Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
- 27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Launakjör banka-
sljóra
Sighvatur Björgvinsson, við-
skiptaráðherra, kynnti á
blaðamannafundi í fyrradag nið-
urstöður athugunar Ríkisendur-
skoðunar á launakjörum nokkurra
æðstu stjómenda í ríkisbanka-
kerfinu. Til þessarar athugunar
var efnt í framhaldi af umræðum
um bílakaup Seðlabankans fyrir
nokkram mánuðum.
Það er auðvitað alltaf álitamál,
hver launakjör manna eiga að
vera í ábyrgðarmiklum störfum
eins og stjórnendur bankanna
gegna. Og auðvelt að gera þau
tortryggileg. Hitt er ekkert álita-
mál, að þau þurfa að vera nægi-
lega góð til þess að fjárhagslegt
sjálfstæði þeirra einstaklinga, sem
hlut eiga að máli, sé tryggt. Og
jafnframt að þeir eiga þess ekki
kost að afla sér tekna með vinnu
annars staðar. Þess vegna er ekk-
ert óeðlilegt, að æðstu stjómendur
bankakerfísins búi við launakjör,
sem era með þeim beztu, sem
þekkjast í landinu.
Það sem vekur hins vegar at-
hygli við niðurstöðu Ríkisendur-
skoðunar er hvemig þessi launa-
kjör verða til. Þau verða til með
greiðslum úr ýmsum áttum, vegna
setu á fundum bankaráða, í stjóm-
um dótturfyrirtækja, risnugreiðsl-
um, o.s.frv. Viðskiptaráðherra
lýsti því yfír á blaðamannafundin-
um, að hann mundi kalla formenn
bankaráða ríkisbankanna á sinn
fund og óska eftir endurskoðun á
þessu launakerfí. Ekki er ólíklegt
að sú endurskoðun beinist ekki
sízt að hinni íjölbreytilegu upp-
byggingu þessara launa.
Það er heilbrigðara launakerfí,
ef svo má að orði komast, að borga
mönnum þau laun, sem þykja við
hæfí, í einni upphæð í stað þess
að borga sérstaklega fyrir fundar-
setur í vinnutíma, risnu, þegar
almenn risna er hvort sem er
greidd, svo að dæmi sé tekið.
Þetta fyrirkomulag á launa-
greiðslum til æðstu stjómenda í
ríkisbankakerfínu hefur vafalaust
þróazt á löngum tíma. Ef að líkum
lætur hefur það orðið til með þess-
um hætti vegna þess, að forráða-
menn bankanna hafa ekki treyst
sér til að ákvarða sjálf launin
hærri vegna samanburðar við
önnur launakjör hjá hinu opin-
bera. Sá feluleikur hefur verið í
gangi í ríkiskerfinu áratugum
saman og er erfítt að sjá hvaða
tilgangi hann þjónar, þar sem
heildarkjörin geta tæpast farið
leynt.
Menn hljóta að stöðva við
ákveðna þætti í þeim upplýsing-
um, sem viðskiptaráðherra lagði
fram í fyrradag. Era rök fyrir
því, svo að dæmi sé nefnt, að
greiða bankaráðsmönnum í Bún-
aðarbanka tvöfalda þóknun vegna
þess, að þeir era einnig stjómar-
menn í Stofnlánadeild landbúnað-
arins? Ef um tvöfalt vinnuframlag
er að ræða, hvað veldur því þá,
að ekki era allt aðrir menn kjöm-
ir í stjóm Stofnlánadeildar?
Sá samtíningur launa, sem orð-
ið hefur til í ríkisbankakerfínu og
vafalaust víðar í ríkiskerfínu, ætti
að heyra fortíðinni til. Væntan-
lega miðast samtöl viðskiptaráð-
herra og formanna bankaráða rík-
isbankanna við að svo verði. Sann-
leikurinn er auðvitað sá, að það
getur vel leitt til spamaðar í þessu
kerfí að afnema þann sið að borga
mönnum sérstaklega fyrir vinnu,
sem þeir vinna í vinnutíma sínum
og fá þegar greitt fyrir. Launa-
kerfí af þessu tagi hafa smitandi
áhrif og geta tekið á sig ótrúleg-
ustu myndir. Breytingar í ríkis-
bankakerfínu að þessu leyti yrðu
væntanlega upphafíð að víðtækari
breytingum í ríkiskerfínu al-
mennt, bæði í ráðuneytum og
annars staðar.
