Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 5

Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 B 5 Rústir síðustu plantekrunnar Annaberg á St. Jan eru varðveittar. Lilja Hilmarsdóttir í glugganum á suðuhúsinu. seglskipanna eru frá miðri 17. öld. Við efri enda trappanna er annar 17. aldar kastali, Bláskeggskastali, sem nú er hótel og veitingastaður sælkera. Maður röltir um og dáist að þessum gömlu dönsku bygging- um í Charlotte Amalia, eftir götum með nöfnunum Vimmelskaftet, Strandstræde, Nörregade, Store Tværgade og Royal Dane Mall. Farþegar skemmtiferðaskipanna hafa verið útbúnir tilvísunum í góð- ar verslanir, enda eru göturnar full- ar af ferðafólki sem notfærir sér fríhöfnina í þessum besta verslunar- stað í Vestur-Indíum. Lítur m.a. inn í gamla danska birgðageymsluhúsið sem nú er orðið vörumarkaður. Það kemur sér vel að Charlotte Amalia var gerð að fríhöfn á því herrans ári 1764, þótt í öðrum tilgangi væri og verri en að gefa fólki með peninga tækifæri til að fá ódýra skartgripi, leðurvarning og fleiri gæði nútímalífs. Samt sem áður er náttúrufegurð- in aðalaðdráttaraflið á þessum eyj- um, hvort sem er St Thomas, St. Jan eða St. Martin, sem við ókum um. Coral Bay á St. Jan, þar sem þrælarnir á sínum tíma brytjuðu í uppreisninni niður plantekrueigend- urna og fólk þeirra á þremur/ stærstu búunum, er nú einn af þess- um yndislegu vogum inn í eyjarnar með hvítum ströndum, þar sem hvarvetna eru sumarhótel, siglinga- hafnir og hvítar baðstrendur með leigubátum tii að kafa og skoða skrautfiska. Þarna við Coral Bay kom Danska Vesturindíufélagið sér fyrir 1717 og þegar þrælarnir gerðu uppreisnina 1733 voru á eynni 208 hvítir og 1.087 þælar. Fyrir utan gamla landstjórahúsið á St. Jan, sem enn eru stjórnarskrifstofur, er rauður danskur varðturn, fornar fallbyssur og steinstigarnir virðu- legu utan og innan á bera merki um íburðinn, sem þessi fámenna stétt plantekrueigenda og stjórn- enda lifði við. Rétt fyrir utan Coral Bay sést breska eyjan Tortola, svo nærri en þó svo óendanlega fjarlæg þrælun- um, sem vissu eftir að Bretar af- námu þrælahald að ef þeir aðeins kæmust þangað væru þeir frjálsir. Raunar sýna þessar nálægu eyjar í hnotskurn hvernig stórþjóðirnar skiptu eyjum og fólki á milli sín og halda þar enn áhrifum. Á St. Mart- in, þar sem við eyddum degi, skipt- ist þessi litla eyja milli Hollendinga í málflutningnum var Hans Jonathan líkt við kjóla ekkjufrúarinnar, sem ekki mætti ílytja burtu. Jonathan varði sig með bréfi krónprinsins, sem málafærslumaðurinn taldi lygi og fals. Krónprinsinn mætti ekki standa gegn eignarréttinum. Dómur féll í málinu 31. maí 1802. Dðmarinn var einn fremsti lögfræðingur Dana, flnders Sandoe Örsted. Ekkjunni var dæmdur eignarrétturinn og eigandanum dæmdur réttur til að senda hann aftur til Vestur-lndía sem bræl. og Frakka án nokkurs sjáanlegs múrs, aðeins áletrun á vegasteini: Til minningar um 320 ára sam- heldni og vináttu hollensku þjóðar- innar og þeirrar frönsku á St. Mart- in frá 1648-1949. Þarna kemur líka vel í ljós hve óbrúkleg eru nú til dags slík landamæri. Við „er- lenda“ ferðafólkið um borð verðum stöðugt að vera að fara í gegnum útlendingaeftirlit, þar sem við erum fyrr en varir komin út úr Bandaríkj- unum, og þurftum stimpil til að komast þangað inn aftur. En eyj- arnar eru allar jafn yndislegar, hvað sem sögulegum leifum líður. í flugblaði á leiðinni frá aðkomu- höfninni rekst ég á grein með fal- lega máluðum myndum frá St. Thomas eftir bandaríska listmálar- ann Shari Ericsson, sem segir frá því furðu lostin að listaverkasalinn hennar hafi nýlega selt eina af myndum hennar alla leið til ís- lands. Hún fletti upp staðnum og sá að bær þessi var norður undir heimskautaísnum. Ekki nokkurt tré. Þá fletti hún upp hvaða mynd þessi íslendingur hefði keypt og það reyndist vera málverk með grænum safamiklum gróðri frá St. Thomas. Þá skildi