Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
27~
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Læsi og lestur dag-
blaða
Jk thyglisverð niðurstaða varð í
/\ alþjóðlegri könnun sem ísland
tókþátt í um læsi barna og ungl-
inga. í könnun þessari kemur fram
að bein tengsl eru á milli lestrar-
getu bama og unglinga og þess hve
oft þau lesa dagblöð. Er talið að
lestur dagblaða geti skýrt um 4%
af lestrarárangri 14 ára nemenda
hér á landi.
Niðurstöður þessara rannsókna
eru þær að um 29% íslenzkra bama
lesi dagblöð reglulega og að þau,
sem það gera em duglegust í lestri.
Fram kemur að þeir unglingar sem
oftast lesa dagblöð em marktækt
betri í lestri en þeir sem lesa þau
sjaldnar. Þá skiptir einnig máli að
böm horfi ekki á sjónvarp og mynd-
bönd úr hófi.
Þetta em athyglisverðar niður-
stöður en þurfa í sjálfu sér ekki að
koma nokkmm manni á óvart. Böm
og unglingar sem lesa dagblöð
reglulega fá ekki einungis æfingu
í lestri með því, þau verða einnig
betur upplýst um það sem er að
gerast í kringum þau. í nútímaþjóð-
félagi skiptir máli að vera upplýst-
ur.
Fyrir áratug eða rúmlega það,
hefði engum dottið í hug að Iæsi
væri vandamál á íslandi. Fullyrða
mátti að hver einasti íslendingur,
sem kominn var yfír ákveðinn aldur
væri læs. Olæsi hefur hins vegar
verið vandamál og þá ekki sízt í
Bandaríkjunum þar sem talið er að
jafnvel tugir milljóna manna geti
ekki lesið. Því miður bryddar á
þessu vandamáli hér eða a.m.k. á
þann veg að lestrargeta er ekki eins
mikil og við höfum talið hingað til.
Þetta er vafalaust afleiðing af því,
hér eins og annars staðar, að böm
og unglingar horfa mikið á sjónvarp
eða myndbönd og venjast af því að
lesa.
Ólæsi eða takmörkuð lestrargeta
hefur margvísleg áhrif m.a. getur
þetta fyrirbæri leitt til stéttaskipt-
ingar af nýju tagi sem við höfum
tæplega þekkt í þessu þjóðféiagi.
Þess vegna skiptir miklu máii að
taka þetta vandamál föstum tökum.
Við lítum á okkur sem hámenntaða
þjóð og getum einfaldlega ekki ver-
ið þekkt fyrir að láta það gerast
að ólæsi eða lítil lestrarkunnátta
verði vandamál hér.
Þess vegna skiptir máli, að frek-
ar sé stuðlað að því að fólk hafí
aðgang að lesefni, hvort sem um
er að ræða dagblöð, tímarit eða
bækur í stað þess að hamlað sé
gegn því með einhveijum hætti. í
Bretlandi hafa verið miklar umræð-
ur undanfamar vikur um það, hvort
ríkisstjómin þar í landi mundi setja
virðisaukaskatt á dagblöð, tímarit
pg bækur. Niðurstaða ríkisstjórnar
íhaldsflokksins var sú að gera það
ekki gagnstætt því sem varð niður-
staða íslenzku ríkisstjómarinnar
sem setti virðisaukaskatt á þessa
útgáfustarfsemi fyrr á þessu ári.
Og með því er auðvitað dregið úr
möguleikum fólks á að afla sér les-
efnis.
Niðurstaða fyrmefndrar könnun-
ar sýnir ótvírætt að það er þáttur
í menningu og menntun fólks að
lesa dagblöð sem á margan hátt
er aðgengilegasta lesefnið í daglegu
lífí fólks. Það er umhugsunarefni
hvaða ályktanir skólayfírvöld t.d.
draga af þessari könnun. Er hugs-
anlegt að ástæða sé til að nota
dagblöð meira við kennslu en nú
er gert? Fjölmargir skólanemendur
leita til Morgunblaðsins í hverri viku
um upplýsingar sem notaðar em í
námi bæði í ritgerðir og annað. Vel
má vera að tímabært sé orðið að
taka upp nánara samstarf dagblað-
anna hér á íslandi og skólanna í
einhveiju formi í því skyni að örva
lestur og lestraráhuga nemenda.
