Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 Útsláttarmótið í Tilburg Islendingar í aðra umferð Skák Margeir Pétursson FLESTALLIR af stigahæstu skákmönnum heims taka þátt í útsláttarmóti Interpolis-trygg- ingafélagsins í Tilburg í Hol- landi. Þeirra á meðal er nýbak- aður „FIDE-heimsmeistari“, Anatólí Karpov, og áskorandi hans, Jan Timman. Helst er saknað þeirra Kasparovs, Shorts og Anands, sem þáðu ekki boð um að vera með. 96 skákmenn tefldu í fyrstu umferð og féllu þá þegar 48 út. í hóp þeirra sem «feftir stóðu bættust 16 útvaldir ' keppendur þannig að í annarri umferð tefldu 64 og mun sú tala síðan helmingast i hverri umferð þar til einn sigurvegari stendur eftir í byijun desember. íslensku keppendunum tveim tókst báðum að komast í aðra umferð eftir harðar viðureignir. Jóhann Hjartarson átti í höggi við G. Georgadze frá Georgíu, einn af hjálparkokkum Kasparovs, og unnu þeir fyrst sína skákina hvor á svart, en í framlengingu varð Jóhann hlutskarpari. Undirritaður gerði fyrst jafntefli við ungverska stórmeistarann Joszef Pinter og lenti í vöm með svörtu í seinni skákinni. En eftir að Ungveijanum yfirsást mótspilsmöguleiki virtust taugar hans gefa eftir og það hall- aði jafnt og þétt á hann eftir það. í annarri umferð mættum við báðir stigahærri andstæðingum. Ég átti í höggi við Jan Timman, nýkominn frá heimsmeistaraeinvígi FIDE í Djakarta. Það virtist vera mikill léttir fyrir Timman að mæta öðrum skákmanni en Anatólí Karpov sem hann klúðraði hverri vinningsstöðunni á fætur annarri gegn. I fyrri skákinni var ég ávallt með betra tafl, en Timman náði að notfæra sér tímahrakið til að þvinga fram jafntefli. í seinni skák- inni urðu mér svo á mistök í mið- tafli sem Timman nýtti sér örugg-. lega til sigurs. Jóhann mætti annars borðs manni Úkraínu, Vladímir Mal- anjúk, sem rauk upp í 14. sætið á stigalista FIDE í sumar. Jóhann var heillum horfinn í fyrstu skák- inni og tapaði illa á hvítt. Sú seinni leit heldur ekki vel út framan af, en þegar Malanjúk hugðist stytta sér leið til jafnteflis náði Jóhann frumkvæðinu og vann skemmtilegt endatafl. Athyglisvert var að allar kappskákir Jóhanns í Tilburg unn- ust með svörtu. Þá þurfti að framlengja og vann Malanjuk fyrstu skákina, en Jó- hann jafnaði. Enn var þá tíminn styttur niður í tíu mínútur auk þess sem tíu sekúndur bættust við eftir hvem leik. Er það gert til að klukkan geti ekki skipt meira máli en staðan á borðinu. í fyrri skák- inni vann Jóhann peð en mótspil Malanjúks dugði til jafnteflis. I seinni skákinni tefldi Úkraínumað- urinn illa framan af og upp kom þessi staða: (Sá stöðumynd). Svartur hefur látið af hendi skiptamun fyrir ríflegar bætur, þijú peð auk þess sem hvítur er afar veikur fyrir á löngu skálínunni a8-hl. Svarta staðan er sigurvæn- leg eftir 29. — Dd5! og sem hvítur verður að svara með 30. Df7+ — Kh7! Hvítur fær þá engin gagn- færi í endataflinu eftir 31. Dxd5 — Bxd5 32. Hdl — Be6. Jóhann van- Svart: Jóhann Hvítt: Malanjuk mat færi hvíts á kóngsvæng og lék: 29. - Rc4? 30. Hf7! - Kh7?? Nauðsynlegt var 30. — Rd6 31. Hxa7 — Bb5 og staðan er tvísýn. Nú getur hvítur unnið strax með 31. Hlf6! en Malanjuk fer lengri leið að markinu: 31. Hxg7+ - Kxg7 32. Bxh6+ - Dxh6 33. Hf7+ - Kg8 34. Dxh6 — Kxf7 35. Dxc6 og hvíta staðan er gerunnin með tvö samstæð frí- peð á kóngsvængnum. Malanjuk fór þó ekki nákvæmustu leiðina í úrvinnslunni og það tók hann 30 leiki til viðbótar að innbyrða vinn- inginn. Af þessu má sjá að það er æði miklum tilviljunum háð hver kemst áfram eftir að umhugsunartíminn hefur verið styttur. Á meðal þeirra sem féllu út í annarri umferð voru þeir Gelfand og Salov sem báðir eru á meðal tíu stigahæstu skákmanna heims. Fjórir aðrir úr hópi þeirra sem kom- ust beint í aðra umferð urðu líka að fara heim við svo búið, þeir Lautier, Azmajparashvili, Ivan So- kolov, Bosníu, og Lev Polugajevskí. Ræðulið Eikar og Stjömu í Gerðubergi 1992. ■ MÆLSKU- og rökræðukeppni á vegum III. ráðs ITC verður haldin í dag, sunnudaginn 