Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVÍNIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
39
ATVINNU
SÍM • SAMBAND ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
Framkvæmdastjóri
Samband íslenskra myndlistarmanna auglýs-
ir eftir framkvæmdastjóra í 80% starf.
Umsækjandi þarf að vera vanur almennum
skrifstofustörfum, tölvuvinnslu og bókhaldi.
Nauðsynlegt er að hann hafi gott vald á
ensku og einu norðurlandamáli.
Óskað er eftir upplýsingum um aldur, mennt-
un, fyrri störf og umsögnum.
Umsókn berist skrifstofu SÍM, Þórsgötu 24,
101 Reykjavík, í síðasta lagi miðvikudaginn
8. desember nk.
Upplýsingar veittar í síma 11346 kl. 10-14.
Aðeins áhugasamur og sjálfstæður umsækj-
andi kemur til greina.
Stjórn SÍM.
BORCARSPÍTAIIMN
Uppeldisfulltrúi
óskast að meðferðarheimili fyrir börn, Kleif-
arvegi 15, í 100% starf frá og með 1. janúar
1994. Uppeldismenntun og reynsla áskilin.
Spennandi og krefjandi starf.
Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma
812615.
Sjúkraliðar
Deild E - 63 sem er hjúkrunar- og endurhæf-
ingardeild, staðsett í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur við Barónsstíg, vantar sjúkraliða
frá 1. janúar 1994.
Deildin er ætluð einstaklingum sem búa við
margvíslega fötlun af völdum sjúkdóma og
slysa og þarfnast langtímahjúkrunar.
Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Hvítaband, öldrunardeild sem er staðsett
að Skólavörðustíg 37, vantar sjúkraliða frá
1. janúar 1994.
Deildin er ætluð einstaklingum með alzheim-
er sem þarfnast langtíma hjúkrunar.
Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kværridastjóri starfsmannaþjónustu í síma
696356.
Hjúkrunarfræðingar
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á lyf-
lækningadeild A - 6. A deildinni fer fram hjúkr-
un sjúklinga með meltingar- og innkirtlasjúk-
dóma, nýrnasjúkdóma og lungnasjúkdóma.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Björns-
dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma
696354.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIP
A AKUREYRI
Aðstoðarlæknar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð-
arlækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
frá 1. janúar nk.
Annars vegarer um að ræða stöðu aðstoðar-
læknis á fæðingar- og kvensjúkdómadeild
og hins vegar á bæklunar- og slysadeild.
Vaktir eru fimm-skiptar.
í framhaldi af ráðningartíma kæmu til greina
störf á öðrum deildum sjúkrahússins.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákureyri er rekin
fjölþætt starfsemi á handlækninga- og lyf-
lækningasviði, auk mjög fullkominna stoð-
deilda. Á FSA starfa um 450 manns og þar
af eru stöður lækna 39. Markvisst hefur ver-
ið unnið að því undanfarin misseri að bæta
vinnuaðstöðu aðstoðarlækna.
Nánari upplýsingar veita Geir Friðgeirsson,
fræðslustjóri lækna, Júlíus Gestsson, yfir-
læknir bæklunar- og slysadeildar og Kristján
Baldvinsson, yfirlæknir fæðingar- og kven-
sjúkdómadeildar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
MIPSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880
Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15
og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15.
Á DAGSKRÁ
mánudaginn 6. desember kl. 13.30:
Jónas Þórisson, framkv.stj. Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar, fjallar um innanlandsaðstoð
og „matarbúr". - Hverjir eiga möguleika á
úthlutun á matarpakka.
Kaffiveitingar.
Fundarstaður: Breiðholtskirkja,
Mjódd, jarðhæð.
Birgðahald
Opinber aðili í verklegum framkvæmdum
óskar að ráða fulltrúa í birgðadeild.
Starfið: Umsjón birgðabókhalds, skrifstofu-
störf, verkstjórn o.fl.
Leitað er að sjálfstæðum, reglusömum og
snyrtilegum aðila. Iðnmenntun æskileg og
tölvukunnátta nauðsynleg.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „Birgðahald" fyrir 11.
desember nk.
RÁÐGARÐURhf.
STjÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Laust embætti er
forseti ísiands veitir
Embætti forstöðumanns Stofnunar Árna
Magnússonar á íslandi er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1994.
Forstöðumaðurinn er jafnframt prófessor í
heimspekideild Háskóla íslands með tak-
markaðri kennsluskyldu, sbr. 4. gr. laga
nr. 70/1972 um Stofnun Árna Magnússonar
á íslandi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík-
isins.
Umsækjendur um embættið skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um vísinda-
störf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og
rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Menntamáiaráðuneytið,
2. desember 1993.