Sighvatur Björgvinsson lýsti
þeirri skoðun sinni á fyrmefndum
blaðamannafundi, að skýrslan
sýndi, að launakerfí hins opinbera
væri ónýtt. Það er mikið til í því.
Það er líka rétt hjá ráðherranum
að bezt fer á því, að gera grein
fyrir launakerfí allra ríkisstarfs-
manna. Er full ástæða til að
skýrsla ríkisendurskoðunar nú
verði upphafíð að því að sambæri-
leg skýrsla verði tekin saman um
launakjör í ríkiskerfinu að öðra
leyti.
í tilefni af þeim tölum, sem
fram koma í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um ríkisbankana, er
ekki óeðlilegt, að fólk velti fyrir
sér þeim launamun, sem orðinn
er í þjóðfélaginu. Hann er áreiðan-
lega margfalt meiri en hann var
fyrir tveimur áratugum. Kreppu-
ástand undanfarinna ára hefur
hins vegar orðið til þess að senni-
lega er þessi þróun að snúast við.
Viðbrögð almennings vegna bíla-
kaupa Seðlabankans á síðasta ári
era til marks um það. í kjölfar
þess má gera ráð fyrir, að meiri
hófsemd tíðkist í bflakaupum bæði
á vegum hins opinbera og líka
éinkafyrirtækja. Raunar getur
ríkið sjálft haft mikil áhrif á þá
þróun með skattlagningu slíkra
hlunninda en má þá auðvitað ekki
ganga á undan með því skjóta
þeim sem hlunnindanna njóta und-
an skattgreiðslum af þeim. Er
raunar óskiljanlegt hvemig það
er hægt. Hátekjuskatturinn stuðl-
ar einnig að jöfnuði í þessum efn-
um enda greiða þeir sem hæstar
hafa tekjur nú nálægt helmingi
tekna sinna í skatta. A.m.k. má
telja líklegt að héðan í frá minnki
þessi munur en aukist ekki, eins
og tíðarandinn er í þjóðfélaginu
um þessar mundir.
Sighvatur Björgvinsson, við-
skiptaráðherra, hefur unnið þarft
verk með því að láta taka saman
þessa skýrslu. Hún verður vænt-
anlega upphafíð að því, að hreinni
línur skapist í launakjöram þeirra,
sem starfa hjá hinu opinbera,
hvort sem er í ríkisbönkum eða
annars staðar.
skóginum, jeg væri skógarmaður.
Fyrsta júní væri ijúpan og hjerinn
líka friðuð, þá væri nærri því ekk-
ert eftir handa mjer að skjóta. Jæja,
þá fiskaði jeg og lifði á físki. Faðir
hennar ætlaði að Ijá mjer bát. Nei,
jeg væri ekki veiðimaður aðeins til
þess að skjóta, heldur til þess að
hafast við í skóginum. Þar þætti
mjer gott að vera, jeg sæti flötum
beinum á jörðinni þegar jeg matað-
ist en ekki uppijettur á stól; jeg
misti ekki glasið mitt. í skóginum
neitaði jeg mjer ekki um neitt, jeg
gæti lagst á bakið og lokað augun-
um ef mig langaði til, þar gæti jeg
líka sagt það sem mjer sýndist. Það
væri oft að maður vildi segja eitt-
hvað, tala hátt, og það væri einsog
hjartað væri sjálft að tala í skógin-
um. . . “ Allt er þetta talað útúr
hjarta Thoreaus, tekið uppúr blöð-
um Tómasar Glahns liðsforingja
sem segir þessa yndislegu sögu
Hamsúns um tengsl mannsins við
náttúruna, dýrð hennar og þann
titring sem fylgir framstæðustu
hvöt mannsins — og allra dýra;
ástinni.
M
(meira næsta sunnudag)
Skáldskapur og
veruleiki
1.1
*að nefna dæmi-
gerðan kafla í skáld-
sagnagerð þessarar aldar sem væri
skrifaður í anda eða vegna áhrifa
frá Thoreau yrði svofellt brot úr IX
kapítula Pan eftir Knut Hamsun
sem út kom í íslenzkri þýðingu Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðamesi
1923 fyrir valinu: “Jeg hélt áfram
að tala af því að hún hafði ekki af
mjer augun. Þjer ættuð að vita um
alt sem jeg sje úti á víðavangi, sagði
jeg. Á veturna er jeg á gangi og
sje þá kanski ijúpnaspor í snjónum.