21. nóvember kl. 10.15 í Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi. Keppnislið eru frá öllum sex deildum ráðsins. ITC Melkorka, Reykjavík, og ITC Eik, Reykjavík, byija keppnina. Melkorka leggur til að undirheimar Snæfellsjökuls verði kannaðir með tilliti til hinna duldu afla, sem þar eiga að vera. Eik and- mælir tillögunni. Kl. 13 keppa ITC Rós, Hveragerði, og ITC Fífa, Kópavogi. Rós leggur til að allir Islendingar verði skyldaðir til líkams- ræktar '/2 klst. á dag. Fífa andmæl- ir tillögunni. Að lokum keppa ITC Jóra, Selfossi, og ITC Sljarna, Rangárþingi. Jóra leggur til að inn- flutningur á snyrtivörum fyrir konur verði bannaður þegar í stað. Stjörnur andmæla tillögunni. ■ HINN ÁRLEGI jólabasar Sólheima í Grímsnesi verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík í dag, sunnudaginn 21. nóvember kl. 14. Sjál- feignastofnunin Sólheim- ar í Grímsnesi var stofn- uð árið 1930 af Sesselju Hreindísi Sigmundsdótt- ur. Hlutverk hennar er og hefur ávallt verið að annast með- ferð og umönnun þroskaheftra. I dag dvelja á Sólheimum 40 einstaklingar. Á Sólheimum eru vinnustofur þar sem heimilisfólk vinnur við hin ýmsu störf; vefstofa, kertagerð, lista- smiðja, garðyrkja, skógrækt, og bú. Á vinnustofunum er leitast við að nota einungis náttúrulegt og ómeng- að hráefni og allt grænmeti með aðferðum lífrænnar ræktunar. Ses- selja var brautryðjandi í þsss konar ræktun hér á landi. Á jólabasar Sól- heima gefst fólki kostur á að sjá og kaupa framleiðsluvörur heimilisins. Má þá helst nefna handsteypt bývax- kerti, mottur, dúka, silkikort, púða, tréleikföng, og grænmeti. Einnig verður á boðstólnum mjólkursýrt grænmeti, en mjólkursýring er sér- stök geymslu- og verkunaraðferð á grænmeti sem viðheldur upphafleg- um næringar- og fjörefnum þess jafnframt því að veita grænmetinu ferskt, sætsúrt bragð. Samhliða Sól- heimabasamum stendur forelda- og vinafélag Sólheima fyrir kökubasar og kaffisölu. Öllum ágóða af sölunni er varið til uppbyggingar á starfsemi Sólheima. KENNSLA Kennsla í svæðameðferð Eins og hálfs árs nám kennt um helgar. Byrjum helgina 4.-5. desember. Uppl. á skrifstofu FSM og FÍN á mán. og mið. frá kl. 9.30-11.30 f síma 683960. I.O.O.F. 3 = 17511228 = E.T. 1 Sp. □ MÍMIR 5993112219II 6 Frl. □ HELGAFELL 5993112219 IV A/ I.O.O.F. 10 = 17511228Va = ET.1 9.0 □ GIMLI 5993112219 III 1 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. %.r Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 11.00: Fjölskyldu- samkoma. Kl. 20.00: Hjálpraeð- issamkoma. Kapt. Ann Merete Jacobsen og Erlingur Níelsson stjórna og tala á samkomunum. íris Guðmundsdóttir syngur. Mánudagur kl. 16.00: Heimilasamband. Verið velkomin á Her. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund þriðju- daginn 23. nóvember kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Miöasala við innganginn. Auðbrekka 2 • Kópavoqur Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Biblíulestur á þriðjudaginn kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálpar- vinir vitna um reynslu sína af trú. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. _TL □c Ungt fólk JBÍð með hlutverk IfmS YWAM - ísland Kvölmessa í Breiðholts- kirkju í kvöld kl. 20.30. Léttir söngvar cg-iotgjörð. Séra Gísli Jónasson predikar. Altarisganga. Allir velkomnir. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60 „Trúir samverkamenn." Fil.2,19-30. Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboössalnum. Upphafsorð hefur Anna Magn- úsdóttir. Ræðumaöur verður Skúli Svavarsson, kristniboði. Slllá auglýsingar Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Kristniboðssamkoma kl. 16.30. Ræðumaður Frímann Ásmunds- son. Fíladelfíukórinn syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Fórn tekin til kristniboös. Barna- samkoma og barnagæsla á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Nýja postulakirkjan íslandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00 Wilfried Hager prestur þjónar. Hákon Jóhannesson að- stoðar. Hópur frá N.P.K. í Brem- en í heimsókn. Verið velkomin í hús Drottins! VEGURINN [y Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Eitthvað fyrir alla aldurshópa. