Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 6
6 fe MORGÚNBLÁÐlÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR JI/U/IAM GiciAjaysu . ■ w SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 UMHVERFISIWALA; v/ náttúruvísindi í andstöbu viö trúarbrögö Vísindi og trú AFSTAÐA þeirra sem fást við vísindastörf á sviði eðlis- og náttúru- vísinda til trúarbragða er ofarlega á baugi um þessar mundir. Mönnum hefur lengi sýnst sem svo að raunvísindi séu ósamræman- leg trú á guðlega forsjón. Raunvísindamenn hljóti t.d.að afneita sköpunarsögunni eins og hún birtist í biblíu kristinna, vegna þess að hún stangast á við raunveruleika náttúrulögmálanna. Þessi umfjöllun er að sjálfsögðu allt of flókin og umfangsmik- il til að um sé fjallað í stuttum pistli um umhverfismál. En í til- efni þess að trúarhátíð jólanna er nýlega um garð gengin og umræð- ^^^^■■■■■■i an um hið óbrúan- lega bil milli trú- arbragða og vís- inda hefur færst yfir á nýjar víddir meðal hugsuða og andans manna eftir Huldu víða um heim hin Valtýsdóttur síðustu ár, er freistandi að minnast þessa örlítið í tengslum við umhverfi okkar og lífríki. Kveikjan er hins vegar ekki síst nýútkomin bók eftir Matthías Johannessen þar sem hann fjallar um skáldið, náttúrufræðinginn og trúmanninn Jónas Hallgrímsson á einkar hugþekkan hátt. Bókinni er skipt í 26 kafla en hér er ein- göngu staldrað við þann kafla sem ber heitið Trú, fegurð og vísindi og rædd afstaða Jónasar til þess- ara hugtaka. Þar tekst Matthíasi að varpa nýju ljósi á persónu Jón- asar Hallgrímssonar, þessa ást-, sæla skálds íslendinga, og styðja það rökum, að skammt sé bilið milii vísinda og lista. Þegar talið berst nú á dögum að umhverfis- málum ber hæst ramakvein frá þeim sem best þekkja til um ástandið. í þeim kafla bókarinnar sem hér verður lauslega vitnað til kveður við nýjan tón. Jónas Hallgrímsson var barn síns tíma“, segir Matthías Johann- essen í upphafi þessa fyrrgreinda kafla, „og leit á tilveruna sem óumdeilanlega sköpun guðs og náttúruna og líf mannsins sem merki um nálægð hans. í ritgerð- inni Um uppruna jarðarinnar virð- ist Jónas ýja að nýstárlegum kenn- ingum eðlisfræðinnar á þessari öld, þegar hann talar um að fyrir- komulag sólkerfis vors, eins og hann kemst að orði, haggist ekki af nýjum og stórkostlegum við- burðum. Það er þetta orð — við- burður — sem ég staldra við og tel að vísi fram á okkar öld sem einhvers konar skáldleg hugljóm- un eða vísindalegt innsæi.“ Nokkru síðar segir M.J.: „Jónas lagði mikið upp úr sannleikanum eins og gert var í formála Fjölnis og nefnir hann á tveimur mikil- vægum stöðum í ljöðum sínum. En fegurðin er alltaf í fylgd með sannleikanum eins og í keAningum margra síðari tíma eðlisfræðinga. „Skynsemina þyrstir eftir sann- leikanum vegna hans sjálfs, hann er henni dýrmætari en so að hún í hvert sinn spuiji sig sjálfa, til hvurra nota hann sé, hann er sál- inni jafn ómissandi og fæðan er líkamanum", segir í Fjölnisformá- lanum.“ „Af skrifum Jónasar má sjá að hann setur manninn og guðlegan innblástur hans í hásæti. Þannig eru vísindalegar hugmyndir hans eins nýstárlegar og þær geta ver- ið. Maðurinn er mikilvægur og óumdeilanlegur þátttakandi í sköpunarverkinu, það er hugmynd Jónasar og afstaða til umhverfis- ins“, segir Matthías á öðrum stað. „Og þannig eru náttúruvísindin nú ekki í neinni andstöðu við kristna trú. í krafti skáldlegrar fegurðar er sköpunarsagan í Ge- nesis sönn, að dómi Jónasar. Slík sköpun er fegurð og fegurð er sönn. Slíka afstöðu má sjá hvar- vetna í verkum Jónasar og því hafa margir talið hann hneigðist til algyðistrúar en hann er alkrist- Nýr æfingasalur Okkar sérsvið er að þjálfa fólk með háls-, herða-, og bakvandamál Opið virka daga frá kl. 8.00-19.30 og laugardaga milli kl. 10 og 14. Sjúkraþjálfarar eru alltaf f æfingasalnum milli kl. 16.30 og 19.30 virka daga og laugardaga Ágætis baðaðstaða ásamt vatnsgufu M.T. stofan sjúkraþjálfun, Síðumúla 37, sími 683660. Verið velkomin! Andrés Kristjánsson, sjúkraþj. Eyþór Kristjánsson, sjúkraþj. Gunnhildur Ottósdóttir, sjúkraþj. Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþj. Sandra Remigis, sjúkraþj. inn eins og ljóð hans bera vott um og sem slíkur fann hann ekkert sem stangaðist á við kristindóm ... Afleiðing af skammtaaflsfræði þessarar aldar er sú meðal annars að margir fremstu eðlisfræðingar nútímans telja vitund mannsins taki virkan þátt í að skapa efnis- heiminn. Hún sé sem sagt það sem allt snýst um. Maðurinn sem var orðinn utangarðs í sköpunarverk- inu er þannig aftur og enn í mið- þyngdarstað, þar sem guð hafði sett hann í upphafi. Um það ekki síst snýst skáldskapur Jónasar Hallgrímssonar og af þeim sökum er hann jafn nútímalegur náttúru- vísindamaður og hann er óumdeil- anlega nýtískulegur í skáldskap sínum og viðhorfum.“ Matthías tengir með nokkrum dæmum verk öndvegis listamanna sögunnar og vísindalegar niður- stöður ofurmenna á borð við Ein- stein og segir að þannig geti hug- myndirnar í ljóðum Jónasar einnig verið vísindi. Og eitt sé víst að þær eigi margar rætur í vísindalegum hugmyndum sem hann kynntist og leituðu á huga hans. Kannske voru þær einnig andsvar við þess- um vísindum. „Listamaðurinn getur þannig verið vísindamaður á sama hátt og vísindaleg hugsun getur átt rætur í mikilsverðum skáldskap sem tilveran og náttúra hennar yrkir sífeildlega inn í umhverfi okkar og hugsun. Ýmsir af helstu éðlisfræðingum okkar tíma virðast öruggari leiðsögn til guðs en kirkjusókn eða hefðbundin trúar- brögð. Slíkar hugmyndir um til- Matthías Johannessen Um Jónas veruna, slík leiðsögn hefði verið Jónasi meira að skapi en aðrar þær kenningar um efnisheiminn sem við þekkjum. Og raunar boðaði hann slíkar kenningar í ljóðum sínum. Ekkert Ijóðskáld sem ég þekki er þannig nútimalegra en Jónas Hallgrímsson ef miðað er við þær kenningar um efnisheim- inn sem nú eru efst á baugi. Jón- asi hefði þótt það viðhorf til vís- inda gífurlega mikilvægt að ekk- ert það sé í nútímakenningum eðlisfræði sem stangast á við kristna trú. Þessar hugmyndir flutti hann sjálfur fullum fetum í ljóðum sínum og þurfti ekki að færa rök að þeim, svo nátengdar sem þær eru upplagi hans og hugs- un allri. Hann var ekki einungis skáld af guðs náð heldur einnig vísindamaður af guðs náð.“ Þróunarkenningar Darwins birtust ekki fyrr en að Jónasi látn- um, en Matthías fjallar nokkuð um darwinisma síðari tíma og bæt- ir við tímabærum viðvörunarorðum til núlifandi kyn- slóðar — svo orð- rétt: „Þegar við lítum um öxl virðist allt stefna upp á við að æ fullkomnári líf- verum. En þróun- arkenningin segir ekki endilega fyrir um það hvernig líf- verumar muni þró- ast, heldur einung- is að umhverfið velji þær lífverur sem hæfa því best og eigi auðveldast með að lifa af og tímgast. Og verða þá ríkjandi í um- hverfí sínu. Ef við lítum á drullupoll- inn þá hæfa frum- dýrin honum best. Og ef maðurinn gerir jörðina, umhverfi sitt og hótel, að einni allsheijar forarv- ilpu, þá velur vilpan það lífsform sem hæfir henni best. Þá þyrfti allt aðra hæfileika til að lifa af en þá sem við teljum nú merkasta og mikilvægasta. Svo gæti farið að hér á jörðinni þrifist ekkert æðra líf. En sé einhver fyrirætlan á bak við sköpunarverkið getur það ekki verið tilgangur þess. Ef Jónas lifði á okkar dögum eygði hann áreiðanlega mesta von í því að vilji guðs og vitund stæði til annars en útrýmingar æðra lífs. Forarvilpan væri í andstöðu við fegurðarskyn Jónasar og því mætti ætla að hún væri ósönn, að minnsta kosti sem niðurstaða í skáldlegri sýn. Auk þess væri hún í andstöðu við einfalda lausn þar eð hún væri andstæð náttúr- unni sjálfri. Einfaldasta lausnin er oftast fegurst — einnig í