Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
MEÐ HAGSÝNUM ÞJÓÐVERJUM
Texti og myndir Kristín Morja Baldursdóttir
SPARNAÐUR er dygð í Þýska-
landi og því eiga þýskir borgar-
ar milljarða á sparibókum.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kynnti sér heimilishald og
hugsunarhátt hins almenna
borgara með hagsýni og sparn-
að í huga og í samtölum við þá
kemur í ljós að þeir spara því
þeir vilja ekki skulda, spara og
leggja fyrir til að tryggja eigin
framtíð og afkomenda sinna og
spara fyrir þægindum. I síðasta
sunnudagsblaði var fylgst með
hjónum sem hafa það gott eins
og það er kallað, en kunna þó
vel með fé að fara, og hér er
rætt við ung hjón sem ætla að
byggja, konu á fimmtugsaldri
sem fjárfestir í fögrum munum,
og ellilífeyrisþega á áttræðis-
aldri. Adeline Schlichting elli-
lífeyrisþegi, hefur upplifað
tvær heimsstyrjaldir auk
kreppunnar miklu, þekkir
eymd og auraleysi og veit að
ekkert dugir nema sjálfsaginn
og harkan til að komast af. Það
er líklega kynslóð hennar að
þakka að Þjóðveijar eru nú
meðal auðugustu þjóða heims.
Adeline Schlichting sem
býr í Bremen og er 77
ára gömul segist oft
hafa lifað betri tíma en
hún gerir núna þrátt
fyrir stríðsviðbjóðinn,
eins og hún segir. Á
uppgangstímum á sjöunda og átt-
unda áratugnum átti hún nóga
aura og ferðaðist víða.
En nú reynir hún með ýmsum
ráðum, sem mörgum konum á
hennar aldri væri líklega ofviða,
að láta endana ná saman. Hún
hefur búið ein síðustu tíu árin en
á dóttur og barnabarn.
Húsmóðir alla tíð
Einn dag fer ég með Adeline í
bæinn. Hún ætlar að fara í bank-
ann sinn og á markaðinn þar sem
hún kaupir grænmeti, ávexti og
blóm. Við förum á Golfinum henn-
ar sem hún hefur átt í 15 ár og
þótt frúin .sé að nálgast áttrætt
brunar hún út á hraðbrautina á
120 km hraða.
Við spjöllum saman á leiðinni
og hún segir mér að hún fái mán-
aðarlega kr. 58.250.
„Það er ellilífeyrir og greiðslur
sem ég fæ frá fyrrverandi eigin-
manni mínum,“ segir Adeline. „Ég
fæ ekki mikið því ég hef verið
húsmóðir alla mína tíð og svo átti
ég engan einkalífeyri. Eg hætti
14 ára gömul í skóla og fór að
vinna. Var vinnukona og þrælaði
allan daginn fyrir tvö hundruð
kall á mánuði þar til ég gifti mig
og stofnaði heimili sjálf.“
Adeline býr i tveggja herbergja
íbúð í fjölbýlishúsi í ágætu hverfi
í Bremen. I húsinu er ýmis þjón-
usta fyrir aldraða og er húsaleigan
kr. 35.570 á mánuði með hita.
Hún fær engar húsaleigubætur því
hún er með um þijú þúsund krón-
um of mikið í tekjur á mánuði.
Þegar Adeline hefur greitt hú-
saleiguna, rafmagn, síma, sjón-
varp, dagblaðið og bensín á bílinn,
Adeline hundskammaði einn sölumanninn fyrir okrið, en var rífandi skemmtileg við þann sem seldi ódýrt.
Þjóðverjar
spara því
þeir vilja
ekki skulda,
spara til að
tryggja
framtíðina
og til að eiga
fyrir þæg-
indum
Bílinn hefur hún átt í 15 ár og á áttræðisaldri ekur hún á 120 km hraða
á hraðbrautum Þýskalands.
á hún eftir kr. 13.190 til að lifa
af. En endarnir ná ekki saman því
Adeline fer með kr. 14.700 í mat
á mánuði með ýtrasta spamaði,
auk þess sem fólk þarf að gera
fleira en að borða. Og hvað gera
bændur þá?
Baunasúpa
Adeline sem stal rófum að næt-
urlagi af ökrum bænda á stríðsár-
unum til halda í sér og sínum lífi,
deyr ekki ráðalaus.
„í fjögur ár hef ég gætt barna,“
segir Adeline. „Hér í borg er rekin
svonefnd Ömmuþjónusta, þar sem
yfír hundrað ömmur og þrír afar
starfa, og á vegum hennar gæti
ég barna oftast þrisvar í viku, allt
að þremur tímum í senn. Ég er
með kr. 294,00 á tímann fyrir eitt
bam, og kr. 336,00 fyrir tvö. Á
mánuði gera það um 11.700 krón-
ur.
En ég er að verða alltof gömul,
það gerir þetta enginn orðið á
mínum aldri.“
Til ráðstöfunar hefur Adeline
því um kr. 26.000 á mánuði til
að lifa. Hún segist þurfa að skipu-
leggja nákvæmlega öll innkaup.
