Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
Sýndkl. 11.05.
Sýnd kl. 3 og 5.05.
Midav. kr. 350 kl. 3.
Ný hörkugóð spennumynd frá Tony Scott sem leikstýrði „Top Gun“.
„...skondið sambland af „The Getaway" og „Wild at Heart", mergjuð
ogeldheitástarsaga...sönnásteródrepandi.“ ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 5.10, 7.10, 9 og 11.15. B.i. 16 ára.
Nýjasta stórmynd leikstjórans Kenneths Branagh, sem m.a. gerði
myndirnar „HENRY V“ og „PETER’S FRIENDS". Myndin hefur
fengið frábæra dóma bæði erlendis og hérlendis.
„Ys og þys Branaghs er fyrirtaks skemmtun, ærslafullt og hressi-
legtbíósemsvikurengan." ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 3, 5, 7.05, 9.05 og 11.15.
JAPANSKIR KVIKMYNDAOAGAR
GEIMSKIPIÐ YAMATO
KVATT
Fréttapunktar af Snæfellsnesi
Laugabrekku, Breiðuvík.
Um jól og nýár var blíð-
viðri og góð færð á vegum.
Góður fiskafli barst á land á
Arnarstapa á liðnu ári. Blíð-
skapartíð var með einsdæm-
um góð á sl. sumri. Fram-
kvæmdir voru talsverðar á
árinu. Ein fískeldisstöð er í
sveitinni.
Blíðskaparveður var um jól
og nýár og snjólaust að kalla.
Niðri í fámenninu var friðsælt
og rótt um jól og nýár.
Sóknarpresturinn sr. Rögn-
valdur Finnbogason, messaði
í Hellnakirkju á jóladag og
skírði eitt bam. Það var hátíð-
leg stund. Kirkjusókn var
mjög góð 100% sóknarbarna
var við messuna og að auki
aðkomufólk.
Þetta var kveðjumessa sr.
Rögnvaldar í Hellnasókn en
nú um áramót er Hellnasókn
komin í nýtt prestakall, In-
gjáldshólsprestakajl. Nýkjör-
inn prestur, sr. Ólafur Jens
Sigurðsson, er nú fluttur í
prestakallið og situr hann á
Hellissandi. Sr. Rögnvaldur
Finnbogason verður áfram
prestur á Staðarstað og hefur
Söðulshólsprestakall verið
lagt undir Staðarstað.
Jólatrésskemmtun var
haldin í félagsheimilinu á
Lýsuhóli fyrir börn úr Staðar-
sveit og Breiðuvík á millf^óla
og nýárs.
Á liðnu ári bárust á land á
Amarstapa um 1000 tonn af
fiski, slægðum að mestu. Fisk-
urinn fór allur á Breiðafjarð-
armarkað. Um 40 bátar voru
í höfninni á Amarstapa þegar
þeir vom flestir. Fjórir trillu-
bátar réru með línu í haust
og var afli mjög tregur og
gæftir slæmar. Síðast í októ-
ber og allan nóvember gaf
aldrei á sjó. Bátar sem réra
með færi í haust fengu reit-
ingsafla en gátu lítið róið
vegna ótíðar. Pétur Pétursson
á Malareyri sem á trillubátinn
Bárð SH 81 lét lengja bátinn
í haust á Akranesi og byijaði
hann að róa með línu 30. nóv-
ember. Hann hefur róið síðan
og með honum Geir Högnason
frá Bjargi, Arnarstapa. Þeir
félagar réru 13 róðra í desem-
ber og afli var 40 tonn. Þeir
halda áfram róðram og hafa
nú frá áramótum fengið um
27 tonn í fimm róðram. Fólk
frá Arnarstapa og Hellnum
vinnur við beitningu og utan-
sveitarmenn hafa einnig kom-
ið til hjálpar.
Sumarið var mjög gott, hey-
skapartíð með afbriðgum góð
og heyféngur bænda mikill og
góður. Dilkar vora almennt
vænir í haust. Framkvæmdir
hafa verið talsverðar í sveitinni
á iiðnu ári. Snæfellingafélagið
keypti íbúðarhúsið Eyri á Am-
arstapa sem var ríkiseign. Eft-
ir að Snæfellingafélagið eign-
aðist húsið var það endurbætt
mikið að innan m.a. allt málað
og skiptust félagsmenn viku-
lega á um að vera þar í sum-
ar. í haust var þak hússins
endumýjað. Húsið er nú orðið
mjög vistlegt. Þá vora talsverð-
ar framkvæmdir við Hellna-
kirkju. Tum kirkjunnar var
endumýjaður og gluggar.
Gangstígur um 50 m langur
lagður frá bílaplani að kirkju,
bílaplanið stækkað, um 40 m
langur grjótgarður hlaðinn við
bflaplan og rafljós sett með-
fram göngustíg sem er lagður
úr náttúralegu grjóti.
Gunnar Kolbeinsson Syðri-
Tungu í Breiðuvík er með físk-
eldi og er það bleikja. Stöðin
er mjög vel hönnuð og hafa
þau hjónin Gunnar og Svan-
fríður unnið að mestu að þessu
sjálf. Hann hefur meira en nóg
vatn bæði heitt og kalt og all-
ur útbúnaður er í besta lagi.
