Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 t Móðir okkar og tengdamóðir, EVA PÁLMADÓTTIR, lést í Droplaugarstöðum föstudaginn 19. nóvember. Erla Eliasdóttir, Ágúst H. Eliasson, Halldóra Elíasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson. -= t GUÐLAUG JÓIMSDÓTTIR, Einholtum, andaðist fimmtudaginn 18. nóvember í sjúkrahúsinu á Akranesi. Gunnlaugur Eggertsson. - Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR PÁLL SVEINSSON, Hringbraut 50, lést þann 9. nóvember f Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram. Þórarna Pálsdóttir, Eiríkur R. Einarsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Garðar Halldórsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, STEINDÓR GUÐMUNDSSON flokksstjóri frá Stóra Hofi, Hörgshlíð 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Þórður Jóhann Þór- isson — Minning Mig langar í örfáum orðum til að minnast kærs vinar míns, Þórðar Þórissonar, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 21. október síð- astliðinn. Leiðir okkar Tóta, eins og hann var jafnan kallaður meðal vina sinna, lágu fyrst saman 4. apríl 1989. Um kvöldið þann dag hafði hann boðað til stofnfundar katta- ræktarfélags íslands sem á fund- inum hlaut nafnið Kynjakettir. Þangað var ég nú sem sagt komin fyrir forvitni sakir þar sem katta- ræktun hafði lengi verið mér hug- leikin, þótt engan ætti ég hreinrækt- aðan köttinn. Það var auðvelt að hrífast með, þar sem Tóti stóð fyrir framan hópinn og lýsti af brennandi áhuga fyrirhuguðum markmiðum hins nýstofnaða félags. Það var líka á þessum sama fundi sem ég sá í fyrsta skipti hreinræktaða pers- neska ketti, öðruvísi en á mynd í bók. Þarna voru komnir þrír fyrstu innfluttu persarnir og átti Tóti tvo þeirra. Við áttum oft eftir að hlæja að því saman síðar hve honum reyndist erfitt að losa tak mitt af fressinu hans og lét hann þess jafn- an getið að hann hefði verið hrædd- ur um að bijóta á mér puttana, svo hrifín hefði ég verið og ófús að láta hann af hendi. Tíminn leið og nokkrum mánuð- um síðar hringdi Tóti í mig. Varafor- maður félagsins hafði óskað eftir því að verða leystur frá störfum og áður en símtalinu lauk hafði hann fengið mig með sinni alkunnu ljúf- mennsku til að taka að mér starfið. í hönd fór trúlega einn skemmti- legasti tími ævi minnar. Hópurinn var samstilltur sem einn maður og mér er óhætt að fullyrða að stjórnar- fundir í þessu félagi fyrstu árin voru tíðari en gengur og gerist í félagsstarfí almennt, svo vel skemmtum við okkur á þeim. Að öðrum ólöstuðum bar Tóti hitann og þungann af starfí félagsins. Við hin vorum eins og lærlingar á skóla- bekk hjá læriföður, hann einn hafði einhveija þekkingu til að bera í þessum málum og þreyttist ekki á að miðla okkur hinum af henni. Þar að auki sá hann um skráningu nýrra félagsmanna og katta þeirra í félag- ið, skrifaði og setti upp fréttabréf félagsins — oftst einn, safnaði styrktaraðilum og auglýsendum og skipulagði félagsfundi, sem sagt allt sem þörf er á að gera í einu félagi og dreifíst venjulega á fleiri en tvær hendur. Þegar kom að fyrstu kattasýningu félagsins 30. t Ástkær móðir mín, RANNVEIG JÓSEFSDÓTTIR, Helgamagrastræti 17, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri eða Kristniboðssambandið. Freyja Jóhannsdóttir. Ágústa Anna Valdimarsdóttir, Þórir Steindórsson, Sigríður G. Guðmundsdóttir, Anna Brynhildur Steindórsdóttir, Steingerður Steindórsdóttir, Þorvarður E. Björnsson, Þórður E. Árnason, Vigdis Hjartardóttir, Hinrik I. Árnason, Oddný Steingrímsdóttir, Sigurður Þ. Árnason, Hafdís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, syst- ur, ömmu og langömmu, SVÖVU SÖLVADÓTTUR frá Bíldudal, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju á morg- un, mánudaginn 22. nóvember, kl. 13.30. Ársæll Egilsson Jóhanna Guðmundsdóttir, Ingi Rafn Lúthersson, Hulda B. Cushing, Sólbjört Egilsdóttir, Sigurður Gíslason, Sölvi Egilsson, Guðrún Einarsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Páll Sölvason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær unnusti minn, sonur okkar, tengdasonur, bróðir, frændi og vinur, GUÐBJARTUR MAGNASON frá Neskaupstað, lést af slysförum miðvikudaginn 17. nóvember sl. Minningarathöfn um hann fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóv- ember, kl. 10.30. