Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 Sálfræðihjálp vié niðurskurð eftir Elínu Pálmadóttur ÞEGAR rekstrarbreyting á sér stað á vinnustað, þarf að fara með varúð og vissri gætni og undirbúa allt mjög vel, var um daginn haft eftir formanni stórs verkalýðsfélags hér á landi. í Svíþjóð hafa menn áttað sig á mikilvægi þessa á erfiðum tímum niðurskurðar og samdráttar og reynt að bregðast við. Halldóra Gunnarsdóttir er sálfræðingur í Gautaborg. Hún hefur að undanförnu unnið ásamt fleiri sálfræðingum borgar- innar með starfsfólki og stjórnendum stofnana, þar sem fram fer niðurskurður, fækkun á starfsfólki og breytingar á starf- seminni áður en allt er farið úr böndunum. Þegar Halldóra var hér heima í jólafríi ásamt manni sínum, Bjarna Arngríms- syni geðlækni, gripum við tækifærið til að fræðast um hvern- ig menn bera sig til við þetta viðkvæma verkefni. Halldóra Gunnarsdóttir starfar sem sálfræðingur í Gautaborg. „Við erum 100 sálfræðingar hjá borginni og veitum þjón- ustu skólum, bamaheimilum, þroskaheftum og allri félagslegri starfsemi,“ segir Halldóra. I upp- hafi starfaði hún með barnaheimil- unura og þá sérstaklega með böm- um sem eiga í einhverjum erfíðleik- um eða búa við erfíðar heimilisað- stæður. En fyrir nokkru var hún flutt yfír í annan geira, sem snýr að breytingum sem gerðar em innan stofnana borgarinnar. „í Svíþjóð er niðurskurður og miklar breytingar í gangi. Og fólk kann ekki að tak- ast á við það. Samfara breytingum á störfum verður fækkun á starfs- fólki. Sumir stjómendur em látnir fara. Margir kunna ekki að segja upp fólki eða að búa við breyttar aðstæður. Starfsfólk þarf kannski að gera eitthvað sem það hefur aldr- ei gert áður og verður reitt. Þetta eru aðstæður sem það hefur ekki valið sér sjálft. Maður velur sér vinnu, maka, búsetu og hvemig maður ver sínum peningum. Starfíð gengur sinn vanagang sem ævi- starf. Svo allt í einu verður breyting á og_ það vilþ fólk ekki sætta sig við. Eg var alls ekki ráðin til þessa, segir það ævareitt, ég var ráðin til að sjá um matinn og svo þarf ég allt í einu að fara að skúra líka. I Sví- þjóð hefur t.d. verið fækkað starfs- fólki á dagvistarstofnunum og lagð- ir niður skólar. Eftir að skólamir vom fluttir frá ríkinu til sveitarfé- laga hafa bekkir stækkað og kenn- umm hefur fækkað mjög mikið,“ útskýrir Halldóra. Álag og kvíði „Allt þetta umrót verður erfitt fyrir þá sem fara og líka fyrir þá sem verða eftir. Það skapar kvíða á vinnustaðnum og hópurinn verður ósamstæður. Álagið verður mikið. Nú er lagt meira að stjómendum og öllu starfsfólki um að stofnunin beri sig. Það þýðir að fólk verður að setjast niður og fínna leið til þess að hægt verði að veita sömu þjónustu með færra fólki. Og þar kem ég oftast inn í sem umræðu- stjóri, til að reyna að stuðla að því að allt fari ekki úr böndunum," seg- ir Halldóra. „Þá er hægt að veita fólkinu nauðsynlegt tækifæri til að tjá sig um kvíða sinn og hræðslu. Til að viðra spurningarnar sem sækja á það: Hvenær kemur röðin að mér, hvað verður um mig og hvað um vini mína sem fara? Þessu fylgir samviskubit og allar möguleg- ar tilfínningar. Eiginlega ekki hægt að byija að vinna úr málinu fyrr en búið er að greina og lægja tilfinn- ingaöldurnar." Geríst það? Já, segir Halldóra. „Að tala saman hefur svo mikinn lækningamátt. En því miður gerist það svo oft þegar á að breyta að hlaupið er yfír þann þáttinn. Spurn- ingin er samt þarna, hvað gerist þegar veröld manns hrynur, maður er neyddur til að breyta starfsað- stöðu sinni?