Morgunblaðið - 21.11.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
43
Cárur
eftir Elínu Pálmadóttur
RÖDD Á RAUÐU
UÓSI
Ef allir væru jafn ungir og
Solzhenitsyn! Enn er hann ung-
ur þrátt fyrir árin. Þannig voru
fyrstu viðbrögðin við að heyra
og sjá þennan rússneska rithöf-
und og andófsmann á skjánum
í viðtali við franska bókmennta-
manninn Pivot. Hann hafði ekki
úttalað sig síðan sovétkerfið
hrundi og heimurinn beið i eftir-
væntingu. Er það ekki maka-
laust ef út í það er hugsað?
Þessi maður hefur ekkert á bak
við sig, ekki hersveitir, ekki rík-
isstjórn, ekki bankaveldi, ekkert
nema rödd sína, rödd sem hefur
náð að hreyfa við samvisku
heimsins á rauðu ljósi. Er það
ekki nánast einsdæmi í sög-
unni? Tuttugu ára útlegð hefur
ekki náð að má hann neitt.
Ferskleiki og snerpa. Ákafi.
Hann er á leiðinni til Sovétríkj-
anna, ekki í boðsferð eða
skyndiheimsókn, sem hann
hafnar, heldur að flytjast heim,
rólega og yfirvegað. Kona hans
fór á undan til að útvega þeim
húsnæði og koma þeim fyrir.
Hann er ekki á vegum neins
nú fremur en fyrr. Enn hlustar
heimurinn á þennan mann, sem
hefur haldið sig til hlés í tvo
áratugi. Talað í bókum þegar
honum sýnist, yfirvegað og
gagnrýnið. Undur og stórmerki
í þessum auglýsingaheimi, þar
sem menn hafa fyrir satt að
þeir verði alltaf og sífellt að
vera að gaspra til að ná eyrum
og gleymast ekki.
Solzhenitsyn sér engin vand-
kvæði á því að aðlagast aftur
þótt ringulreið ríki í hans heima-
landi. „Þú segir að þar ríki ring-
ulreið. Var það þá þess virði að
ryðja kommúnismanum úr
vegi?“ er spurt. „Þetta er spurn-
ing sem margir Sovétborgarar
spytja sig... Svar mitt er hik-
laust já. Án þess hefðum við
orðið flokkur apakatta... En
nú reyna menn að fínna efna-
hagslegu lausnina þegar lausnin
sem þetta snýst um er siðferði-
leg.“ Þegar talinu er vikið að
trúarbrögðum og hlutverki
þeirra, segir hann: „Siðferðið
þarfnast trúarbragða. En þau
verða ekki innleidd með valdi.
Trúin er innri gjöf.“ Seinna í
viðtalinu tók hann svo fram að
Sovétríkin yrðu að verða ríki
leikmanna.
Án þess að nefna nafn Gorb-
atsjovs gagnrýnir Solzhenitsyn
hann opinskátt, segir að skyndi-
leg umbreyting til lýðræðis hafi
verið ógerleg og að augljóslega
hefði verið hægt að standa bet-
ur að því. Þegar hann var spurð-
ur um gagnrýni hans á Evrópu
fyrir veikleika í viðnáminu gegn
kommúnismanum, svarar hann:
„Með vinaraugum sé ég að siðir
Vesturlanda hafa ekki skánað
hætis hót.“ Óhemjuleg græðgi,
gróðafíkn . . . Eign hefur enga
merkingu nema hún tengist
æðra markmiði. En úr því að
hann er ekkert sáttari við það
en sósíalisma, er þá til ný leið?
„Það er of snemmt að svara
því,“ svarar þessi vitri, glöggi
hugsuður. Og ég verð að viður-
kenna að maður hlustar, eins
og raunar umheimurinn, betur
eftir hans orðum en flestra
spekinganna í veröldinni. Orð-
inn dulítið spældur á því að allt-
af skuli kallaðir til í umræður
þeir sem alla ævi hafa reynst
hafa haft rangt fyrir sér þegar
þeir voru að ráða í gátur og spá
í framtíðina. Maður kysi
kannski að fá meira að heyra
frá þeim sem hafa reynst glögg-
skyggnir og forspáir, ekki satt?
