Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 Minning Þorgeir Jónsson Fæddur 4. júlí 1919 Dáinn 8. janúar 1994 Þorgeir, eða Geiri frændi eins og hann var kallaður á mínu heimili, var maður sem ég leit alltaf á sem einskonar afa, því ég hafði aldrei átt neinn afa. Eg man eftir Geira frænda frá því að ég var pínulítil, hann kom alltaf með þvottinn sinn til okkar og sat hjá okkur bara til að spjalla. Þau voru ekki fá skiptin sem Geiri frændi kom og við fórum í bíltúr saman til að skoða bátana eða sveitina. Svo kom að því að ég átti að taka bílpróf og eins og með systur mínar kom Geiri frændi upp í Urð- arbakka til að fara með mig í bíltúr til að kennar mér undirstöðuatriðin. Haldið var upp í sveit þar sem ekk- ert væri fyrir okkur og ég fékk að keyra bílinn. Geiri frændi átti alltaf svo flotta bíla og þeir voru alltaf svo fínir, maður beið spenntur eftir þessum degi. í ágúst hélt ég til útlanda og alltaf var hægt að treysta á Geira frænda til að keyra sig á flugvöll- inn. Hann var mættur snemma um morguninn, bara til að keyra mig. Loksins í september ákvað ég að kaupa mér bíl, en ég gat ekki valið bílinn ein því ég hafði ekkert vit á bílum, en auðvitað fór Geiri frændi með mér að skoða bíla og hjálpaði mér að velja bílinn sem ég ek á í dag. Það eru engin jól eða gamlaárs- kvöld sem ég man eftir þar sem Geiri frændi var ekki á meðal okk- ar í Urðarbakkanum, en svo kom að því. Hann náði þó að vera á aðfangadag en hans var sárt sakn- að í öllum látunum á gamlaárs- kvöld á svölunum að horfa á flug- eldana. Ég mar. eftir Geira frænda á Freyjugötunni sem frænda mínum á flotta bílnum. Minningin um Geira frænda mun lifa í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Díana Guðjónsdóttir. Okkur feðgana langar til að kveðja hann Geira frænda með nokkrum orðum. Minningarnar sem hrannast upp verða vart raktar í örfáum orðum. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég, Eiríkur, fór með Geira í heflinum, 'þegar ég var smápatti. Minningarn- ar hjá Asgeiri, syni mínum, byija líklega fyrst þegar við íjölskyldan bjuggum tímabundið uppi hjá Geira. Asgeir varð þess aðnjótandi að fá að flækjast með honum út um hvippinn og hvappinn, í heimsóknir, vinnuna og hvað eina..Ekki stóð á honum að passa hann. Hringferðir um landið, ásamt öll- um sunnudagsbíltúrunum, skilja eftir ljúfar minningar. Já, það mætti endalaust halda áfram, þakk- læti í brjósti okkar til Geira og minning um góðan frænda mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Takk, Geiri, fyrir samfylgdina í líf- inu, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Stórt skarð er höggvið, sem erfitt verður að fylla upp í. „Þá sækir Geiri mig ekki oftar í skólann," segir meira en þúsund orð um missi og söknuð Ásgeirs litla. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Kveðja, Eiríkur Egill Sverrisson og Ásgeir Eiríksson. Nú er hann Geiri okkar dáinn, farinn þangað sem hann fær hvíld og ró. Hann lést á Hjartadeild Land- spítalans laugardaginn 8. janúar 1994 eftir stutta, en frekar erfiða sjúkdómslegu. Það er skrýtið hvað er stutt á milli lífs og dauða. Á jóladag mætti Geiri niður til pabba og mömmu í hangikjötið eins og hann var vanur, en varð eitthvað slappur eftir matinn. Hann ætlaði aðeins upp að halla sér og koma síðan í kaffið sem aldrei varð neitt úr. Okkur systumar þijár langar til að minnast Þorgeirs eða Geira, eins og við kölluðum hann, með örfáum orðum. Geiri var fæddur 4. júlí 1919, sonur Sigurlaugar Margrétar Brandsdóttur og Jóns Jónssonar. Móðir hans lést er hann var á öðru ári og var hann þá sendur í fóstur til föðurömmu okkar og föðurafa, Sigríðar Bjarnadóttur og Guðmund- ar Snorrasonar á Læk í Flóa. Síðan þá hefur hann ávallt fylgt sínum uppeldissystkinum sjö mjög náið. Hafa leiðir pabba okkar, Sverris, og Geira legið saman til þess dags sem Geiri andaðist. Þannig hafa þeir alltaf búið undir sama þaki frá barnsaldri. Geiri hafði þó alltaf samband við alsystkin sin, sérstak- lega Óskar, en hann