Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
Sigurður Jakob
Olafsson — Minning
Fæddur 15. maí 1955
Dáinn 8. janúar 1994
Kom, huggari, mig hugga þú, .
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Sigurður Jakob er dáinn!
Hvílík orð, hvílík kvöl og sorg
nístir hjartað.
Við eigum ekkert andsvar nema
grátinn, þó voru þessi orð þyngri
en tárum taki.
Hvers vegna hann?
Hann hafði svo marga að lifa
fyrir, hlúa að og styðja til aukins
þroska. Svarið fæst ekki. Guð minn
góður, hjálpaðu okkur.
Sigurður Jakob var annar í röð-
inni af fjórum bömum Elnu Thom-
sen, systur okkar, og fyrri manns
hennar, Ólafs H. Gestssonar frá
Hrappsey. Elstur er Tómas, fæddur
27. september 1953, ókvæntur og
bamlaus, þá Sigurður Jakob, fædd-
ur 15. maí 1955, kvæntur, átti fjög-
ur börn og einn fósturson, næst er
Anna Kristín, fædd 7. apríl 1957,
gift og á tvö böm, og yngstur er
Andrés Ingiberg, fæddur 21. sept-
ember 1961, kvæntur og á þijú
böm. Tómas ólst að mestu leyti upp
hjá foreldrum okkar, Önnu Kristínu
Halldórsdóttur og Tómasi Thomsen,
til 16 ára aldurs eða þar til faðir
okkar lést. Fluttist hann þá til
móður sinnar og seinni manns
hennar, Leifs Sveinbjömssonar á
Hnausum í Húnaþingi.
Á búskaparárum Elnu og Óla
bjuggu foreldrar okkar í Höskulds-
ey á Breiðafirði, Ólafsvík og Hjörs-
ey á Mýmm. Dvöldum við yngstu
systkinin þrjú, Tómas Enok,
Magnea og Svala Sigríður langdvöl-
um hjá systur okkar og mági og
sóttum þaðan skóla. Reyndust þau
okkur sem aðrir foreldrar. Sú
yngsta okkar ólst að mestu upp hjá
þeim frá níu ára aldri til 15 ára
aldurs. Á þessum árum fæddust
bömin þeirra og vom þau því eins
og yngri systkini okkar, enda ald-
ursmunur lítill.
Á stundu sem þessari streyma
fram minningar. Ekki er hægt að
tala um Sigga án þess að Anna
Stína systir hans fylgi með. Þau
vora þá og alla tíð síðan óaðskiljan-
leg. Það má segja að þau hafi bætt
hvort annað upp, Siggi ljúfur og
blíður og Anna Stína ákveðin og
framsækin. Saman könnuðu þáu
ókunna stigu umhverfisins. Fjaran,
skurðir, kofar og húsþök voru sér-
staklega áhugaverð. Áhugamál
þeirra fóru nú ekki alltaf saman
við skoðanir þeirra fullorðnu. Ein-
hverra hluta vegna urðu naglar, for
og eðja oft á vegi þeirra. Það kom
því oft í hlut okkar systranna að
hylma yfir með litlu landkönnuðun-
um með því að þvo og bæta fötin
þeirra. Ljúfur og hlýr faðmur laun-
aði okkur þá og ætíð síðan.
Siggi var fallegur drengur. Bros-
ið hans gleymist engum sem þótti
vænt um hann. Hann óx upp og
varð glæsilegt karlmenni sem eftir-
tekt vakti. En ytra útlit hans var
stutt þeim innri verðleikum sem við
munum helst eftir. Hann var sátta-
semjari sem vildi uppræta úlfúð
milli manna. Hann mátti aldrei vita
af leiðindum eða að einhver ætti
um sárt að binda án þess að reyna
að bæta þar um, væri þess kostur.
Tómasi, bróður sínum, varð hann
verndari að afa sínum látnum, þó
hann væri þá aðeins um fermingu.
Þannig var það ætíð síðan. Þar rik-
ir nú sár, hljóður harmur. Yngsta
bróðumum, Andrési, var hann líka
trausti kletturinn sem alltaf mátti
leita til.
