Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 28
'28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Setberg hefur gefið út nýja
bók Þorsteins E. Jónssonar,
flugmanns, og nefnist hún „Við-
burðarík flugmannsævi". Hún
er framhald bókarinnar „Dans-
að í háloftunum“ sem kom út í
fyrra, en þar sagði m.a. frá
þjónustu hans í konunglega
brezka flughernum.
Nýja bókin segir frá því er
Þorsteinn hóf störf hjá Flugfé-
lagi Islands og fjölbreyttum
ferli hans, m.a. í innanlands-
og utanlandsflugi, flugi á
Grænlandi, störfum í Kongó,
Biafrastríðinu og loks störfum
hans þjá Cargolux. Hér á eftir
«*verður birtur hluti kafla úr
bókinni og segir þar frá störf-
um á Grænlandi. Kaflinn nefn-
ist „Þegar Sólfaxi brann“:
Það var í marzbyrjun árið 1961
að ég flaug Sólfaxa í fyrsta
sinn til Grænlands til mánaðardval-
ar við ískönnunarflugið. Við hófum
flug frá Reykjavíkurflugvelli til
Narsarsuaq með fulla vél af farþeg-
um, og þeir urðu að gera sér það
að góðu að á leiðinni var ráðgert
að kanna ísinn. Stefna var tekin
beint í vestur þar til komið var að
hafísröndinni við austurströnd
Grænlands og henni síðan fylgt
suður og vestur fyrir Hvarf. Ég var
"~'renn hálfönugur yfir að vera á leið
til Narsarsuaq í stað Syðra-Straum-
fjarðar eins og ég hafði sótzt eftir.
Mér fannst ég vera hlunnfarinn —
ég hefði átt að hafa forgangsrétt
að vali vegna starfsaldurs hjá félag-
inu. Ég var því vonsvikinn og ofur-
lítið fúll. Bragi Norðdahl, aðstoðar-
flugmaður minn í þessari ferð, hafði
áður verið mánuð í ískönnunarflug-
inu og reyndi nú að sannfæra mig
um að það gæti verið afar skemmti-
legt. Hann taldi að ég myndi fljót-
lega fá áhuga á bæði starfínu og
staðnum. Ég var vantrúaður.
En nú gerðist atvik sem vakti
áhuga minn á hlutverkinu, og gaf
vísbendingu um að flugið gæti ver-
ið skemmtilegra en ég hafði búizt
við. Ég hefí ætíð haft gaman af
öllu flugi sem er frábrugðið og
meira örvandi en venjulegt, tilþrifa-
lítið farþegaflug. Ef óvenjulegt flug
var á boðstólum var ég fremsti
maður í biðröðinni. Þegar við vorum
komnir vestur fyrir Hvarf fengum
við skeyti með fyrirmælum um að
leita að kaupskipi, sem væri umlukt
hafís vestur af bænum Nanortalik,
og reyna síðan að vísa því stytztu
leið út úr ísnum. „Skipherrann“ um
borð hjá okkur, Asbjörn Starcke,
sem jafnframt var yfirmaður Is-
centralsins í Narsarsuaq, kunni vel
til verka, og innan skamms fundum
við rauðmálað skip í hvítri ísbreið-
unni. Skammt fyrir norðan skipið
var læna þar sem hafísinn var mun
gisnari. Með því að fljúga nokkrum
sinnum lágt yfir skipið í átt til læn-
unnar gátum við gefið vísbendingu
um hvert stefna bæri til að komast
út úr ísnum, og eftir dálitla stund
sáum við að skipið var að byija að
ryðja sér braut á milli jakanna í
rétta átt. Að þessu loknu tókum
við stefnuna til Narsarsuaq og lent-
um þar skömmu síðar.
•5. Meira en fjögur ár voru liðin síð-
an ég hefði stigið fæti á grýttan
jarðveg Grænlands, og nú fór ein-
hver annarleg tilfínning um mig;
það var eins og ég væri kominn
heim á ný eftir langa útivist. En
þessi „heimkoma“ byijaði nú samt
ekki alveg eins og ég hefði kosið.
Strax á fyrsta degi gerði ég hálf-
neyðarlegt axarskaft, sem raunar
var ekki svo ýkja alvarlegt heldur
gerði mig að athlægi.
Eftir að hafa gengið frá flugvél-
inni inni í upphituðu, og framúr-
■skarandi snyrtilegu, flugskýli
danska flughersins, ókum við í
Landrover okkar heim að íbúðar-
blokkinni og komum okkur fyrir í
herbergjunum sem skyldu vera
heimili okkar næstu fjórar vikurn-
ar. Farið var úr einkennisfötunum
og þau hengd upp í klæðaskáp, því
að þau yrðu ekki notuð aftur fyrr
en flogið værr heim til íslands á
Brot úr kafla úr bók Þorsteins
E. Jónssonar flugmanns —
Viðburðarík flugmannsævi
Nýjasta myndin af Þorsteini E.
