Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
Litlu greyin
Leiklistarráð vill sérstakan
sjóð fyrir leikhúslistamenn
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Guðrún Helgadóttir: Litlu greyin.
Myndir: Gunnar Karlsson.
Reykjavík. Iðunn 1993. 126 bls.
Guðrún Helgadóttir er löngu búin
að skapa sér sess sem einn okkar
virtasti barnabókahöfundur og hefur
skrifað bækur fyrir böm í nær tvo
áratugi. Að þessu sinni sendir hún
frá sér fjölskyldusögu þar sem bak-
grunnurinn er upplausn og skilnað-
ur. Mamma fer með bömin sín þijú
í sumarbústað til að slappa af og
ná áttum eftir að hún og pabbi ríf-
ast út af humarhölum og pabbi flyt-
ur burt. Tinna er þriggja ára og
kröfuhörð á tíma mömmu. Tobba eða
Torfhildur heitir í höfuðið á ömmu.
Hún er ellefu ára og þykist að sjálf-
sögðu fullorðin í samanburði við
systkini sín. Trausti, sex ára, er
í tilefni af fimm ára afmæli Sið-
fræðistofnunar Háskólans er komin
út bókin Erindi siðfræðinnar sem
geymir valdar greinar um siðferðileg
efni. í bókinni eru eftirtaldar grein-
ar: Að kenna dyggð eftir Kristján
Kristjánsson; Hver er hinn sanni
aðalpersónan í sögunni og sagan oft
sögð í fyrstu persónu frá honum,
skoðunum hans og atburðum lýst frá
hans sjónarhóli.
Af persónunum er Trausti best
unninn. Trausti er skrýtinn strákur,
freknóttur með gleraugu en óskap-
lega greindur og spekingslegur og
höfundur leggur mikla rækt við
hann. Hann er einnig tilvalin persóna
til skemmtilegra orðatiltækja og
hugmynda sem bækur Guðrúnar eru
svo vel þekktar fyrir. Mamma er
heldur kraftlaus og lítill töggur í
henni en amman í ætt við aðrar
ömmur í bókum Guðrúnar sem taka
lífið engum vettlingatökum.
Þráðurinn í sögunni er í raun tap-
að/fundið. Mamma er að leita að
sjálfri sér. Amma kemur í heimsókn
og týnist og gera þarf út leiðangur
til að leita að henni. Inn í söguna
kemur unglingsgrey sem strokið
heimur? eftir Pál Skúlason; Á ég að
gæta bróður míns? Um siðferðilegan
grundvöll velferðarsamfélagsins og
þjóðfélagslega ábyrgð kirkjunnar eft-
ir Bjöm Bjömsson; Lífsskoðun fjöl-
hyggjumanns eftir Róbert H. Har-
aldsson; Skyldur og ábyrgð starfs-
stétta eftir Sigurð Kristinsson; Sjálf-
ræði eftir Guðmund Heiðar Frí-
mannsson; Samviskan eftir Atla
Harðarson og Fóstureyðingarvandinn
eftir Vilhjálm Ámason. Auk þess eru
í bókinni ritgerðir eftir W. K. Clif-
ford, Rétturinn til sannfæringar, og
W. James, Trúarvilji. Róbert H. Har-
aldsson, starfsmaður Siðfræðistofn-
unar,. er ritstjóri bókarinnar.
Erindi siðfræðinnar er 232 bls.
að stærð. Bókin kostar um 2300.
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
í siðfræði við Háskóla íslands.
Guðrún Helgadóttir
hefur af Litla-Hrauni og er í felum.
Pabbi kemur í leitirnar, mamma
finnur sjálfa sig. Loks má nefna lurk
Trausta sem verður einhvers konar
töfrastafur og opnar suma leyndar-
dóma til dæmis bendir á staðinn þar
sem amma er og hjálpar unglingnum
Höskuldi líka til að finna réttu leið-
ina.
Sagan er fremur dauf í byijun. í
hveijum kafla fær lesandi að kynn-
ast hveijum fjölskyldumeðlim fyrir
sig og heyra hans viðhorf til lífsins.