Þegar móðir okkar flutti suður
eftir lát föður okkar og hóf sambúð
með Ingvari B. Jónssyni var Siggi
unglingur. Alltaf gaf hann sér tíma
til að heimsækja þau og ósjaldan
kom unga glæsimennið með blóm
handa ömmu sinni.
Siggi hafði yndi af blómum, fal-
legum fötum, vönduðum húsbúnaði
og glæsibílum. í þeim skilningi var
hann lífsnautnamaður. Hafði góðan
smekk og lét ekki álit annarra
hagga sér. Gott dæmi er um það
þegar hann kom suður sem ungling-
ur og hóf nám í skóla í Hafnar-
firði. Þetta var á miðjum hippatím-
anum. Unglingar geta verið miklar
hópsálir og.látið sig varða hvað
aðrir hugsa. En ekki hann Siggi, ó
nei. Hann mætti í skólann í jakka-
fötum. Hann sagði að sveitastrák-
urinn hefði fengið margar augngot-
ur og að flissað hefði verið í homun-
um, en aldrei skyldi einhver tíska
fá hann til þess að ganga í dmsl-
um. Ekki er okkur grunlaust um
að hann hafi orðið einhveijum að
fyrirmynd í þeim efnum.
Svo kom að því að við vomm
kynntar fyrir ungri konu, Kristrúnu
Þórisdóttur. Okkur varð fljótlega
ljóst að þar hafði drengurinn okkar
fundið þá sem hann vildi eiga fram-
tíð sína með. Brosmildar hlustuðum
við á sögur af fóstursyninum, Jóni,
sem nú er 18 ára. Auðvitað var
drengurinn afbragð annarra ungra
sveina, fallegastur, greindastur og
bestur. Milli þeirra ríkti gagnkvæm
væntumþykja og virðing. Áður hafði
Siggi eignast tvær dætur, Kolbrúnu
Ýr, 17 ára, og Þómnni, 13 ára.
Saman eignuðust Kristrún og Siggi
synina Davíð Öm, 9 ára, og Ólaf
Þór, 5 ára. góða og gerðarlega
drengi sem nú upplifa sorgina sám.
Guð blessi sporin þeirra allra.
Siggi var 9 ára þegar foreldrar
hans skildu. Hann eignaðist mikinn
öðling að fósturföður sem Leifur er.
Hefur hann reynst öllum bömunum
sannur faðir. Kemur það glöggt
fram nú á þessum sorgartíma. Elnu
og Leifi varð ekki bama auðið, en
þau eignuðust kjördótturina Kristínu
Björk, fædda 2. apríl 1971, og er
hún gift og á eina dóttur. Var það
mikill gleðigjafi þegar litla systirin
kom á heimilið. Ólafur, faðir hans,
eignaðist soninn Bjamfreð með
seinni konu sinni sem nú er látin.
Siggi og Kristrún bjuggu fjöl-
skyldunni glæsilegt heimili í Norð-
urtúni 29 á Álftanesi. Þar leið þeim
vel og leit Siggi orðið á sig sem
Álftnesing.
Síðustu dagar hafa sýnt okkur
einstaka hlýju og umhyggju ná-
granna þeirra, vina og vinnuveit-
enda. Sh'k samheldni hlýjar og mýk-
ir hina nístandi sálarkvöl aðstand-
enda. Guð blessi allt þetta yndislega
fólk.
Við urðum þeirrar náðar aðnjót-
andi að eiga móður sem kenndi
okkur að rækta trúarþel okkar. Sá
arfur flyst milli kynslóðanna. Siggi
las „Faðir vor“ daglega fyrir dreng-
ina sína. Fögur rödd mun syngja
þar yfir kistunni hans.
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku stóra systir, Óli, Leifur,
systkinin öll og fjölskyldur, Kristrún
okkar og drengirnir, Kolbrún Ýr og
Þómnn, mamma og Yngvar, allir
þeir sem syrgja vininn okkar, megi
drottinn Guð leggja líkn með þraut.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Magnea og Svala.
