Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 4

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 ERLEINTT INNLEIMT Strand við Folafót RÆKJUBÁTURINN Dröfn ÍS 44 frá Ísafírði strandaði yið Fola- fót utanvert í Hestfírði í ísafjarð- ardjúpi á fímmtudag. Tveir menn voru í bátnum og komust þeir í land með aðstoð björgunarsveit- armanna úr Súðavík. Skipstjór- inn segir að skipveijamir hafí aldrei verið í hættu. Báturinn hafði hins vegar brotnað í þrennt á fóstudag. Dómur vegna heimilisofbeldis HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 40 ára gamlan Reyk- víking til 12 mánaða fangelsis- vistar fyrir að hafa um árabil misboðið konu sinni og bömum með langvarandi misþyrmingum og andlegri kúgun og fyrir að bijóta gegn foreldraskyldum sín- um og búa bömum sínum ekki þann aðbúnað sem bamavemd- arlögggjöf býður. Sjómanns saknað SJÓMANNS frá Stykkishólmi er enn saknað eftir að smábát hans •hvolfdi á Breiðasundi, skammt frá bænum, á miðvikudag. Mað- urinn, sem var einn á bátnum, var við ígulkeijaveiðar og er tal- ið hugsanlegt að báturinn hafí snúist þegar plógurinn hafí lent í festu. Ríkisábyrgð vegna kynferðisbrota DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að athuga hvort taka eigi upp ríkisábyrgð vegna ERLENT Bresku fjárlögunum vel tekið KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði fram fjár- lög bresku stjómarinnar í síðustu viku en þar kemur fram, að hann hyggst draga verulega úr láns- fjárþörf ríkisins á næstu ámm og stefnir að hallalausum fjárlög- um um aldamótin. Boðaði hann meiri niðurskurð ríkisútgjalda en búist hafði verið við og sagði, að félagslega velferðarkerfíð væri orðið of dýrt. Almennt hafði verið gert ráð fyrir, að Clarke myndi greina frá töluverðum skattahækkunum en það rættist ekki nema að litlu leyti. Verða skattar hækkaðir á bensín og tóbak og flugvallarskattur tekinn upp en ekkert verður af virðis- aukaskatti á dagblöð, barnaföt og samgöngur. I fjármálalífinu hefur fjárlögunum verið afar vel tekið. Krefjast aðildar að NATO FRAMMÁMENN fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Aust- ur-Evrópu hafa fagnað tilboði NATO-ríkjanna um nánari tengsl við bandalagið. Þeir leggja hins vegar áherslu á, að þótt svokallað „friðarbandalag" þeirra og NATO-ríkjanna sé góðra gjalda vert, þá geti það aðeins verið fyrsta skrefíð að fullri aðild. Raunar er mikill vilji fyrir því innan NATO að taka inn Austur- Evrópuríkin en menn vilja þó fara sér hægt í því vegna and- stöðu Rússa, sem óttast einangr- un stækki NATO í austur. Volvo og Renault sameinast ekki STJÓRNARFUNDUR i Volvo, sænsku bifreiðasmiðjunum, ákvað á fímmtudag að leggja á miskabóta þolenda kynferðisaf- brota og annarra grófra ofbeldis- verka. Talið er að kostnaður slíkrar ríkisábyrgðar verði um 30 milljónir á ári. Önnur verkefni nefndarinnar eru, annars vegar, að kanna grundvöli fyrir lögum eða reglum um nálgunarbann og, hins vegar, hvort hægt sé að greiða aðgang fómarlamba kyn- ferðisofbeidis að rannsókn eigin mála. Bjartara ástand á Flateyri FISKVINNSLAN Kambur hf. hefur tekið á leigu hluta af hús- næði fískvinnslu Hjálms hf. á Flateyri til þriggja mánaða. Gerður hefur verið löndunar- samningur vegna Gyllis, skips Hjálms, fyrir sama tímabil. Stefnt er að því að allir heima- menn haldi vinnu sinni og verður vinnslu haldið áfram í fískvinns- lusal Hjálms eftir helgina. Eiturlyfjainnflutningar ÍSLENDINGUR með sænskan ríkisborgararétt er í gæsluvarð- haldi í Stokkhólmi þar sem ís- lensk