Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 31 ATVINNUA A -/ YSINGAR Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar auglýsir eftir verkefnisstjóra Markmið samstarfsvettvangsins er að stuðla að auknu vinnsluvirði í sjávarútvegi og þróun tæknibúnaðar fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vettvangurinn verður starfræktur í tvö ár til að byrja með. Vettvangurinn myndar nýjan samstarfsgrund völl fyrir fyrirtæki og stofnanir í sjávarútvegi og iðnaði. Með þessu er stefnt að markvissari þróunar- vinnu, betri nýtingu fjármagns og alþjóðlegra samstarfsmöguleika, sem m.a. felst í EES- samningnum og norrænu samstarfi. Verkefnisstjóri aðstoðar fyrirtæki í samskipt- um innanlands og erlendis. Hann fylgist með framgangi verkefna, sem hljóta styrk í gegn- um vettvanginn, leitar eftir hugmyndum um ný verkefni og styrkjum til þeirra úr innlend- um og erlendum sjóðum. Við leitum að tæknimenntuðum starfsmanni með góða samstarfshæfileika, þekkingu í verkefnisstjórnun og tungumálakunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi haldgóða innsýn í sjávarútveg og iðnað. Verkefnisstjór- inn þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum um ofangreinda stöðu skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „Sam- starfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar" fyrir mánudaginn 29. nóvember. Aðstandendur „Samstarfsvettvangs sjávarútvegs og iðnaðar" eru Samtök iðnaðarins, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslu- stöðva, sjávarútvegsráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Hjúkrunarfræðingar í Skjólgarði á Höfn er staða hjúkrunar- fræðings laus nú þegar. Á heimilinu eru 32 hjúkrunarpláss, 12 á ellideild auk fæðingardeildar. íbúðarhúsnæði er til staðar. Skjólgarður greiðir fyrir flutning á staðinn og fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynna sér aðstæður, er boðið upp á flug og til og frá Höfn. Allar nánari upplýsingar veita Amalía Þorgrímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Ásmundur Gíslason, forstöðumaður, símar 97-81221/81118. Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá ALPAN HF., Eyrarbakka. Æskilegt er að framkvæmdastjóri sé eða verði búsettur á Eyrarbakka eða nágrenni. ALPAN HF. er verksmiðja sem framleiðir potta og pönnur úr áli, einkum til útflutn- ings. Hjá Alpan hf. starfa 45 manns. Starfssvið framkvæmdastjóra: Dagleg framkvæmdastjórn fyrirtækisins. í starfinu felst yfirstórn framleiðslu-, markaðs- og fjár- mála fyrirtækisins. Við leitum að manni með reynslu af stjórnun- arstörfum. Viðkomandi þarf að hafa frum- kvæði, geta unnið sjálfstætt og skipulagt störf annarra. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Alpan 289“ fyrir 26. nóvember nk. Hagva " O ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir íslenskar sjávarafurðir hf. Krefjandi störf Við leitum að dugmiklum og drífandi starfs- mönnum er hafa til að bera frumkvæði og metnað auk reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum. Vöruþróun Aðstoðarmaður við verkefni á sviði markaðs- tengdrar vöru- og vinnsluþróunar á sérvörum og smásölupakkningum. Starfið veitir góða innsýn í það nýjasta sem er að gerast í sjávarútvegi í dag og tengist meðal annars vinnslutækni, verðútreikning- um, umbúðaþróun og tilraunavinnslu. Æskileg menntun t.d. á sviði matvæla- fræði, sjávarútvegsfræði, iðnaðartækni- fræði á matvælasviði eða fisktækni. Við leitum að starfsmanni með góða ensku- kunnáttu, tölvuþekkingu og reynslu úr sjávarútvegi. Skoðunarmaður sjófrystingar Við leitum að starfsmanni með þekkingu og reynslu á vinnslu sjávarafurða um borð í frystitogurum til að gegna starfi skoðunar- manns fyrir sjófrystar afurðir. Starfsvettvangur er bæði um borð og í landi, viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að starfa töluvert úti á sjó. Nánari upplýsingar um þessi störf veitir Benjamín Axel Árnason, ráðningarstjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en í síð- asta lagi fyrir hádegi 29. nóv. 1993 á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. abendi . RÁÐGJÖF 0G RÁÐNINGAR I LAUGAVEGI 178 • 105 REYKJAVIK • SÍMI 689099 • FAX 689096 VERKSTÆÐISFORMAÐUR Óskum eftir að ráða verkstæðisformann til starfa hjá traustu og vel reknu fyrirtæki í Reykjavík. Fyrirtækið rekur eigið bifreiðaverkstæði með alhliða þjónustu, s.s. almennar viðgerðir, bílasprautun o.fl. Við leitum að bifvélavirkja með meistararétt- indi, reynslu og þekkingu á viðgerðum og viðhaldi bifreiða, sérstaklega stærri bifreiða. Reynsla af stjórnun, sjálfstæðum og skipu- lögðum vinnubrögðum nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Verkstæðisformaður 308", fyrir 27. nóvember nk. Hagva ngurhf W " Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 w - Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Húsvörður Stór verslunarmiðstöð í borginni vill ráða laghentan og heilsuhraustan einstakling til starfa strax við húsvörslu, eftirlitsstörf og að annast ræstingar og þrif að hluta. Vakta- vinna á tímabilinu frá kl. 8-21. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 1087“ fyrir kl. 17 á þriðjudags- kvöld. Fjármálastjóri Þekkt þjónustufyrirtæki óskar að ráða fjár- málastjóra. Starfið: ★ Fjárhagsleg áætlanagerð og eftirlit. ★ Umsjón bókhalds og uppgjörsmála. ★ Skrifstofustjórnun. Hæfniskröfur: Leitað er að aðila með reynslu af fjármála- stjórnun, bókhaldi og uppgjörsmálum sem getur tekist á við áhugavert og krefjandi starf. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Fjármálastjóri" fyrir 1. desember nk. RÁEXAraJURM SFIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 Sölu/markaðsstarf Þjónustufyrirtæki í borginni óskar að ráða starfskraft við símasölu, beina markaðssetn- ingu og hliðstæð verkefni. Ákjósanlegir eiginleikar væntanlegs starfs- manns: Frambærilegur, metnaðargjarn, röskur og drífandi, sem er í starfinu af lífi og sál. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tölvu- og málakunnáttu (ensku og eitt Norðurlanda- mál), en þó ekki skilyrði. Algjört skilyrði er góð kunnátta í íslensku í mæltu og rituðu máli. Þetta þarf að vera hress og skemmtileg persóna, sem vinnur hratt og fólk hefur gam- an og gagn af að hafa samskipti við. Umfram allt ákveðinn sölumaður, sem hefur sterkan „karakter" er höfðar til fólks. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar til 27. nóvember nk. QjdntTónsson RÁÐCJQF & RÁÐN1NCARÞJÓN 11STA TIARNARGOTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 1322 Þjónustustörf á hugbúnaðarsviði Þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmenn í eftirtalin störf: 1. Hugbúnaðarsérfræðing á svið VMS og OSF/1 stýrikerfanna. 2. Vélbúnaðarmann í eftirlit og viðhald á VAX og PDP tölvum og jaðartækjum tengdum þeim. Leitað er eftir aðilum með reynslu og góða þjónustulund. Nauðsynlegt er að við- komandi geti unnið sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon frá kl. 9-12 í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar viðkomandi starfi, fyrir 24. nóvember nk. RÁÐGARÐURM. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.