“ Halldóra kveðst að undanfömu hafa verið að vinna á sjúkrahúsi þar sem átta hjúkrunar- konur voru látnar fara. „Þetta var 30 manna deild og 22 starfsmenn voru þá eftir. Á þessari skurðdeild var samvinna, hver hafði haft sitt handtak. Þegar svo Lena átti kannski að gera eitthvað, þá var hún ekki lengur þar. Ef maður fest- ist í þvi að tala bara um ranglætið og hvað ráðamenn eru miklir asnar, þá virkar vinnuhópurinn ekki leng- ur.“ Halldóra segir að í Svíþjóð sé þetta alveg nýtt verksvið fyrir sál- fræðinga, en sé fyrir hendi í öðmm löndum sem hafa búið við atvinnu- leysi. Ekki sé þó hægt að nýta ann- arra aðferðir óbreyttar. „Við verðum því að fínna okkar eigin aðferðir til þess að takast á við þetta hjá okk- ur. Við erum átta manna hópur sem hefur verið að hittast til að reyna að finna og móta nýjar aðferðir. Við hittumst reglulega og bemm saman bækur okkar. Segjum frá því hvað hefur gefíst vel og hvað miður vel.“ Þarf að lægja öldurnar í ljósi þess að það sama er að gerast á Islandi sem í Svíþjóð og víðast annars staðar á tímum niður- skurðar, gæti verið fróðlegt að heyra hvemig sálfræðingamir ganga til verks. Halldóra segir að þeir byrji á því að hitta alla starfs- menn á viðkomandi vinnustað. „Við viljum helst hitta þá áður en þetta dynur yfir, en því miður verður það oft ekki fyrr en allt er komið í gang. Þá em komnir inn í hópana kraftar með neikvæð áhrif, sem þarf að lægja. Þegar málið fer niður í nei- kvæðum spíral, þá getur það bara endað á einn veg. Eftir að hafa hitt alla saman og síðan sérhópana reyn- ir maður að vinna að greiningu á málinu og hvemig sé best að takast í Gautaborg aðstoðar Halldóra Gunnarsdóttir sólfræðingur við breytingar ó starfsemi og uppsagnir ó stofnunum borgarinnar ó samdróttartímum. á við það á þessari ákveðnu stofn- un. Óllum stjómendum er boðin handleiðsla. Sumir veigra sér við því, telja sig geta ráðið við þetta á eigin spýtur, en flestir þiggja hana og koma. Þá em þarna yfirleitt tveir hópar, þeir sem verða eftir og þeir sem sagt er upp. Sú regla gildir að þeir sem hafa unnið styst era látnir fara fyrst. Það hefur orðið til þess að t.d. í vissum skólum og sjúkra- stofnunum urðu aðeins eftir gamlir kennarar og rosknar hjúkrunarkon- ur og vakna spurningar um hvort það sé rétt. Eg man sérstaklega eftir einum skóla þar sem kennar- arnir vom allir um og yfir sextugt. Foreldrarnir voru sáróánægðir með það, sérstaklega í yngstu bekkjun- um.“ Við ræðum um þennan vanda og Halldóra segir að eftir að hún fór að vinna við þetta virðist henni á sumum stofnunum engin leið vera til að eldast með reisn, þ.e. smám saman að draga saman seglin. Fólk verði að vera á fullu í vinnu og verði það of mikið álag sé bara skorið alveg á starfið. „Þegar kraftarnir þverra fömm við sálfræðingarnir yfír í handleiðslu, sem ekki er eins erfítt og að vera í skotlínunni. Þeir eldri geta þá leiðbeint þeim yngri, sem leggja til kraftinn. Ekki er gert ráð fyrir slíku hjá kennurum eða hjúkmnarfólki, svo dæmi sé tekið.