Hve sárt er að sjá þig hníga
er sólin gyllir höf
og Iífíð sviptan síga
um sumarmál í gröf,
svo fjörlegan og friðan,
svo frækilegan svein
því skerpan bæði og blíðan
í bijósti þinu skein.
(M. Joch.)
Minningar streyma um hugann.
Börn koma saman. Systur og bræð-
ur hjálpast að við uppeldi bama
sinna, börnin em mörg hver á svip-
uðum aldri, stundum má vart sjá
hvert systkinanna á hvaða bam.
Börnin vaxa upp og verða full-
orðnar manneskjur. Systkinabárna-
hópurinn er stór og náinn þar sem
hver einstaklingur hafði í raun átt
heima hjá hinum. Smátt og smátt
bætast einstaklingar í hópinn, mak-
ar og böm. Allir eiga þó eitthvað
í hinum.
Skyndilega er skarð höggvið í
hópinn. Siggi frændi er dáinn. Hann
sem var sólargeislinn okkar, með
sitt bjarta og fallega bros og alltaf
með faðminn opinn. Hann hafði ein-
staka útgeislun, kom fram við mann
með virðingu og lét manni alltaf
finnast maður vera svolítið sérstak-
ur. Hann var alltaf tilbúinn fyrir
aðra. Við horfum með trega í hjarta
og sámm söknuði á eftir Sigga
okkar.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við kæran frænda okkar
og vin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Megi algóður Guð, sem hann
trúði á og treysti taka um hönd
hans og leiða á nýjum stað.
Kristrúnu eiginkonu hans, son-
um, dætram og uppeldissyni, for-
eldrum, systkinum og fjölskyldum
þeirra, ömmu, Ingvari og öðmm
ættingjum og vinum vottum við
okkar dýpstu samúð. Guð veri okk-
ur öllum styrkur á erfiðri stund.
Minningin um góðan dreng lifir í
hjörtum okkar allra.
Elva Jóhanna, Halldór
og Ingibjörg.
Elsku Siggi frændi.
Ég bara spyr, hvers vegna? Hvað
á það að þýða að kalla þennan
stórglæsilega mann á bezta aldri
svo skyndilega á brott frá elsku-
legri Kristrúnu sinni og öllum böm-
unum? Þegar stórt er spurt er eins
og alltaf sé lítið um gáfuleg svör.
Það eina sem við sem eftir stöndum
getum huggað okkur við er að trúa
því að algóður guð hafi óskað eftir
kröftum hans á næsta tilverustigi.
En eftir stendur ljúf minning um
góðan dreng.
Þegar maður stendur á krossgöt-
um sem þessum er eins og gang-
verk eilífðarklukkunnar stöðvist
andartak og upp í hugann koma
minningarbrot frá liðnum tíma. Það
sem upp úr stendur er þá gjaman
það góða og ljúfa og þannig á það
auðvitað að vera.
Ég kynntist Sigga frænda fyrst
á ámnum eftir 1960 þegar hann
bjó vestur í Ólafsvík og ég var í
„sveit“ hjá Stínu og Hallmari. Þama
fyrir vestan tók ég fyrst eftir þeim
eiginleika hans sem mér fannst ein-
kenna hann alla tíð síðan. Þannig
háttaði til að rétt neðan við húsið
sem hann bjó í var fjaran og var
hún ásamt höfninni aðalleikvangur
okkar krakkanna. Eitt af því sem
við gjarnan gerðum okkur að leik
var að vaða út í sjóinn í „bússum".
Það var vaðið þar til sjórinn náði
okkur rúmlega í hné og stoppuðu
þá flestir og létu þar við sitja. En
einn var þar í hópnum sem hélt
áfram ótrauður og óð þar til vatn
var farið að seytla uppfyrir og ekki
nóg með það heldur átti hann það
til að taka smá sundsprett þarna í
köldum sjónum. Eftir stóðum við
hin ofar á ströndinni og horfðum
aðdáunaraugum á litlu.hetjuna okk-
ar. Þama var auðvitað Siggi frændi
á ferð. En núna stendur hann á
allt annarri og stærri strönd og ég
sé hann fyrir mér ganga hnarreist-
an á land, stefnandi óhikað á vit
nýrra ævintýra. Góða ferð, kæri
frændi.