augum merkra raunvísindamanna." TÆKNI///venœr kemur vetniö ? Vetni í stað olíu ÞESSI spurning er borin fram með ísland í huga. Hér á landi eru margar þær forsendur sem ættu að verða til þess að við byggjum okkur fyrr og betur undir breytta tírna, þegar olía jarðarinnar er uppurin. Sú stund ætti að renna upp nálægt miðri næstu öld, en löngu áður hljóta þjóðir heims að vera farnar að finna fyrir timburmönnum eftir áhyggjulaust orkufyl- lerí alla þessa öld. Við íslendingar höfum um margt sérstöðu þegar að þessum umskiptum kemur og varla nein spurning um að við ættum að geta búið okkur undir þessi sársaukafullu umskipti fyrr og betur en aðrir. Það er ekkert einfalt svar til við því hvenær eða hvort vetnið kemur í stað olíunnar sem megineldsneyti samgöngukerfis og atvinnulífs heimsins. Málið er ekki bara tæknilegs og hagfræðilegs eðlis, heldur í hæsta máta pólitískt. Ekki aðeins getur óstöðugt stjórn- málaástand ger- breytt hag- eftir Egil Egilsson fræðistærðum á einum degi, líkt og við fengum smjörþefinn af árið 1973 í olíukreppunni, heldur verður það pólitísk ákvörðun ríkja heims í heild og hvers ríkis um sig hvenær mengun and- rúmslofts jarðar og staðbundin mengun stórborga verður til að skrúfa fyrir olíurennslið. Hvor- tveggja þetta yrði vatn á myllu okkar íslendinga sem hljótum að fara hvað af hveiju að búa okkur undir að vera í viðbragðs- stöðu, jafnt þótt orkueiningin í vetni framleiddu hér sé nú nokkrum sinnum dýrari en sú sem fengin er úr olíunni. Grundvallarlega er tæknin þekkt og einföld: Rafstraumur er nýttur til að kljúfa vatn í frum- efni sín, vetni og súrefni. Orkan sem rafstraumurinn gefur skilar sér að nýju er vetninu er brennt á vanalegan hátt, eða í sprengi- holi vélar. Við brunann myndast vatn að nýju, sem sé mengunar- laus bruni. Hins vegar er ferlið í heild ekki hreint nema upphaf- lega raforkan, sem notuð er til að kljúfa vetnið komi frá meng- unarlausu orkuveri. Sé kolum eða olíu brennt til þeirrar fram- leiðslu, fer hinn mikli þolandi mannlegra synda, andrúmsloftið, ekki betur út úr þessu en ef brennt væri olíu. Einmitt í þessu liggur forskot okkar íslendinga. Vatnsorkan mengar ekki and- rúmsloft, þótt hún komi fram í röskun landslags og á lífríki í misjöfnum mæli. Miðað við nú- verandi hagstærðir er aðeins lít- ill hluti þeirrar vatnsorku virkj- aður sem borgar sig að virkja, sé hægt að losna við orkuna á heimsmarkaðsverði. Sé miðað við að allt væri virkjað sem virkj- anlegt er (og landið hálft gert að uppistöðulóni), hafa aðeins örfá prósent verið virkjuð. Einn kosta okkar er að hér liggur fyrir nokkur reynsla af vetnisframleiðslu. Sé framleiðsla hafin í smáum mæli fyrsta kast- ið, er það og kostur að fram- leiðsluhraða má breyta og nota til hennar ódýrt næturrafmagn og því er framleiðslan ekki háð forgangsorku. Þetta veldur því að fara mætti af stað með fram- leiðslu fyrir hluta innanlands- markaðar án verulegra virkjana- framkvæmda. Sé hinsvegar lagt út í að keyra t.d. fiskiskipa- og bílaflota landsmanna á vetni, þyrfti til þess eins álíka af nýjum virkjunum og þær sem fyrir hendi eru nú í landinu. Sé hafinn útflutningur orku í formi vetnis í stórum stíl, þarf nýjar stórvirkj- anir í þeim mæli að mjög fer að reyna á það hvort við viljum vemda náttúru okkar. Varla er vafi á að við verðum samkeppnis- hæf um orku í þessu formi þegar að kemur. Hvenær að kemur, er fyrst og fremst spurning um pólitískar ákvarðanir: Hvenær verða yfirvöld stórborga orðin svo langþreytt á mengun bensín- bílsins, að almenningsumferð og síðar einkaumferð bíla verður gert að nota annað en bensín? Hvenær sannfærast menn end- anlega um að vetni sé hagkvæm- ara þotueldsneyti en það sem notað er nú? Hvenær sammælast þjóðirnar um að gróðurhúsahrif- in séu raunveruleg og aðkallandi ógnun?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.