Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 44
varða i i M Landsbanki Bk íslands KB m Banki allra landsi FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. \ Annir björgnnarliðs en ekki stórfellt tjón Morgunblaðið/Sverrir Gaf sig í veðrinu STRÆTISVAGNASKÝLI við Suðurlandsbraut var meðal þess sem lét undan veðrahamnum aðfaranótt laugardagsins. Borgarstarfs- menn fjarlægðu leifar þess þegar slotaði. ÞESSUM krökkum úr Keflavík var alveg sama þótt þeir þyrftu að bíða af sér óveðrið. Þegar þau voru spurð hvað þau myndu gera ef þau kæmust ekki heim fyrr en daginn eftir sögðu þau bara: „Party all night!“ Fyrir þá sem skilja ekki unglingamál þýðir það „skemmtum okkur í alla nótt“! 1.400 unglingar biðu af sér óveðrið FJÖRUGUR dansleikur var haldinn í Hinu húsinu á föstudags- kvöld á vegum SAMFÉS, Samtaka félagsmiðstöðva á Islandi. Þar voru samankomnir tæplega 1.400 unglingar úr félagsmiðstöðvum landsins, þar af tæplega helmingur úr félagsmiðstöðvum utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar ballinu var um það bil að ljúka, um klukkan hálfeitt, var óveðrið í hámarki og ráðlagði lögreglan aðstandendum skemmtunarinnar að halda unglingunum innan dyra þar til því slotaði. Ballið var framlengt um klukkutíma og voru hóparnir síðan að tínast af stað til klukkan fjögur um morg- uninn. Tveir hópar utan af landi þurftu að gista í bænum. Rútumar stóðu í röðum fyrir utan Hitt húsið og biðu bílstjór- arnir eftir því að unglingamir fengju ferðaleyfi. Hluti ungling- anna af höfuðborgarsvæðinu var sóttur af foreldrum sínum og nöfn allra sem fóm úr húsinu voru skráð niður til að hafa sem best eftirlit með því að enginn færi út í óveðrið á eigin vegum. Heim með aðstoð lögreglu og bj örgunars veita Hjálmar Theodórsson, stjórnar- maður í SAMFÉS og forstöðu- maður Fellahellis, hafði umsjón með dansleiknum. Hann var í stöðugu sambandi við lögreglu og foreldra sem hringdu í Hitt húsið til að spyijast fyrir um stöðu mála. Að sögn Hjálmars gistu um 80 krakkar úr Borgarnesi í Hinu ‘húsinu og 60 manna hópur af Hvolsvelli gisti í Hafnarfírði þegar ljóst var að hann myndi ekki kom- ast heim um nóttina. Aðrir kom- ust til síns heima með aðstöð lög- reglu og björgunarsveita. Fyrstu hóparnir fóru af stað um tvöleytið og þeir síðustu fóru upp úr fjögur. BJÖRGUNARSVEITIR og lög- regla á Suðvesturlandi og Vest- fjörðum áttu annríkt fram und- ir laugardagsmorgun við að sinna hjálparbeiðnum um að koma í veg fyrir Ijón af völdum suðaustan hvassviðris og að- stoða fólk sem gekk illa að komast leiðar sinnar vegna veðrahamsins en vindhraði fór allt upp í 11 vindstig í verstu hryðjum. A höfuðborgarsvæð- inu bárust á annað hundrað hjálparbeiðnir. Ekki hlaust stórvægilegt tjón af veðrinu svo vitað sé en víða skemmdust bíl- ar og mannvirki af völdum veð- urs og foks. Lögregla og björgunarsveitir voru fram undir klukkan sex að flytja um 1.300 unglinga úr Reykjavík og af Suðumesjum heim til sín af unglingadansleik á vegum SAMFÉS í Hinu húsinu. I Reykjavík voru um 100 björg- unarsveitarmenn að störfum auk lögreglu og bámst sameiginlegri miðstöð þeirra 68 hjálparbeiðnir. Ekki var talið að stórvægilegt tjón hefði hlotist af en litlu mátti muna í Borgarbókasafni í Bústaðakirkju þar sem hurð fauk upp. Rafmagnslaust Rafmagnslaust var í Mos- fellsbæ og Grafarvogi vegna tjóns á loftlínu í fyrrinótt en straumur komst á snemma í gærmorgun. í Kópavogi bárust 30 aðstoðar- beiðnir lögreglu og Hjálparsveit skáta vegna þakplötufoks, fall- inna vinnupalla og skemmda á bílum en hvergi hlaust af stórfellt tjón. í Hafnarfirði sinntu lögregla og hjálparsveitir 67 beiðnum um aðstoð, flestum við að hefta fok. í fyrrinótt féllu tvær skriður á Vesturlandsveg í Hvalfirði; önnur við Hvammsvík, hin úr Múlafjalli. Vegagerðarmenn höfðu opnað veginn um klukkan sex í gær- morgun. Ruslagámur fauk á bifreið á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt og er hún mikið skemmd. Einnig fauk bíll þar á annan á flugvallar- svæðinu, en skemmdir urðu ekki stórvægilegar. Lögreglan í Borgamesi og á Akranesi segir að „kolvitlaust veður“ hafi verið í bæjunum og sinnti hjálparsveitin á Akranesi útköllum til klukkan 4 í fyrrinótt. Nokkurt fok varð á Akranesi og er skeljasandur víða á götum. Fjórir rafmagnsstaurar brotnuðu milli Akraness og Borgamess og varð almenn línubilun af þeim sökum um tíma. Söng í suðaustanáttinni Á Bíldudal var slysavarnasveit- in kvödd út þegar þakplötur fuku af húsi við