Elsku Kristrún, ég bið þess að
góður guð megi styrkja þig og böm-
in á þessum erfíðu stundum og
hjálpa ykkur að takast á við lífið.
Halldór frændi.
Elskulegur frændi minn er látinn.
Þegar ég frétti það fannst mér
dimma í kringum mig. í hugann
koma myndir liðins tíma. Ég sé lít-
inn dreng í stuttum buxum og stutt-
erma skyrtu, hlaupandi um hlað-
varpann. Ég heyri skæran og falleg-
an hlátur hans. Ég sé drenginn sem
bisar með girðingarstaura og
skammar á ef illa gengur. Ég sé
dreng sem hleypur með tvo tveggja
lítra mjólkurbrúsa upp í læk eftir
vatni í steypuna þegar gamla hlað-
an var stækkuð. Ég sé drenginn
sem hljóp eftir ánum til rúnings og
ótal margt annað. Ég man líka stór-
an dreng sem sagði við frænku sína:
„Ég er og verð alltaf strákurinn
þinn.“ Þetta vora síðustu orðin sem
ég heyrði af vömm hans og þau
munu ætíð geymd í hjarta mínú.
Guð blessi minningu hans.
Eiginkonu, bömum, föður, móð-
ur, frændfólki og vinum vottum við
okkar dýpstu samúð og biðjum al-
góðan Guð að styrkja og styðja
syrgjendur og lina sorgina í full-
vissu um endurfundi.
Jónína Gestsdóttir,
Anton Finnsson og
Róbert Kr. S. Hafþórsson.
Erfitt er að skilja vegi Guðs,
þegar elskulegur eiginmaður, faðir
og góður vinur er kallaður burt frá
þessu lífí til annarra og mikilvæg-
ari starfa.
Það kom eins og reiðarslag þegar
hringt var í okkur hjónin og okkur
tilkynnt að Siggi hefði látist af slys-
fömm. Ekki er laust við að reiði
komi upp í huga manns, þegar ung-
ur hraustur maður með ung börn
er kallaður burt frá þessu lífí fyrir-
varalaust, en vegir Guðs eru órann-
sakanlegir.
Við hjónin kynntumst Sigga þeg-
ar hann var 16 ára. Hann kom
okkur fyrir sjónir á þeim tíma sem
hress, saklaus sveitastrákur, það
var reyndar sú ímynd sem hann
gantaðist með um sjálfan sig. En
árin liðu og fyrir átta árum flutt-
umst við hjónin í næsta nágrenni
við Sigga og Kristrúnu og óx þá
vináttan og samgangur milli heim-
ila okkar.
Siggi var myndarlegur og hress
og einstaklega elskulegur vinur.
Hann sagði elskan mín við alla sem
hann þekkti og þegar við hjónin
þurftum að skilgreina hann frá ein-
hveijum sem bar sama nafn og
hann þá kölluðum við hann „Siggi
elskan". Það var sama hvaða erindi
maður bar upp við hann, allt var
svo sjálfsagt í hans augum,og þessu
hlýju orð, vinur minn, elskan mín,
gáfu svo mikið.
Siggi var hrókur alls fagnaðar á
þeim fjölmörgu skemmtunum sem
við sóttum saman, ballið var ekki
búið hjá kvenþjóðinni fyrr en búið
var að dansa við hann Sigga. Siggi
var mikill áhugamaður um matar-
gerð og var ekki laust að ef halda
ætti upp á afmæli eða ferming stæði
til þá væri hann mættur til aðstoðar.