Hvað þá ef maður ætti nú kost
á fólki sem lítur ferskum augum
á málin í breytilegri veröld sem
er. Kannski er þetta að hluta
skýring á þvi að Solzhenitsyn
verður aldrei gamall og máður
maður og fær heiminn til að
hlusta þótt hann sé ekki alltaf
að halda sér í sviðsljósinu.
Að sjálfsögðu getur hug-
myndaauðgi við að ná athygli
verið bráðskemmtileg. Nú í
skammdegisdrunganum léttir
til dæmis lundina í morgunsárið
og setur hugmyndaflugið snar-
lega í gang að opna blaðið sitt,
hvar við blasa bændamyndirnar
í nýjustu auglýsingaherferðinni
um íslenskan landbúnað. Mynd-
in af Drakúla að bíta saklausa
konu á barkann svo rauðir blóð-
taumarnir renna, nunnunni
góðu með merki Rauðakrossins
í stað Kristskrossins, Stalín með
grimmilega yfírvaraskeggið og
Abraham Lincoln með pípuhatt-
inn. í huganum birtast íslenskir
bændur í þessum gervum og
maður skellihlær. Skammdegis-
morgninum er bjargað. Líklega
er tilganginum náð, myndirnar
grípa augað — þótt maður lesi
ekki endilega. Og kannski
myndin af Drakúla með blóð-
taumana veki áhuga á að kaupa
lambakjöt og nunnan góða á
að drekka meiri mjólk, en hvaða
ímynd Abraham Lincoln Banda-
ríkjaforseti sem frelsaði þræl-
ana vekur í sambandi við ís-
lenskar sveitir eða Stalín karl-
inn með böðulsöxina, þori ég
ekki að nefna. Myndimar vekja
þó alltaf kátínu og kátt fólk er
væntanlega líklegra til að
langa í og eyða en morgunfúlir.
Svo áfram með smérið. Kaupum
íslenskt! Tilganginum er náð,
sem betur fer. Þetta er rándýrt
spaug.
Spaug er að vísu ekki sérlega
íslensk afurð eða vinsæl í
skammdeginu. Hvað þá þegar
maður hlær að hugsun sinni og
fáránlegum myndum sem eitt-
hvað framkallar í hugarfylgsn-
um. En:
Skopið er spegill fyrir einn og alla
þar eiga menn að skoða sína galla.
Vér fógnum því með flissi og húrra-kðll-
um
oss fmnst það geysi-þarflegt - hinum öll-
um.
SUÐURVERI
Nýkomnir stórglcesilegir jóla-
og damaskdúkar á gódu verdi
Opið laugardaga kl. 10-14
5-10% staðgreiðsluafsláttur
Álnabúbin Suðurveri,
sími 679440.
Við tökum smá
forskotájólin og
borð að höfðingja sið.
Að sjálfsögðu er allt það besta
úr íslenska búrinu, til dæmis
heitt og kalt hangikjöt, svið,
sviðasulta, rófustappa,
rauðkál og laufabrauð.
Við lumum einnig á
klassískum jólaréttum frá
útlöndum og berum fram
danska rifjasteik, sænska
síldarrétti, gljáð grísalæri,
fylltan kalkún og margt fleira
girnilegt góðgæti sem
ómissandi er á höfðingja-
borðum. Einnig jólaglögg
að hætti hússins.
Öll kvöld firá 26. nóvember
I hádeginu frá fimmtudegi til sunnudags
og öll hádegi síðustu vikuna fyrir jól.
Verð: 1.950,-í hádeginu og
2.400.-ákvöldin
Salir fyrir 40 - 130 manna hópa
m.a. Hóteigur ó efstu hæð
með útsýni yfir borgina.
Kynnið ykkur gistitilboð
í desember.
Sigtúni 38 - Albr upplýsingar í sima 689000 - Fax: 680675
0ACKMAH