Morgunblaðið - 21.11.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 21.11.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 21 Stjórn Borgarspítalans um framtíð leikskóla spítalans Akvörðun tekin eftir fund með heilbrigðisráðherra STJÓRN Borgarspítalans kom saman á föstudag og fjallaði m.a. um framtið leikskóla spítalans. I ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að heilbrigðisráðherra hafi stefnt framtíðarrekstri leikskól- anna í mikla óvissu og fer fram á fund með honum nú þegar vegna málsins. í ályktuninni segir einnig að stjórn Borgarspítala hafi fyrir skömmu kynnt tillögu sína um fram- tíðarfyrirkomulag á rekstri leikskól- anna sem gerði ráð fyrir að rekstrar- styrkur ríkis og sveitarfélaga verði 20.000 kr. á hvert bam á mánuði. Frekari breytingar yrðu ekki gerðar á rekstrarfyrirkomulagi leikskól- anna þannig að þeir gætu áfram að fullu sinnt sértæku hlutverki fyr- ir Borgarspítalann. Gert var ráð fyrir að gjald foreldra yrði 16.400 kr. Ráðherra hafi ekki fallist á þessa tillögu. Því geti stjórn spítalans ekki tekið ákvörðun undir þessum kring- umstæðum um framtíðarrekstur leikskólanna en fari fram á fund með heilbrigðisráðherra nú þegar vegna málsins. Ekkí pólitísk stjórn yfir Bílastæðasjóði TILLAGA Nýs vettvangs, um að Bílastæðasjóði Reykjavíkur yrði skipuð sérstök þriggja manna sljórn, náði ekki fram að ganga á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi mælti fyrir tillögunni og sagði að brýnt væri að kjörnir fulltrúar tækjust á við vanda Bílastæðasjóðs og bæm á því verki pólitíska ábyrgð. Skuldastaða sjóðsins væri slík, að taka yrði mál hans föstum tökum. Þriggja mana stjórn ætti að fara ofan í núverandi fjárhags- ástand sjóðsins og gera tillögur um hvernig tryggja mætti rekstrar- gmndvöll hans. Auk þess ætti stjórnin að hafa umsjón og eftirlit með daglegum rekstri sjóðsins og gera tillögur að stefnumótun í bíla- stæðamálum með hliðsjón af þróun og þörfum borgaranna. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri sagði að sérstakur fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs hefði verið ráðinn og starf hans þegar skilað umtalsverðum árangri. Borg- arstjóri lagði fram frávísunartil- lögu, þar sem fram kemur að sjóð- urinn heyrir beint undir fjármála- deild borgarinnar og sérstakur framkvæmdastjóri fari með mál hans. Því sé óþarfi að kjósa sér- staka pólitíska nefnd til að fara með stjórn sjóðsins. Frávísunartil- laga borgarstjóra var samþykkt. Rekstraröryggi til framtíðar Árni Sigfússon, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, segir leitt að enn skuli þurfa að ríkja þessi óvissa. „Við teljum mjög mikil- vægt að fá vinnufrið og að skapað verði öryggi um rekstur leikskólanna til framtíðar á þeim forsendum sem við höfum lagt til. Okkur þykir verst að ráðherra skuli ekki hafa svarað nógu skýrt hvernig hann hefur hugs- að sér að draga úr þátttöku ríkisins í rekstri leikskólanna. En við í stjóm- inni vonum að lausn finnist og erum trúuð á að ráðherra samsinni niður- stöðunni sem við erum að leggja þarna til,“ sagði Árni. Óvissan verst Hrafnhildur Sigurðardóttir, leik- skólastjóri á Furuborg, einum leik- skóla Borgarspítala, sagði að starfs- menn leikskólanna hefðu ekki getað komið saman á föstudag til að taka afstöðu enda hefði ekkert nýtt kom- ið fram. Starfsfólkið hefði sent stjórn spítalans bréf og beðið um skýr svör um hvernig framtíðarrekstri leik- skólanna yrði háttað, í síðasta lagi eftir fund stjórnarinnar í fyrradag, enda væri ekki hægt að taka afstöðu til endurráðningar fyrr en að þeim fengnum. „Það fer illa með fólk að fá ekki nein svör. Þótt niðurstaðan yrði sú að einhverjum skólum yrði lokað þá væri vissulega slæmt að horfast í augu við það en óvissan en ennþá verri. Við höfum reynt að halda rónni og láta lætin ekki koma niður á starfinu með börnunum," sagði Hrafnhildur. Uppskeruhátíð 26. nóvember á Hótel íslandi. Dagskrá Þórhallur Laddi Sigurðsson Míý; Sigurður Sigurjónsson Stórsöngvarinn og veiðmaðurinn Pálmi Gunnarsson syngur og verður með léttar veiðisögur. Sýnt verðurfrá helstu veiðistöðum á risaskjá. Veislustjóri: Guðlaugur Bergmann. Heiðursgestur: Orri Vigfússon. HLJÓMSVEITIN MANNAKORN LEIKUR FYRIR DANSI Valinn verður aflamesti veiðimaður ársins og veiðimaður ársins Stangáveiðifélag Patreksfjarðar Stangaveiðifélag Akureyrar Stangaveiðfélag Rangæinga Skotveiðfélag Reykjavíkur Stanga veiðifélagið Birtingur Skotveiðifélag Keflavíkur Miöinn gildir sem happdrættismiði - Fjölmennum Ðorðapantanir í síma 687111 Þríréttaður kvöldverður Verð kr. 3.900,- Fylgstu með frá byrjun PÓSTVERSLUIU Sími 91-616666 Elsa fer í „bissness" ífyrsta sinn á íslandi stórmarkaður heima í stofu. Pantið og sparið er í Sjónvarpinu alla virka daga, =LJ nema föstudaga, klukkan 18.50 og við byrjum núna á mánudaginn. Þar gefst fólki tækifæri til að versla ódýrt, á mjög þægilegan hátt. Kynnir verður Elsa Lund og félagar. Við bregðum á leik Þú verslar við okkur og gerist sjálfkrafa þátttakandi í risapotti. 18. desember verða dregnir út 33 glæsilegir vinningar. Tveggja vikna sól og sæla með Samvinnuferðum-Landsýn, Electrolux upp- þvottavél frá Húsasmiðjunni 14" Tensai sjónvarp frá Sjónvarps- miðstöðinni og þijátíu geisladiskar. Frábær tilboðsverð Alltaf eitthvað nýtt í hverri viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.