Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
Aðstæður einstæðs foreldris
BRESKIR skopmyndateiknarar sjá erfiðleika Johns Majors forsætisráðherra íhaldsflokksins með ýmsu móti. Hér er hann í
gervi einstæðrar móður með vandræðabörn, ráðherra sem neyðst hafa til að segja af sér vegna hneykslismála.
eftir Ágúst Ásgeirsson
BRESKI íhaldsflokkurinn á veru-
lega undir högg að sækja og
standa spjótin á John Major for-
sætisráðherra úr öllum áttum.
Herferð hans fyrir hefðbundnum
fjölskyldugildum og afturhvarfi
til hinna gömlu gilda virðist hafa
haft þveröfug áhrif. Hafa fjöl-
skyldugildin beinlínis grafið und-
an stjórn Majors vegna kynferðis-
legra yfirsjóna þingmanna og ráð-
herra og er trúverðugleiki forsæt-
isráðherrans í hættu. Á þeim tíma
sem liðinn er frá Iandsfundinum
í Blackpool í október sl. þar sem
hann boðaði bætt siðferði hefur
hvert hneykslið rekið annað og
skyggt á annars góðan árangur
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Á
fimmtudag sakaði síðan opinber
endurskoðandi bæjarráð Ihalds-
flokksins í Westminster í Lundún-
um um að hafa selt húseignir í
borgarhlutanum til þess að kaupa
sér atkvæði. Annar leiðtoga
bæjarráðsins sem sagður er bera
ábyrgð á sölu um 500 íbúða á eftir-
sóttum svæðum til að fjölga kjós-
endum flokksins situr nú á þingi.
Þetta nýja hneykslismál gat ekki
komið á verri tíma fyrir stjórn
með buxurnar á hælunum og er
til þess fallið að auka enn á erfið-
ieika Majors og Ihaldsflokksins.
Samkvæmt skoðanakönn-
un, sem gerð var áður
en það kom fram í
dagsljósið og birtist í
blaðinu Daily Te-
legraph í fyrradag, hef-
ur fylgi flokksins sjald-
an verið minna. Ein-
ungis 25,5% kjósenda styðja íhalds-
flokkinn en 46,5% Verkamanna-
flokkinn, samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt heimildum úr innsta
hring íhaldsflokksins á föstudag
hafa leiðtogar flokksins lagt á ráð-
in síðustu daga um hvernig vörn
skuli snúijí í nýja sókn. John Major
hefur sagt að gagnrýni á einkalíf
og fjármál ráðherra í stjórn hans
væri aðeins „skammvinnt uppþot“
og sagði að stefnan um afturhvarf
til hinna gömlu gilda hefði ekkert
með siðferði einstaklinganna að
gera.
Að mati breskra íhaldsmanna
eiga hefðbundin gildi, fiölskyldan
og hjónabandið, undir högg að
sækja. Stjórnin hóf því herferð fyr-
ir afturhvarfi til hinna gömlu gilda
á flokksþingi í október sl. Stjórn-
málaskýrendur hafa þó haldið því
fram að tilgangur boðskapsins hafi
miklu fremur verið sá að sameina
flokkinn eftir auðmýkjandi kúvend-
Breskum ihalds-
mönnum hefur
reynst erf itt að
fylgja efftir ffyrir-
heitum flokksins
um afturhvarf til
gamalla gilda
ingar í Evrópumálunum og deilur
innan þingflokksins. Á þinginu
lagði Major þunga áherslu á gildi
þess að horfið yrði frá mörgum
þeim kennisetningum sem viðtekn-
ar hafa verið á undanförnum árum
á sviði menntamála. Bæta þyrfti
menntakerfið og leita nýrra leiða
til að veijast þeirri bylgju glæpa-
ofbeldisverka sem riðið hefði yfir
Bretland á undanförnum misserum.
Leggja bæri þunga áherslu á hin
hefðbundnu gildi, hjónaband og
fjölskyldulíf. Þeirri hugmynd hefur
verið varpað fram að stjórnvöld
geti hlaðið undir hjónabandið með
ýmsum hætti og þannig styrkt
þessa stofnun í samfélaginu. Bóta-
og tryggingagreiðslur til einstæðra
telja sumir að binda þurfi ákveðn-
um skilyrðum. Til hefur staðið að
skerða bætur til einstæðra foreldra
og rætt hefur verið um að innleiða
kerfi sem hamlar gegn því að ein-
stæðir foreldrar sem eru á fram-
færi hins opinbera eignist fleiri
börn. Leiðarahöfundar bresku blað-
anna hafa bent á það síðustu daga
að engin merki um afturhvarf til
gamalla gilda sjáist í aðgerðum rík-
isstjórnarinnar.