í BRÉFI TIL
• útgefanda
síns, 1862, talar
Baudelaire um þá
drauma sína að yrkja
ijóðrænan prósa án
ríms og fastrar hrynj-
andi. Hann vill yrkja í takt við sál
sína einsog hann segir og sem
næst göngulagi borgarinnar. í um-
hverfí hennar fæðist þessi ljóðlist.
Og bæði tala þessi tímamótaskáld,
Whitman og Baudelaire, um þá ósk
sína að geta upplifað annað fólk.
Whitman vildi upplifa allt, verða
allt sem hann kynntist einsog hann
segir sjálfur („what object he be-
came“).
Emerson sem hafði talað um hugs-
uðinn og sjáandann í nýbandarískri
veröld sem „auga heimsins" og
„hjarta heimsins“, blés Whitman í
bijóst svo skáldlegri sýn um sjálfan
hann og veröldina að Whitman talar
óhikað um sjálfan sig sem dreym-
anda allra drauma:
Mig dreymir í draumi mínum alla
drauma annarra
og verð að þeim.
Það sem lærimeistaranum Emerson
var um megn lék Whitman á tungu:
Að kasta frá sér gamalli enskri
skáldskaparhefð og laða nýstárlegt
efni að nýju formi; í þeim anda sem
Emerson boðaði, ekki endilega í
rími eða fastri hrynjandi, heldur
einsog dýr eða planta leitar í krafti
sínum að eigin útlínum, þannig átti
ástríðufull hugsun skáldsins að birt-
ast í eigin formi; hugsunin átti að
leita sér þess ytra forms sem hæfði
henni.
Þannig reis veröld Walt Whit-
mans í nýjum umbúðum sem hæfðu
nýsköpun Emersons. Sorg Jóhanns
Sigurjónssonar er ort inní þessar
eða svipaðar umbúðir.
NÝSKÖPUN ER EINSOG
•djúp lægð sem skekur allt
og skelfír, verður síðan kyrrstæð,
grynnist og hverfur einsog hver
önnur lognmolla. En náttúran sér
okkur þá fyrir nýjum veðrum. Það
verða listskapendur einnig að gera.
ÓI^AFUR THORS KEYPTl
•eitt sinn málverk eftir
Kjarval. Það var um
tvær myndir að ræða
og Ólafur þurfti að
hugsa sig um. Það
varð skemmtileg
spenna útaf þessu vali
einsog maður getur
rétt ímyndað sér þegar aðrir eins
snillingar áttu í hlut en svo tók
Ólafur af skarið og valdi mynd. Þú
valdir rétt, sagði Kjarval, það er
nefnilega gilligogg í myndinni sem
þú valdir.
Það er svona gilligogg í Eyðilandinu
og Grasblöðum. Og raunar allri líf-
vænlegri list. Það er ekki endilega
— og síður en svo — formið eitt eða
myndmálið sem sköpum skiptir,
heldur listræn tök og innlifun í yrk-
isefnið. Jónas gaf okkur nýtt Is-
land, Kjarvai blés nýju lífí í gamalt
landslag, Tómas varpaði nýju ljósi
á fast skorðað umhverfi sitt.'Steinn
orti nýja hugsun inní gamlar terzín-
ur. Allir umsköpuðu þeir umhverfi
sitt, átakalítið. Nýsköpun þeirra var
innan hefðar og átti ekkisízt rætur
í erlendum fyrirmyndum. En ís-
lenzki arfurinn leynir sér þó ekki.
Án Jóns á Bægisá væri enginn Jón-
as. Áferð ytra borðs ljóðanna
breyttist aðvísu en breytingin varð
þó einkum og afdráttarlausust —
og raunar afdrifaríkust — í hugsun,
aðferð og tungtaki, sem var nýtt
og óvenjulegt, en Jónasi eiginlegt.
Hann var formbyltingarskáld innan
hefðar. Með ljóðum sínum breytti
hann viðmóti landsins, enda ætlun
hans. En með Sorg leggur Jóhann
Siguijónsson homstein að nýsköp-
un ísienzkrar ljóðagerðar. Hann er
fyrsta íslenzka atómskáldið, þótt
deila megi um ágæti Sorgar. Það
er þá helzt bygging kvæðisins sem
er umhugsunarverð. Og tungutak
einsog eignarföll: yndi næturinnar,
bijóstum jarðarinnar og svartholi
eilífðarinnar. Slíkt tungutak vísar
aftur en ekki fram. Það er Ijóðlistar-
mál Biblíunnar - og þá ekki síður
Einars Benediktssonar. Nú þætti
þetta ljóðræna eignarfall ekki jafn-
boðlegt og áður.
