Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
„ n-BIRKENAU/IMV
r F NA SMIfRC
<j WAY TO DfATII
í einum salnum hangir stór mynd af konu með hóp af börnum á leið inn um hliðið. Börnin píra augun full
af kvíða. Skyldu þau hafa vitað hvað beið þeirra?
Húsin sem fangarnir sváfu í voru iðulega yfirfull. Nú gegna þau
hlutverki safnhúsa.
vestrænnar menningar
Yfir inngönguhliðinu stendur stórum stöfum: „Vinna skapar frelsi“.
Fangarnir gengu um þetta hlið á hverju kvöldi úrvinda af þreytu
eftir þrælkunarvinnu í efna- og málmverksmiðjum þýskra auðkýf-
inga.
ungis fiokkaðir eftir vinnugetu. Á
þá var tattóverað númer og þeir
látnir bera mismunandi lita þríhym-
inga ofarlega á erminni, eftir því
hver ástæða handtökunnar var.
Gyðingar báru stjörnu samansetta
úr gulum þríhyming og öðmm sem
táknaði ástæðu handtökunnar, póli-
tískir fangar rauðan þríhyrning, sí-
gaunar svartan. Vottar Jehóva
fengu fjólubláan þríhyrningr sam-
kynhneigðir bleikan og glæpamenn
grænan.
í öðru safnhúsinu hefur hluta af
þeim persónulegu hlutum, sem tekn-
ir voru af föngunum, verið komið
fyrir. I einum salnum er mannhæð-
arhá hrúga af tann- og fataburstum,
í öðmm er stór stafli af gleraugum
og í þeim þriðja skótau. Á einum
stað hefur fjöldanum öllum af gervi-
fótum og öðmm gervilimum verið
raðað upp. Allt virðist hafa verið
hirt, en þó er þetta ekki nema brot
af öllu góssinu. Mest af því sem
ekki var flutt til Þýskalands og selt,
reyndu SS-menn að brenna þegar
þeir sáu fram á innrás Sovétmanna.
Á efri hæð hússins em kynstrin öll
af mannahári sem vandlega hafði
verið pakkað niður til fiutnings.
Þegar þessar birgðir af hári fund-
ust, veltu menn því mikið fyrir sér
í hvað það hefði verið notað. Seinna
kom í ljós að verksmiðjur í Þýska-
landi framleiddu úr hárinu hárkollur
og hatta. Auk þess fundust þama
mörg hundmð rúllur af brúnleitum
dúk, líkum vaðmáli. Rannsókn sér-
fræðinga leiddi í ljós að dúkar þess-
ir höfðu verið ofnir úr mannahári.
í Auschwitz fengu börn engu
skárri meðferð en fullorðnir. Þau
voru látin vinna hörðum höndum,
en þoldu slíka meðferð að vonum
illa og dóu því mörg hver úr næring-
arskorti eða sjúkdómum. Á þeim
vom einnig gerðar tilraunir sem
sagðar voru í þágu læknavísind-
anna. Frægastar em tvíburatilraun-
ir Josephs Mengele, læknisins sem
meðal annars bar saman áhrif
ýmissa lyfjameðferða og kannaði
áhrif eiturefna á húð fólks. Prófess-
or Carl Clauberg gerði margs konar
hormónatilraunir á gyðingakonum
með það að markmiði að finna
áhrifaríka leið til útrýmingar. Þús-
undir manna létu líflð eftir þá ótrú-
legu meðferð sem þeir hlutu hjá
hámenntuðum læknum sem allir
höfðu svarið Hippokratesareiðinn,
en vom samt á óskiljanlegan hátt
sneyddir allri siðferðiskennd.
' Svartur blettur
eftir Ketil Berg Mognússon
í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz voru um 1,5 milljónir
manna drepnar á skipulagðan hátt á árunum frá 1940-1945.
