Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Minning
Falleg og gagnlegjólagjöf Sævar Bjamason
Fæst hjá öllum bóksölum
Ensk-íslensk orðabók
34.000 ensk uppflettiorð
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990.—
Gagnleg og glæsileg jólagjöf,
sem nýtist vel í nútíð og framtíð
Oröabókaútgáfan
TOLATILB
afungUald
V _mr qf norway J
arinngllak.
, trpP NORWAY
Sængur og koddar
Quallofil sæng
Hollofil sæng
Heilsukoddi
Hollofil koddi
8.835,- kr. stgr.
7.054,- kr. stgr.
2.779,- kr. stgr.
2.066,- kr. stgr.
Hugsaðu hlýtt
til þinna nánustu - Gefðu ajnngilak.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670
ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100
Umboðsmenn
um land allt
Tœkifœri tíl að
gefa einhverjum
sem þér þykir
vœnt um fallegar
handprentaðar
myndir þessi jól.
Sissa og Svenni hafa unnið fyrir nokkur vinsælustu
tímaiit íslands, s.s Heimsmynd, Tímaritið O og
íorsíðuviðtal við Lindu og Les fyrir Mannlíf. Þau eru .
einnig ljósmyndarar módelskrifstofunnar Wild og vinna
með atvinnumódelum eða þeim sem vilja reyna að verða
módet Handprentaðar myndir, förðun og stflesering.
Öðruvísi bamamyndir. Bókanir í súna 622599-
Sissa & Svenni * LJÓSMYNDASTUDIO sími 622599
Fæddur 5. desember 1979
Dáinn 12. nóvember 1993
Sævar Bjamason, einn af þeim
ungu mönnum sem sett hafa svip
sinn á bæjarlífið hér á Seltjarnar-
nesi undanfarin ár er ekki með
okkur lengur. Hann fæddist 5.
desember 1979 og hefði því orðið
fjórtán ára í dag ef honum hefði
enst aldur til, en hann lést á bama-
deild Landakotsspítala 12. nóvem-
ber síðastliðinn.
Ekki varð hjá því komist að taka
eftir Sævari hvar sem hann fór,
e.t.v. mest fyrir það að hann fór
sinna ferða í hjólastól og hafði það
ekki fyrir sið að læðast með veggj-
um. Við sem áttum því láni að
fagna að kynnast honum nánar
minnumst hans hins vegar fyrir
það hve mikill fjörkálfur hann var,
hve mikill húmoristi og mikil gæða-
sál og fyrir það hvað hann gat
gefið okkur mikið þrátt fyrir sína
erfiðu aðstöðu. Hann var tilfinn-
ingaríkur, opinskár og glaðlyndur
og þess vegna var ávallt gott að
umgangast hann.
Sævar átti sína drauma og þá
ekki smáa. Fái þeir draumar að
rætast þurfum við ekki að kvíða
móttökunum sem við fáum þegar
hann tekur á móti okkur einu af
öðru þegar þar að kemur.
Allt það góða sem Sævar gaf
erum við þakklát fyrir og teljum
okkur betra fólk eftir kynni okkar
við hann og fjölskyldu hans. Það
sem hann gaf okkur verður ekki
frá okkur tekið og þannig heldur
hann áfram að vera með okkur.
Það er okkar að varðveita það og
miðla því sem við lærðum af hon-
um.
Fráfall Sævars kennir okkur að
lifa fyrir líðandi stund og að láta
ekki smáatriði daglegs amsturs
eyðileggja fyrir okkur og líka að
meta meira návistir okkar við ást-
vini því að enginn veit hver verður
næst kallaður héðan.
Elsku Ragna, Bjarni, Ragnar og
Hrönn. Við biðjum góðan guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um og treystum því að minningin
um góðan dreng verði ykkur ljós
um ókominn tíma.
Ykkar vinir,
Guðrún, Jón Árni, Þórir Már,
Helgi Hrafn og Unnur.
Minning
Guðrún Amadóttir
Fædd 23. september 1915
Dáin 3. júni 1993
Mig langar að minnast Guðrún-
ar Arnadóttur með fáeinum orðum.
Hún var jarðsungin í kyrrþey að
eigin ósk frá Fossvogskapellu á
fögrum vordegi.
Gunna frænka og Reykjavík
bemsku minnar eru tengdar órjúf-
andi böndum í minningu minni.
Að fara til Gunnu frænku í Reykja-
vík var ævintýri bemsku minnar.
í Barmahlíðinni heyrðist mikill
hávaði af bílaumferðinni á Miklu-
braut. Hér var örugglega margt
merkilegt að gerast hugsaði lítil
telpa úr fámennum kaupstað að
vestan. Það var eins og að dveljast
í höll að dveljast hjá Gunnu frænku
í Barmahlíðinni. Allt var svo fínt
og fallegt, málverkin, flygillinn, já,
bara allt. Dagurinn hófst við vel
„dekkað“ morgunverðarborð og
flett var í gegnum dagblöðin, sem
komu á hveijum degi í gegnum
bréfalúguna. Stundum var farið í
bæinn á R-2626 og aldrei brást
að komið var við í ísbúð á bakaleið.
Seinna fór ég að líta Reykjavík
öðmm augum. Ljóminn sem blind-
aði telpuna hvarf, Reykjavík hvers-
dagsleikans tók við. En það varð
aldrei neitt hversdagslegt við
Gunnu frænku. Það var alltaf há-
tíð að hitta hana, hvort heldur var
á heimili hennar, innan íjölskyld-
unnár eða annars staðar. Ást á
tónlist var henni í blóð borin. Píanó
var hennar hljóðfæri og eftir góða
píanótónleika var gaman að tala
við Gunnu frænku. Þegar ég stund-
aði píanónám fékk ég oft að æfa
hjá henni.
Reisn, fegurð og glæsileiki ein-
kenndu Gunnu frænku. Björt
hljómfögur röddin og smitandi
gleði eru ógleymanleg. Ég mun
ætíð minnast hennar með þakklæti
og virðingu.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
útför móður minnar og stjúpmóður okkar,
EMMU FINNBJARNARDÓTTUR
hjúkrunarkonu.
Sigríður Óskarsdóttir,
Sæmundur Óskarsson, Guðfinna Óskarsdóttir,
Magnus Öskarsson.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, föður pkkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS ÞORVARÐSSONAR
læknis.
Jóhanna Elíasdóttir,
Andrea Elísabet Kristjánsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Jón Friðgeir Einarsson,
Bragi Kristjánsson, Bjarnfríður Árnadóttir,
Sjöfn Kristjánsdóttir
og barnaböm.