er nú látinn. Geiri var góður maður, alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir okkur. Þeir bíltúrar eru óteljandi sem hann fór með okkur í. Það að fara á sunnudegi, þvo og þrífa bíl- inn, fara svo í góðan bíltúr og enda með nammi eða ís var hans yndi. Ekki stóð á honum að lána okkur bílinn sinn hvenær og á hvaða tíma sólarhringsins sem var. „Hvert ertu að fara, á ég ekki að keyra þig,“ var dæmigert fyrir Geira. Geiri reyndist okkur systkininum á Freyjugötu 5 mjög vel. Alltaf þegar eitthvað stóð til innan fjöl- skyldunnar var Geiri meðtalinn. Geiri hefur síðar reynst börnum okkar eins og hann reyndist okkur sem börnum. Hann var sérstaklega laginn og natinn við þau. Söknuður þeirra er mikill, þau eiga erfitt með að skilja af hveiju hann þurfti að deyja. „Af hveiju er Geiri dáinn?“ Áð lokum viljum við taka það fram, að við erum þakklátar því að hann þurfti ekki að beijast lengi við „manninn með ljáinn“. Þessi hálfi mánuður sem Geiri lá á hjarta- deild Landspítalans var Geira stundum mjög erfiður. Örlögin hög- uðu því þannig að ein okkar, Ást- rós, hjúkrunarfræðingur á hjarta- deildinni, fékk að taka þátt í hjúkr- un Geira í banalegunni. Það var friður og sátt kominn yfir hann Geira þegar hann kyssti hana bless og kvaddi síðan þennan heim tveim- ur klukkustundum síðar. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Við vottum pabba, mömmu og öllu samferðarfólki Geira dýpstu samúð. Erla, Svanhvít og Ástrós Sverrisdætur. Okkur systurnar langar að minn- ast hans Geira frænda í örfáum orðum. Frá því við munum eftir okkur þá var Geiri frændi alltaf einn af fjölskyldunni. Báðar slitum við barnsskónum á Freyjugötunni hjá honum með pabba, mömmu og Rúnu frænku. Geiri frændi kom oft heim í Urð- arbakkann og þeir voru ófáir bíltúr- arnir sem famir voru með honum á sunnudögum. Hann var alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld enda hefðu ekki verið jól án Geira frænda. Þegar við svo sjálfar stofnuðum fjölskyldur, þá var Geiri aldrei langt undan. Báðar áttum við því láni að fagna að þegar okkur vantaði tíma- bundið húsnæði, þá var nóg pláss hjá Geira og við vorum aftur komn- ar á Freyjugötuna. Börnin okkar í sömu aðstöðu og við sem börn og að sjálfsögðu leituðu þau inn í her- bergi til Geira og hændust jafn mikið að honum og við höfðum gert. Elsku Geiri við þökkum þér fyrir yndislegar samverustundir. Blessuð sé minning þín. Guðríður og Hafdís. Mig langar að minnast með örfá- um orðum hans Geira eins og hann var alltaf nefndur af sínum nán- ustu. Geiri lést á Landspítalanum eftir stutta, erfiða báráttu við óvæginn sjúkdóm. Enda þótt ég hafi vitað að hveiju stefndi er erf- itt að horfast í augu við þessa stað- reynd. Ég hef fylgst með baráttu Geira, sem lengst af einkenndist af bjartsýni hans á að honum tæk- ist að hafa betur. Geiri fæddist hinn 4. júlí 1919 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Margrétar Brands- dóttur. Systkini Geira voru Stefán Óskar, María, Hörður, sem eru lát- in og Gréta sem býr í Villingaholti í Villingaholtshreppi. Móðir Geira dó þegar hann var rúmlega eins árs. Þá buðust hjónin Sigríður Bjarnadóttir og Guðmund- ur Snorrason á Læk í Hraungerðis- hreppi til að annast hann, og ólst hann þar upp ásamt börnum þeirra hjóna, þeim Guðrúnu, Hólmfríði, Ebbu, Guðlaugu, Snorra, sem öll eru látin, Bjarna, sem býr í Garðabæ, pg Sverri, sem býr í Reykjavík. Geiri ólst upp á Læk til þrettán ára aldurs en þá flutti ijölskylda hans að Gufunesi við Reykjavík og bjó hann þar til ársins 1938, er fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. í upphafi starfaði Geiri við al- menna verkstæðisvinnu, en lengst- an hluta ævi sinnar vann hann sem veghefilstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Hin síðari ár vann Geiri' á verk- stæði Vegagerðarinnar. Eftir því sem ég best veit þá var hann vel liðinn af samstarfsmönnum sínum. Geiri hafði greinilega sterkar taug- ar til Hellisheiðarinnar. Eftir að ég AKVEÐNINAMSKEIÐ námskeib fyrir foreldra Er erfitt að taka ákvörðun? 