Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
13
þeirra gaf til kynna enda hafa yfir-
menn fyrirtækisins fylgst náið með
umræðunni í Svíþjóð. Ef Svíar hafi
viljað fórna Gyllenhammar þá sé það
þeirra mál. Vonbrigðin eru aftur á
móti mikil. „Ef Svíar hafna samrun-
anum munu menn líta svo á að ekki
sé hægt að treysta Svíum. Það hefði
verið algjörlega óhugsandi í mínum
augum fyrir nokkrum árum. Og
óhugsandi í augum flestra Frakka,
ef út í það er farið,“ segir Airy Routi-
er, blaðamaður á tímaritinu Le Nou-
vel Observateur við Svenska Dag-
bladet en hann hefur fylgst náið með
samstarfí fyrirtækjanna undanfarin
ár. Routier telur að ekki hafí verið
um neitt samsæri að ræða milli Gyll
og Louis Schweitzer, forstjóra Re-
nault, til að losna við Gyllenhamm-
ar. Frakkar viðurkenna að af þeirra
hálfu hafi ef til vill ekki verið haldið
nógu gætilega á hinni sálfræðilegu
hlið málsins en taka einnig fram að
það hafi verið algjör fásinna af Gyl-
lenhammar að ætla að halda því
leyndu að með samningnum gæti
Renault takmarkað eignaraðild
Volvo við 20%. „Jafnvel hér í Frakk-
landi hefði slíkt vakið upp and-
stöðu,“ segir Routier.
Annar franskur blaðamaður, sem
vel þekkir til málsins, Arnaud Rotier
á Le Figaro segir að höfnun á samr-
unanum þýði ekki að samstarfið sé
úr sögunni. Þetta sé hins vegar áfall
fyrir Schweitzer og frönsku ríkis-
stjórnina og það verði eflaust ekki
til að efla samvinnuna.
Osigur Gyllenhammars
Endalok samrunaáætlunarinnar er
fyrst og fremst persónulegur ósigur
Pehr Gyllenhammars. Hann hafði
lagt allt undir í málinu og var því
ekki stætt á að sitja áfram sem
stjórnarformaður. Gyllenhammar,
sem tók við af tengdaföður sínum
sem forstjóri Volvo árið 1971 og
hafði verið stjómarformaður undan-
farin tíu ár, þurfti á undanförnum
vikum að sæta ásökunum um að
hann hefði sett eigin hagsmuni ofar
hagsmunum Volvo í samningunum
við Renault. Gyllenhammar átti að
•verða stjómarformaður nýja bifreið-
arisans, sem hefði orðið nítjánda
stærsta fyrirtæki í heimi, næstu sjö
árin. Hann hefur nú selt öll hluta-
bréf sín og eiginkonu sinnar í fyrir-
tækinu.
Eftirmæli Gyllenhammars í
sænskum blöðum voru mjög misjöfn.
Sumir töldu lítinn söknuð af stjórnar-
formanninum í ljósi þess hvemig
hann hélt á samrunanum. Aðrir töldu
þetta vera mikinn missi fyrir Volvo
og sænskt efnahagslíf. Líkti stærsta
dagblað Svíþjóðar, Dagens Nyheter
honum við forsætisráðherrann fyrr-
miður, þær eru ekki til“, var svarið.
Berlingske Tidende bendir á að
1987 hafi Sovétmenn sæst á að öll-
um meðaldrægum flaugum í Evrópu
yrði eytt, litlu hafi munað að það
tækist þegar á leiðtogafundinum á
Islandi árið á undan.
Mistök viðurkennd
Fjölmargir þýskir jafnaðarmenn
hafa aldrei fyrirgefið Schmidt þessa
stefnu gagnvart Sovétmönnum.
Hann missti völdin í hendur kristi-
legum demókrötum og Helmut Kohl
1982 og flokkur jafnaðarmanna
sneri við blaðinu, reyndi að vingast
við friðarhreyfingar og græningja.