En kvæðið er jafnmerkilegt fyrir
það, svo nýstárlegt sem það er,
ferskt og óvænt á sínum tíma.
SORG VAR ORT MEÐ
• hliðsjón af efni biblíunnar.
Það er því e.k. biblíuljóð og því
ekkert eðlilegra en skáldið færði sér
í nyt viðtekið ljóðfom Gamla testa-
mentisins, enda varð það sá farveg-
ur sem hentaði efninu bezt. Það sáu
menn í hendi sér þegar ljóðið birt-
ist. Óhefðbundið ljóðform biblíunn-
ar var engin formbylting í slíku ljóði
enda var því tekið heldur vel þegar
það birtist og æ síðan. Gagnstætt
atómljóðunum. Efni Sorgar kallaði
á þær umbúðir sem vom hefðbund-
ið form biblíuljóða og því var þessu
byltingarkennda ljóði tekið með
öðrum hætti en óbundnum ljóðum
síðar. Lesendur skynjuðu að formið
hæfði efninu að fomri íslenzkri
hefð einsog hún birtist í hinni helgu
bók. Og þeir tóku þessari nýjung
með sama hugarfari og háttleysu
Davíðssálma í þýðingu þótt þeir séu
bundnir með sérstakri endurtekn-
ingu á frummálinu. Formbyltingin
var í raun ævagömul og Jóhann
Siguijónsson var einungis spor-
göngumaður þeirra sem þýddu bibl-
íuna. Hann komst því átölulaust upp
með nýsköpun sína sem var þó eng-
in bylting þegar nánar var að gætt,
heldur eðlilegur þáttur í þróun slíks
skáldskapar. Lausmálstökin voru
engan vegin vítaverð einsog á stóð,
þvertámóti voru þau ákjósanleg í
þeim tengslum við biblíuskáldskap
sem lesendur skynjuðu af skírskot-
unum og efnistökum. Auk þess var
skáldið allur þegar kvæðið birtist
og því ástæðulaust að amast við
því, enda var Jóhann þekktur að
listrænni og faglegri fimi í kveðskap
sínum sem að mestu var hefðbund-
inn, þráttfyrir þennan ljóðstafa-
lausa og rímlausa útúrdúr. Sorg var
því tekið sem sérstæðu tilfelli í ís-
lenzkri ljóðlist, tengt gamalli hefð
í Biblíunni. Ljóðið var því umborið
sem slíkt en sízt af öllu sem fyrir-
mynd til eftirbreytni. Engu líkara
en það væri óort.
Samt vísar það veginn einsog
nýreist varða. Það tengir nútíð við
fortíð. Sýnir að formbylting er
formþróun þegar á allt er litið.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
+
RE\TvJAVÍK URBRÉF
Laugardagur 4. desember
Framhjáþvíverður
ekki litið að athyglis-
verð pólitísk tíðindi
gerðust á landsfundi
Alþýðubandalagsins
sem stóð fyrir og um
síðustu helgi. í fyrsta
lagi lýsti landsfundurinn yfir stuðningi
í meginatriðum við hina svonefndu út-
flutningsleið, sem er stefnumörkun í
efnahags- og atvinnumálum þar sem
sósíalismi eða sósíaldemókratismi kemur
nánast ekki við sögu. í öðru lagi lýsti
formaður flokksins, Ólafur Ragnar
Grímsson, yfir því að hann styddi ekki
tillögu sem fram kom á fundinum um
úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu - og
lifði það af. í þriðja lagi lýsti landsfund-
urinn því yfír að hann væri tilbúinn til
að skoða hugmyndir um afnotagjald sem
staðfesti að fískurinn í sjónum væri sam-
eign þjóðarinnar en Alþýðubandalagið
hefur hingað til ekki verið til viðtals um
gjaldtöku í sjávarútvegi. Ef eingöngu er
horft á þessar niðurstöður fundarins má
túlka þær á þann veg að Alþýðubanda-
lagið sé að færa sig um set í hinu póli-
tíska litrófí og m.a. að auðvelda sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjóm.
Eins og við mátti búast var hreyft
andmælum við „útflutningsleiðinni" á
þeim forsendum sem um var rætt hér í
Reykjavíkurbréfí fyrir hálfum mánuði.
