Morgunblaðið - 21.11.1993, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
Segja má að aðskilnaðarstefn-
an sé nú loksins liðin undir
lok, þar sem Suður-Afríku-
menn fá fyrstu stjómar-
skrána sem kveður á um
jafnrétti allra kynþáttanna. Gert
er ráð fyrir að hún verði í gildi í
fimm ár. Efnt verður til fyrstu
þingkosninganna með þátttöku
allra kynþátta 27. apríl á næsta
ári. Þingið skiptist í tvær deildir;
neðri deild sem verður skipuð 400
þjóðkjömum þingmönnum og efri
deild með 90 ættbálkahöfðingja
og leiðtoga allra helstu stjórn-
málaflokkanna.
Komið verður á fót fram-
kvæmdaráði, með aðild allra
helstu flokkanna, og þjóðstjórn
mynduð. Skipaður verður forseti,
að öllum líkindum Nelson Mand-
ela, og F.W de Klerk verður lík-
lega varaforseti.
Ennfremur eiga þingdeildirnar
tvær að reyna að ná samkomulagi
um nýja stjórnarskrá, sem þarf
samþykki 60% þingmannanna.
Takist það ekki verður efnt til
þjóðaratkvæðis og þar þurfa 60%
kjósenda að samþykkja stjórnar-
skrána. Gangi það ekki verður
þingið leyst upp og kosið til nýs
þings sem setur nýja stjórnarskrá.
Algjört lýðræði, eins og við
þekkjum það, verður ekki að veru-
leika í Suður-Afríku fyrr en eftir
fimm ár, árið 1999. Allir þeir
flokkar sem fá meira en 5% at-
kvæða fá fulltrúa í þjóðstjórninni.
Upphafið að endinum fyrir
Þjóðarflokkinn
Að mati margra markar sam-
komulagið upphafið að endinum
fyrir Þjóðarflokkinn, sem hefur
verið við völd í landinu í 45 ár.
Margt hefur breyst frá því de
Klerk forseti aflétti banni við
starfsemi Afríska þjóðarráðsins í
febrúar 1990. Forsetinn sýndi þá
mikið hugrekki en líkt og Míkhaíl
í Stokkhólmi hefur meðalþyngd evrópskra
karla aukist um eitt kíló á hveijum fimm
árum og fjórir af hveijum tíu eru of feitir. í
annarri könnun kemur fram, að á hveijum
tíma séu yfirleitt 5% karla og 15% kvenna í
megrun.
Stefan Rössner, prófessor við Karólínska-
sjúkrahúsið, segir, að offita sé miklu alvar-
legra mál fyrir karla en konur. „Of feitir
karlmenn eiga á hættu að fá of háan blóð-
þrýsting, sykursýki, æðaþrengsli og hjarta-
sjúkdóma. Geri þeir ekkert í málinu munu
þeir næstum óhjákvæmilega gjalda þess.“
Fylgifiskur megrunarkúrsins
A sjötta áratugnum, áður en það komst í
tísku að vera i megrun, fóru fram athyglis-
verðar rannsóknir við háskólann í Minnesota
í Bandaríkjunum. Nokkur hópur manna féllst
á að draga úr neyslu sinni í hálft ár og tak-
marka hana við magn, sem örugglega hefði
í för með sér megrun. Þegar frá ieið urðu
tilraunadýrin altekin af hugsuninni um mat,
tæpir á taugum og sýndu ýmis merki um
þunglyndi. Margir áttu erfítt með að einbeita
sér og kynhvötin rauk út í veður og vind.
Þegar tilrauninni lauk, kvörtuðu margir um
hungurverki eftir máltíð, hámuðu í sig fullir
samviskubits og seldu matnum jafnvel upp
aftur.
Þetta ferli, sem megrunin virðist koma af
stað, hefur lengi verið alkunnugt og rann-
sóknir við Wayne State-háskólann í Banda-
ríkjunum benda tii, að ástæðumar séu líf-
fræðilegar. í ljós kom, að við stranga megrun
myndar heilinn náttúruleg efni, sem hafa
svipuð áhrif og heróín og morfín og valda
vellíðan, sem aftur veldur fíkn hjá viðkom-
andi.
Erfðafræðileg forskrift
A ráðstefnu um þessi mál í Antwerpen í
Belgíu sagði einn fyrirlesaranna, Marian
Apfelbaum prófessor, að menn jafnt sem
konur hefðu erfðafræðilega forskrift fyrir
ákveðinni þyngd og oft væri ómögulegt að
breyta því. Megrun hefði aðeins áhrif í skam-
mán tíma. Það er hins vegar margt, sem
bendir til, að þegar ástandið gerist sjúklegt,
þjáist karlmenn meira en konur.
Astæðan er meðal annars sú, að vandamál
liarlanna eru oft rótgrónari og erfiðari við-
fangs en kvennanna, ekki bara bundin við
freistingarnar á matarborðinu, og verða því
eklci læknuð með megrunarkúr. Þar við bæt-
ist svo, að karlmenn eru mjög tregir til að
leita sér hjálpar.
Heimild:TAe European.
Karlmennskuímynd í lausu lofti
Andrúmsloftið var þrung-
ið spennu og geðshrær-
ingu þegar forystumenn
21 flokks komu saman í
nágrenni Jóhannesar-
borgar í Suður-Afríku á
miðvikudag til að undir-
rita drög að nýrri bráða-
birgðastjórnarskrá sem á
að binda enda á 350 ára
alræði hvíta minnihlut-
ans. Samkomulagið er af-
rakstur rúmiega þriggja
ára viðræðna milli
Þjóðarflokks F.W. de
Klerks forseta og Afríska
þjóðarráðsins undir for-
ystu Nelsons Mandela.
