Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
EFNI
Kosningabandalag minnihlutaflokkanna í borgarsljórn
Ljóst að allir
flokkar sam-
þykkja framboð
KJÖRDÆMIS- og fulltrúaráð minnihlutaflokkanna í Reykjavík
og félagsfundur Kvennalistans fjölluðu í gær um það samkomu-
lag sem fyrir liggur um sameiginlegt framboð til borgarsljórnar-
kosninganna í vor. Fulltrúaráð Alþýðuflokks samþykkti að ganga
til samstarfs við hina flokkana um sameiginlegt framboð og var
ákveðið að halda prófkjör um fulltrúa í 4. og 9. sæti listans í lok
janúar. Samþykkt var að leita til Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur um að taka að sér 8. sæti listans og verða borgarstjóraefni
framboðsins.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins, félagsfundur Kvennalista
og trúnaðarráð Framsóknar-
flokksins samþykktu einnig fram-
boðið í gær.
Málefnasamningur útfærður
Skipaður hefur verið vinnuhóp-
ur með fulltrúum allra flokka til
að útfæra málefnasamning og
framboðslista sem síðan verða
lagðir fyrir félagsfund Samtaka
um kvennalista og trúnaðarráð
flokkanna til afgreiðslu.
Boðað var til sameiginlegs
blaðamannafundar flokkanna kl.
16 í gærdag þar sem niðurstaðan
var kynnt.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins skipaði þriggja manna
vinnuhóp til að útfæra málefna-
samning og framboðslista en í
honum sitja Ámi Þór Sigurðsson,
Arthur Morthens og Guðrún Ág-
ústsdóttir. Stjóm kjördæmisráðs-
ins mun fjalla um hvemig vali
frambjóðenda af hálfu flokksins
verður háttað síðar í vikunni.
Morgunblaðið/Sverrir
KVENNALISTAKONUR komu saman á félagsfundi í Reykjavík í
gærmorgun.
ALÞYÐUFLOKKSMENN í fulltrúaráði flokksins komu saman kl.
10 í gærmorgun. Á fundinum átti að ráða til lykta hvort flokkur-
inn veitti fulltrúum flokksins í viðræðum minnihlutaflokkanna í
Reykjavík.
Flugleiðir hætta við inn-
heimtu afgreiðslugjalda
FORRÁÐAMENN Flugleiða hafa ákveðið að hætta við að innheimta
afgreiðslugjald á fyrstu bókun á hóteli og bílaleigubíl að sögn Einars
Sigurðssonar, blaðafulltrúa fyrirtækisins. Aftur á móti verður gjaldið,
sem nemur 1.000 krónum, innheimt þegar viðskiptavinir óska eftir því
að láta bóka fyrir sig leikhúsmiða, lestarferðir og miða á kappleiki
svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fólki gert að greiða 2.000 krónur
fyrir breytingar á staðfestri bókun. Ferðaskrifstofur innheimta einnig
slíkt gjald og segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak-
anna, vert að kanna hvort þær hafi haft samráð um álagningu þess,
en slíkt sé óheimilt með lögum.
Einar segir að þessi gjöld hafí und-
anfarin ár verið í gjaldskrá Flugleiða
en nú hafí verið ákveðið að fara að
Fhitninga-
bíll ók inn í
hrossahóp
FLUTNINGABÍLL ók inn í hóp
níu hrossa í Ljósavatnsskarði um
miðnættið í fyrrinótt með þeim
afleiðingum að þrír hestar dráp-
ust auk þess sem einn þurfti að
aflífa til viðbótar.
innheimta þau. Afgreiðslugjöldin
leggjast eingöngu á þá sem kaupa
svokallaðar pakkaferðir og afslátt-
armiða og vilja til viðbótar að ferða-
skrifstofan sjái um að panta miða á
ýmsa viðburði fyrir sig svo og lestar-
og feijuferðir. Breytingagjaldið leggst
svo á ef fólk vill breyta staðfestri
bókun á fyrmefndum atriðum.
Einar segir að afgreiðslugjöldin
leiði ekki til lækkunar á verði á flug-
ferðum. Samkeppni sé hörð og séu
afgreiðslugjöldin liður í hagjæðingu
til þess að geta haldið verði niðri.