Minningin um Sigga er góð, sér-
staklega ferð okkar síðastliðið sum-
ar í sumarbústað með matarklúbbn-
um, að sjálfsögðu var búið að skipu-
leggja matarfund. Þær gleðistundir
sem við áttum með honum gleym-
ast ekki. Æ, hve sárt við söknum
þín, elsku besti vinur, við þökkum
þér innilega samfylgdina. Guð
geymi þig.
Elsku Kristrún, Nonni, Davíð,
Óli Þór, Kolbrún, Þómnn og aðrir
ástvinir, megi Guð styrkja ykkur
og styðja í sorg okkar allra.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snðggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(H.P.)
Ársæll og Helga.
Hversu órannsakanlegir og
óskiljanlegir em ekki oft vegir skap-
arans. Hversu grimm virðast ekki
oft örlögin vera, þegar ástvinir em
kallaðir á braut, oft í blóma lífsins.
Af hveiju þú, Siggi, kæri lífs-
glaði og káti félagi, varst kvaddur
á Drottins fund svo ungur fáum við
aldrei að vita. Hitt er víst, að líkt
og þú yljaðir í kringum þig með
krafti þínum og gleði í jarðlífí mun
skaparinn hafa af þér not, hvert
starf sem hann kýs að fá þér fyrir
handan.
En þeir, sem eftir lifa og syrgja,
eiga um sárt að binda. Maður með
þín lífsgildi skilur eftir sig tóm, stórt
tóm. Ástkær eiginkona, • yndisleg
og efnileg böm, foreldrar, systkini
og aðrir ástvinir. Hvert geta þau
leitað huggunar, annað en í óræðum
fylgsnum ókomins tíma.
Við, vinir og nágrannar í næsta
húsi, munum hjálpa til, eins og við
getum.
Vertu sæll, Siggi. Það var mikils
virði að fá að kynnast þér.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Eg er svo nærri að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En ... þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
Ejsku Kristrún og Nonni, Davíð
og Óli, litlu vinir. Guð almáttugur
gefi ykkur styrk til þess að stand-
ast þessa raun.
Áslaug Ragnarsdóttir,
Gunnar Valur Gíslason.
Þegar þú hringdir, kæra Krist-
rún, og færðir okkur fregnina að
Siggi væri dáinn af völdum hörmu-
legs slyss, var sem blóðið frysi í
æðum okkar. Siggi, nei, það gat
ekki verið hann, hann sem var svo
ungur, hraustur og lífsglaður, hvers
manns hugljúfi og síðast en ekki
síst sannur vinur.
Hví var hann tekinn frá okkur?
Við sem áttum svo margt ógert.
Elsku Siggi, með fátæklegum
orðum viljum við þakka þér ánægju-
legar samverustundir og vináttu
ykkar hjóna í gegnum árin. Margs
er að minnast frá liðnum ámm,
allar ferðir okkar út á land með
tjöld og grill í farteskinu, aldrei
fyrr búin að finna næturstað en þú
varst kominn með svuntu og farinn
að hita kolin á grillinu, því kokkur-
inn var þér í blóð borinn. Margt var
brallað, hlegið og gert að gamni
sínu, því ekkert var ómögulegt þar
sem þú fórst. Einnig minnumst við
ferða okkar heim að Hnausum til
æskustöðva þinna og hve frábær-
lega var tekið á móti okkur og þeg-
ar rennt var fyrir físk og ekkert
fékkst, þá fékk maður hann bara
frosinn heim með sér.
Einnig viljum við þakka allar þær
stundir sem við áttum saman á
heimilum okkar, þá var skipst á
skoðunum og tekist á við lífíð og
tilvemna.
Nú þegar við horfumst í augu
við að þú ert horfinn úr þessum
heimi langt um aldur fram, yljar
okkur kvöldstundin góða sem við
fengum að njóta með þér og drengj-
unum þínum á nýliðnum jólum.
Megir þú hvíla í Guðs friði, kæri
vinur. Um leið og við kveðjum þig,
vottum við þér, elsku Kristrún,
Nonni, Davíð, Óli, foreldmm, systk-
inum, ættingjum og vinum innilega