Alt í einu hverfa sporin, fuglarnir
hafa flogið upp. En á förunum eft-
ir vængina sje jeg í hvaða átt hópur-
inn hefur flogið og jeg leita hann
uppi að vörmu spori. Mjer er þetta
dáh'til nýung í hvert skipti. Á haust-
in eru stjörnuhröpin. Hvað var
þetta, hugsa jeg þá í einverunni,
var það heimur að engjast sundur?
heimur að farast fyrir augunum á
mjer? Og jeg — mjer hlotnaðist það
á æfínni að sjá stjörr.uhrap! En
þeg&r.sjiíBariiIkmuc þá er kanski
HELGI
spjall
lítið lifandi dýr á
hveiju laufblaði. Jeg
sje að sum vantar
vængi, þau komast
ekkert, þau verða að
lifa og deyja á iitla
laufblaðinu þarsem
þau komu í heiminn. Hugsið þjer
um það. Stundum sje jeg bláu flug-
una. Já, um alt þetta er svo lítið
talað, jeg veit ekki hvort þjer skilj-
ið það. Jú, jú, jeg skil það.
Jæja. Og stundum horfí jeg á
grasið, og grasið horfír kanski á
mig, hvað vitum við? Jeg lít á eitt
stráið, það titrar kanski svolítið, og
það þykir mjer nokkurs um vert.
Jeg hugsa með sjálfum mjer: hjema
er nú þetta strá og er að titra. Og
ef það er fura sem jeg,er að horfa
á þá er kanski á henni grein sem
kemur mjer til að hugsa ofurlítið
um sig líka. En stundum hitti jeg
líka menn uppi á heiðum, það ber
við. “
Og ennfremur:
“Já, jeg væri ekki að skjóta til
þess að drepa, heldur til þess að
lifa. Mig vantaði einn orra í dag,
þess vegna skyti jeg ekki tvo heldur
hinn á morgun. Tii hvers ætti jeg
að skjóta fleirí?.Jeg-h£fðist.viá J,
+
SÚ AFSTAÐA TIL ÚTGÁFU
bráðabirgðalaga, sem
fram kemur í forystugrein
Morgunblaðsins í dag,
laugardag, þegar þetta
Reykjavíkurbréf er skrif-
að, er ekki ný af nálinni.
í þessari forystugrein er
lýst andstöðu við þá ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að gefa út bráðabirgðalög til þess
að fresta verkfalli sjómanna fram í miðjan
júní. Morgunblaðið.hefur á nokkram und-
anfömum áram aftur og aftur hvatt til
þess að réttur ríkisstjóma til útgáfu bráða-
birgðalaga yrði afnuminn.
Þessi afstaða blaðsins kom m.a. skýrt
fram í forystugrein hinn 4. janúar 1991
þar sem fyallað var um fyrirhugaða breyt-
ingu á starfsháttum Alþingis og talið, að
samstaða væri að myndast um „afnám eða
þrengingu réttarins til að gefa út bráða-
birgðalög". Þar sagði m.a.:
„Morgunblaðið hefur hvað eftir annað
hvatt til breytinga á stjómarskrárákvæð-
inu um bráðabirgðalögin. Hefur blaðið
talið, að með hinni víðtæku heimild, sem
nú er í gildi, væra þingmenn að afsala sér
of miklu valdi til framkvæmdavaldsins.