“ Niðurskurður alls staðar í Svíþjóð er niðurskurðurinn alls staðar, að sögn Halldóru. Mestur í opinbera geiranum. Þar hefur verið svo mikil yfírbygging. Sænska vel- ferðin er orðin of dýr. Líka er sneitt af allri þjónustu, m.a. verulega af þjónustunni við aldraða. Öll þjón- usta er hækkuð, annaðhvort hækk- að verð eða sett á hana verð. „Þetta er alveg nýtt í Svíþjóð. Gautaborg hefur verið í fararbroddi við að taka á málum hvað snertir breytingar og uppsagnir á opinberam stofnunum. Okkur berast miklar fyrirspurnir frá öðmm stöðum á landinu um það hvemig við snúum okkur í þessu. Svíar hafa aldrei fyrr haft atvinnu- leysi að talist geti. Bara verið bætt á fólki í vinnu til þess að losna við atvinnuleysisbæturnar. En það gengur ekki lengur." Hvernig taka Svíar þessu í gósen- landi félagsmálanna? Halldóra segir að Svíar beri sig mjög illa. Mikið sé skrifað í blöðin um versnandi ( kjör borgaranna. Þegar að þrengir eru að koma upp alls kyns hneyksl- ismál. Blaðamenn hafa í ríkara mæli en áður dregið fram spillingu. „Mest hefur borið á hjá æðstu yfír- mönnum ýmissa opinberra stofnana svokölluðum „fallhlífum", sem þeir hafa sjálfir komið sér upp sem ör- yggistæki þegar þeir hætta störfum af ýmsum ástæðum. Þar er ekki um nokkrar krónur að ræða. Þetta eru auðæfi. Þegar forstjóri BPA, Félags byggingamanna, var t.d. látinn fara eftir sex ára starf, þá fékk hann með sér 43 milljónir sænskra króna í sárabætur, sem hann hafði samið um sjálfur. Forustumaður lands- i samtaka verkalýðsfélaganna hafði skrifað upp á þetta og var látinn fara. Ekki er enn komið fram hvaða . „fallhlíf" hann hefur og hve háa j ’ upphæð hann fer með. Þegar þreng- ir að öllum öðrum hefur fólki ofboð- . ið þegar forustumenn verða uppvís- * ir að því að hafa dregið til sín fjárf- úlgur. Ekki Ieikur vafi á að farið er að halla undan fæti vegna van- stjórnunar og komin spilling í topp- inn, og reyndar niður eftir öllu kerf- inu. Fólki blöskrar þegar trúnaðar- menn alþýðunnar eru farnir að hugsa og haga sér eins og aðallinn áður fyrr. Auðvitað er þetta eitthvað sveiflukennt, en það verður meira áberandi þegar þrengir að fólki.“ Er þá farið að taka á þessu? Hall- dóra segir að verið sé að endurskoða alla eftirlaunasamninga, sem hafa verið gerðir við stjómendur og yfír- menn í opinbera kerfínu. í einkageir- anum hafí þetta lengi viðgengist. Sjálf vinnur Halldóra á samningi hjá borginni og hægt að færa hana milli starfa eftir þörfum. Aðspurð um hvort það verði ekki óskaplega þrúgandi að vera í svo erfiðu málum segir hún það alls ekki vera, það | sé einmitt mjög áhugavert og fjöl- breytt. Taki yfirleitt þrjá mánuði á hverri stofnun meðan breytingarnar ganga yfir. Hún sé þar þó ekki dag- lega og annist jafnframt áfram handleiðslu starfsfólks á stofnunum, einkum þar sem eru mæður sem ekki geta tengst börnum sínum af einhveijum ástæðum. „Ég held mig utan við alla stjóm- un” Mitt verkefni er að gera vinnu- umhverfíð viðunandi við þessar að- stæður. Ef einhveijar deilur eru í gangi um starfsemina, þá verður maður að taka á því. Ekkert fer eins illa með eina stofnun og deilur milli fólks, ráðamanna og starfs- fólks eða innan starfsmannahóps- i ins. Það getur orðið að hrikalegum átökum, sem fara úr öllum böndum. Fólk talast ekki við, reynir að skemma fyrir öðrum o.s.frv. Þess- vegna er svo mikilvægt að hafa ein- hvern stað þar sem fólk er leitt sam- I an og talað er um hlutina undir utanaðkomandi handleiðslu,“ sagði Halldóra að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.