Flestir þeirra voru Pólveijar og gyðingar, en aðrir „óvinir ríkis-
ins“ voru einnig sendir þangað í hundruð þúsunda tali. í dag,
fimmtíu árum eftir þessa hræðilegu atburði, starfrækir pólska
ríkið minjasafn í Auschwitz-Birkenau-búðunum. Safnið er opið
almenningi og þangað kemur fólk ýmist til að gera sér betur
grein fyrir örlögum ættingja og vina, eða til að draga lærdóm
af sögunni. í því sambandi er óhugnanlegt að bera saman aðdrag-
anda þess kynþáttahaturs sem þá ríkti og þess sem nú virðist
krauma undir niðri og æ oftar gýs upp á yfirborðið á Vesturlönd-
um. Þessar stærstu útrýmingarbúðir nasista voru í raun þrjár
aðskildar búðir: Auschwitz, Birkenau (Auschwitz II) og Monowice
*>(Auschwitz III) og voru þær allar staðsettar skammt frá bænum
Oswiecim í Póllandi, 70 kílómetra vestur af Kraká. Greinarhöfund-
ur gekk daglangt um þennan svarta blett vestrænnar menningar
og mun hér í örfáum orðum reyna að draga upp mynd af því sem
fyrir augu bar.
/
IAuschwitz voru fyrstu búðimar
reistar og þar hefur meginhluta
safnsins verið komið fyrir. Yfir
inngönguhliðinu stendur stór-
um stöfum: „Arbeit macht frei“
(vinna skapar frelsi) og um það
gengu fangamir á hveiju
kvöldi úrvinda af þreytu eftir þrælk-
unarvinnu í efna- og málmverk-
smiðjum þýskra auðkýfmga. Innan
_við hliðið em stór múrsteinshús í
ifingum röðum. Alls era þau 28 tals-
ins, tveggja hæða, rauðbrún með
rauðum þaksteinum. Fýrir flesta
glugga hefur verið neglt en nokkrir
era opnir og eru eins og tómleg
augu sem hvíla á þeim sem framhjá
fara, tilbúin að segja sögu sína.
Eftir stutta göngu meðfram þess-
um eyðilegu húsum er komið að
fyrsta safnhúsinu, en alls era þau
fimm talsins. Dymar standa opnar
og þegar inn er komið fer um mann
hrollur. Ekki eingöngu vegna þess
að hér er kaldara en úti, heldur af
rafmagnaða andrúmlofti sem
þarna er. Hér gefur að líta sögu
búðanna allt frá því þær voru reist-
ar að undirlagi Heinrichs Himmlers
1940 og þar til sovéskar herdeildir
hertóku þær í janúar 1945.
í þessu húsi eru gólfin grámáluð
og einnig veggimir á ganginum,
sem þaktir eru fangamyndum. Þar
*■' _______________________
sé ég mynd af Kazimierz, 23 ára
háskólanema frá Kraká. Hár hans
hefur verið skorið snöggt og hann
er mjög horaður. Þeir fáu safngest-
ir sem þama era tala í hálfum hljóð-
um. Hjón með bam hvíslast á og
haldast í hendur. Það er eins og hér
ríki þögult samkomulag um að sýna
hinum látnu ýtrastu virðingu. í ein-
um salnum hangir stór mynd af
konu með hóp af börnum á leið inn
um hliðið. Ég stari á þau og skynja
óttann úr augum þeirra. Bömin píra
augun full af kvíða. Skyldu þau
hafa vitað hvað beið þeirra? Ég sný
mér undan, en hvert sem ég lít era
þessi óttaslegnu augu. Öll þessi
augnaráð eru yfirþyrmandi og ég
flýti mér út. Á gangstígnum fyrir
utan mæti ég miðaldra konu sem
tvístígur skjálfandi og heldur vas_a-
klút grátandi fyrir vitum sér. Ég
minnist þess að hafa við innganginn
lesið viðvöran um að á safninu væru
minjar sem gætu komið fólki úr til-
fínningalegu jafnvægi.
Þegar nýir fangar komu í búðirn-
ar vora allar eigur þeirra teknar og
flokkaðar. Þeir voru færðir úr fötum
sínum og læknir skoðaði þá. Hann
flokkaði þá niður eftir vinnugetu,
úðaði sótthreinsunarvökva yfir þá
og síðan voru þeim færð röndótt
klæði. En fangarnir voru ekki ein-