Jónssyni tekin af Sigurgeiri Sig-
urjónssyni.
Ljósm: Snorri Snorrason.
Sólfaxi á Ikateq-flugvelli á aust-
urströnd Grænlands.
Þegar
Sólfaxi
brann
ný. Þegar ég hafði tekið upp úr
tösku minni og gengið frá, tók ég
tappann úr viskíflösku og hóaði í
félaga mína til að koma og skála
fyrir „heimkomunni". Ekki fengum
við lengi að sitja einir að þessu.
Heimamenn vissu svo sem mætavel
hvar vænlegt var að næla sér í „en
lille en til næsen“ (einn laufléttan),
og létu ekki standa á sér að banka
á dyr og bjóða okkur velkomna.
Eins og ég hefi áður sagt, var lítið
um slíkar guðaveigar á þessum
slóðum, og íslendingar höfðu fengið
orð á sig fyrir að vera ósínkir á
dropann. Áður en varði var þarna
samankominn álitlegur hópur karla
og kvenna og tók áð færast fjör í
leikinn, enda fuku fljótlega tappar
úr fleiri flöskum.
Týndi varasjóðurinn
Klukkan sex var framreiddur
kvöldmatur í messanum, og tóku
menn sér nú hlé frá gleðskapnum
til að fá sér bita. Ég beið þar til
allir höfðu yfirgefið herbergi mitt
og lokaði svo að mér, því að það
sem ég ætlaði að gera varð að ger-
ast í einrúmi. Þannig stóð nefnilega
á, að flugstjórum var trúað fyrir
3000 dollara varasjóði til að standa
undir óvæntum útgjöldum, og þetta
var talsverð upphæð í þá daga. Þar
eð ég átti von á að teitinu yrði
haldið áfram í herberginu mínu eft-
ir kvöldmat, og margt ókunnugt
fólk yrði þar á ferðinni, fannst mér
óráðlegt að láta umslagið með þess-
um peningum liggja á glámbekk,
og faldi það því vandlega.
Eins og ég hafði búizt við varð
úr þessu tölverður drykkjuskapur
fram eftir kvöldi, og sjálfur varð
ég ekki síður drukkinn en aðrir.
Þegar ég vaknaði næsta morgun
varð mér hugsað til peninganna,
en mér létti þegar ég mundi eftir
að ég hafði haft vit á að fela fjár-
sjóðinn á meðan ég var enn með
fullu ráði. Eftir morgunverð tók ég
til við að hreinsa herbergið mitt,
enda ekki vanþörf á; tómar flöskur,
fullir öskubakkar og annað rusl út
um allt. Ég hafði alveg steingleymt
hvar dalirnir voru faldir, og hóf að
leita þeirra. í fyrstu hafði ég litlar
áhyggjur — þeir kæmu áreiðanlega
fljótlega í ljós. En eftir að ég hafði
leitað árangurslaust um stund fóru
að koma á mig vöflur og ég herti
leitina, en við sama sat — ég fann
þá hvergi. Nú fór ég að hafa alvar-
legar áhyggjur og fékk félaga mína
í lið með mér. Við leituðum í hólf
og gólf, hátt og lágt, á öllum mögu-
legum og ómögulegum stöðum, en
peningarnir fundust ekki. Það var
ekki nokkur vafi á því að þeim
hafði verið stolið.
Ég fór á fund Barsteds, yfir-
manns stöðvarinnar, og sagði hon-
um frá málavöxtum. Hann sagðist
lítið geta gert, því að varla væri
hægt að yfirheyra þá sem hefðu
haft viðkomu hjá mér um kvöldið,
jafnvel þótt ég gæti borið kennsl á
þá, sem væri ólíklegt. Hann sagðist
myndu láta lögregluyfirvöld lands-
ins vita af þessu, en annað gæti
hann ekki aðhafzt. Þetta leiðinda-
mál bar á góma á stöðinni fyrst
um sinn en dagaði síðan uppi.
En nú kemur að rúsínunni í
pylsuendanum. Daginn sem við
flugum heim, að dvöld okkar lok-
inni, klæddist ég aftur í einkennis-
búninginn. Þegar ég setti húfuna á
höfuðið fannst mér hún vera eitt-
hvað ankannaleg, og viti menn —
undir fóðrinu í kollinum lá umslag-
ið langþráða! Ég bar ekki höfuðið
hátt þegar ég fór á fund Barsteds
og sagði honum frá þessu.
í öðrum kafla hefí ég sagt frá
ýmsu því sem við höfðumst að til
að stytta okkur stundir, og fer ég
því ekki nánar út í-þá sálma. Næg-
ir að segja að dvöl okkar þama í
Narsarsuaq var bæði skemmtileg
og viðburðarík, og það sama gilti
um sjálft starfið. Þennan fyrsta
mánuð sem ég dvaldi þar gerðist
að vísu ekkert merkilegt, en samt
varð ég nægilega gagntekinn til að
snúa um hæl við heimkomuna til
íslands og dvaldi áfram í Narsarsu-
aq næsta mánuð.