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju og verður auglýst síðar. Þórey Haraldsdóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir, Magni Kristjánsson, Matthildur Sigursveinsdóttir, Haraldur Jörgensen, Bryndis Magnadóttir, Kristján Magnason og aðrir vandamenn og vinir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR MARKÚSSON, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, sem andaðist þann 15. nóvember, verð- ur jarðsunginn frá Fíladelfíukirkjunni þrðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Auður Kristinsdóttir, Benjamfn Guðmundsson, Helga E. Sigurðardóttir, Gunnar B. Guðmundsson, Helga Jónsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, ÁSTA THORARENSEN, áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 118, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Stefanía Harðardóttir, Ásgeir Sigurgestsson, Óii Harðarson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún María Harðardóttir, Bjarne i. Jensen, Solveig Harðardóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. \ Ástkær vinur minn, sonur okkar og bróðir, ÁRMANN GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þórir Þorláksson, Magnúsina Guðmundsdóttir, Guðmundur Oddsson, Hrafnkell Gunnarsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Oddur Æ. Guðmundsson, Unna Guðmundsdóttir, Ingjaldur B. Guðmundsson, Vilhelmína H. Guðmundsdóttir. september 1990, var hann auðvitað driffjöðrin og skipuleggjandinn. Já, Tóti var félagið og félagið var Tóti. Nú má segja að félagið hafi slitið bamsskónum og stormasöm ungl- ingsárin hafa tekið við. Það er ein- læg ósk mín að við sem valist höfum til ábyrgðar fyrir félagið berum gæfu til að annast og hlúa að óska- baminu hans Tóta. Þannig getum við best heiðrað minningu hans. Þó að tíminn sem við þekktumst talinn í mánuðum eða árum hafi ekki verið langur, fínnst mér við alltaf hafa þekkst, enda leið vikan varla svo þessi ár að við hefðum ekki að minnsta kosti samband í síma og oftast oft í viku. Ég á því eftir að sakna hans sárt, en ég vil trúa að það sem við ræddum riýver- ið um, þegar draga tók að endalok- unum, rætist þegar minn tími er kominn til að halda á vit feðranna. Við ætluðum nefnilega að vera sam- an með ótal ketti af öllum stærðum og gerðum þar sem híbýlin eru ótak- mörkuð og smánunir eins og tími og peningar verða afstæðir. Þangað til mun ég búa að því láni að hafa kynnst jafn góðri manneskju og Tóti var og þakka fyrir aliar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman á liðnum árum. Elsku Viggi, Inga, Anna og fjöl- skylda, megi ykkur hlotnast styrkur til að ganga í gegnum þennan erfiða tíma. Minningin um góðan dreng lifír um ókomna tíð meðal okkar allra. Dagmar. Mig tekur það mjög sárt að horfa á eftir frænda mínum og elskuleg- um vini, Þórði Jóhanni, sem kvadd- ur var burt úr þessum heimi eftir hrikaleg veikindi 21. október þ.m. Víðsfjarri íslandsströndum sendi ég þessar fátæklegu línur til að votta einstökum samferðamanni hinstu kveðju. Þórður er mér og öllum sem hann þekktu harmdauði. Guði er vissulega þökk fyrir að hafa bundið enda á kvalir hans, en þakklæti mitt er þó engu að síður beiskju blandið. Af hveiju var hgnn Tóti minn tekinn burt í blóma lífsins? Af hveiju varð hann fórnarlamb þessa miskunnarlausa sjúkdóms sem skelfir okkur öll og kallaður hefur verið alnæmi á íslensku. Enn einu sinni sannast það að vegir hins æðri máttar eru sannarlega órann- sakanlegir og oft fátt um svör við stórum spurningum. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr verð- um við að lúta í lægra haldi fyrir dómi almættisins. Dauðinn er hrika- leg áminning um hverfulleika lífs- ins. í napurri nálægð sinni knýr dauðinn mann til umhugsunar um raunveruleg lífsgæði, lífsgildi. Dag- legt streð og áhyggjur verða hjóm eitt við miskunnarlaust auglit hans. Þegar ég horfí til baka finnst mér ljúfmennska, heiðarleiki og hugrekki komast næst því að lýsa vini mínum og frænda Þórði Jó- hanni. Hann var ljós yfirlitum, há- vaxinn, grannholda og myndarleg- ur. Glaðsinna og hvers manns hug- ljúfi. Við vissum harla lítið af tilvist hvort annars fyrr en við kynntumst fyrir tilviljun fyrir tæpum tíu árum í gegnum sameiginlega vinkonu í sönglistinni, Önnu Sigríði Helga- dóttur. Úr varð að Þórður og Anna Sigga leigðu íbúð á sama stiga- gangi og ég og deildum við sama baðherbergi. Fyrr en varði urðum við öll mestu mátar og bjuggum í besta samlyndi í nokkur ár eða þar til við tókum stefnuna sitt í hveija áttina. Þau fluttust í aðra staði og ég fluttist vestur um haf. Á Hverfís- götunni áttum við saman marga góða stund. Þar var mikið gantast og hlegið og var hlutur Þórðar ekki hvað minnstur þar. Músikin var líka í hávegum höfð hjá okkur. Við vor- um öll í kór og áttum ófáar stundir yfir fallegum söng. Mér hlýnar um hjartarætumar þegar ég hugsa til þessara stunda. Við vorum búin að „búa saman“ í all nokkra mánuði þegar við Tóti uppgötvuðum að við vorum þre- menningar. Ekki spillti skyldleikinn fyrir kærleikanum sem við bárum hvort til annars. Mér fannst ég verða ríkari að hafa allt í einu eign- ast nýjan frænda sem var svo yndis- lega blátt áfram. Þórður var sjálfum sér trúr og kenndi mér að láta af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.