Morgunblaðið - 21.11.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
1*.» '
Um borð í varðskipinu Tý: Eins og á finu veitingahúsi.
íslandsbanki í Hamraborg, tölvuskjáir innfelldir I innréttinguna og allt rými gernýtt.
UGARFLUG
ÍHÖNNUN
Eftir Guðmund Guðjónsson. Ljósmyndir Árni Sæberg, Sverrir Vilhelmsson og Þorkell Þorkelsson
SÉRSTAKIR kynningardagar fyrir íslenska framleiðslu
hafa staðið yfir með tilheyrandi auglýsingum og kynning-
um. Eitt af mörgu sem áhersla hefur verið lögð á, er ís-
lensk húsgagnasmíði og innréttingar. Yfirskriftin „íslenskt
hugarflug - alþjóðlegar gæðakröfur.“ Nokkrir húsgagna-
og innréttingaframleiðendur hafa verið með opin hús vegna
þessara kynningardaga að undanförnu, Axis-húsgögn, Á.
Guðmundsson, Brúnás, Desform, Eldhús og bað, GKS-Bíró,
Ingvar og Gylfi og trésmiðja Kaupfélags Árnesinga, en það
eru þau fyrirtæki sem mest kveður að á þessu sviði.
Ingi Bogi Bogason, fjölmiðlafull-
trúi Landssambands iðnaðar-
manna sagði um átak þetta að
vissulega hefðu verið erfiðir tímar
í greininni, en segja megi að eftir
fljóti ijóminn. Ekki væri spuming
að það besta í íslenskri húsgagna-
og innréttingagerð væri fullkom-
lega samkeppnishæft við innflutt
húsgögn og innréttingar bæði að
gæðum og verðlagi, enda stæði
það vel af sér í samkeppninni.
„Sem dæmi má nefna Landhelgis-
gæsluna sem keypti nýverið inn-
réttingu í varðskipið Tý. Verkefnið
var unnið af GKS Bíró þannig að
Gæslan fékk sérshannaða lausn á
sambærilegu verði og innflutta
vöru. Með þessum hætti stuðlaði
opinbert fyrirtæki að verðmæta-
sköpun og nýhönnun með ákvörð-
un sinni. Fleiri slíkar stofnanir og
fyrirtæki hafa gengið þessa leið í
seinni tíð, Póstur og sími, Skatt-
stofan, íslandsbanki, Morgunblað-
ið og fleiri og fleiri,“ sagði Ingi
Bogi.
Islendingar hafa löngum þótt
vera hugmyndaríkir og snjallir
hönnuðir og eru um það mörg
dæmi. Sérsmíðun löguð að íslensk-
um þörfum og umhverfi hefur
Hjá Pósti og síma í Garðabæ. Einfalt og létt yfirbragð. Ljósir litir og bogadregnar línur í bland við gömlu góðu hvössu hornin.
Skattstofa Reykjavíkur, innheimta í traustu og stílhreinu umhverfi. Ógnvekjandi skrifræðisstofnunin fær léttara yfirbragð.
Æ ffleiri
fyrirtæki og
stoffnanir
halla sér ad
innlendum
húgagna-
og inn-
réttinga-
hönnuóum
blómstrað og dafnað og innlend
fyrirtæki og stofnanir hafa í vax-
andi mæli hallað sér að þess hátt-
ar framleiðslu. Ingi Bogi kallar
þetta „klæðskerasaumuð hús-
gögn“ og ekki megi rýna um of á
súlu- og Iínuritin. Þau sýni fall-
anda í greininni, fallanda sem
vissulega hefur verið fyrir hendi.
„Súlumar segja ekki lengur alla
söguna, því innlenda framleiðslan
er farin að hafa vinningin," segir
Ingi Bogi.
Árni Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Félags húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðenda, sagði í samtali
við Morgunblaðið að ef fyrirtæki
og stofnanir áttuðu sig á því að
verð á innlendri vöru væri sam-
bærilegt á við erlenda, myndi það
ekki einungis hafa í för með sér
verðmætasköpun í landinu heldur
skildi það einnig eftir sig verk-
þekkingu og vömþróun. „Ef ein-
ungis væri keypt erlent yrði engu
slíku fyrir að fara. Verkþekkingin
er komin á gott stig hér innan
lands, en sókn fyrirtækja og stofn-
anna í innlenda framleiðslu hefur
því miður ekki verið sem skyldi
fyrr en nú að þetta er hægt og
sígandi að breytast," segir Arni.
Árni taldi enn fremur að þessi
gangur mála stafaði öðru fremur
af athugunarleysi kaupenda
þessarar vöra. Menn væra ekki
nógu miklir „patríotar“ til að at-
huga hvað í boði væri heima, held-
ur ryku fremur til og keyptu er-
lent. „Ef menn kynntu sér stöð-
una, athuguðu heimavarninginn á
réttum forsendum hefði það heilla-
vænlega þróun í för með sér, því
viðskipti gefa af sér önnur við-
skipti. Bæði vegna orðsporsins og
einnig óbeint. Við getum tekið sem
dæmi fyrirtækið „Axis“ sem fékk
stórt verkefni, að smíða 100 eld-
húsinnréttingar í félagslega kerf-
inu. Þessi samningur gerir fyrir-
tækinu síðan kleift að stofna til
samkeppni innlends aðila við selj-
endur ódýrra innfluttra húsgagna.
f stuttu máli, þá er tryggð at-
vinna, verkþekking, vöruþróun og
batnandi tíð með því að velja ís-
lenskt," sagði Ámi Jóhannsson.
Við ljúkum svo þessum línum
með því að vísa á myndsjá ljós-
myndara Morgunblaðsins sem fóra
á stjá í slagveðrinu í vikunni og
mynduðu innlenda húsgagna- og
innréttingahönnum út um borg og
bí. Myndirnar tala sínu máli. Þær
sýna stílhrein og falleg vinnu-
brögð.