Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 HELSTU BJÖRGUNARAFREK SÍDUSTU ÁRA RIFUÐ UPP eftir Guðmund Guðjónsson BJÖRGUNARAFREK þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli austur í Vöðlavík á dögunum var hetjudáð og mun seint líða mönnum úr minni. Það rifjar upp að björgun- arafrek, heljudáðir, mega heita hlutar af daglegu lífi hér á landi þar sem óblíð náttúran lætur til sín taka og gerir mennina, tól þeirra og tæki lítilvæg. Það er ekki oft að svo giftusamlega tekst til við jafn erfiðar aðstæður, „skelfi- Iegar“ aðstæður eins og einn nærstaddur orðaði það. En ef litið er um öxl kemur þó í ljós að þótt hafið taki marga, þá tekst fræknum björgunarmönnum að ná mun fleirum úr klóm Ægis. Hér verður stiklað á því stærsta sem drifið hefur á daganna í björgunarafrekum tengdum sjóslysum á síðustu 15 árum. Nokkuð var um skipsströnd fram- an af árinu 1980, en öll án mannskaða og fremur tíðindalítil fram á vordaga. í Árbók SVFÍ stendur: Þann 9. maí strandaði vélbáturinn Nökkvi VE 65, 53 tonna eikarbátur frá Vestmanna- eyjum, á Svínafellsfjöru um 3 til 4 sjómílur vestan Ingólfshöfða. Versta veður var á þessum slóðum, ANA 9 vindstig, hríðarkóf og sandfok, svo vart sást út úr augum og mikið brim við ströndina. Þegar báturinn kenndi grunns, reið ólag yfir hann er hreinsaði allt af þilfar- inu. Voru þá báðir gúmbjörgunar- bátarnir sjósettir og tilbúnir til notkunar ef Nökkvi legðist á hlið- ina. Tvö önnur grunnbrot riðu yfir bátinn er færðu hann inn yfir grynningarnar og upp í sand. Björgunarsveitir SVFI í Öræfum og á Höfn voru þegar kvaddar út er fréttist um strandið og sendar á vettvang. Klukkan rúmlega 13.00 var björgunarsveitin úr Ór- æfum komin á strandstað og var báturinn þá um 30 metra frá landi. Skutu skipveijar línu í land og voru þeir síðan dregnir í land í björgunarstól. Gekk það greiðlega og var lokið um klukkan 14. Áhöfn Nökkva var fjórir menn og hafði enginn þeirra slasast. Heimaey og Sigurbára Talsvert var um skipströnd árið 1981 og Landhelgisgæslan og þyrlusveit varnarliðsins sóttu nokkra sjúka sjómenn á haf út. 16. febrúar hraktist vélskipið Heimaey VE 1, 250 tonna stálskip frá Vestmannaeyjum, í ofsaveðri að Þykkvabæjarfjöru og strand- aði. Skipið hafði verið að netaveið- um, en trossa flækst í skrúfunni með þeim afleiðingum að það rak stjórnlaust undan óveðrinu. Marg- ar tilraunir voru gerðar til að koma taug í skipið, en þær mistókust vegna óveðursins. Tíu manna áhöfn var um borð og þarna varð harmleikur er tveir skipverjar sóp- uðust frá borði og hurfu í hafið er brotsjór reið yfir rétt áður en skipið kenndi grunns. Björgunar- sveitir SVFÍ, Dagrenning á Hvols- velli og FBS á Hellu fóru á strand- stað og björguðu eftirlifandi átta áhafnarmeðlimum til lands. Síðar náðist skipið á flot. Um klukkan 11 að morgni 6. febrúar strandaði Sigurbára VE 249, 127 tonna stálskip frá Vest- mannaeyjum, rétt vestan ósa Jök- ulsár á Sólheimasandi. Björgunar- sveit SVFÍ, Víkveiji, Vík í Mýr- dal, bjargaði allri áhöfninni, alls sjö mönnum, í hinu versta veðri. Norðaustan hvassviðri með hríð og sandbyl. Skipið náðist síðar á flot. Kampen ferst Þann 1. nóvember 1983 fórst þýska skipið Kampen er það átti eftir um 16 stunda siglingu til Vestmannaeyja. í fyrstu taldi skip- stjóri Kampens að stórfelld hætta væri ekki yfirvofandi og skipið myndi halda áætlun. En klukku- stund síðar var komið annað hljóð í strokkinn, neyðarkall hefði borist frá skipinu og áhöfnin væri að yfirgefa það. Fjöldi fiskiskipa í námunda við slysstaðinn fór á vettvang, auk þess sem þess var óskað að varnarliðið sendi tvær þyrlur og C-130 Hercules leitar- vél. Aðstæður voru erfiðar, illviðri og myrkur. Nokkrir skipbrots- menn voru hífðir úr sjónum upp í fiskiskip og var veður svo slæmt að beiðni um að fá þá hífða upp í leitarþyrlurnar var hafnað. Frá því að fyrsti skipbrotsmaðurinn fannst í sjónum og þar til sá síð- asti var hífður upp í skip liðu rúm- ar tvær