„Eg kaupi aðeins það sem mig
vantar í hvert sinn, en þegar ég
var gift keypti ég mikið magn í
einu og geymdi. Eg kaupi aldrei
kjöt, það er alltof dýrt. Fjögur
hundruð krónur kílóið, uss! Ég er
heldur ekkert hrifin af pylsum og
áleggi. Fisk mundi ég gjaman vilja
borða ef hann væri ekki svona
dýr, hann kostar meira en kjöt.“
Þegar ég spyr hana hvað hún
borði þá eiginlega, segist hún til
dæmis kaupa tvær kílódósir af
baunasúpu á kr. 126,00, þær dugi
oft í tvo daga, einnig sjóði hún sér
belgbaunir og borði __ með þeim
kartöflur og smjör. „Ég elda oft-
ast fjórum sinnum í viku. Ég kaupi
líka ávexti og grænmeti, fékk
blómkál á tilboðsverði um daginn
á kr. 54,18. Ávextirnir em orðnir
voða dýrir. Kílóið af eplum kostaði
kr. 159,00 á markaðinum um dag-
inn.
Marmelaðið bý ég til sjálf, og
við emm nú farnar að hafa það
þannig ég og kunningjakonur mín-
ar, að við gefum hver annarri
marmelaði þegar einhver á lítið
afmæli."
Selur línið
„Móðir mín kenndi mér að
spara,“ segir Adeline og leggur
bílnum bak við íþróttahöllina langt
frá miðbænum, svo hún þurfi ekki
að greiða 42 krónur í stöðumæli.
„ Hún kenndi mér að veggfóðra,
pijóna og sauma. Ég kenndi dótt-
ur minni það sama. Ég lærði líka
að nýta afganga. Það er alveg
óþarfí að henda brauði þótt það
sé orðið þurrt., nóg að setja það
inn í rakan klút og þá er það orð-
ið gott aftur.
Við þræluðum hér áður fyrir
hverri krónu, en nú nennir fólk
ekki að beygja sig þegar það sér
smáaura á götunni. Samt er það
alltaf að væla um auraleysi. Mér
finnst þó fólk vera farið að spara
aftur nú upp á síðkastið. Húsaleig-
an er orðin svo dýr og svo er
fimmti hver maður atvinnulaus.“
Adeline lætur ekki mikið eftir
sér, en tvennt hefur þó algjöran
forgang, permanent í hárið og
dagkrem. „Fatnað kaupi ég næst-
um aldrei. Ég fæ föt af dóttur
minni sem hún vill ekki nota leng-
ur, það sést ekki á þeim. Svo á
ég sjálf svo mikið af þessu, því
maður hefur svosem haft það
ágætt um dagana."
Og þegar Adeline opnar skottið
á bílnum sínum efast ég ekki um
orð hennar. Skottið er fullt af líni,
stífuðum, hvítum damaskdúkum,
og fatnaði.
Ég spyr hana hvað í ósköpunum
hún sé að gera með allt þetta tau
í skottinu?
„Á laugardögum fer ég með
þetta á flóamarkað og sel þetta.
Leigi mér stæði fyrir mig og bílinn
á kr. 380. Stundum næ ég mér í
ágætis pening. Blessuð, ég er búin
að selja heilan helling úr búinu
mínu, bæði borðbúnað, dúka og
rúmfatnað, því hvað hef ég svo
sem að gera með þetta dót, get-
urðu sagt mér það?“
Sparibókin
Frúin stormar inn í bankann
sem hún hefur verslað við í þijátíu
ár og er heilsað með nafni og virkt-
um við afgreiðsluborðið. Hún rífur
upp sparibókina sína og er ófeimin
við að sýna mér innistæðuna. Hún
er kr. 41.000.
- Ertu að ^afna fyrir ferða-
lagi? spyr ég.
„Ferðalagi?“ segir hún. „Nei,
ég þarf að komast í gröfina. Það
kostar um tvö hundruð þúsund
krónur að láta jarða sig. Ég fer
ekki að láta dóttur mína borga
það.
Annars hef ég alltaf safnað fyr-
ir ferðalögum. Ég fór tii Ibisa
núna í september, það kostaði kr.
37.000 í hálfan mánuð með hálfu
fæði. Ég varð að fara í frí, ég var
útkeyrð eftir bamapössunina. Ég
ferðaðist um allan heim meðan ég
var gift, en aðeins minna eftir að
ég varð ein.“
- Og með hveijum ferðu núna?
„Með hveijum? Ég fer alltaf
ein. Mér leiðist aldrei. Ég fæ mér
morgunmat, borða vel og lengi,
og fer síðan í gönguferðir. Svo
borða ég heitan mat um kvöldið
og fer svo í rúmið.“
— Ertu heilsuhraust?
„Nei, löppin er að drepa mig.
Svo er ég með of háan blóðþrýst-
ing.“
Þegar við komum út á markað-
inn er hins vegar ekki að sjá nein
veikindamerki á Adeline, því hún
hellir sér yfir einn blómasalann
og húðskammar hann fyrir verð á
krönsum. Þegar maðurinn er í
þann veginn að skreppa saman
undir lestrinum, yfirgefur hún
hann fussandi og snýr sér að
næsta bás. Þar sér hún haust-
lauka, líst vel á verðið og það er
ekki sökum að spyija, verður ríf-
andi skemmtileg við sölumanninn
og opnar veskið upp á gátt.
í
1
!
I
1
I
l
c
[
í
I
i