Það samræmdist ekki hugmyndum maíma
um nútímalega starfshætti Alþingis, ef
ekki væri unnt að kalla það saman til
skyndifundar til að taka afstöðu til mikil-
vægra úrlausnarefna. Þá mundi það auka
aga í starfsháttum stjómmálamanna og
annarra, sem hafa treyst á, að þeir gætu
skorið úr ágreiningi á síðustu stundu með
bráðabirgðalögum, ef heimildin yrði
þrengd eða einfaldlega afnumin. Á þeim
fáu vikum, sem þing starfar þar til því
verður slitið og gengið til kosninga, þurfa
þingmenn að taka af skarið um breytingar
á stjómarskrárákvæðinu um bráðabirgða-
lögin. Það væri í samræmi við kröfur
tímans.“
Sama afstaða hafði komið fram í for-
ystugrein Morgunblaðsins nokkram mán-
uðum áður, eða hinn 4. ágúst 1990. Þar
var fjallað um þá ákvörðun þáverandi
vinstri stjómar að afnema 4,5% Iauna-
hækkun til félagsmanna BHMR og lýst
stuðningi við hana efnislega. Hins vegar
gagnrýndi blaðið málsmeðferð þáverandi
ríkisstjómar, sem gaf út bráðabirgðalög
um þetta efni, og sagði:
„Raunar má færa sterk rök fyrir því,
að útgáfa bráðabirgðalaga sé úrelt fyrir-
bæri. Við nútíma aðstæður er auðvelt að
kalla Alþingi saman með 1-2 sólarhringa
fyrirvara. Þess vegna á að vera óþarfi að
veita ríkissijómum nokkum rétt til útgáfu
bráðabirgðalaga. Ef Alþingi hefði verið
kallað saman til þess að setja þessi lög
hefði enginn grandvöllur verið fyrir því
að telja siðferðilegar forsendur skorta fyr-
ir setningu laganna. Ástæða er til að taka
til alvarlegrar umræðu að afnema rétt rík-
isstjóma til útgáfu bráðabirgðalaga. Til
þess er þingið að setja lög.“
Afstaða
sljórnmála-
manna
MORGUNBLAÐIÐ
er ekki eini aðilinn
í þessu þjóðfélagi,
sem hvatt hefur til
þess að réttur ríkis-
stjóma til útgáfu
bráðabirgðalaga yrði afnuminn. Eins og
fram kemur í ofangreindum tilvitnunum
urðu töluverðar umræður á árinu 1990
um útgáfu bráðabirgðalaga. í áramóta-
grein sinni hér í blaðinu hinn 30. desem-
ber 1990 fyallaði Þorsteinn Pálsson, þáver-
andi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú
sjávarútvegsráðherra, um þetta efni í til-
efni af deilum um setningu bráðabirgða-
laganna vegna kauphækkunar félags-
manna BHMR og sagði:
„Öll þessi atburðarás hefur leitt til þess,
að mjög margir telja, að ríkisstjórnin hafi
vegið svo nærri undirstöðum stjórnskipun-
arinnar að biýna nauðsyn beri nú til að
afnema rétt til útgáfu bráðabirgðalaga.
Ég er þeirrar skoðunar að þetta beri að
gera enda vandséð þau tilvik í nútímaþjóð-
félagi að ekki megi kalla löggjafarsam-
komuna til fundar, þegar mikið ber við.“
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 15. janúar
Þennan sama dag beindi Morgunblaðið
þeirri spumingu til annarra forystumanna
stjórnmálaflokka, hvort þeir teldu ástæðu
til að banna eða þrengja vald til útgáfu
bráðabirgðalaga. Einn þeirra ráðherra,
sem nú standa að útgáfu bráðabirgðalaga
til þess að fresta verkfalli sjómanna eins
og það er kallað, Jón Baldvin Hannibals-
son, lýsti annarri skoðun en Þorsteinn
Pálsson. Jón Baldvin sagði:
. „Eftir vandlega umhugsun og að feng-
inni reynslu er ég andvígur því að afnema
heimild til útgáfu bráðabirgðalaga, þegar
brýna nauðsyn ber til. Þess gerist ekki
þörf, þar sem ráðherrar bera ábyrgð gagn-
vart Álþingi og þingið á því síðasta orðið
um útgáfu laganna. Hins vegar mætti
skilgreina betur skilyrði hinnar brýnu
nauðsynjar til að fyrirbyggja misnotkun
og kveða skýrar á um það, hvemig með
bráðabirgðalög skuli farið á Alþingi. T.d.
með því að lögfesta að bráðabirgðalög
skuli lögð fram strax eftir setningu þjóð-
þingsins og afgreidd svo skjótt sem kostur
er.“
Nú er það auðvitað ekki rétt hjá for-
manni Alþýðuflokksins, að þingið hafí síð-
asta orðið, nema þá bara að forminu til.
Ástæðan er einfaldlega sú, að þingið getur
yfírleitt ekki snúið atburðarásinni við. Ef
Alþingi felldi t.d. bráðabirgðalög þau, sem
ríkisstjórnin setti í gærkvöldi, föstudags-
kvöld, á sjómenn, einhvern tíma á næstu
vikum, hefði það tæpast nokkra þýðingu
gagnvart efni málsins. Hins vegar mundi
það væntanlega hafa þau pólitísku áhrif,
að ríkisstjómin yrði að ijúfa þing og efna
til kosninga þegar í stað. En það verður
fróðlegt að sjá, hvort bráðabirgðalögin
verða lögð fram við upphaf þingfunda eft-
ir rúma viku.