hún löngun íslendingsins að hafa svona mynd með sér til heimalandsins. AKALLAÐIGALDRA- MANN AF ÍSLANDI VÍÐA er von á íslendingi. Virðist það geta átt við fyrr á öldum eins og nú. Þegar skrifað er um þrælaeyjar í Karíbahafi á 17. öld á maður varla von á að þar komi Islendingur við sögu. Þó reynist það svo. Sr. Kolbeinn Þorleifsson, sem fyrir 20 árum var að grúska í Þjóðskjaiasafninu í Kaupmannahöfn í leit að Islcndingum sem far- ið hefðu til ýmissa hluta Danaveldis, fann þar mann að nafni Sören Islænder, sem farið hafði til St. Thomas og lent þar í hremmingum miklum og borið þar beinin. Við frekari eftirgrennslan komst Kolbeinn að því að þarna mundi vera um að ræða Sigurð nokkurn Teitsson, sem hvarf af landi brott í hollenskri duggu árið 1680. Rifjaði Kolbeinn upp með okkur þessa merkilegu sögu hans í tilefni meðfylgjandi greinar um dönsku þrælaeyjarnar. Sören Islænder þessi, sem Kolbeinn fann í skjöl- unij reyndist vera jafnaldri Sigurðar þess er hvarf af Islandi, en Sören gæti verið þýðing á nafni hans. Sigurður þessi var launsonur Teits Torfasonar, sem Brynjólfur biskup gerði að Skálholtsráðsmanni, en hann fórst voveiflega 1668. Þegar hann dó tók Helga Jónsdóttir frá Vatnsfirði, (systir konu þeirrar sem sjá má á 5.000 kr. seðli okkar) Sigurð að sér og kom honum í Hólaskóla, þar sem seinni maður hennar, Þorsteinn Gunnarsson, var rektor. En móðir Sigurðar Teitssonar hefur verið talin Guðný Vigfúsdóttir, væntanlega Norðlendingur með hliðsjón af því sem gerðist í frumskóginum á St. Thomas árið 1686, eins og nánar verður skýrt hér á eftir. En Sigurður Teitsson hverfur út úr íslandssögunni með hollensku kaupfari’þegar hann er í Hólaskóla. Þegar Kolbeinn Þorleifsson var svo 1974 að grúska í skjölum á Þjóðskjalasafninu í Kaupmannahöfn datt honum í hug að skoða dómabækur á Vestur-Indíum og fann þá þessa sögu á St. Thomas. Hana er að finna í Dómabókinni í rauða kastalanum Christiansf- ort. Sumarið 1686 kom skipið Fortuna til Christiansf- ort á St. Thomas á Jómfrúreyjum. Á þessu skipi voru nokkrir hlekkjaþrælar frá Jótlandi, sem áttu að taka út refsingu sína í virkinu. Að auki voru um borð tveir menn, sem höfðu fengið loforð fyrir verk- stjórastarfi á helstu plantekrunum. Annar kallar sig Sören Islænder. Hann er 25 ára gamall, sem passar við Sigurð þann er hvarf af íslandi. Hinn, Niels Krog, er 17 ára drengur, sem hafði reynt að flýja frá húsbónda sínum á Jótlandi. Af manngæsku sinni tók húsbóndinn til bragðs að láta hann taka út refs- ingu sína á þessari dönsku eyju. En á fyrstu árunum höfðu Danir farið að eins og önnur Evrópuríki í tvær aldir og tæmt fátækrahæli sín og fangelsi til Amer- íku, og fóru fyrstu skipin til þessara eyja þeirra í Vestur-Indíum með servinga, fátæka menn og konur sem höfðu látið ginnast af gylliboðum um bjarta framtíð gegn fimm ára vinnu í þágu plantekrufélags- ins, auk refsifanga af Brimarhólmi og úr Spunahús- inu, að því er Thorkild Hansen segir í Slaveöen. Struku þrisvar Þegar skipið Fortuna lagði að bryggju við Christ- iansfort voru varðmennirnir í kastalanum dauðir og yfirmaður vit'kisins greip til þess t'áðs að munstra ftjálsa rnenn í herinn. Þar á meðal þessa tvo, sent hafðir voru saman á vakt. Þeir hörmuðu auðvitað týnt frelsi og hugðu á strok þegat' færi gæfist. Þá gerðist það að hlekkjaþrælarnir ákváðu að stijúka og leituðu til þessara tveggja manna unt hjálp, svo þeir kæmust út úr virkinu á þeirra vakt. Þeir féllust á það og í bytjun ágústmánaðar 1686 flúðu þeir all- ir saman úr virkinu. Þeir náðust eftir nokkra daga og voru dæmdir til hýðingar og til að vinna áfram í hlekkjum. Varðmennirnir líka. Mánuði síðar struku þeir Sören og Niels aftur, brutu upp hlekkina og voru kontnir langt út í skóg, þar sent þeir hugðust smíða pramnta, en höfðu gleymt öxinni. Rásuðu þeir um í 4-5 daga áður en þeir náð- ust. ,Að sögn Kolbeins var yfirheyrslan yfir þeitn ntjög