Hann er nú komin með um
40.000 seiði í eldi. Bleikjueldi
hefur gengið mjög vel og er
um rúmt ár síðan Gunnar byij-
aði á fískeldinu og segir hann
að markaður sé góður.
Eg óska öllum landsmönn-
um til sjávar og sveitar guðs-
blessunar á liðnu ári.
— Finnbogi.
Stórskemmtileg teiknimynd
fyrir börn. Ein sú vinsælasta
sem sýnd hefur verið í Japan.
Enskt tal, ekki íslenskur texti.
Sýnd sunnud. kl. 3.
Fyrsta kvikmyndin sem Japanir
hafa gert i samvinnu við Rússa.
Stórbrotin mynd þar sem
sögusviðið er Síbería 1918.
Sýnd kl. 9.15.
.
mm TOfiLfiKflp
Háskólabíói
fimmtudaginn 13. janúar, kl. 20.00
Hljómsueitarstjóri: Osmo Vánská
Einleikari: Jan Erik Gustafsson
ffl1ISSK.Pfi
Þorkell Sigurbjörnsson: Ys og þys
Igor Slravínskíj: Jeux de cartes
Max Bruch: Kol Nidrei
Pjoir Tsjajkofskíj: Rokoks tilbrigði
Jean Sibelíus: Sinfónía nr. 7
• '=!
Sími SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fSLANDS Sími
622255 Hljómsvolt allra Itlonúinga 622255
Leki í Listasafnmu
Dýrðir á þrettánd-
anum í Grindavík
Grindavík.
ÞAÐ var mikið um dýrðir á þrettándagleði í Grindavík
þegar jólin voru kvödd með álfareið, dansi og söngvum.
Venja er fyrir því að börn
í Grindavík klæði sig upp í
allskonar gervi og gangi milli
húsa og sníki gott í poka
gegn því að syngja fyrir hús-
ráðendur. Nú var ákveðið að
bæta við og gera bæjarbúa
virkari í þrettándagleðinni og
brenna jólin út með þátttöku
þeirra. Safnast var saman í
skrúðgöngu við gamla kven-
félagshúsið í Grindavík og
voru álfakóngur og álfa-
drottning í broddi fylkingar
ríðandi á hestum og á eftir
fylgdu hestamenn ásamt
göngufólki með blys. Skrúð-
ganga þessi hélt að íþrótta-
húsinu þar sem skemmtidag-
skrá var utandyra.
Byijað var á því að kveikja
í brennu mikilli sem hafði
verið sett upp og blandaður
kór söng við undirleik lúðra-
sveitar úr Tónlistarskóla
Grindavíkur undir stjórn
Siguróla Geirssonar. Þá
sýndi dansflokkur undir
stjórn Vilborgar Guðjóns-
dóttur vikivakadansa undir
hljóðfæraslætti og söng.
Fjölmenni í gleðinni
Bæjarbúar í Grindavík létu
ekki sitt eftir liggja því mikið
fjölmenni tók þátt í gleðinni
bæði gamlir og ungir og
höfðu hina bestu skemmtun
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Alfakóngur og álfadrottning, Páll Valur Björnsson og
Sólný Pálsdóttir.
af. Þrettándagleði hefur ekki
verið haldin í Grindavík síðan
1982 og var nú endurvakin
af menningamefnd sem var
stofnuð upp frá M-hátíð sem
haldin var á Suðurnesjum á
síðasta ári og stefnt er að
því að gera hana að árlegum
viðburði. Fjöldi einstaklinga
og samtaka tók þátt í að
gera gleðina að veruleika.
FÓ
NOKKRAR skemmdir urðu á Listasafninu á Akureyri
vegna leka, en svo virðist sem stjórnkerfi loftræstikerfis-
ins hafi ekki virkað. Verið var að taka niður sýningu á
úrvali verka í eigu Markúsar ívarssonar þegar tjónið
uppgötvaðist.
Ingólfur Ármannsson,
menningarfulltrúi Akur-
eyrarbæjar, sagði að senni-
lega hefði raki komist inn í
loftræstikerfíð og gufa þéttst
í því með þeim afleiðingum
að vatn fór að leka. Viðvör-
unarkerfið hefði ekki farið í
gang og virtist vera sem
stjórnkerfið hefði ekki virkað
rétt við þessar aðstæður.
Safnið er lokað í janúar-
mánuði, en í gærmorgun átti
að taka niður og ganga frá
sýningu sem þar var síðast á
úrvali verka sem voru í eigu
Markúsar Ivarssonar og voru
þar á meðal myndir eftir
helstu málara þjóðarinnar.
Engar skemmdir urðu á
verkunum, að sögn Ingólfs.
Einhveijar skemmdir urðu í
safninu vegna lekans, en þær
höfðu ekki verið metnar í
gærdag.
Styðja samnmgamenn
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyj-
um 5. janúar s.l:
Fundurinn lýsir yfír fullum
stuðningi við samningamenn
okkar í yfirstandandi kjara-
deilu. Fundurinn harmar af-
stöðu Vestfirðinga i þessum
málum. Fundurinn skorar á
hagsmunaaðila og stjórnvöld
að aflamark verði lagt niður
og t.d. sóknarstýring verði
tekin upp.