Fréttaskýrendur líta á
undirritun samkomulags-
ins sem mikilvægasta við-
burðinn í landinu frá upp-
hafi nýlendutímans á 17.
öld. Þetta sé endir nýs
upphafs í Suður-Afríku,
svo vísað sé tii ummæla
Winstons Churchills eftir
uPPSÍöf nasista í síðari
heimsstyrj öidinni.
Reuter
Aðskilnaðarstefnan liðin undir lok
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, og Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, takast í hend-
ur eftir að hafa undirritað samkomulag um nýja stjórnarskrá sem kveður á um jafnrétti allra kynþátta.
Á SÍÐUSTU árum og áratugum hafa
konur verið að hasla sér völl á ýmsum
sviðum, sem löngum hafa þótt séreign
karlmanna, og karlmönnum hefur á hinn
bóginn verið að fjölga í hinum hefð-
bundnu kvennastörfum. Þeir eru farnir
að starfa sem fóstrur, á fæðingardeildum
og á snyrtistofum og nú eru þeir farnir
að sækja meðferðarstofnanir fyrir fólk,
sem misst hefur sljórn á matarvenjum
sínum. Það er að segja, þjáist af lystar-
stoli, sem svo er kallað, bulima nervosa
eða anorexia. Það lýsir sér í sjúklegum
áhyggjum af líkamsþyngdinni og einkenn-
in eru ofát, uppsölur og föstur til skiptis.
Áður var talið, að aðeins konur ættu við
þetta vandamál að stríða en nú er að
koma í ljós, að það er miklu algengara
meðal karlmanna en haldið var.
Það kom mjög á óvart þegar upplýst var,
að breski söngvarinn Elton John hefði átt við
lystarstol að stríða en þetta er þó ekkert
nýtt. Sagt er, að rithöfundamir Franz Kafka,
Marcel Proust og Lewis Carroll hafí átt við
það sama að stríða og það kemur raunar fram
í verkum þeirra. Dæmi um það eru kaflar í
einni bóka Kafka og hún Lísa í Undraiandi,
sem er ýmist að stækka eða skreppa saman.
Á meðferðarstöð fyrir lystarstolssjúklinga í
Frankfurt í Þýskalandi er nú einn af hveijum
10 sjúklingum karlmaður og í Bandaríkjunum
er yfírleitt um að ræða einn karlmann á
móti hveijum níu konum.
Karlmennska í lausu lofti
Miklar, félagslegar breytingar eiga vafa-
laust sinn þátt í, að lystarstol verður æ al-
gengara meðal karlmanna. Staða þeirra hefur
breyst. Þeir eru ekki lengur sami húsbóndinn
á heimilinu og áður var, eklci eina fyrirvinnan
og þess vegna eru þeir oft sem í lausu lofti
í örvæntingarfuilri leit að nýju hlutverki.
Sumir gefast einfaldlega upp eins og mikil
fjölgun sjálfsmorða meðal ungra karlmanna
vitnar um.
Ein af afleiðingum þessa skorts á skýrri
sjálfsímynd meðal karlmanna er lystarstol.
Helmut Remschmidt, bamasálfræðingur, sem
hefur sérhæft sig í sjúklegum eða óeðlilegum
næringarvenjum, segir, að þær séu oft tengd-
ar tilfinningalegum truflunum og erfiðleikum
í samskiptum við annað fólk. Hefjist þær
oftast um eða upp úr miðjum unglingsárunum
þegar margir eiga erfitt með að ná tökum á
nýrri ímynd fullorðinsáranna.
Fórnarlömb tísku og auglýsinga
Þótt þessi ímyndarskortur sé kannski meg-
inástæða fyrir lystarstoli meðal karlmanna,
þá'eiga tískan og auglýsingaiðnaðurinn sinn
þátt líka. Fyrir aðeins 15 árum var sjaldgæft
að sjá nakinn eða hálfnakinn mann á skjánum
en nú eru þeir alls staðar að auglýsa eitt-
hvað, gallabuxur, hárkrem eða annað. Og
þetta eru menn, sem segja sex. Grannvaxnir
en þó vöðvastæltir og stundum goðum líkastir.
Franz Kafka
Elton John
menn hafa jafn lítið sjálfsálit og eru jafn
óánægðir með líkama sinn og konur.
Offita alvarlegri fyrir karlmenn
Karlmenn hafa raunar fulla ástæðu til að
hafa áhyggjur af þyngdinni. Samkvæmt lang-
timarannsóknum við Karólínska-sjúkrahúsið
Marcel Proust
Lewis Carroll
Karlmenn hafa ekki
síður áhyggjur af holdafari
sínu en konur og þeir virð-
ast jafn veikir fyrir tískunni
og glansmyndum auglýs-
ingaiðnaðarins
Sölutölur benda til, að karlmenn séu jafn
veikir fyrir áróðri af þessu tagi og konur. Á
síðasta ári eyddu Evrópumenn 334 milljörðum
ísl. kr. í alls konar snyrtivörur fyrir karlmenn
og það voru aðailega karlmennimir sjálfir,
sem keyptu þær, en fyrir tíu árum voru það
yfirleitt konurnar, sem keyptu þær fyrir þá.
Það kemur líka í ljós við rannsóknir, að karl-
Irægir
lyst-
sirstoHs-
o » fl B°
3>|UKlingar
Endir upphaf sins
í Suður-Af ríku