina er gist í 6 daga á Kanaríeyjum. 16. febrúar 3 vikur - aðeins 12 sæti laus s air europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600 i TURAUIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.