Schmidt sendi strax frammá-
mönnum flokksins frásögnina af
samtali sínu við Gorbatsjov en aðeins
einn þeirra, Björn Engholm, svar-
aði. Engholm sagðj einfaldlega að
honum hefðu orðið á mistök þegar
hann barðist gegn uppsetningu
bandarísku flauganna. Aðrir hafa
ekki séð ástæðu til að þakka kanslar-
anum fyrrverandi þátt hans í að
grafa undan einræði kommúnista,
segir danska blaðið.
verandi, Olof Palme, i grein á forsíðu
viðskiptablaðs síns á föstudag. Segir
blaðið að það sem olli falli hans hafi
ekki síst verið hræðslan við hið fram-
andi og óþekkta sem samrunaáform-
in vöktu upp. „Hræðslan við að Volvo
myndi hverfa frá Svíþjóð, já að Re-
nault myndi gleypa Volvo. Það mætti
kannski segja að Renaultsamruninn
hafi verið þjóðaratkvæðagreiðsla
Gyllenhammars um EB.“
Gyllenhammar sjálfur var með
svipaðar yfirlýsingar er hann ræddi
við fjölmiðla á heimili sínu og fór
ekki á milli mála að hann taldi þær
þjóðernislegu tilfinningar sem áber-
andi voru í umræðunni fyrirlitlegar.
„Svíar eru að snúa baki við Evrópu.
I þjóðaratkvæðagreiðslunni um EB-
aðild sem yfirvofandi er mun sama
tilfinningasemin koma upp á yfir-
borðið á ný. Getum við treyst Evr-
ópu? Eru Evrópubúar trausts verðir?“
Bætti hann við að sum þeirra um-
mæla, sem viðhöfð hefðu verið um
hinn franska samstarfsaðila Volvo,
hefðu verið verulega móðgandi.
Eitt er víst: Mikil óvissa ríkir nú
um hvað framtíðin muni bera í
skauti sér og ekki eru ailir bjartsýn-
ir. „Þegar upp er staðið mun stjórn
fyrirtækisins líta yfir farinn veg og
sjá eftir að hafa verið heltekin af
þeirri löngun sinni að bola Gyllen-
hammar frá. Gyllenhammar hefur
gert fjölmörg mistök en [samruninn]
er líklega það besta sem hann gerði
fyrir Volvo á undanförnum tuttugu
árum,“ sagði einn fjármálasérfræð-
ingur í London.
■ Einn besti tækjasalur
landsins
■ Reyndír þjálfarar í
tækjasal
■ Líkamsrækt-eróbikk-
sólbaðsstofa
■ Reyndu okkur með því
að reyna þig í Ræktinni
■ Hafðu samband það
borgar sig
ilboð fra Ræktinni
© 1 mánuður í tæki, eróbikk
og 10 tímar í Ijós aðeins 4990 kr.
o 3 mánuður í tæki, eróbikk
og 10 tímar í Ijós aðeins 9990 kr.
FROSTASKJÓLI 6 • SlMI: 12815 OG 12355
39.900 49.900
pr. mann m.v. 4 í húsi. pr. mann m.v. 2 í húsi.
Innifaliö í verði er flug, gisting í 20 daga, ferðir til og frá flugvelli á
Kanarí og íslensk fararstjórn.
Með einstökum
samningum
geta Heimsferðir nú
boðið 20 daga ferð
með dvöl í þessum glæsilegu, nýju
smáhýsum, á hreint ótrúlegu verði.
Aðeins eru í boði 8 hús á þessum
einstöku kjörum.
Gríptu tækifærið og bókaðu strax.
- Síöustu sætin
til Kanarí 6.
janúar -
Duna Golf
smáhýsi í
Maspalomas
Kynninga
til Kanarí 6
D MP ■ I ■ 26. janúar - abeins 8 sœtí laus
IV ■ d 9111 d 16. febrúar - uppselt
Þessi giæsilega ferð er nú uppseld þann 16. febrúar og síðustu
sætin aö seljast 26. janúar. Verb kr. 96.600
Flugvallarskattar og forfallagjöld, kr. 3.630 f.fulloröna, kr. 2.375 f.börn
afr europa
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17,2. hæö • Sími 624600
TURAUIA ,
2