Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
17
kostnað," svaraði Hörður þegar hann
var spurður um hvað ylli betri hag
félagsins. „Við gerðum sérstakt átak
til lækkunar kostnaðar upp á 230
milljónir og það hefur náðst í yeruleg-
um atriðum. Annað sem hafði áhrif
á betri útkomu en við gerðum okkur
vonir um var að flutningamir voru
meiri en okkur þóttu efni standa tii
í upphafi árs. Það er okkar markmið
í rekstri að skila að minnsta kosti
10% arði af eigin fé eins og það er
eftir skatt. Flest undanfarinna 10 ára
hefur okkur tekist að skila hagnaði
sem hefur orðið til þess að okkur
hefur tekist að endurnýja og byggja
upp fyrirtækið sem aftur hefur orðið
til að auka hagkvæmnina."
Þrotlaus vinna
Ár Harðar hjá Eimskip eru að
verða 15. Hvað er honum efst í huga
þegar litið er um öxl?
„Þetta hefur verið mér mikið verkefni -
lota sem er aldrei búin. Að taka þátt í svona
rekstri er sífellt viðfangsefni, aldrei hægt að
gefa eftir. Ég hef haft mikla ánægju af sam-
starfi við mjög góða samstarfsmenn, en sá
hópur hefur mjög breyst í gegnum tíðina af
eðlilegum ástæðum og er enn að breytast.
Við höfum endurnýjað okkur, það hefur skipt
miklu máli.“
Hörður segir að breytingaskeiði undanfar-
inna 15 ára sé ekki lokið. „Ég sé það sem
verkefni okkar að vera áfram í fararbroddi
á flutningamarkaðnum, í þessari merkingu
sem við höfum skilgreint okkar heimamark-
að. Eimskipafélagið var stofnað á sínum tíma
til að tryggja traustar samgöngur í höndum
íslendinga til að þeir hefðu sjálfir forræði á
sínum samgöngum. Þetta yar grundvallarat-
riði fyrir 80 árum og ég lít á það enn sem
fullgilt verkefni að samgöngur til og frá ís-
landi séu í íslenskum
höndum. Ég tel það
mjög þýðingarmikið
að svo verði áfram,
hvort sem hér verður
einhver samkeppni
frá útlendum aðilum
eða ekki.“
Það er ekki bara
að Eimskip hafi
breyst, Hörður talar
um þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa
í þjóðfélaginu. „Þetta
er miklu opnara og
frjálsara samfélag og
viðskiptaumhverfi
heldur en var þegar
ég byijaði. Þá þurfti
að sækja ýmislegt upp
í stjómarráð, það er
mjög breytt og tel ég
það jákvæða þróun. Viðskiptavinahópurinn
hefur líka breyst, ekki síst í útflutningnum.
Þar starfa mun fleiri en áður.
Kröfurnar til okkar hafa aukist, menn
gera kröfur um nákvæmari og betri þjónustu
en áður var.
Samskiptin við stéttarfélögin hafa verið
miklu jákvæðari en ég bjóst við þegar ég kom
hingað og í mörgum tilvikum tel ég að við
höfum stigið skref sem hafa orðið báðum
aðilum til hagsbóta."
Markmiðsáætlun íslands
Auk forstjórastarfsins hjá Eimskip er
Hörður stjórnarformaður Flugleiða og situr
í stjóm Skeljungs, allt em þetta stórfyrir-
tæki á íslenskan mælikvarða. Hvað finnst
Herði um rekstur fyrirtækis okkar allra, þjóð-
arbúsins?
Hann bendir á að hér hafi verið efnahags-
leg stöðnun í mörg ár, hægari hagvöxtur en
í löndunum í kringum okkur. „Mér finnst það
vera markmið að hér sé hagvöxtur til jafns
við eða betri en er í okkar nágrannalöndum.
Annars tekst okkur ekki að halda uppi því
velferðarsamfélagi sem hér er og menn eru
í aðalatriðum sammála um, þótt þá greini á
um áherslur. Við þurfum að gera hlutina
betur. Ég held að þetta íslenska rekstrarfélag
þurfi, líkt og við hjá Eimskip og fleiri hafa
þurft að gera, að lækka kostnað og auka
hagkvæmni. í því tel ég að séu feykilega
miklir möguleikar enn, maður horfir þar til
ríkisrekstrarins, þótt menn séu byijaðir þar
að taka á hlutum. Einnig er þetta spurning
um að auka verðmætin og að auka tekjur.