Ráðherrar segja af sér
Herferðin hefur ekki gengið sem
skyldi þar sem tveir ráðherrar hafa
neyðst til að segja af aér í bytjun
árs vegna hneykslismála. Jarlinn
af Katanesi sagði af sér sem ráð-
herra siglingamála eftir að eigin-
kona hans svipti sig lífi með riffli
hans og bresk dagblöð segja að hún
hafi verið í uppnámi vegna sam-
bands hans við fyrrverandi ritara
Önnu Bretaprinsessu. Þá neyddist
Tim Yeo aðstoðarumhverfisráð-
herra til að segja af sér eftir að
hafa viðurkennt að hafa haldið
framhjá konu sinni og átt barn
með einum af borgarfulltrúum
íhaldsflokksins í júlí sl. Kom í ljós
að hann hefði einnig eignast óskil-
getið barn á námsárum sínum.
Lengi neitaði hann að segja af sér,
sagðist ekki hafa framið neinar
misgjörðir og skuldaði eng^tm af-
sökun. Leiðtogar flokksins í kjör-
dæmi Yeo voru á öðru máli, sögðu
hann veruleikafirrtan hrokagikk og
neyddu hann til afsagnar. Hafa
þeir lagt hart að honum að láta
einnig af þingmennsku. Þeir þykja
endurspegla afstöðu almennings
sem gefi lítt fyrir slagorð en kjósi
fremur að landsfeðurnir leggi sig
fram um að stjórna landinu af sam-
viskusemi og alúð með hag þjóðar-
innar að leiðarljósi en skari ekki
eld að eigin köku. Ennfremur að
þeir séu menn til að játa mistök
og biðjast afsökunar. Yeo hafði
getið sér orð fyrir ötulan stuðning
við íhaldssama fjölskyldustefnu
Majors. Stuðningsmönnum hans
þótti hins vegar að framferði hans
hefði gengið þvert á stefnu flokks-
ins um eflingu fjölskyldugilda og
um afturhvarf til hinna gömlu
gilda. Fyrst eftir að framhjáhald
hans komst í hámæli sagði Major
ekki koma til greina að setja hann
af. Á endanum skipti hann um
skoðun og sagði að menn í áhrifa-
stöðum yrðu að taka afleiðingum
afglapa í einkalífinu.
Bresk æsifréttablöð hafa enn-
fremur verið með fréttir um að
Steve Norris aðstoðarsamgöngu-
ráðherra hefði haft að minnsta
kosti fimm hjákonur. Þessi frétta-
flutningur hefur valdið mikilli ólgu
á meðal stuðningsmanna Ihalds-
flokksins í kjördæmi Norris. Er
búist við að hann verði neyddur til
afsagnar. Auðkýfingurinn Alan
Duncan sagði einnig af sér emb-
ætti ritara þingsins vegna frétta
um umdeild húsakaup hans.
Úr böndum strax?
Sumir segja að herferðin fyrir
afturhvarfi til hinna gömlu gilda
hafi eiginlega farið strax úr bönd-
um á flokksþinginu. Þar hafi ráð-
herrar og áhrifamenn farið offari
í málflutningi og afraksturinn af
öllu saman sé að boðskapurinn
hafi frekar fælt menn frá fylgi við
íhaldsflokkinn. John Major hefur
sagt að herferðin snúist ekki um
siðferði einstaklinga. Hefur hann
reynt að snúa umræðunni úr far-
vegi hneykslismálanna. „Stefnan
snýst um samfélagsgildi, um mál
sem varða alla þegna landsins"
sagði hann í sjónvarpsviðtali í síð-
ustu viku. „Við sækjumst eftir því
að treysta undirstöðumenntun, að
refsing sé í samræmi við glæpinn
sem drýgður er, að losna við fjár-
lagahalla. í aðalatriðum þarf að
ryðja úr vegi ýmsum kennnisetn-
ingum sem skotið hafa rótum á
síðustu árum og áratugum og við
teljum stangast á við heilbrigða
skynsemi," sagði hann. Major sagði
að báráttan fyrir grundvallargild-
um snerist um endurbætur í
menntakerfmu, samkeppni og aga
í skólum, baráttuna gegn glæpum,
um virðingu fyrir lögum og reglu,
um að efla löggæslu, góða siði í
opinberri stjórnun og meðferð fjár-
muna, sjálfsaga og náungakærleik,
um almenna skynsemi, það að gera
greinarmun á því sem er rétt og
rangt, þolinmæði og skilning en
ekki galdraherferð gegn einstakl-
ingsbundnu siðgæði.
Með þessu hefur verið litið svo
á að nú sé ætlun Majors að varpa
fjölskyldugildunum fyrir róða
vegna þess hnekkis sem boðskapur-
inn hefur beðið. Snúa eigi herferð-
inni inn á nýjar brautir, um samfé-
lagsgildin. Af þessum sökum hefur
forsætisráðherrann legið undir
ámæli fyrir ruglingslegan málflutn-
ing. Þá hefur það ekki orðið honum
til framdráttar að verja einn daginn
flokksbrodda, sem orðið hefur hált
á svellinu og ekki haft boðskapinn
um fjölskyldugildin í hávegum, með
því að segja að stefnan hafi ekkert
með siðferði einstaklinganna að
gera en segja svo nokkrum dögum
síðar að áhrifamenn sem hagað
hafi sér óskynsamlega verði að