í gegnum þessar frásagnir kemst
lesandinn að því hvað er að og hvern-
ig fjölskyldan er á vegi stödd. í
fyrstu köflunum saknaði ég glamp-
ans sem venjulega geislar af skrifum
Guðrúnar en hann kemur þegar á
líður söguna. Þegar sagan er komin
vel í gang nær höfundur sér vel á
strik og sagan verður eins og maður
vill hafa bækur frá Guðrúnu — bráð-
skemmtileg, spennandi en samt vekj-
andi þar sem tekið er á vandamálum
án þess að menn velti sér upp úr
þeim. Vandamálin eru til að sigrast
á þeim.
ÁRSFUNDUR Leiklistarráðs var
haldinn laugardaginn 13. nóvem-
ber sl. Auk ályktana til fjárveit-
ingavaldsins um fjárveitingar til
einstakra leiklistarstofnana á
fjárlögum ársins 1994 samþykkti
Leiklistarráð eftirfarandi álykt-
anir:
„Leiklistarráð ítrekar fyrri kröf-
ur sínar varðandi listamannalaun
til leikhúslistarfólks. Ráðið telur
nauðsynlegt að lögum um lista-
mannalaun verði breytt á þann veg
að leikhúslistafólk eigi sérgreindan
sjóð með faglega skipaðri sjóðstjóm
svo leikhúslistamenn sitji að þessu
leyti við sama borð og rithöfundar,
tónskáld og myndlistarmenn.
Þá hvetur leiklistarráð til þess
að Bókmenntakynningaijóður verði
efldur með hækkuðu fjárframlagi
og að tryggt verði að ákveðnum
hluta hans verði varið til þýðinga
á leikritum.
Leiklistarráð lýsir yfir ánægju
sinni með framtak Reykjavíkur-
borgar við endumýjun og viðhald
Iðnó. Ráðið leggur áherslu á að
leiklistarstarfsemi skipi öndvegi í
starfsemi hússins þegar það verður
tekið í notkun á nýjan leik. Þá
hvetur Leiklistarráð til þess að rík-
ið taki að sér rekstur Héðinshússins
en þar hafa atvinnuleikhópar kom-
ið upp leikhúsi við þröngan fjárhag.
Leiklistarráð vekur athygli
stjórnvalda á nauðsyn þess að koma
upp leiklistarminjasafni. Viða um
landið eru menningarverðmæti og
heimildir um íslenska leiklistarsögu
að tapast sem vissulega ætti að
varðveita og halda til haga.
Leiklistarráð hvetur eindregið til
þess að Ríkisútvarpið efli fram-
leiðslu á innlendu leiknu efni í sjón-
varpi í ljósi síharðnandi samkeppni
við erlent sjónvarpsefni. Þá hvetur
ráðið til þess að báðar sjónvarps-
stöðvarnar standi vörð um talsetn-
ingu barnaefnis á sem vandaðastan
hátt.
Leiklistarráð mótmælir harðlega
fyrirhugaðri staðsetningu dómshús
þar sem er núverandi bílastæði við
Landsbókasafn, Þjóðleikhús og
Arnarhvál.“
Framkvæmdastjórn Leiklistar-
ráðs skipa: Kolbrún Halldórsdóttir
formaður, Edda Björgvinsdóttir og
Hávar Siguijónsson.
------♦ ♦ ♦----
Vísnavin-
ir í leik-
húskjall-
aranum
Jólakvöld Vísnavina verður
mánudagskvöldið 6. desember
nk. kl. 20.30 í Leikhúskjallaran-
um, en þar voru vísnakvöldin
haldin um árabil við mjög góðar
undirtektir.
Á þessu vísnakvöldi munu
koma fram: Haraldur Reynisson
trúbador, en hann hefur nýverið
gefið út sína fyrstu plötu, Hreiðar
Gíslason vísnasöngvari og MK-
kvartettinn. Anna S. Björnsdóttir
Ijóðskáld les úr verkum sínum.
Og Eldbandið, sem skipað er eld-
hressum slökkviliðsmönnum,
heldur uppi jólastemmningu.
Erindi siðfræðinnar
eru heimsþekkt fyrir hönnun,
gceði oggóða endingu.
Gefðu vandaðajólagjöf
-gefðu SIEMENS heimHistceki
JiílCln!
i . ji 49«} ig • Æ i wm
'' '0 I I' i i|; « '? I
\‘r:i d- "