yfírvöld hafa krafíst þess að hann verði framseldur hingað til lands vegna rannsóknar á starfsemi umfangsmikils fíkni- efnahrings. Fólk í hringnum er talið hafa flutt til landsins a.m.k. hátt á annan tug kílóa af hassi og 3 kíló af amfetamíni á árunum 1992 og 1993. Stallone til íslands ALLAR líkur eru á að næsta stór- mynd bandaríska kvikmyndaleik- arans Sylvester Stallone verði tekin hér á landi. Kvikmyndin er byggð á teiknimyndasögunni Judge Dread og gerist í framtíð- inni. Leikstjóri myndarinnar verður Danny Cannon. Hann leikstýrði m.a. The Young Amer- icans. Kenneth clarke hilluna áform um að sameinast frönsku bílasmiðjunum Renault og þar með virðist einhveijum mestu átökum, sem orðið hafa í sænsku efnahagslífí, vera lokið í bili. Það, sem olli mestu um þessa , niðurstöðu, voru sívaxandi efa- semdir Svía um sameininguna, skiptingu eignaraðildar í nýja fyrirtækinu og einkavæðingar- áform frönsku stjómarinnar en Renault er nú ríkisfyrirtæki. Pehr Gyllenhammar, stjórnarfor- maður Volvo, sem beitti sér manna mest fyrir sameiningunni, sagði af sér þegar úrslitin lágu fyrir og hann og kona hans hafa nú selt hlutabréf sín í fyrirtæk- inu. Viðbrögðin hjá Volvo og Renault eru nokkuð ólík. Hjá Svíunum gætir kvíðablandins léttis en Frakkarnir eru slegnir. GATT í augsýn? VEL miðaði í viðræðum Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna um nýjan GATT-samning í síð- ustu viku og gera menn sér von- ir um, að unnt verði að ganga frá honum að mestu á morgun, mánudag. Er landbúnaðar- kaflinn, sem Frakkar hafa verið hvað andsnúnastir, farinn að taka á sig mynd og sagði Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Banda- ríkjanna, að þar væri um að ræða sátt, sem allir ættu að geta skrifað undir, líka Frakkar. Reuter Tekist á um fjárlögin ÞINGMENN í Suður-Kóreu eiga það til að takast hraustlega á um ýmis deilumál. Sú varð raunin á föstudag er fjárlög ríkisstjómarinnar voru til umræðu. Var Kim Woon-hwan stjómarþingmaður tekinn haustaki af þingmönn- um stjómarandstöðunnar í hamagangnum sem varð er ríkisstjórnin reyndi að keyra frumvarpið í gegnum þingið. Æsifréttablöðin lofa að láta Díönu í friði Lundúnum. The Daily Telegraph. Reuter. BRESKU æsifréttablöðin brugðust i gær við fréttum af ákvörðun Díönu prinsessu um að draga sig úr sviðsljósinu um áramót, með því að segjast myndu láta prinsessuna afskiptalausa. Lögðu þau bróður- part fréttasíðnanna undir frásagnir af Díönu. „Við munum láta hana í friði“ sagði á forsíðu The Daily Mirror sem birti fyrir mánuði síðan myndir sem teknar voru af prinsessunni í líkamsræktarstöð án henn- ar vitundar. The Sun birti mynd af Díönu inn í hjarta á flestum siðum sínum þar sem stóð „Við munum sakna ’ðin Di“ auk þess sem blaðið kallaði hana „skínandi gimstein í kórónu konungsfjölskyldunnar". í leiðara The Daily Telegraph sagði að ákvörðun Díönu kallaði fram blendnar tilfmningar. í fyrsta lagi samúð með konu sem hefði mátt þola ýmis konar áföll eftir að hjóna- bandi hennar lauk, og þráði nú að komast úr sviðsljósinu. „í öðru lagi eftirsjá, að hún skuli hafa valið að koma af stað enn einu tilfinningaum- rótinu tengdu konungsfjölskyldunni með þessari yfirlýsingu, í stað þess að láta listann yfir störf sín segja alla söguna. Ekki verður hjá því kom- ist að hver einasta breyting sem verð- ur hjá konungsfjölskyídunni veki upp „fjölmiðlamannát“ að nýju.