Hins vegar er ljóst að andmælendur urðu
ekki ofan á í þeim umræðum og það
segir óneitanlega töluverða sögu um þær
breytingar á viðhorfum sem eru að verða
innan flokksins. Með samþykkt lands-
fundarins um afnotagjald í sjávarútvegi
er ljóst að tveir stjórnmálaflokkar hafa
nú tjáð sig reiðubúna til a.m.k. að ræða
gjaldtöku í einhverri mynd í sjávarútvegi
og jafnframt fer ekki á milli mála að
innan Sjálfstæðisflokksins er meiri
stuðningur við slíkar hugmyndir en áður
var talið eins og berlega kom fram á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir
nokkrum vikum.
Það eru hins vegar ummæli Ólafs
Ragnars Grímssonar um Atlantshafs-
bandalagið sem hljóta að vekja mesta
athygli. Hann sagði m.a. þegar tillaga
kom fram um að landsfundurinn lýsti
því yfír að ísland ætti að segja sig úr
bandalaginu: „Ég teldi að ég væri að
bregðast skyldu minni, ef ég benti ekki
flokknum á það að með sama hætti og
við verðum að ræða breytingar á öllum
öðrum sviðum verðum við líka að ræða
breytingar á þessum sviðum og við skul-
um gera okkur grein fyrir því að fjöldi
stjómmálaflokka í Evrópu, sem á dögum
kalda stríðsins börðust hart gegn NATO,
hafa af raunsæi horfst í augu við það
að það eru að verða breytingar. Ég vil
lýsa því sem minni skoðun hér að ef það
þróast alþjóðlegt öryggiskerfí á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem
hemaðarbandalagseðli NATO verður
lagt til hliðar, en það taki að sér verkefni
í þágu Sameinuðu þjóðanna, þá tel ég
þá breytingu af hinu góða. Það skiptir
mig engu máli, hvað það heitir.“
Þótt tillaga um að krefjast úrsagnar
úr Atlantshafsbandalaginu hafí verið
samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta
atkvæða á landsfundinum er þetta í
fyrsta sinn sem formaður Alþýðubanda-
lags talar á þennan veg um Átlantshafs-
bandalagið. Og athyglisvert er að hann
var ekki hrópaður niður á fundinum
vegna þeirra ummæla.
Hvernig á að skilja þessi tíðindi af
landsfundi Alþýðubandalags? Er hér
raunveruleg stefnubreyting á ferð? Er
þetta einungis tilraun tækifærissinnaðs
stjórnmálarnanns til þess að skapa flokki
sínum fótfestu í viðræðum um myndun
nýrrar ríkisstjórnar eftir eitt og hálft ár?
Er þetta breyttur tónn sem er tengdur
formennsku Ólafs Ragnars Grímssonar
og i'orverar þeirra hafa svo oft gert á
undanförnum áratugum og þá að sjálf-
sögðu Sjálfstæðisflokknum til framdrátt-
ar.
EITT HIÐ
ánægjulegasta
sem gerzt hefur í
islenzkri bókaút-
gáfu á undanförn-
um árum er stór-
aukin útgáfa á
merkum erlendum
bókmenntaverkum. Að sumu leyti á þessi
útgáfa rætur að rekja til laga um þýðing-
arsjóð sem sett voru á Alþingi á árinu
1981 en að öðru leyti einfaldlega til
metnaðar íslenzkra hókaútgefenda.
Alþingi setti á stofn þýðingarsjóð með
lögum á árinu 1981 til þess að stuðla
að og ýta undir þýðingar á erlendum
bókmenntaverkum. í lögunum segir að
hlutverk sjóðsins eigi að vera að lána
útgefendum eða styrkja útgefendur til
útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á
íslenzku máli, jafnt skáldverka sem við-
urkenndra fræðirita. Er til þess ætlast
að útgefendur noti styrki eða lán til að
greiða þýðingarlaun.
Frá því að þýðingarsjóðurinn tók til
starfa hafa fjölmörg erlend bókmennta-
verk verið gefin út á íslenzku sem óhætt
er að fullyrða að ella hefðu ekki komið
fyrir augu íslenzkra lesenda á íslenzku.
Sem dæmi má nefna að nú fyrir þessi
jól kemur út síðara bindi Ódysseifs eftir
James Joyce í þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar en það verk var fyrst gef-
ið út í París á árinu 1922.