Lönguhlíð. Plöturnar ollu ekki tjóni, að sögn Tómasar Árdals, formanns slysavarna- sveitarinnar á Bíldudal. Hins veg- ar stórskemmdist jeppi á Bíldudal við það að lauslegt brak fauk á hann þegar hvað mest gekk á og söng í suðaustanáttinni eins og jafnan þegar hún nær sér upp á Bíldudal, að sögn Tómasar. Alls ekki var stætt í verstu hryðjunum. Víða fuku upp gluggar og bíb skúrshurðir sem eigendur glímdu sjálfir við án aðstoðar. Breytt viðhorf Landsbanka Islands til skuldara í sjávarútvegi Lánardrottnamir senn stærstu eigendur kvóta BREYTT afstaða Landsbankans að því er varðar vi(ja bankans til þess að breyta ákveðnu hlutfalli skulda Borgeyjar hf. á Hornafirði í hlutafjáreign bankans í fyrirtækinu, í þeim nauðasamningum sem líklega eru framundan, mun hafa keðjuverkandi áhrif, að því er varðar önnur sjávarútvegsfyrirtæki, sem illa eru sett. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu fyrirtæki í sjávarútvegi, sem í örðugleikum eiga nú um stundir, íhuga að reyna þá leið sem Borg- ey hefur valið. Gangi þetta eftir verða Landsbankinn og aðrir helstu lánardrottnar sjávarútvegsfyrirtækja orðnir stærstu kvótaeigendur landsins áður en langt um líður. Sýknaður af ákæruum nauðgun 25 ÁRA gamall Hollendingur af arabískum uppruna hefur verið sýknaður í Héraðsdómi af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í Reykjavík í september. Atburðurinn átti sér stað eftir að stúlkan og vinkona hennar höfðu hitt manninn og félaga hans á ’skemmtistað og fylgt þeim að Hafn- arstræti 20 þar sem þeir höfðu lykla- völd að kaffihúsi. Hveiti en ekki kókaín? Þar bar stúlkan að maðurinn hafi læst sig inni og nauðgað sér eftir að hafa gefið sér kókaín. Maðurinn og félagi hans kváðust hafa gefið stúlkunum hveiti í nefíð á staðnum og engin merki fundust um kókaín eða önnur fíkniefni í blóð- og þvagprufum sem teknar voru úr stúlkunni. Eftir atburðinn fór stúlkan. á lögreglustöð til að kæra nauðgun en var látin gista í fangaklefa áður en hún var færð á bráðamóttöku Borgarspítalans fyrir fómarlömb kynferðisbrota. Hún bar þá ekki aðra áverka en marblett á upphandlegg. Maðurinn játaði að hafa haft mök við stúlkuna en sagði þau með fullu samþykki hennar og þótti annað „^ekki sannað í málinu. Fmmvarp það sem samið hefur verið að nauðasamningi fyrir Borgey hf. felur m.a. það í sér, að lánar- drottnar hafa val, að því er varðar skuldauppgjör. Kostirnir eru þessir: Lánardrottnar geta valið að breyta öllum útistandandi skuldum í hluta- fé; þeir geta samþykkt 60% niðurfell- ingu skulda, og lánað eftirstöðvamar til langs tíma, með vöxtum og verð- tryggingu (til 12 ára, eftir því sem næst verður komist); eða þeir geta samþykkt sama hlutfall niðurfelling- ar skulda, og fengið eftirstöðvamar greiddar á skemmri tíma, með verð- tryggingu en án vaxta. Samkvæmt frumvarpi að nauða- samningum Borgeyjar er stefnt að frekari eignasölu upp á um 100 millj- ónir króna, þannig að skuldir verði innan við 900 milljónir að lokinni eignasölunni. Eignir sem standa á móti skuldunum eru áætlaðar um 450 milljónir króna eða tæp 50% skuldanna. Því munu það vera um 440 milljónir sem um þarf að semja, komi til nauðasamninga. Þarf af er gert ráð fyrir að samið verði um nið- urfellingu skulda upp á 280 milljón- ir, eða um 60% óveðtryggðra skulda. Þótt nauðasamningar takist í þessum anda þykir þó einsýnt að eigendur fyrirtækisins í framtíðinni, helstu lánadrottnar og núverandi eigendur þurfí að leggja fyrirtækinu til nýtt sem stendur rett hjá því gamla. Mikið suðaustanhvassviðri gerði hér í Bolungarvík á tímabili í nótt en veðrið fór að ganga upp um og uppúr miðnætti. Að sögn björgunar- sveitarmanna var vindstyrkurinn 10-12 vindstig og mjög byljóttar flármagn upp á um 130 milljónir til að renna tryggum stoðum undir teksturinn, sem verður þá fyrir utan þá skuldbreytingu í hlutafé sem að er stefnt. Sjá fréttaskýringu: „Skulda- súpa — naglasúpa" á bls. 10. vindhviður, sérstaklega inni í dölun- um. Af öðrum skaða af völdum veð- urs má nefna að skúr við golfvöllinn fauk nokkurn spöl og skemmdist. Gunnar Foktjón í Bolungarvík BJÖRGUNARSVEITIN Ernir var kölluð út klukkan 4.30 þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af gömlu íbúðarhúsi á bænum Hanhól í Syðridal. Um fjórðungur þakplatna af húsinu hafði gefið eftir og rifnað af og tókst björgunarsveitarmönnum að koma í veg fyrir frek- ara fok. Þá brotnaði gluggapóstur og tvær rúður í nýju íbúðarhúsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.