Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
5T
eftir Elínu Pálmadóttur
Tvíeggjuð skilaboð!
Tvær nágrannaþjóðir okkar
hafa að undanförnu verið í
sjokki. Ungir drengir sakaðir um
morð! eru fyrirsagnirnar í blöðum
í Bretlandi og Frakklandi. í báð-
um tilfellum er um að ræða börn,
9-10 ára drengi. Bresku dreng-
imir tveir leiddu smábamið Ja-
mes Bulger með sér úr stórmark-
aðinum frá móður sinni, börðu
hann til bana og hentu líkinu á
jámbrautarteina. í Frakklandi
gengu þrír drengir á sama aldri
í skrokk á útigangsmanni, börðu
hann til bana, földu og hentu í
brunn daginn eftir. Við þetta
hrökk fólk upp. Hvað er að ger-
ast? Frönsku drengimir eru frá
ósköp venjulegum heimilum, hin-
ir frá erfíðari heimilisaðstæðum.
Faðir annars bresku drengjanna
í sífellu með myndbönd með of-
beldi á skjánum. Vikum saman
hefur verið fjallað um þetta í
löndunum og spurt í blöðum og
meðal almennings spurninga,
sem sérfræðingar eiga erfítt með
að svara. Hvemig getur barn
orðið svona? Vissu þessir drengir
hvað þeir vom að gera? Em
svona ungir drengir ábyrgir
gerða sinna? í Bretlandi eru 10
ára börn ábyrg og hafa drengirn-
ir verið dæmdir í ævilanga inni-
lokun. í Frakklandi em svo ung-
ir drengir ekki ábyrgir fyrir dóm-
stólum, hvað sem þeir gera. Hver
þá? Þessi mál hafa komið eins
og reiðarslag, svo óhugnanleg
sem þau em. Þess fremur í Bret-
landi að nýlega kveiktu unglings-
stúlkur í og myrtu þriðju stúlk-
una. Af öllum viðbrögðum má
skynja hvílíkt áfall þessi atvik
hafa orðið í þessum löndum. Fólk
trúir ekki sínum eigin augum og
eymm þegar í rétti og utan er
lýst hvað gerðist og hvemig.
Nei, þetta getur ekki gerst hér!
Getur það gerst — jafnvel hér?
Ofbeldi barna og unglinga hefur
breyst, er orðið grófara, áverkar
alvarlegri og grimmdin meiri,
eins og kom fram í grein í blað-
inu nýlega, þar sem reynt var
að nálgast þetta mál. Það er ein-
mitt það sama sem hefur verið
að gerast í þessum löndum, þetta
hefur læðst að sígandi og mark-
visst, þegar litið er til baka.
Merkin fara heldur ekki fram hjá
neinum hér á landi. Ljóst að þetta
er sama ferlið í samskonar um-
hverfi. Vonin til að stöðva það
ferli er kannski að veigra sér
ekki við að ræða það og ijúfa
það áður en barnið er dottið í
brunninn.
í samtali í greininni við Helgu
Hannesdóttur geðlækni, sem
undanfarin ár hefur unnið að
rannsóknum á andlegu ástandi
íslenskra barna og unglinga,
bendir hún á að að ofbeldi, hvort
sem það er innan heimilis eða
utan, eigi sér aðdraganda og að
nauðsynlegt sé að skilja hvers
konar flækjur eða vandamál valdi
því að ofbeldi brýst út. Ekki er
hér svigrúm til að fara út í þær
flækjur. Af gefnu tilefni hefur
þó einn þráðurinn sótt á mig. Þar
er talað um að tengja þurfí orsök
og afleiðingu í meðferð mála.
Og þá sérstaklega að unglingar
sem hafa misþyrmt fólki fái ekki
þau skilaboð að verknaðurinn
hafí verið í lagi. Hlutirnir hafí
tilhneigingu til að magnast frá
atviki til atvika og endurtaka sig,
slík hegðun gengur ekki til baka
og læknast ekki af sjálfu sér.
Af hvetju situr þetta atriði
svona í mér umfram önnur um-
mæli geðlæknisins? Og af hveiju
er lítið atvik þá alltaf að koma
upp í hugann. Það tengist atriði
frá í sumar. Smádrengir hafa
lagt það í vana sinn að kasta
gtjóti í hitapott við sambýlishús.