Tveir þeirra foiystumanna stjórnmála-
flokka, sem stóðu að útgáfu bráðabirgða-
laganna til þess að afnema launahækkun
félagsmanna BHMR, lýstu nokkrum mán-
uðum síðar andstöðu eða efasemdum um
rétt ríkisstjóma til útgáfu bráðabirgða-
laga. Þannig var svar Steingríms Her-
mannssonar, þáverandi forsætisráðherra
og formanns Framsóknarflokksins, við
spurningu Morgunblaðsins þetta: „Ég tel
rétt að þrengja vald til útgáfu bráðabirgða-
laga og kalla Alþingi oftar saman, ef laga-
setning er nauðsynleg."
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi
fjármálaráðherra og formaður Alþýðu-
bandalagsins, sagði: „Ég hef lengi verið
þeirrar skoðunar að afnema eigi rétt til
útgáfu bráðabirgðalaga. Innan stjórnar-
skrárnefndar hef ég flutt tillögur um slík-
ar breytingar á stjómarskrá lýðveldisins.
Þær hafa hins vegar strandað á afstöðu
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins. Vald til útgáfu bráðabirgða-
laga er arfleifð frá stjórnarháttum, sem
nú eru úreltir, og þjóðfélagsskipan, sem
fyrir löngu heyrir sögunni til. Á okkar tím-
um er lítill vandi að kalla þingið saman
með litlum fyrirvara ... Það er tími til
kominn, að Alþingi breyti starfsháttum
sínum í takt við nútímann."
Málmfríður Sigurðardóttir, þáverandi
formaður þingflokks Kvennalistans, sagði
í svari við spurningu Morgunblaðsins:
„Kvennalistakonur hafa lagt fram á Al-
þingi framvarp til laga um að afnema rétt
til útgáfu bráðabirgðalaga. Þannig hefur
afstaða okkar komið skýrt í ljós ...
Kvennalistakonur telja, að heimild til út-
gáfu bráðabirgðalaga h.afi verið freklega
ofnotuð á seinni árum, einkum í sambandi
við kjarasamninga. Að okkar mati er þessi
heimild úrelt — leifar frá eldri þjóðfélags-
háttum og skipulagi, sem nú er liðið und-
ir lok.“
Ætla verður að sjónarmið þeirra, sem
hér hefur verið vitnað til, hafí lítið breytzt
á þeim þremur áram, sem liðin era frá
því, að þessi svör voru gefín við spumingu
Morgunblaðsins. Þótt Þorsteinn Pálsson
standi nú að útgáfu bráðabirgðalaga, hef-
ur hann hvað eftir annað á undanfömum
dögum lýst vantrú á lagasetningu sem
lausn á deilu sjómanna og útgerðarmanna.
Engin ástæða er til að ætla annað en
grundvallarafstaða hans til útgáfu bráða-
birgðalaga sé óbreytt frá því í desember
1990. Telja má líklegt, að ýmsir þingmenn
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins séu sömu
skoðunar. Þess vegna má telja víst, að
meirihluti sé á Alþingi fyrir því að afnema
heimild ríkisstjóma til útgáfu bráðabirgða-
laga enda er sú heimild til þess gerð að
draga úr löggjafarvaldi þingmanna sjálfra.
Það er tímabært, að Álþingi taki þetta
mál til umfjöllunar þannig að bráðabirgða-
lög þau, sem gefín vora út í gærkvöldi,
föstudagskvöld, verði síðustu bráðabirgða-
lögin, sem íslenzk ríkisstjórn setur.
Fyrsta upp-
reisnin — en
ekkisúsíð-
asta
SJÓMANNAVERK-
fallið, sem hófst um
áramót og stóð því
í hálfan mánuð, er
fyrsta alvarlega
uppreisnin, sem
gerð er í landinu
gegn kvótakerfinu,
en ekki sú síðasta. Menn höfðu lengi haft
vitneskju um þá staðreynd, að einstaka
útgerðarmenn þvinguðu sjómenn til þátt-
töku í kvótakaupum en hins vegar var
misserum saman ómögulegt að fá það
staðfest. Ástæðan var sú, að sjómennirnir
töldu að ef þeir upplýstu um þessa við-
skiptahætti mundu þeir missa vinnu sína.
Það út af fyrir sig er alvarlegt umhugsun-
arefni, að svo skuli komið undir lok þessar-
ar aldar, að fólk þori ekki að segja skoðun
sína af ótta við að missa atvinnu sína.
En það er önnur saga.