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar: Muniö bænastundirnar alla virka daga kl. 8.00 og á mánudögum og föstudögum einnig kl. 17.30. Mánudagur kl. 20.00: Grunnfræðsla, framhalds- fræðsla og kynningarfundur fyrir nýja. Þriðjudagur kl. 20.00: Föndur kvöld ABC og hjálpar- starfs Vegarins. Miðvikudagur kl. 18.00: Biblíulestur með sr. Halldóri S. Gröndal. Kl. 20.30: Samkoma í Óskakaffi, Selfossi. Kl. 20.00: Samkoma í Haukahús- inu við Flatahraun. Fimmtudagur kl. 20.00: Lækningasamkoma. Föstudagur kl. 20.30: Unglingasamkoma (13-15 ára). Laugardagur kl. 21.00: Samkoma fyrir ungt fólk (16 ára og eldri). “Náðarár Drottins er f dag“. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Skyggnilýsingafundur iverður haldinn á Sogavegi 69. Miðillinn Keith Surtees heldur skyggnilýsingu þriðjudagskvöldið 23. nóvember kl. 20.30. Bókanir í símum 618130 og 18130. Stjórnin. Læknamiðill! Upplýsingar í síma 675344. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Vestfirðir - kvöldvaka Ferðafélagsins Ferðafélag (slands efnir til fyrstu kvöldvöku vetrarins miðvikudag- inn 24. nóv., kl. 20.30 í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Þá ætlar Hjálmar R. Bárðarson að fara f skoðunarferð um Vestfirði í máli og myndum. Hjálmar hefur ferðast um Vestfirði með myndavél sína í nærfellt 60 ár og miölar fróðleik frá fortíð og nútíð um mannlíf þeirra staða þar sem hann ber niður. Vestfirðir eru að margra mati ekki nægilega þekktir sem for- vitnilegt svæði fyrir ferðalanga, en hér gefst kjörið tækifæri til þess að fræðast undir leiðsögn heimamanns og sjá myndir þessa snjalla myndatökumanns, Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrrv. siglingamálastjóra. Kaffi og meðlæti félagskvenna verður í hléi. Myndagetraun - verðlaun! Aðgangur kr. 500,-. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Missið ekki af fróðleik um Vest- firði. Ferðafélag Islands. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Einnig sam- koma kl. 20.30. Robert Ekh predikar á báðum samkomun- um. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. Samkoma kl. 11.00 -árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. Frá Sálarrannsókna félagi íslands Þjálfunarnámskeið ■f r^lj 28. nóvember frá 69. Leiðbeinend- ur verða Fiona Surtees, Keith Surtees og Ragnheiður Ólafs- dóttir. Efni verður m.a.: 1. Skilningur á orku, orkusvið- um og jarðarorku. 2. Hærri og lægri tíönisviðum andlegrar orku. 3. Skynjun, snerting, litir, hlut- skyggni, heilun, heilsa. Bókanir eru hafnar í simum 618130 og 18130. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir F.í. sunnudaginn 21. nóv.: 1) Kl. 11.00 Helgadalur - Grím- mansfell. Ekið upp Mosfellsdal og gengið inn Helgadal og á felliö. 2. Kl. 11.00 Hrafnhólar - Tröllafoss. Ekið að Hrafnhólum (býli) og gengið þaðan upp með Leirvogsá að Tröllafossi. Við vekjum athygli á brottfarar- tíma kl. 11.00 frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, og Mörk- inni 6. Munið skjólgóðan búnað og nesti. Komið til baka um kl. 16.00. Verð kr. 1.100, frítt fyrir börn. Aðventuferð til Þórsmerkur 26.-28. nóv. Tilvalin fjölskylduferð. Kvöldvaka - óbyggðastemmning. Kjörin til- breyting að vera með glöðu fólki í Þórsmörk. Farmiðasala og upp- lýsingar á skrifst., Mörkinni 6. Óskilamunir! Hjá ferðafélaginu er mikið af fötum, skótaui o.fl., sem bíður eigenda sinna. Þessir óskilamunir eru frá sl. sumri og hafa komið úr sælu- húsum F.f. Hver gleymdi hverju á ferðalagi sl. sumar? Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 21. nóvember kl. 10.30 Vogavik - Kálfatjörn. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu. Verð kr. 1.200/1.300. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Dagsferð sunnudaginn 28. nóvember kl. 10.30 Valaból - Helgafell. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.