Ekki verða innheimt afgreiðs'u-
gjöld hjá þeim sem borga fullt verð
fyrir miðann sinn, segir hann.
Jákvætt að fólk borgi fyrir
þjónustuna
fínnist honum verðlagningin óeðli-
lega há ef um til dæmis eina breyt-
ingu sé að ræða. Aftur á móti sé það
mun alvarlegra mál að ferðaskrif-
stofumar virðist hafa haft samráð
um verðið, segir hann, og hyggist
Neytendasamtökin vekja athygli
Samkeppnisráðs á þessu.
Tvöfalt hærri
greiðsla eðlileg
fyrir meira starf
SIGHVATUR Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst á
næstu dögum boða formenn bankaráða ríkisbankanna, Landsbanka,
Búnaðarbanka og Seðlabanka, á sinn fund vegna niðurstöðu athugunar
Ríkisendurskoðunar á launalgörum bank;istjóra og bankaráðsmanna.
Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka, kveðst ekki enn
hafa fengið athugun Ríkisendurskoðunar í hendur en telur jákvætt að
athugunin hafi verið gerð. Hann segir eðlilegt að bankaráðsmenn Búnað-
arbanka fá tvöfalt hærri greiðslur en bankaráðsmenn í Landsbankanum,
þar sem þeir séu einnig stjórnarmenn í Stofnlánadeild landbúnaðarins
og í setu þar séu fólgnar greiðslur sem skýri mismuninn.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Húsavík hafði hrossahópur-
inn sloppið úr girðingu og var á þjóð-
veginum um Ljósavatnsskarð þegar
flutningabíllin fór þar um aðfarar-
nótt laugardagsins.
Afgreiðslugjöldin nema 1.000
krónum hjá öllum ferðaskrifstofum
og breytingar kosta 2.000 krónur.
Jóhannes segir að þó það sé já-
kvætt að fólk verði nú látið borga
fyrir þá þjónustu sem það fær þá
„Ég á von á að greiðslur fyrir setu
í bankaráði Búnaðarbanka séu sam-
bærilegar við t.d. setu í Landsbanka,
en síðan er starf í þágu Stofnlána-
deildar sér stjómunarstarf. Þeir sitja
þar fundi álíka oft og bankaráðs-
Skattar á verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Reykjavík
Tekjur borgarsjóðs 395 millj. í
stað 2 milljarða aðstöðugjalda
I FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að tekjur
borgarsjóðs af sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði
um 245 milljónir á árinu. Kemur sú upphæð ásamt um 150 milljóna
króna hækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á móti 2 miiljörðum
sem féllu niður með niðurfellingu aðstöðugjalda til borgarsjóðs.
Markús Öm Antonsson borgar-
stjóri sagði, að þessi sérstaki fast-
eignaskattur væri 1,25% í Reykjavík
eins og lög gerðu ráð fyrir. „Við fór-
um eftir þeim heimildum og tillögum
sem komu frá nefnd ráðuneytanna
og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfé-
lögunum yrði bættur missir aðstöðu-
gjaldsins með tiiteknum hætti,“ sagði
hann. Það hafí verið nákvæmlega
skilgreint með hækkun útsvarspró-
sentu frá 8,4% upp í 9,2%. Ákveðið
hafí verið að halda útsvari í Reykja-
vík í lágmarki eða 8,4% og nýta ekki
heimild til hámarks álagnmgar.
Skiljanlegt
„Það er ljóst að sum sveitarfélög
hafa ekki beinlínis þurft á þessari
hækkun á útsvari að halda í 8,4%
eða þau eru í þeirri aðstöðu að að-
stöðugjöld vógu lítið hjá þeim, þar
sem fyrirtæki em tiltölulega fá og
þar af leiðandi litlar tekjur af þeim
skatti,“ sagði M.arkús. „Það er því
mjög skiljanlegt þegar menn eru í
þeirri stöðu að þeir fari ekki að
nota sér þennan skatt eða þessa
heimild."
fundi, eða minnsta kosti tvisvar í
mánuði, auk þess sem að starfíð fer
ekki allt fram á fundurn," segir
Pálmi.