Morgunblaðið hefur ítrekað á undan-
fömum misseram reynt að fá upplýsingar
um þetta mál hjá sjómönnum en ekki tek-
izt fyrr en sl. haust, þegar samtöl birtust
í Úr verinu, sérblaði Morgunblaðsins um
sjávarútvegsmál, við nokkra sjómenn, sem
skýrðu frá lífsreynslu sinni í þessum efnum
og þ. á m. að þeir hefðu misst vinnu sína,
þegar þeir neituðu þátttöku í kvótakaup-
um. í framhaldi af þeim viðtölum birtust
svo ítarlegri viðtöl í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins við nokkra sjómenn um þetta
mál.
í umræðum um kvótakerfið á síðustu
áram hafa ýmsir talsmenn útgerðarmanna
talað af vanþóknun um þau rök, að réttlæt-
ið skipti einhveiju máli í þessu sambandi.
En réttlætið skiptir máli. Og það er ósköp
einfaldlega hneyksli, hvernig farið hefur
verið með sjómenn í þessu máli. Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, sagði á blaða-
mannafundi í gærkvöldi, föstudagskvöld,
að sjómenn hefðu náð þeim árangri með
verkfallsaðgerðum sínum, að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að taka á málinu. Það er
rétt. En er það virkilega nauðsynlegt í
okkar upplýsta samfélagi, að heil stétt
fari í verkfall til þess að tryggja það að
hún haldi rétti sínum? Er það ekki umhugs-
unarefni fyrir stjórnmálamenn, að svo skuli
komið?
Hinn fjölmenni sjómannafundur, sem
haldinn var á fimmtudag, sýndi þá reiði,
gremju og djúpu tilfínningar, sem búa að
baki hjá sjómönnum í baráttu þeirra gegn
því ranglæti, sem þeir hafa verið beittir.
Þessa sömu reiði, gremju og djúpu tilfínn-
ingar eiga stjórnmálamennirnir eftir að sjá
í margfalt stærri stíl, ef þeir taka ekki til
höndum við að ná þjóðareigninni úr hönd-
um þess fámenna hóps manna, sem er að
ná henni undir sig m.a. með þátttöku Al-
þingis og ríkisstjóma. Þarf fleiri uppreisn-
ir af því tagi, sem birtust í verkfalli sjó-
manna, til þess að ráðamenn lands og þjóð-
ar geri sér grein fyrir því, hvaða straumar
era á ferðinni í þjóðardjúpinu?
Átökin um kvótakerfíð era nú komin á
nýtt stig. Tilraun stjórnarflokkanna til
þess að finna leið út úr þessum vanda
með starfí Tvíhöfðanefndarinnar hefur
augljóslega misheppnast, þótt Þróunar-
sjóðurinn geti komið að einhveijum notum
við lausn á aðkallandi vanda í sjávarút-
vegi. Ef fram fer sem horfír verður með-
ferðin á þjóðareigninni, fískimiðunum, að-
almál þingkosninganna, sem fram eiga að
fara vorið 1995 en gætu hugsanlega farið
fram fyrr, eins og vikið er að hér í blaðinu
um þessa helgi.
Á sjómannafundinum sagði Jóhann Þor-
varðarson, að „ekki yrði bakkað fyrr en
braskið heyrði sögunni til, enda væri það
upphafið að nýju leiguliðaskipulagi".
Valgarður Jökulsson sagði á sama fundi,
að ef sjómenn andæfðu ekki yrði kvóta-
braskið allsráðandi, „því þótt heiðarlegum
útgerðarmönnum svíði braskið mundu þeir
ekki láta það duga endalaust að vera áhorf-
endur að því“.
Kristján Jökulsson sagði, að samninga-
nefnd sjómanna hefði „fullan og óskoraðan
stuðning sjómanna, kvótabraskið skyldi
burt“.
Það „ber brýna nauðsyn til“, að ráða-
menn hlusti, þegar þessir menn tala.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„Þess vegna má
telja víst, að
meirihluti sé á
Alþingi fyrir því
að afnema heim-
ild ríkisstjórna til
útgáfu bráða-
birgðalaga enda
er sú heimild til
þess gerð að
draga úr löggjaf-
arvaldi þing-
manna sjálfra.
Það er tímabært,
að Alþingi taki
þetta mál til um-
fjöllunar þannig
að bráðabirgða-
lög þau, sem gefin
voru út í gær-
kvöldi, föstudags-
kvöld, verði síð-
ustu bráðabirgða-
lögin, sem íslenzk
ríkisstjórn setur.“