Engar tvær flugferðir voru eins,
og oftast gerðist eitthvað áhuga-
vert eins og til dæmis póstflug,
skipaleit og leiðsögn. Innan
skamms vorum við orðnir þaulkunn-
ugir þessum íjörðum seni skárust
djúpt inn í fjallgarða og jökla Suð-
vestur-Grænlands. Við gátum fund-
ið leiðir sem voru vandrataðar
ókunnugum, og þetta gerði okkur
kleift að athafna okkur í veðurskil-
yrðum sem ella hefðu útilokað flug.
Auðvitað kom það þó fyrir að flug-
völlurinn lokaðist á okkur, og urð-
um við þá að fara til Syðra-Straum-
fjarðar til að bíða veðurs.
Björgunin
Morgun einn fengum við beiðni
um að leita lítillar flugvélar sem
hafði nauðlent einhvers staðar í
nánd. Hér var á ferðinni þýzkur
ferjuflugmaður að nafni Max
Conrad sem þegar var orðinn vel
þekktur í þeirri atvinnugrein. Hann
var á flugi vestur um haf í lítilli
einshreyfilsvél og, eins og hann
sjálfur sagði síðar frá, þegar hann
kom að suðurodda Grænlands var
veðrið svo bjart ög íjallasýnin svo
tilkomumikil, að hann ákvað að
taka á sig ofurlítinn krók og fljúga
spölkorn upp með vesturströndinni
til að njóta útsýnisins. Ekki hafði
hann flogið lengi þegar skyndilega
kom mikill olíuleki úr hreyflinum.
Hann sá sitt óvænna og tók stefnu
á Narsarsuaq-ftugvöll í þeirri von
að ná þangað áður en hreyfillinn
stöðvaðist. Jafnframt sendi hann
út neyðarkall á hátíðnibylgjunni,
sem loftskeytastöðin í Julianehaab
(nú Qaqortoq) heyrði. Sagði hann
frá olíulekanum, og að hann myndi
reyna að lenda á jökli ef hann næði
ekki til flugvallarins, en ekki gaf
hann upp nánari staðsetningu. Eft-
ir þetta heyrðist ekki meira til hans
þótt loftskeytastöðin kallaði á hann
í sífellu. Loftskeytastöðin lét þessar
upplýsingar ganga til flugumferð-
arstjórans í Narsarsuaq, og vorum
við, áhöfn Sólfaxa, og danski flug-
herinn beðnir að taka flugvélar
okkar út úr flugskýlinu og vera til
taks til að hefja leit ef þess gerðist
þörf.
Bæði flugumferðarstjórn og loft-
skeytastöðin héldu áfram að kalla
á flugmanninn, en ekkert meira
heyrðist til hans, og þegar einsýnt
var að hann gæti ekki lengur verið
á flugi vorum við sendir í loftið.
Þetta var um tíuleytið að morgni,
og veðrið var hið ákjósanlegasta til
leitarflugs — logn og heiðskírt.
Conrad hafði ekki gefið upp neina
staðsetningu, en sennilegast þótti
að hann hefði nauðlent einhvers
staðar fyrir vestan eða suðvestan
Narsarsuaq. Var um gríðarlega
stórt og vandleitað svæði að ræða
— fírðir, eyjar, ljallgarðar og jökl-
ar. Við á Sólfaxa og Katalínuflug-
bátur frá flughernum kemdum
þetta svæði allan liðlangan daginn.
Við flugum upp og niður fjöll og
skriðjökla, inn og út um firði, hringi
í kringum eyjar en urðum einskis
vísari. Flugvélin virtist hreinlega
hafa gufað upp. Sólin var komin
lágt á vesturhimni þegar við flugum
enn einu sinni yfir jökulsporð sem
skríður niður í vík í Breiðafirði,
næsta firði fyrir norðan Eirkíksijörð
þar sem flugvöllurinn er. Þetta var
líklega í þriðja eða íjórða skipti
þennan dag, sem við flugum, í mis-
munandi hæðum, yfír þennan skrið-
jökul. Á jaðri hans, eins og svo víða
við slíka jökulsporða, var mikið af
stórgrýti, sem stóð upp úr hvítri
breiðunni, og höfðum við ekki séð
neitt athugavert þar í fyrri yfirferð-
um. En í þetta sinn, um leið og
jökulsporðurinn hvarf undir væng
flugvélarinnar, fékk ég bakþanka.
Eitthvað hafði vakið athygli mína.
Gat verið að einn af þessum svörtu
klettum hefði verið eitthvað ank-
annalegur í laginu? Það var bezt
að athuga þetta nánar, svo að ég
skellti flugvélinni upp á rönd til
þess að geta skoðað jökulinn einu
sinni enn áður en hann hyrfí aftur
fyrir okkur.
Allt þetta gerðist á miklu
skemmri tíma en það tekur að segja