Þýðingar á
erlendum
bókmennta-
verkum
Annað dæmi um útgáfu af þessu tagi
sem nefna má og út kemur um þessi jól
er þýðing Erlings E. Halldórssonar á
Gargantúa og Pantagrúl eftir Franioise
Rabelais, en það verk var skrifað á 16.
öld og telst eitt af höfuðverkum heims-
bókmenntanna. Þýðandinn hefur unnið
að þessu verki í átta ár og birtust kaflar
úr því í Lesbók Morgunblaðsins fyrir
nokkrum árum. Bæði þessi verk hafa
verið þýdd með stuðningi þýðingarsjóðs
og eru að sjálfsögðu menningarlegt stór-
virki.
Loks má nefna metnaðarfulla útgáfu
Þorsteins Thorarensens á fyrsta bindi
Hringadróttinssögu eftir Tolkien, sem
Þorsteinn hefur þýtt sjálfur. í samtali
við menningarblað Morgunblaðsins í dag,
laugardag, segir Þorsteinn Thorarensen
að hann hafí unnið að undirbúningi út-
gáfunnar og þýðingunni í 12 ár og að
hann stefni að því að annað og þriðja
bindi komi út á næstu tveimur árum.
Til marks um það hve þýðingar af þessu
tagi geta verið vandasamar segir þýð-
andinn í fyrrnefndu samtali að hann
hafi „prófað hvernig orðfæri Fornaldar-
sagna Norðurlanda félli að sögunni en
ekki talið það henta fremur en nútíma-
legt slangur. Hann sagði að niðurstaðan
hefði orðið sú að þýðing sín einkenndist
öðru fremur af hinu orðríka íslenzka
máli áranna kringum síðustu aldamót."
Hér hafa einungis verið nefnd þijú
verk af fjölmörgum erlendum bók-
menntaverkum sem út koma um þessi
jól. Þetta framtak íslenzkra bókaútgef-
enda og sá stuðningur sem þeir hafa
fengið til þess er til fyrirmyndar.
og verður skipt um tóntegund um leið
og hann hefur látið af því starfí?
í því sambandi er ástæða til að vekja
athygli á því að skv. núgildandi endurnýj-
unarreglum Alþýðubandalagsins getur
Ólafur Ragnar Grímsson ekki boðið sig
fram til formennsku á landsfundi flokks-
ins eftir tvö ár. Erfitt er að sjá, hvernig
núverandi forínaður og stuðningsmenn
hans geta breytt þeim reglum fyrir lands-
fundinn en formannskjör fer nú fram
fyrir landsfund. Mundi Svavar Gestsson
sem hugsanlegur formaður Alþýðu-
bandalags í kjölfar Ólafs Ragnars tala
á sama veg um Atlantshafsbandalagið?
Mundi sami maður leggja fram stefnu-
skrá í efnahags- og atvinnumálum sem
bæri engin merki sósíalisma?!
Af þessum sökum hljóta menn að
spyija, hvort hér sé um varanlega við-
horfsbreytingu að ræða eða tón sem
hverfur um leið og Ólafur Ragnar lætur
af formennsku flokksins. Og þess vegna
má búast við því að aðrir stjómmála-
flokkar og forystumenn þeirra taki þess-
um breytingum með varúð.
Alþýðu-
flokkur og
Alþýðu-
bandalag
LANDSFUNDUR
Alþýðubandalags-
ins vekur hins veg-
ar upp fleiri spum-
ingar um fram-
haldið en einungis
þær sem lúta að
samstarfi stjóm-
málaflokka í ríkisstjóm. Fyrir 1930 vom
sósíaldemókratar sameinaðir í einum
stjómmálaflokki, Alþýðuflokknum. Á
árinu 1930 klauf lítill hópur kommúnista
sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði
Kommúnistaflokk íslands. Átta ámm
seinna var slíkur ágreiningur orðinn
milli hægri arms og vinstri arms Alþýðu-
flokks, að vinstri armurinn gekk úr
flokknum undir forystu Héðins Valdi-
marssonar og gekk til liðs við Kommún-
istaflokkinn um stofnun Sósíalistaflokks-
ins. Á árinu 1956 gekk vinstri armur
Alþýðuflokksins sem þá var enn úr
flokknum og myndaði nýja stjómmála-
hreyfingu með Sósíalistaflokknum þ.e.
Alþýðubandalagið. Aðrar sviptingar á
þessum vettvangi skipta ekki meginmáli.