í mínum huga er það engum vafa undirorp-
ið að sjávarafli er ennþá okkar grunnundir-
staða og verður mjög lengi. Ég tel líka áhuga-
vert og nauðsynlegt að þróa aðra hluti. Til
lengri tíma litið horfum við þar til stóriðju
að einhveiju marki, en líka til ýmissa minni
þátta. Auðvitað þurfum við að endurskipu-
leggja okkar landbúnað og gera hann hag-
kvæman. Ferðamannaþjónusta er vaxtar-
grein sem við verðum að þróa. Þekking er
líka eitthvað sem við getum flutt út. Við
þurfum í vaxandi mæli að horfa lengra fram
í tímann, gera hlutina af meiri yfirvegun,
og nota betur þá þekkingu sem við ráðum
yfir. Allir þessir möguleikar eru fyrir hendi.
Þá er það spurningin um kerfin sem ráða
því að hvaða marki þetta tekst.
Það skiptir afskaplega miklu máli að eiga
góða og heilsteypta stjórnmálamenn. Það er
mín persónulega skoðun að það þurfi að
breyta kjördæmaskipaninni og fá fram meiri
virkni og heildarsýn. Persónulega tel ég einn-
ig mikilvægt að við gaumgæfum það af mik-
illi alvöru og frekar en orðið er með hvaða
hætti við ætlum að vera þátttakendur í Evr-
ópusamfélaginu í framtiðinni. Persónulega lít
ég á EES bara sem skref, reyndar nánast
sem sjálfsagðan hlut, og að einhver mesta
ógnun sem að okkur gæti steðjað í framtíð-
inni sé sú að við einangruðumst frá Evrópu."
Hörður talar um mikilvægi þess að staldra
öðru hvoru við og kanna stöðuna. Að menn
spyiji sig: Hvað erum við að gera? Hvað
hefur breyst? Hvað ógnar okkur? Hveijar eru
okkar sterku hliðar? Þegar menn hafa síðan
ígrundað þetta spyija þeir: Hvað viljum við?
Hvar ætlum við að vera eftir fimm ár eða
tíu ár? „Ég hefði talið það mjög áhugavert
viðfangsefni fyrir stjórnmálaforystuna að
gera slíka úttekt á þjóðarbúinu og reyna að
velta því fyrir sér með skipulegri hætti en
áður hefur verið gert hvar við viljum vera
stödd eftir tíu ár. Að það verði búin til mark-
miðsáætlun fyrir ísland. Það er ekki það
sama að reka þjóðarbú og fyrirtæki, en þetta
er mjög áhugavert viðfangsefni."
Menntun og taekni
Markmiðsáætlanir eru veigamikill þáttur
í rekstri Eimskips. Búið er að stika út á sigl-
ingakort næstu þriggja ára hvert skútunni
skal stýrt. Hver verða helstu verkefnin?
„Ég sé það fyrir mér að fyrirtækið muni,
til dæmis á næstu 5 árum, halda áfram að
þróast með verulegum hraða,“ segir Hörður.
„í dag tel ég það eitt af áhersluatriðunum
að komast nær markaðinum, í betri tengsl
við viðskiptavinina, geta boðið þeim nýja
möguleika. Með því skapast báðum aðilum
ný verðmæti.
Tæknin mun eitthvað breytast. Líkt og
gámavæðingin hefur einkennt síðustu árin
tel ég að sterkasti þráðurinn í nánustu fram-
tíð verði áframhaldandi þróun í gagna-
vinnslu. Hún skapar gífurlega möguleika og
eykur hagkvæmni. Ég tel líka að við þurfum
að leggja áframhaldandi áherslu á gæði og
tel að það sé grundvallaratriði í fyrirtæki
eins og Eimskip að leggja meiri áherslu á
þekkingu, sérhæfingu og þroska starfs-
manna. í því efni eru margir möguleikar."
EIMSKIP á 80
ár aó baki og
stef nir hraó-
byri fram á
veg. Undanfar-
in ár hefur
rekstur félags-
ins tekió mikl-
um breytingum
undir forystu
Haróar Sigur-
gestssonar for-
stjóra
Heimamarkaður Eimskips er fra Nýfundnalandi til Noregs
UNDANFARINN áratugur hefur
verið tímabil stórstígra breytinga
hjá Eimskip. Gámaflutningar urðu
alls ráðandi bæði á sjó og landi.
Skipin voru flest 26, fyrir áratug
hafði þeim fækkað í 20 og eru nú
helmingi færri. Burðargeta flotans
hefur þó síst minnkað frá því fyrir
10 árum. Þá skiptir ekki minnstu
máli sú hagræðing að með til-
komu gámanna getur sama skip
flutt nær hvaða vöru sem er hvort
sem hún er fryst eða ekki.
Þrátt fyrir aukna flutninga hefur
starfsmönnum fækkað hér á
landi. Með fækkun skipa hefur
fækkað í áhöfnum og gámatæknin
sparar einnig vinnuafl. Mikil hag-
nýting upplýsingatækni hefur...
einnig reynst mjög vinnuspar-
andi. Þetta hefur orðið til þess
að flutningsmagn á hvern starfs-
mann hefur aukist stórum.