Féiagsráðgjafi -
félagsmálafulltrúi
Auglýst er staða félagsráðgjafa og félags-
málafulltrúa hjá Heilsugæslustöðinni á Húsa-
vík og Húsavíkurkaupstað.
Um er að ræða eina stöðu og skiptist verk-
svið jafnt milli framangreindra starfa.
Umsækjandi þarf að hafa menntun sem
félagsráðgjafi og haldgóða þekkingu á skipu-
lagningu fjármála.
Starfið er laust frá næstkomandi áramótum.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 20. desember nk.
Upplýsingar veita Sigurður Guðjónsson í
síma 41333 og Einar Njálsson í síma 41222.
Heilsugæslustöðin á Húsavík.
Húsavíkurkaupstaður.
Sálfræðingur
Sálfræðingur óskast, sem ráðgjafi, að nýju
meðferðarheimili fyrir börn á Geldingalæk á
Rangárvöllum (án búsetu).
Um er að ræða allt að 50% starf.
Nánari upplýsingar fást í félagsmálaráðu-
neyti í síma 609100 og hjá Ingva Hagalíns-
syni í síma 98-75164.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skilað til félagsmálaráðu-
neytisins eigi síðar en 20. desember 1993.
Efþú vilt kynnast menningu Evrópu-
þjóða, víkka sjóndeildarhringinn
og lœra eitthvað nýtt, þá bjóðum
við ungu fólki á aldrinum 18-27 ára
Au Pairdvöl íAusturriki, Bretlandi,
Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Noregi og
Þýskalandi.
Au pair gefur ungu fójki tækifæri til þess að dvelja um
lengri eða skemmri tíma í öðru landi, fyrst og fremst til
að læra tungumálið og kynnast menningu annarra þjóða.
Au pair býr hjá gistifjölskyldu á meðan á dvölinni stendur
og aðstoðar við bamagæslu og létt heimilisstörf.
Au pair þýðir til jafns við, þ.e. þú tekur þátt í daglegu lífi
gistifjölskyldunnar semjafningi. Fjölskyldan aðstoðar þig
við að aðlagast breyttum aðstæðum, vinnunni, náminu og
hvemig hægt er að verja frítímanum.
Fjölskyldan sér þér einnig fyrir fríu fæði og húsnæði
ásamt vasapeningum og á móti hjálpar þú til við heimilis-
störfm og gætir barnanna. Vinnutíminn er 30 tímar á viku
5-6 daga vikunnar. Miðað er við að þú getir sótt málaskóla
í frítíma þínum og hafir næði til heimanáms.
Evrópuráðið hefur sett reglur um réttindi og skyldur við
au pair ráðningar. Allir samstarfsaðilar okkar í Evrópu
fylgja þessum reglum. Á meðan þú dvelur ytra sem au pair
er starfsfólkið alltaf tilbúið að hjálpa þér við að gera dvöl
þína sem skemmtilegasta.
Yfirleitt er hægt að útvega vist með skömmum fyrirvara
þótt best sé að þú sækir um tímanlega, a.m.k. 2-3 mánuðum
fyrir fyrirhugaða brottför. Flestar fjölskyldur óska eftir
au pair á haustin, strax eftir áramót eða á sumrin.
Umsækjendur mega ekki reykja. Þeir verða að hafa bílpróf
og góða reynslu af bamagæslu.
AuPAIR/VISTASKIPTI & NÁM hefur starfað frá árinu
1990 og hafa yfir 800 hundruð ungmenni dvalið löglega á
okkar vegum við nám og bamagæslu í Evrópu og Banda-
ríkjunum.
Við leggjum metnað okkar í að veita góða þjónustu og búa
þig sem best undir dvölina. Hringdu eða líttu við og við
veitum þér allar nánari upplýsingar. Skrifstofan er opin
virka daga frá 10:00 - 18:00.
AuPAIR
VISTASKIPTI & NÁM
ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVlK SlMI 91-62 23 62 FAX 91-62 96 62
SAMSTARFSFYRIRTÆKIAUPAIR HOMESTAY USA SEM TILHEYRIR SAMTÖKUNUM
WORLD LEARNING INC. STOFNUÐ ÁRIÐ 1932
UNDIR NAFNINU THE U.S. EXPERIMENTININTERNATIONAL UVING.
ÞAU ERU EIN AF ELSTU SAMTÖKUM A SVIÐIALÞJÖÐA MENNINGARSAMSKIPTA
IHEIMINUM SEM EKKIERU REKINIHAGNAÐARSKYNI
OG STARFA MEÐ LEYFI BANDARlSKRA STJÓRNVALDA.