3-12 klst. námskeið eftir þörfum. Kvöldnámskeið eða helgamámskeið. Leiðbeinendur eru sálfræðingamir Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson. Nánari upplýsingar í síma 91-811582 eða 91-811817. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ i FÍKNIVÖRNUM Grensásvegur 16 108 Reykjavlk slmi 91-811582 91-811819 flutti til Selfoss þá sagði hann mér margar sögur af erfiðleikum sem hann lenti í við snjóruðning á Hellis- heiði. Áhugi hans á Heiðinni hafði greinilega síst minnkað hin síðari ár. Fyrstu kynni mín af Geira voru fyrir fjórtán árum, þegar ég kynnt- ist elstu dóttur Sverris. Mér þótti Geiri strax sérstakur persónuleiki. Hann hafði sínar skoðanir og stóð fast á þeim. Gaman var að ræða við Geira um stjórnmál og bíla. Greinilegt var að Geiri var á heima- velli, þegar bílar voru umræðuefnið. Ekki hef ég tölu á fjölda þeirra nýju bíla sem Geiri keypti þessi ár, sem við þekktumst. Hann var alltaf jafn glaður og ánægður þegar hann hafði leyft sér að keyra þá í fyrsta sinn. Sérstaklega man ég eftir, hvað hann var ánægður með bifreiðina, sem hann keypti sl. sumar. Hann sagði þá að þessi bifreið yrði sú síðasta, sem hann keypti og reynd- ust það orð að sönnu. Þannig hagaði til að Geiri bjó allan sinn aldur í sama húsi og Sverrir tengdafaðir minn, lengst af á Freyjugötu 5 í Reykjavík. Þar átti Geiri efstu hæð eignarinnar. Geiri var einhleypur og eignaðist engin börn. Hins vegar má segja að mörg börn hafi átt Geira, þau elstu um og yfir fimmtugt. Dóttir mín, fimm ára, grét mikið þegar hún frétti af andláti hans. Hún hefur oft minnst á Geira og búið til marga krossa sem hún vill að verði settir á leiði hans. Slík var hugsun barna til Geira. Hann hafði sérstaklega gaman af að umgang- ast börn, enda voru ferðirnar ófáar sem hann tók frændsystkin sín með í hefilinn og í bíltúra. Þær eru margar fjölskyldur systkinabarna hans, sem búið hafa á efstu hæðinni hjá Geira. Slík var umhyggja hans. Sex fjölskyldur hafa búið hjá honum í mislangan tíma. Geiri var einnig alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Skipti þá ekki máli, hvort það var að gera við bíla, hjálpa til við bygg- ingarvinnu, skjótast með ættingja og vini, eða fá bílinn lánaðan. Ég hef alltaf litið á Geira sem einn úr tengdaljölskyldu minni. í hvert skipti sem eitthvað stóð til hér á Selfossi, eða í sumarbústað okkar þá var Geira alltaf boðið. Eins og áður sagði bjuggu Sverr- ir og Geiri í sama húsi alla sína ævi. Ég veit að þeir veittu hvor öðrum mikinn stuðning, enda var síðasta setning Geira í lifandi lífi, „Hvar er Sverrir?" Ég var staddur á Freyjugötunni á jóladagskvöld þegar Geiri var fluttur með hjartabílnum á Land- spítalann. Ég veit að hann skildi sáttur og ánægður við Freyjugöt- una, nýbúinn að borða jólasteikina með Sverri og Björgheiði, ásamt dætrum þeirra, tengdasonum og barnabörnum. Siðustu orð mín til hans áður en hurðin á hjartabílnum lokaðist voru á þá leið að við ættum eftir að hittast „hressir og kátir“ en því miður rættist sú ósk ekki. Áð leiðarlokum vil ég þakka Geira tryggð hans við mig og fjöl- skyldu mína. Ég votta öllum aðstandendum Geira mína dýpstu samúð, einkurr: Sverri og Björgheiði. Minningin um góðan og hjálp- saman dreng lifir. Hlöðver Orn Rafnsson. Hann elsku Geiri frændi er dá- inn. Hann var lagður inn á hjarta- deild Landspítalans á jóladagskvöld og átti ekki afturkvæmt. Ég man fyrst eftir Geira frænda þegar hann ásamt systkinum sín- um, Rúnu, Snorra, Laugu, Sverri og móður minni Ebbu, bjó á Hrísa- teigi 17. Þar ólst ég upp hjá þeim ásamt Svanný, systur minni. Mamma sá um heimilið á meðan aðrir unnu. Þá var Geiri frændi að vinna á bílaverkstæði í Laugarnes- kampi. Oft þegar vinnudegi Geira var að ljúka, trítluðum við systur út á horn á Hrísateig og biðum eftir honum og fylgdum honum heim. Þessi kafli í lífi mínu, að búa hjá systkinunum, var mér einkar gott veganesti fyrir lífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.