Eimskip líturá Norður-Atlantshaf
sem sinn heimamarkað og þótt
starfsmönnum hafi fækkað á ís-
landi hefur þeim fjölgað í útlönd-
um. Eimskip er nú með eigin skrif-
stofur í átta löndum Evrópu og
Norður-Ameríku. Þessar skrif-
stofur eru ýmist sjálfstæð fyrir-
tæki eða útibú frá aðalskrifstof-
unni á íslandi. Stærsta umboðs-
skrifstofan erlendis er dótturfyrir-
tæki Eimskips, MGH í Imming-
ham á Bretlandi, þar næst kemur
skrifstofan í Rotterdam. Skrifstof-
urnar eru sífellt á höttunum eftir
nýjum verkefnum sem henta
flutningakerfi félagsins. Þær ann-
ast flutningsmiðlun og skipa-
afgreiðslu fyrir önnur félög til við-
bótar við Eimskip. Skrifstofan í
Rotterdam tók nýlega að sér
umboð fyrir skipafélag í Gíneu.
Dótturfélag Eimskips í Imming-
ham, MGH, hefurumboð fyrirfé-
lag sem siglir milli Skandinavíu
og Bretlands. Skrifstofurnar í
Rotterdam og Immingham eru
með umboð fyrir lettneskt félag
sem siglir milli Eystrasaltsríkja og
annarra landa. Starfsemi Eim-
skips erlendis skilar hagnaði sem
merkir að þeir fjármunir sem áður
Vikulegar strandferðir
Norðurlönd, vikulega
Grænland,
í samvinnu
við RoyalArctic
Fredriksstad
p /
Gautáborg
Helsirtgborg
’^^Khöfn. .
Hamborg
rQ Rottendam
Antwerpen
Boston
New York
íNorfolk
EIMSKIP lítur á Norður-Atlants-
hafið sem sinn heimamarkað,
en félagið og dótturfyrirtæki
þess annast flutninga
um allan heim
i
zi
Meðalburðargeta skipa
Skip í föstum rekstri
mmn
—
_
6.234
5.538
5.031
4.968
5.036
' ' > 136
íþ> 3.632
3> 3.454
> 3.247 tonn
(7
-J
Flutningar 1984-93
'84 '86 '88 '90 '92
[7
1000-
Starfsmenn 1984-93
780
400-
147
'84 ’86 ’88 '90 ’92
7
7]
Velta og eigið fé 1984-93
10 —---------—-------------------
ma I milljörðum kr. á verðlagi 1993
kr. v 8'50
8
7,76
6 —
Velta
4,55
'84 '86 '88 '90 ’92
voru greiddir erlendum umboðs-
mönnum í þóknun renna nú í sjóði
félagsins. Það er markmið Eim-
skips að auka hlutdeild erlendu
starfseminnar upp í um 20% af
veltu fyrirtækisins.
Eftir því sem starfsemin dreifist
víðar verður öruggt og tafarlaust
upplýsingastreymi mikilvægara. Á
undanförnum árum hefur Eimskip
byggt upp tölvunet sem tengir
allar starfsstöðvar, hvort sem er
á íslandi eða í útlöndum. Veruleg-
ur hluti daglegra samskipta
starfsmanna er um tö.lvupóst og
skiptir þá engu hvort viðtakandinn
er í Sundahöfn eða Rotterdam.
Tölvukerfið er grundvöllur flutn-
ingsmiðlunarinnar og hafa starfs-
menn aðgang að sameiginlegum
upplýsingabanka við tilboðsgerð.
Búið er að útbúa tölvugagna-
banka með upplýsingum um for-
flutning, það er flutning vöru til
skips, frá flestum stöðum í Vest-
ur-Evrópu og Austurlöndum fjær
til íslands. Unnið er að samsvar-
andi gögnum fyrir Norður-Amer-
íku.
Fjölmargir viðskiptavinir Eim-
skips hafa aðgang að tölvukerfi
félagsins um Brúna. Með slíkri
tengingu getur hver viðskiptavin-
ur fylgst með vörusendingu frá
því hún kemur í umsjá flutnings-
þjónustu Eimskips, þartilvaran
er afhent. Viðskiptavinurinn getur
fengið yfirlit um sendingar sem
hann á von á, hvar þær eru stadd-
ar, hvað flutningurinn kostar og
upplýsingar um fyrri sendingar.
Þá er hægt að prenta út afrit af
farmbréfi, tilkynningar og reikn-
inga vegna sendinga. Eins er í
upplýsingakerfinu hægt að fá
áætlanir skipa Eimskips og
gengistöflu fyrir helstu gjaldmiðla
allt aftur til 1985 svo nokkuð sé
nefnt.
1
EIMSKIP