greinileg, hver spurning og hvetl svar bókað. Á einum stað reynir Sören að koma einhvers konar galdraáburði á Niels litla. Kveður hann hafa sagt að ef þeir bölvuðu nóg og rögnuðu ntundi skrattinn koma og hjálpa þeim. Þetta þótti dómurunum ljótt að heyra og kölluðu Niels fyrir sig í annað sinn. Spurðu hvað væri hæft í þessu. Þá sagði hann söguna, sem hver íslendingur ætti að hlusta vel eftir, segir Kolbeinn: „Þegar við vorum búnir að flækjast um í skóginum í 2-3 daga var Sören orðinn svo aðþrengdur að hann mælti ekki orð lengur. En allt í einu sagði hann: Nú verðum við að gera kontrakt. Kalla til okkar manninn sem kann að gera kontrakt, þ.e. samning við andskot- ann. Þessi maður, sagði Sören, heitir Fúsi Friðriks á Islandi. Þann mann vildi Sören fá til að hjálpa sér. Ef hann hefði penna og blað mundi hann geta skrif- Rauði kastalinn í Charlotte Amalie, danska virk- ið Fort Christian, þar sem örlög þrælanna og Sigurðar Teitssonar voru ráðin. Hér segir af hremmingum Sigurðar Teitssonar Islænder á St. Thomas að kontraktinn. Fúsi þessi á íslandi var um 1650 á Hóli í Kinn, danskur kaupmannssonur, bóndi og mik- ill ættfaðir. Hét Vigfús Friðriksson. Var Vigfús þessi borinn galdrasökum, en tekst að fría sig bæði heima fyrir og á Alþingi. Þessi merkisbóndi býr í nágrenni Húsavíkur, þaðan sem strákurinn Sigurður Teitsson fór burt um 1680. Af því dreg ég þá ályktun að hann hafi verið að kalla á afa sinn. Að minnsta kosti er Sören eða Sigurður vel kunnugur í Þingeyjarsýslu. Þetta dugði piltunum tveim þó ekki.“ Fyrii' flóttann eru þeir dæmdir sem hlekkjaþrælar. En ntánuði síðar stijúka þeir í þriðja sinn með nokkr- um hinna fyrri. Stálu þeir báti og hugðust komast til St. Croix og þaðan með skipi heim til Danmerk- ur. Komust þeir á rúmsjó en náðust milli eyjanna St. Thomas og St. Jan. Þá var 11. nóvember 1686 kveðinn upp yfir þeim harður dómur. Tveir flótta- mannanna, Jens og Pétur, voru dæmdir til dauða. En þá komu upp mikil vandræði, því böðullinn var svartur og strauk út í skóg til að þurfa ekki að drepa hvíta menn. Þá hafði kastalastjórinn aðeins eitt ráð. Það var stigsmunur á glæpaverkunum og hann bauð Pétri líf ef hann vildi drepa Jens, sem hann sam- þykkti alis hugar feginn. Sören og Niels voru dæmd- ir til þriggja ára vinnu hlekkjaþræla, sem á þessum stað jafngilti dauðadómi. Á næstu mánuðum vesluð- ust þeir líka upp í kastalanum. Sören var kvaddur í dagbók virkisins 7. febrúar 1687. í bókina ritar skrif- arinn hrósyrði um hreysti þessa manns, sem þrívegis hafði náð því að stijúka úr prísundinni. „Ef það er rétt til getið að Sören sé Sigurður Teits- son, þá hefur honum kippt töluvert í kynið, því sögur gengu af Teiti Torfasyni þess efnis að hann hefði verið duglegur að stijúka úr sænskum fangelsum, sem hann var hnepptur í í stríðinu," segit' Kolbeinn. Hann bætir því við að komið hafi fram að Sören þessi Islænder mundi fæddur í Hollandi árið 1661 og hefur hann látið leita í hollenskum skjalasöfnum að þessu nafni, en ekkert fundist. Telur hann víst að Sören hafi einungis verið að reyna að bjarga lífi sínu með því að láta danska dómstólinn halda að hann væri fæddur í hollenskri lögsögu, í von um að komast til hollensku eyjanna þarna í nánd. íslenskur nýlenduumsjónarmaður Ekki virðist Sigurður Teitsson hafa verið eini maður- inn ættaður af Islandi sem kemur við sögu dönsku Jómfrúreyjanna um þetta leyti. Kolbeinn Þorleifsson bendir á annan mann af íslenskum ættum. Sá hét Hans Leganger Wexels Arnesen og var skráður ný- lenduumsjónarmaður í St. Croix. Þetta var elsti sonur Páls Árnasonar (Arnesen) rektors, sem fæddur var 1776, sonur síra Árna Sigurðssonar í Holti undir Eyja- fjöllum og konu hans Kristínar Jakobsdóttur stúdents á Búðum. Hann var mikill málamaður, málfræðingur og kennari og vann m.a. að ritstörfum í Kaupmanna- höfn og var giftur danskri konu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.