Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 * 1"Ti \ /^*er sunnudagur 16. janúar, sem er 16. dag- -LJ-lJlVT urársins 1994. 2. sd. eftir þrettánda. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 9.10 og síðdegisflóð kl. 21.29. Pjara er kl. 2.54 og kl. 15.21. Sólarupprás í Rvík er kl. 10.52ogsólarlagkl. 16.23. Myrkurkl. 17.29. Sóleríhádeg- isstað kl. 13.37 ogtunglið í suðri kl. 17.08. (Almanak Há- skóla íslands.) Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt.“ (Jóh. 6,27.) ÁRNAÐ HEILLA Q pT ára afmæli. Á morgun, í/O mánudaginn 17. jan- úar, verður níutíu og fimm ára Brynjólfur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, Barmahlíð 18, Reykjavík. Hann verður að heiman. ára afmæli. í dag, 16. janúar, er fimmtugur Gunnar Kvaran sellóleik- ari. Eiginkona hans er Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari. Hjónin taka á móti gestum í félagsheimili Sel- tjarnamess við Suðurströnd kl. 16-18.30 í dag, afmælis- daginn. ORÐABÓKIN Lifibrauð Stöku sinnum bregða menn fyrir sig orðalagi sem þessu: Hann hafði lifibrauð af þessu eða hinu. Hér er um að ræða tökuorð, sem borizt hefur inn í tungu okkar frá Dönum. Orðabók Blöndals og eins OM setja ? framan við, enda táknar það „vont mál eða merkingu, sem forðast beri í íslensku", svo sem segir í OM. í OM fylgir þessi skýring: „e-ð sem maður lifír á, vinnur fyrir sér með, atvinna." í dönsku er talað um levebröd og sagt merkja starfsemi, staða, sem menn lifa á: hans levebröd er joumalistik, þ.e. hann lifir á eða aflar sér viður- væris með blaðamennsku. í Dönsku orðabók Frey- steins Gunnarssonar er orðið sagt merkja viður- væri; atvinna (af emb- ætti), brauð, staða. Þótt undarlegt sé, er fyrstu merkingunni viðurværi sleppt í seinni útgáfu bók- arinnar, en sú merking á einna bezt við íslenzka notkun orðsins. Elzta dæmi, sem fundið verður í seðlasafni OH, er frá 1809 í bréfí frá Ingi- björgu, móður Gríms Thomsens skálds, en upp frá því eru mörg dæmi í safninu allt fram á okkar tíma. Vafalítið hefur orðið borizt eitthvað fyrr inn í mál okkar en við höfum heimildir um og trúlega með dönskum embættis- mönnum eða jafnvel ís- lenzkum námsmönnum frá Danmörku. Þrátt fyrir það er ástæðulaust að veita orðinu áfram braut- argengi í íslenzku máli. - J.A.J. KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 aðalsmaður, 5 karlfugl, 8 bitinn, 9 tími, 11 hvíli, 14 gælunafn, 15 lög- máls, 16 ögnin, 17 blóm, 19 glatað, 21 svifdýrið, 22 koma nær, 25 svelgur, 26 umfram, 27 skyldmenni. LÓÐRÉTT: 2 rödd, 3 eld- stæði, 4 oddur, 5 óvildarinn- ar, 6 flani, 7 deilu, 9 djöfull, 10 afkvæmanna, 12 eitraða, 13 faginu, 18 geijunar, 20 tangi, 21 guð, 23 tónn, 24 keyr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 fækka, 5 basla, 8 ofnar, 9 stelk, 11 lasin, 14 oka, 15 öldum, 16 nærir, 17 aga, 19 lóan, 21 óðan, 22 ungliði, 25 man, 26 éti, 27 rúm. LOÐRÉTT: 2 ætt, 3 kol, 4 afkoma, 5 balana, 6 ara, 7 lúi, 9.stöllum, 10 eldraun, 12 stráðir, 13 náranum, 18 galt, 20 NN, 21 óð, 23 gé, 24 IF. Myndi ekki stangast á við stjómsýslulög in að mati lögfræðings segir ráðherra l/i, rl j| I ji/i GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Jón 'jj j ! H. Karlsson, aðstoðarmann sinn og mág, formann Btjórnarnefndar j! Ríkispitalanna í stað Guðmundar Karls Jónssonar,; |(j||J! Hi! !!jilj!i‘l'i jj 111 j íjj millllllllllMi 11! ií! III i i11 llþ'íi |j TGMOMD' Því miður, ráðherrann er ekki við í augnablikinu. Má ekki bjóða yður að bera upp erindið við einhvern úr fjölskyldunni? FRÉTTIR/MANNAMÓT FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun kl. 8.20 sundkennsla í Breið- holtslaug. Fótaaðgerðir, hár- greiðsla, , kóræfíng. Vinnu- stofur opnar. Kl. 15.30 dans- kennsla hjá Sigvalda. GJÁBAKKI, félagsheimili eldri borgara, Kópavogi. Ennþá eru nokkur pláss laus á námskeiðum sem verða haldin á vegum Gjábakka. Þar má t.d. nefna dans, fram- sögn, postulíns- og silkimál- un. Skráning næstu daga í Gjábakka, s. 43400. BKR, Hallveigarstöðum. Morgunverðarfundur neyt- endamálanefndar um debet- kort verður haldinn laugar- daginn 22. janúar nk. kl. 10 á Hallveigarstöðum. Gestir verða Helgi Steingrímsson verkefnisstjóri debetkorta- nefndar og Jóhannes Gunn- arsson frá Neytendasamtök- unum. KVENFÉLAG Neskirkju heldur fund á morgun, mánu- dag, kl. 20.30. Félagsmál, bingó. Aðalfundurinn verður 28. febrúar nk. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Söngvaka í Risinu undir stjórn Stein- unnar Finnbogadóttur á morgun, mánudag, kl. 20.30. Almennur félagsfundur í Ris- inu nk. mánudag kl. 17. Bridskeppni kl. 13 í dag og félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað í Goðheimum kl. 20 í kvöld. Opið hús í Risinu kl. 13-17 á morgun, mánudag. VESTURGATA 7, félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra. Þorrafagnaður verður föstudaginn 22. janúar nk. Skemmtidagskrá. Húsið opn- að kl. 18. Uppl. í síma 627077. FÉLAGSSTARF aldraðra, Furugerði 1. Á morgun, mánudag, kl. 9 aðstoð við böðun, bókband og handa- vinnu, kl. 10.15 létt leikfími, kl. 14 sögulestur. SÓKN og Framsókn. Spila- kvöldin hefjast að nýju 19. janúar kl. 20.30 í Skipholti 50A. Spilað verður stakt kvöld. Góð verðlaun. BANDALAG kvenna, Hall- veigarstöðum, heldur for- mannafund á morgun, mánu- dag, kl. 17 á skrifstofu banda- lagsins. KVENFÉLAG Grindavíkur heldur aðalfund sinn á morg- un, mánudag, kl. 20.30 í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46. ITC-DEILDIN Ýr heldur fund á morgun, mánudag, í sal félags frímerkjasafnara, Síðumúla 17, sem hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Bókakynning. Uppl. gefa Jóna í síma 672434 og Unnur í síma 72745. KVENFÉLAGIÐ Seltjörn heldur félagsfund í félags- heimili Seltjarnarness nk. þriðjudag kl. 20.30. Heim- sókn Soroptimistaklúbbs Sel- tjamarness og Kvennadeildar Slysavamafélagsins á Sel- tjamamesi. Fyrirlesari verður Unnur Guðjónsdóttir. „ÚRVALS“-fólk heldur stofnfund ferðaklúbbs (h)eldri borgara, 60 ára og eldri, í Súlnasal, Hótel Sögu, í dag kl. 15, þar sem starf- semin verður kynnt, ferða- kynning og dans. SKAFTFELLINGAFÉ- LAGIÐ í Rvík er með félags- vist í dag kl. 14 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. KRISTNIBOÐSSAM- BANDIÐ hefur samveru fyrir aldraða í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, á morgun, mánudag. Unnið verður fyrir kristniboðið. ABK er með félagsvist í Þing- hól, Hamraborg 11, á morg- un, mánudag, kl. 20.30. NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, eru með símatíma í dag kl. 15-17 í síma 624844. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun, mánudag. EA-sjálfshjálparhópar fyrir fólk með tilfinningaleg vandamál eru með fundi á Öldugötu 15 á mánudögum kl. 19.30 fyrir aðstandendur, en þriðjudaga og miðviku- daga kl. 20 er öllum opið. KIRKJA ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir alla aldurshópa mánudag kl. 14-17. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. LANGHOLTSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20-22 fyrir 13-15 ára. TTT-starf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 16-18. Aft- ansöngur mánudag kl. 18. NESKIRKJA: 10—12 ára starf mánudag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu mánu- dagskvöld kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmumorgunn þriðjudag- kl. 10-12. Opið hús fyrir aldr- aða mánudag kl. 13-15.30. Æskulýðsfundur sunnudags- kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Æskulýðsfélagið er með fund á morgun, mánudag, kl. 20. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK á morgun, mánudag, fyrir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18. Mömmu- morgunn þriðjudag kl. 10. BORGARPRESTAKALL: Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12 í Félagsbæ. Helgi- stund í Borgameskirkju kl. 18.30. SKIPIIM_____________ reykjavíkurhöfnT í dag er olíuskipið Robert Mærsk væntanlegt til hafnar. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í dag er von á jap- önsku skipi til að taka frystan fisk._________________ MIIMIMINGARSPJÖLP MINNINGARKORT Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á þessum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa LHS., Hafnarhúsinu sími 25744 (gíró), Bókaverslun Isafoldar, Laugavegs Apótek, Margrét Sigurðardóttir, Bæjarskrifst. Seltjnesi. Kópavogur: Bóka- verslunin Veda. Hafnarfjörð- ur: Bókabúð Böðvars. S.elfoss: Höfn-Þríhyrningur. Flúðir: Sigurgeir Sigmundsson. Akranes: Elín Frímannsdótt- ir, Háholti 32. Borgarnes: Amgerður Sigtryggsdóttir, Höfðaholti 6. MINNINGARKORT Minn- ingarsjóðs Mariu Jónsdótt- ur flugfreyju, eru fáanleg a eftirtöldum stöðum: Á skrif- stofu Flugfreyjufélags Is- lands, hjá Halldóru Filippus- dóttur, s. 73333 og Sigur- laugu Halldórsdóttur, s- Sjá dagbók Háskóla íslands á bls; 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.