Þurfa til þess að klifra upp á
mannhæðarháa trégirðingu sem
er í þriggja metra íjarlægð eða
meira frá pottinum. Hann er í
notkun nokkra tíma virka daga.
Þennan dag kom ég að honum
með miklu gijóti á botni og síð-
ustu hnullungssteinamir voru að
lenda í vatninu, en kona var að
sækja drengi sína í kvöldmatinn
fyrir utan. Ég kallaði hvort það
hafi verið þeir sem köstuðu grjót-
inu og konan kvaðst hrædd um
að svo hafí verið. Þá sagði ég
við strákana að þetta væri ekki
gott, því plastið brotnaði og hefði
þegar þurft dýra viðgerð. Þá var
það að þessi kurteisa elskulega
unga kona sagði: Ég á nú bágt
með að trúa því að svona litlir
pollar geti kastað svo langt að
þeir eyðileggi eitthvað! Kom, án
þess að gera sér grein fyrir, skila-
boðunum á framfæri við drengja-
hópinn að þetta væri nú allt í
lagi þótt þeir köstuðu gijóti í
pottinn.
Er það þá ekki allt í lagi? Það
vekur svipaðar spumingar og nú
heyrast eftir „slysin" erlendu.
Er verknaðurinn viljandi og er
hægt að leggja á ung börn að
bera ábyrgð á afleiðingunum? í
haust sat ég nefnilega eitt kvöld-
ið þarna með höfuðið upp úr
þegar stór hnullungur kom svíf-
andi yfir háu girðinguna og lenti
í vatninu rétt við mig. Þarna
varð ekki „slys“ eða hvað sem
má kalla það. Um slíka orðanotk-
un er nú deilt í Bretlandi og
Frakklandi. Að horfa á foreldra
drengjanna þar á skjánum, spyij-
andi sig hvort þau hefðu eitthvað
getað gert til að forða drengjun-
um sínum frá því sem henti þá,
hvort þau hefðu ekki getað kom-
ið þeim skilaboðum inn í vitund
þeirra í tæka tíð að slíkur verkn
aður sé ekki í lagi, varð til þess
að ég ákvað að forðast ekki
óþægindin ef vera kynni að eitt-
hvert foreldri, þarna eða annars
staðar, vildi fírra barnið sitt
hugsanlegum vandræðum og
koma á framfæri við það annars
konar skilaboðum. Það er ekki í
lagi að beija með spýtum eða
kasta gijóti í manneskjur. Eða
eins og geðlæknirinn sagði: Of-
beldið á sér aðdraganda. Það er
tími!
Jólastjörnutilboð
utn þessa helgi
1. flokks kr. 790,-
Valdar kr. 490,-
Einblóma kr. 250,-
so%
afsláttur
af jólatréskúlum
Opib frá kl. 9-21 alla daga
Næg bílastæbi (bílastæbahúsib Bergstabir)
Ekkert stöbumælagjald um helgar
Sjón er sögu ríkari
P.s. í tilefhi dugsins: Jólaöl og piparkökur
blómaverkstæði
’INNAsfc
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SÍMI19090
Lvkill að Hótel Örk
í boði eru 0 mismunandi lyklar
HVUNlí|>AGS
HELGAB
1 nótt (2 dagar)
alla daga vikunnar
kr. ll.OOO,- fyrir tvo.
SPARI 1
2 nætur (3 dagar)
ímiðriviku
kr. 17.800,- fyrir tvo.
2 nætur (3 tlagar)
fostud. til sunnud.
kr. 21.800,- fyrir tvo.
4 nætur (5 dagar)
ímiðri viku
kr. 29-800,- fyrir tvo.
Innifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af
lilaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk
aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem
jarðguíúbaði, útisundlaug, heitum pottum,
þrekæfingasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl.
Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo
scm snyrti- og hárgreiðslustofá, nuddstofa,
hestaleiga, bflaleiga, stangveiði og margt fleira.
Gjafalyklamir eru til sölu í Jólagjafahúsi okkar í
Kringlunni, Borgarkringlunni eða í síma 98-34700
og þú færð lykilinn sendan heim.
Sendum í póstkröfu. Visa - Euro raðgreiðslur
Gjafalyklamir gilda allt árið 1994
> HÓTEL ÖDK
HVERAGERÐl - SfMI 98-34700 - FAX 98-34775