“ Leiðarahöfundur segir að nú virð- ist óhjákvæmilegt að gengið verði frá lögskilnaði Díönu og Karls, það sé þeim og konungdæminu fyrir bestu. Þeir tímar muni koma að rétt- ur þeirra til að leita sér annars maka verði viðurkenndur. Þau eigi rétt á meiri hamingju en hafí verið hlutskipti þeirra síðustu ár. Því markmiði verði miklu frekar náð ef einkalíf þeirra verði virt. á föstudag. Sagði hún mann sinn, Kari Bretaprins, hafa vitað af ákvörðuninni en hún hefði aðallega ráðfært sig við drotninguna og Filippus prins. Þá var nokkrum fjöl- miðlamönnum bent á að mæta á góðgerðarsamkomuna þar sem prinsessan myndi hafa eitthvað al- veg séystakt að segja. Terry Dicks, þingmaður íhalds- manna fullyrti í gær að Elísabet drottning stæði á bak við ákvörðun Díönu. „Konungsmafían hefur unnið sigur. Þeim hefur tekist að ýta Dí- önu út í kuldann." Undir þetta tóku allmargir dálkahöfundar og fullyrti The Daily Mail að ákvörðunin væri Karli manni hennar að kenna. Reuter Ekkert einkalíf? BRESKIR fjölmiðlar veltu því í gær fyrir sér hvort Díana prins- essa ætti meiri möguleika á einkalífi eftir ákvörðun sína um að draga úr opinberum skyldum. Spáð miklum efna- hagsbata í Noregi Engir mögnleikar á einkalífí í frétt The Daily Telegraph segir að prinsessan eigi sér nær enga möguleika á einkalífí, þrátt fyrir ein- dregnar óskir hennar í þá veru. Er meðal annars vísað til stjórnmála- manna og kvikmyndastjarna, á borð við Gretu Garbo, sem ljósmyndarar eltu fram á elliár, þrátt fyrir yfirlýs- ingar hennar um að hún vildi fá að vera í friði. Segir í fréttinni að æsi- fréttablöðin muni ekki láta kyrrt liggja. Vitnað er í franskan ljós- myndara sem segir að ákvörðun prinsessunnar verði til þess að hækka enn verðið á ljósmyndum sem teknar eru af henni án hennar sam- þykkis. Umfjöllun æsifréttablaðanna muni vart linna fram að áramótum en þá iýkur opinberum skyldum hennar að mestu. Eftir það muni fjölmiðlum reynast mun erfíðara að hafa upp á henni. Díana tilkynnti John Major, for- sætisráðherra ákvörðun sína áður en hún flutti stutta en tilfinninga- þrungna ræðuna um ákvörðun sína Ósló. Reuter. STJÓRN Verkamannaflokksins í Noregi spáir því að meiri hagvöxtur verði í Noregi en í flestum öðrum Evrópuríkjum á næsta ári og virðist ekki hafa áhyggjur af lækkandi verði á Norðursjávarolíu að undanförnu. Heimsátak gegn ofbeldi í sjónvarpi París. Reuter. ALAIN Carignon, fjölmiðlun- ar- og fjarskiptaráðherra Frakklands, kvaðst á fimmtu- dag ætla að beita sér fyrir alþjóðlegum reglum um að stemma stigu við ofbeldi í sjónvarpi í kjölfar morðs á útigangsmanni, sem þrír drengir eru taldir viðriðnir. „Það er skylda okkar að af- stýra því sem er að gerast í Bandaríkjunum, þar sem sex ára börn hafa þegar séð 6.000 glæpi í sjónvarpi,“ sagði Carignon. „Grundvöllurinn fyrir vexti í norskum efnahag hefur verið styrkt- ur,“ segir í yfirlýsingu sem fylgdi lokaútgáfu fjárlagafrumvarps norsku stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Vextirnir hafa lækkað frekar, hús- næðisverðið er að hækka og nýjar upplýsingar styðja þá kenningu að eftirspurnin heima fyrir í ýmsum greinum sé í hóflegum vexti.“ I lokaútgáfu ijárlaganna er gert ráð fyrir 2,75% hagvexti á næsta ári og að rekstrarhalli ríkisins verði 42,6 milljarðar norskra króna, en ekki 46,6 milljarðar eins og útlit var fyrir í október. Ennfremur er gert ráð fyrir að verð á Norðursjávarolíu, langstærsta gjaldeyristekjuiind Norðmanna, verði að meðaltali um 120 norskar krónur (1.160 ísl. kr.) á fatið á næsta ári, eða meira en 140 ísl. krónum hærra en nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.