Ef litið er til hinnar nýju stefnuskrár
Alþýðubandalagsins í efnahags- og at-
vinnumálum, samþykktar landsfundar-
ins um fiskveiðistefnu og yfírlýsingar
formanns flokksins um Átlantshafs-
bandalagið má spyija hveijar hinar efnis-
legu ástæður séu fyrir því að þessir tveir
flokkar, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag, renni ekki saman í einn flokk. Auð-
vitað er ljóst, að enn er skoðanamunur
á milli flokkanna. Landsfundur Alþýðu-
bandalagsins samþykkti andstöðu við
Atlantshafsbandalagið þrátt fyrir and-
stöðu formannsins við þá samþykkt. En
það fer tæpast á milli mála, að viðhorfín
em einnig að breytast í utanríkismálum.
Þess vegna verður fróðlegt að sjá,
hvort fbrmenn þessara flokka taka upp
þráðinn á nýjan leik, þar sem frá var
horfíð eftir fundaherferð þeirra um land-
ið fyrir nokkrum missemm á rauðu ljósi.
Breytingar á kosningarétti eru að kom-
ast á dagskrá á nýjan leik og augljóst
að vaxandi fylgi er við það að jafna
kosningaréttinn milli landshluta þannig
að íbúar þéttbýlissvæða búi ekki við jafn
skertan hlut og verið hefur um skeið.
Verði þær breytingar að veruleika má
gera ráð fyrir að bæði Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag styrkist á kostnað
Framsóknarflokks. Renni flokkarnir
saman í eina stjórnmálahreyfingu hafa
þeir augljóslega tækifæri til að ýta Fram-
sóknarflokknum til hliðar sem helzta
mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í stjórn-
málum landsins.
Það má líka hugleiða hvort það er í
fullkomnu samræmi við hinn pólitíska
vemleika i dag að horfa á stjómmála-
flokkana í því sögulega samhengi sem
hér hefur verið sett upp. Innan Alþýðu-
bandalagsins er sterkur landsbyggðar-
armur, sem á að mörgu leyti meiri sam-
leið með Framsóknarflokknum en Al-
þýðuflokknum. Þessi landsbyggðararm-
ur hefur hvað eftir annað andmælt hug-
myndum sem stöku sinnum hafa skotið
upp kollinum á síðasta einum og hálfum
áratug um samstarf á milli Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags í ríkisstjórn
og lagt áherzlu á samstarf við Framsókn-
arflokkinn. Spyija má hvort Alþýðu-
bandalagið hafí á landsfundinum á dög-
unum hafíð vegferð sem ljúki með því
að hluti flokksins gangi til samstarfs við
Alþýðuflokk en annar hluti hans til sam-
starfs við Framsóknarflokk.
Niðurstaða landsfundar Alþýðubanda-
lagsins er ekki síður umhugsunarefni
fyrir forystumenn Framsóknarflokksins
en foringja Alþýðuflokksins. Framsókn-
arflokkurinn hefur í áratugi haldið Al-
þýðubandalaginu í eins konar gíslingu
vinstra megin við sig. Alþýðubandalagið
hefur ekki átt kost á öðru ríkisstjórnar-
samstarfí en með FramsóknarflokkL Nú
kann þetta að vera að breytast. Er Ólaf-
ur Ragnar að smeygja sér til hægri við
Framsóknarflokkinn?!
Það var ekki við öðru að búast en að
litróf íslenzkra stjórnmála mundi taka
einhveijum breytingum í kjölfar loka
kalda stríðsins. Sennilega er það nú að
gerast. Það á svo eftir að koma í ljós
hvort forystumenn stjórnmálaflokkanna
á vinstri vængnum grípa þau tækifæri
sem þeim kunna að bjóðast eða hvort
þeir glutra niður þeim tækifærum eins
Morgunblaðið/RAX
„Það var ekki við
öðru að búast en
að litróf íslenzkra
stjórnmála mundi
taka einhverjum
breytingum í
kjölfar loka kalda
stríðsins. Senni-
lega er það nú að
gerast. Það á svo
eftir að koma í
ljós hvort forystu-
menn stjórnmála-
flokkanna á
vinstri vængnum
grípa þau tæki-
flæri sem þeim
kunna að bjóðast
eða hvort þeir
glutra niður þeim
tækifærum eins
og forverar
þeirra hafa svo
oft gert á undan-
förnum áratugum
og þá að sjálf-
sögðu Sjálfstæðis-
flokknum til
framdi*áttar.“