Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
21
flutti til Reykjavíkur til aðhlynn-
ingar. Tókst björgun þama giftu-
samlega þrátt fyrir erfiðar aðstæð-
ur. Sem betur fer tekst mjög oft
að bjarga skipbrotsmönnum úr
klóm hafsins, en vel heppnuð
björgun skipbrotsmanna af Stein-
dóri leiðir hugann að strandi Eld-
hamars við Hópsnes nærri Grinda-
vík þetta sama ár, nánar tiltekið
22. nóvember. Þar voru aðstæður
hrikalegar, en þó hafði skipbrots-
mönnum tekist að koma skotlínu
í land og björgunasveitarmenn línu
á móti. Um framhaldið segir í
Árbók SVFÍ: Brotsjór gekk yfir
áður en tækist að koma líflínu um
borð og færðist báturinn við það
austar og festist í gjótu. Annað
brot gekk yfir bátinn og við við
það tók þrjá skipverja fyrir borð.
Einn þeirra komst lífs af. Skipveij-
ar voru allir í björgunarflotgöllum
og er talið að það hafi bjargað lífi
mannsins sem komst lífs af. Fimm
skipverjar fórust.“
6. september 1992 var verið að
lóðsa tvo færeyska handfærabáta
inn um Hornafjarðarós við Hvann-
ey. Gríðarlegir straumar eru í ósn-
um og svo virðist sem annar bát-
anna, Guliklettur, hafi dregist aft-
ur úr. Þama var vonskuveður, 8
til 9 vindstig og rigning. Strand-
aði báturinn á svokallaðri Hlein
og brotnaði i spón. Vitnum í Ár-
bók SVFÍ: Fjórir menn voru á
bátnum þegar hann strandaði.
Tveir þeirra, Mame Hansen, 32
ára stýrimaður, og Hanus Sjúrða-
berg, 18 ára háseti, voru dregnir
á land með línu, en skipstjórinn
var tekinn upp í bát eftir að hafa
rekið inn í ósinn. Johann Magnus
Justinsen, skipstjóri á Gulakletti,
horfði á bróður sinn hverfa í sæ-
rokið, en björgunarvesti bjargaði
Johanni. Honum sagðist svo frá í
viðtali í Morgunblaðinu: „Bróðir
minn sagði að hann væri að missa
takið og skömmu síðar fómm við
báðir í sjóinn. Hann sást ekki aft-
ur. Ég saup mikinn sjó og var
orðinn rænulaus af kulda. Þegar
þeir komu á bátnum til að taka
mig upp var mér það þvert um
geð. Það var eins og mig væri að
dreyma.“
Lokaorð
Eins og sjá má, hefur verið
stuðst að miklu leyti við Árbækur
SVFI í samantekt þessari. Þeir
sem gerlega þekkja sjóslysasög-
una munu án vafa sakna einhverra
atvika, en hér stóð aldrei til að
nefna til allt það sem komið hefur
upp á. Var til þessarar samantekt-
ar stofnað í tilefni af björgunaraf-
rekinu í Vöðlavík á dögunum. Til-
gangurinn að riíja upp helstu
björgunarafrek þar sem skip og
bátar hafa farist eða strandað hin
seinni ár. Við skoðun umræddra
bóka kemur á daginn að í flestum
tilvika leysast mál farsællega og
er þá átt við að áhafnir eru ekki
í bráðri hættu. Hitt kemur þó fyr-
ir að aðstæður era erfiðar og þá
standa menn þeim mun betur að
vígi að þeir sem era í aðstöðu til
að koma til bjargar séu vel tækjum
búnir og skipulagðir svo af ber. I
síðast nefnda atvikinu í Horna-
fjarðarósi vora björgunarsveitar-
menn komnir á staðinn aðeins tutt-
ugu mínútum eftir að neyðarkallið
barst. Hefðu þeir verið 21 mínútu
á leiðinni hefði skipstjórinn farist.
Já, hver mínúta er dýrmæt.
ISUZU TROOPER DIESEL
TURBO INTERCOOLER
ÁRGERÐ ’94
Verð kr. 3.430.000.- stgr. á götuna
"Ódýrasti 7manna díseljeppinn" (Sig. H.DV)
"Bíllinn liggur vel og er rásfastur og skemmtilegur í akstri" (Jóh. T. MBL. )
Helsti búnaður:
Vél 3,1Lturbo, intercooler,
125 hestöfl, 7 manna bíll,
rafdrifnar rúður, samlæsing,
75% diskalæsing í afturdrifi,
sjálfvirkar framdrifslokur,
hágæða innrétting
með"captain"
framstólum, fjölstillanlegt
bílstjórasæti, rafstillanlegir
útispeglar, hiti í útispeglum,
útvarp og segulband, rafdrifið
loftnet ofl.!
Aukahlutir á mynd: álfelgur, kastarar
og stærri dekk.
tjewrui
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
Efni í allan fatnað.
tmwma Hafnarstræti 1.