klukkustundir. Alls voru þeir 13 talsins, en aðeins 6 þeirra lifðu slysið af. 31. október þetta sama ár hafði TF-Rán bjargað þremur skipbrots- mönnum af Haferninum frá Stykkishólmi í Bjarnareyjum á Breiðafirði í vonskuveðri. Þrír menn fórust með Haferninum. Ótal björgunarsveitarmenn auk þyrlu frá varnarliðinu tóku þátt í leitinni. Sæbjörgin strandar 17. desember 1984 strandaði Sæbjörgin VE 56 í Hornvík austan Stokksness. Vélarbilun hafði orðið og hraktist skipið um stund, eða uns Erling KE 45 hafði komið taug milli skipana. En taugin slitn- aði í haugasjó og 9 vindstigum og ekki reyndist gerlegt að koma taug á milli á ný. Fór því svo að Sæ- björgin hraktist í strand. Allt var þetta að eiga sér stað fram eftir nóttu. Björgunarsveitir voru komnar á strandstað mjög tíman- lega og varð úr að bíða birtingar. Enn var þó myrkur er sjór var farinn að streyma inn í skipið og því ákveðið að helja björgunar- störf. Var það gert með hefðbund- um hætti og 14 manna áhöfn var bjargað í land án teljandi erfið- leika. Ekkert lífsmark í fyrstu Við stöldrum ekki við á ný fyrr en 14. mars árið 1987, er 9 manns björguðust af Barðanum GK 475, 131 tonna skipi sem strandaði við Dritvík á Snæfellsnesi. í Árbók SVFÍ stendur: Tilkynning um strandið barst til Tilkynninga- skyldu ísl. skipa klukkan 6.40 og voru allar björgunarsveitir SVFÍ á því svæði kallaðar út. Voru þær komnar á strandstað hálftíma síð- ar og voru allar aðstæður til björg- unar hinar erfiðustu. Þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, var köll- uð út og var komin á strandstað klukkan 8.13. Sáu þyrlumenn ekk- ert lífsmark í fyrstu, en gátu síðan bjargað allri áhöfninni og fluttu til lands þar sem hlúð var að þeim af björgunarsveitarmönnum.“ Síðar á árinu, 3. október, fórst Birgir RE 323, 11 tonna trébátur, í innsiglingunni til Sandgerðis. Brjálað veður var og reið hvert brotið af öðru yfir bátinn og skip- verjanna tvo sem mönnuðu hann. í MOrgunblaðinu sagði m.a. á sín- um tíma: Skipstjóri og áhöfn Reynis GK 177 unnu þrekvirki aðfaranótt föstudagsins þegar þeir björguðu tveim skipverjum af Birgi RE 323, þegar Birgi hvolfdi í foráttubrimi og ofsaroki í innsigl- ingunni í Sandgerði, en þar er skerjagarður á bæði borð. Skip- stjórinn á Reyni, Sævar Ólafsson, varð að sigla skipi sínu inn á grynningar í skeijagarðinum til þess að ná mönnunum tveimur af Birgi. Á útleið frá skerjunum eftir að Reynismenn höfðu náð skip- brotsmönnunum tveimur um borð, tók Reynir tvívegis niðri. Reynir GK er 104 tonn, en Birgir tæp 10 tonn. Vegna veðurofsans hafði skipstjórinn á Reyni tekið það upp hjá sjálfum sér að fylgja Birgi eftir í liðlega klukkustund, áður en bátarnir komu að innsigling- unni, og það var þessi aðgæsla skipstjórans, sem hefur ráðið úr- slitum um að mönnunum tveimur var bjargað.,.“ Haft var og eftir Sævari Ólafssyni skipstjóra á Reyni, að hann hefði metið stöð- una svo, að þó hann hefði strand- að sínu skipi hefði verið unnt að bjarga áhöfninni. Hann hefði því lagt allt í sölurnar til að ná skip- veijunum tveimur á Birgi. Sjöstjarnan ferst 20. mars 1990 sökk vélbáturinn Sjöstjarnan VE 92 frá Vestmanna- eyjum er hann var staddur norður af Elliðaey. Einn maður úr sex manna áhöfn drukknaði, en hinir fimm komust í gúmbát. Eftir rúm- lega þriggja stunda volk fann Lóðsinn frá Eyjum skipbrotsmenn- ina og bjargaði þeim. 20. febrúar 1991 strandaði Steindór GK 101 frá Garði við Krísuvíkurberg. Leiðindaveður var, éljagangur og hvöss norðvest- anátt. Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð á vettvang auk þess þyrlur Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins. Þegar björgunar- sveitirnar komu á vettvang voru skipveijarnir allir komnir í flot- galla og búnir að setja út gúm- báta. Gæsluþyrlan náði skipbrots- mönnunum öllum og þurfti til þess þijár ferðir. Færði hún þá jafn harðan upp á bjargið þar sem varnarliðsþyrlan beið þeirra og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.