Pálmi kveðst ekki telja bein laun
bankastjóra neitt sérstaklega óeðlileg.
„En ég geri ráð fyrir að athugunin
hafí beinst að þeim greiðslum sem eru
fynr utan hin beinu laun, og þetta eru
auðvitað mjög há laun sem þeir hafa
samtals fyrir slík stjómarstörf sem
þeir taka þátt í og eru tilefni til þess-
ara viðbragða ráðherra," segir Pálmi.
Aðspurður um hvort sú ráðstöfun
Búnaðarbanka að greiða skattinn af
bílahlunnindum bankastjóra sinna,
hljóti ekki að teljast til tekna seni
telja ætti fram sem slíkar, kvaðst
Pálmi reikna með að bankaráð myndi
fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar í framhaldi af fundi með viðskipta-
ráðherra og hann vildi ekki tjá sig
um þetta atriði fyrr en að þeirri
umfjöllun lokinni.
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs Landsbanka, kvaðst ekki
hafa kynnt sér efni skýrslu Ríkisend-
urskoðunar og vildi af þeim sökum
ekki tjá sig um niðurstöður hennar
fyrr en að loknum fundinum með
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
A
IJ/htgmMtMl
► 1-52
Haustkosningar?
91
► Umræða innan stjómarflokk-
anna um haustkosningar í stað
kosninga að vori 1995 hafín./lO
Hált á svellinu
► Breskum íhaldsmönnum hefur
reynst erfítt að fylgja eftir stefnu-
mótun um afturhvarf til gamalla
gilda./ 12
Framtíð fyrir staf ni
►Eimskip á 80 ár að baki og
stefnir hraðbyri fram á veg./16
Sálfræðihjáip við nið-
urskurð
►í Gautaborg aðstoðar Halldóra
Gunnarsdóttir sálfræðingur við
breytingar á starfsemi og upp-
sagnir á stofnunum borgarinnar á
samdráttartímum./l 8
Heimtir úr helju
►Helstu björgunarafrek seinni
ára riíjuð upp./20
Samfélagslegt vanda-
mál
► Lisbeth Bang átti stóran þátt í
að skipuleggja neyðarmóttöku
vegna nauðgunar á Læknavaktinni
í Ósló, sem opnuð var árið
1985-/22
B
► l-32
Hetjutenór á hugar-
fiugi
►Þórarinn Gunnarsson varð að
hætta að syngja þegar heymin
brást en tók þá að leika og skrifa
fantasíur á ensku. Hann hefur
gefíð út 10 bækur í Bandaríkjun-
um og er nú kominn með stór-
samning./l
Hugmyndaf lug á
vængjum handverks-
ins
►í heimsókn hjá Pétri Tryggva
gullsmið í Gentofte./4
Allt með handafli
►Otti Sæmundsson hefur selt
hjólbarða í hálfa öld og hefur að-
eins einu sinni tekið sér veikind-
afrí, í einn dag./6
Hola í höggi
►Það er draumur allra kylfínga
að fara holu í höggi, en oft gerist
það óvænt og við óvenjulegar
kringumstæður./12
Dulúð er skemmtileg -
en dugar skammt
►Nýöldin í nýju ljósi./14
BÍLAR
► 1-4
IMýVW-bjalla
►Ný Volkswagen-bjalla var kynnt
á alþjóðlegu bílasýningunni í
Detroit, en bíllinn var hannaður
og smíðaður í hönnunarveri VW í
Kaiifomíu./l
Reynsluakstur
►Nýir og ódýrari möguleikar með
gömlum Cherokee./2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttír 1/2/4/6/bak
Kvikmyndahúsin 24
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Minningar 31
íþróttir 46
Útvarp/sjónvarp 48
Gámr 51
Mannlífsstr. lOb
Kvikmyndir 18b
Dægurtónlist 19b
Fólkifréttum 20b
Myndasögur 22b
Brids 22b
Stjömuspá 22b
Skák 22b
Bíó/dans 23b
Bréf til blaðsins 28b
Velvakandi 28b
Samsafnið 31b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4