Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
33
samúð vegna þessa ótímabæra frá-
falls. Megi góður Guð styrkja ykkur
í sorg ykkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir alit og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skait.
(V. Briem.)
Friðrik, Hulda og synir.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Þegar mér barst sú harmafregn
aðfaranótt sunnudagsins 9. janúar
að Siggi vinur minn hefði farist í
hræðilegu slysi heima á íslandi deg-
inum áður trúði ég ekki fréttinni.
Hugsunin sem um hugann fór þessa
nótt þar sem ég horfi yfir Árósa-
borg var blandin miklum söknuði
og harmi. Siggi var sá eini sem
alltaf hefur kallað mig vin sinn.
Þegar við hittumst kallaði hann allt-
af nafnið mitt og bætti við þessu
litla orði sem hefur svo mikla merk-
ingu í huga hvers og eins. Alltaf
var hann glaður og kátur og vildi
allt fyrir alla gera.
Við Siggi kynntumst fyrst þegar
við unnum saman í Orku hf. en
eftir það lágu leiðir okkar aftur
saman við leigubifreiðaakstur. Leið-
ir okkar skildu enda leigubílstjóra-
starfið ekki vel til þess fallið að
afla vina né rækta vinabönd, slíkur
er vinnutíminn. Af dugnaði bjó
Siggi fjölskyldu sjnni fallegt heimili
að Norðurtúni á Álftanesi. Þar kom
ég ekki oft en hlýjar voru móttök-
urnar þegar ég lét sjá mig.
í Spámanninum segir: „Þú skalt
ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið
þér ljósara í íjarveru hans, eins og
fjallgöngumaður sér fjallið best af
sléttunni. Og láttu vináttuna ekki
eiga sér neinn tilgang annan en að
auðga anda þinn, því að sú vinátta,
sem leitar einhvers annars en síns
eigin leyndardóms, er ekki vinátta,
heldur net sem kastað er í vatn og
veiddir í tómir undirmálsfiskar."
Þessi orð Spámannsins lýsa vel
vináttu okkar Sigga. Við hittumst
ekki oft á ári síðustu ár en oft var
mér hugsað til hans á milli funda.
Allt hans far, lífsgleði og hjarta-
hlýja hefur oft orðið mér vega-
nesti. Nú. hefur almættið hagað
hlutum þannig að við Siggi getum
aldrei hist aftur heldur verður minn-
ingin um vin minn sem kvaddi svo
skyndilega að verða áfram bara
minning. Siggi minn, ég harma það
að geta ekki fylgt þér síðasta spöl-
inn, en hugur minn er á íslandi.
Hjartans samúðarkveðjur færi ég
eiginkonu, börnum og öllum að-
standendum sem á þessari stund
sorgarinnar kveðja góðan dreng.
Jóhannes Valdemarsson,
Danmörku.
Elskulegur vinur okkar og sam-
starfsmaður, Sigurður Jakob Ólafs-
son, er látinn. Siggi var starfsmað-
ur Hraunhamars hf. frá 15. desem-
ber 1992 allt til dánardags. Okkur
langar að minnast vinar okkar og
starfsfélaga með nokkrum fátæk-
legum orðum.
Andlát hans hefur snert okkur
djúpt og hann skilur eftir sig stórt
skarð í röðum okkar. Þrátt fyrir
frekar stutt kynni vann hann hug
og hjarta okkar og annarra starfs-
manna með dugnaði sínum og góðri
framkomu. í hópi fárra starsmanna
frá morgni til kvölds voru samskipt-
in ótrúlega náin. Siggi var enn í
blóma lífsins og allra manna hraust-
astur og því er hart að sjá á eftir
honum með þeim hætti sem andlát
hans bar að. Hann var með afbrigð-
um skemmtilegur og átti auðvelt
með að umgangast fólk og féll því
vel að starfinu. Það var með ólíkind-
um hve miklu hann hafði áorkað á
sinni stuttu ævi í hinum margvísleg-
ustu störfum. Siggi var hreinskilinn
og gat sagt hug sinn, þegar með
þurfti, en samskipti okkar voru
ávallt ljúf.
Á skilnaðarstundu þökkum við
góða viðkynningu og sendum eigin-
konu hans og börnum, svo og öðrum
vinum og vandamönnum, innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing góðs drengs.
Magnús Emilsson,
Helgi Jón Harðarson
og Haraldur Gíslason.
Það er eins og það hafi gerst í
gær, Kristrún sat við eldhúsborðið
hérna á Marbakka og sagði okkur
frá honum Sigga sínum, þeirra
áformum og hvort rétt hefði verið
að flytja hingað í Bessastaðahrepp-
inn, langt frá mannabyggð. Við
Marbakkahjónin fullvissuðum hana
um að þau hefðu valið rétt, mikil
og sterk samkennd væri ríkjandi
meðal hreppsbúa, við værum ein
stór fjölskylda. Það leið ekki langur
tími þangað til Kristrún og Siggi
urðu fastir fjölskyldumeðlimir, allt-
af tilbúin að rétta fram hjálparhönd
hvort sem væri kvenfélag, hesta-
mannafélag, bridsklúbbur eða sópa
götur á hreinsunardegi.
Við fundum fijótt að Siggi Óla
hafði áhuga á hestum og reiðtúrum,
hann gerði sér oft ferð út í hesthús
og sagði okkur sögur úr Húnavatns-
sýslunni. Hann var einnig mjög
góður við spilaborðið, spilaði brids
eins og herforingi, gaf aldrei sinn
hlut, sagði stíft og fengi hann ekki
sögnina, doblaði hann iðulega sögn
andstæðinganna og ekki leið á
löngu þar til hann var kallaður Siggi
„dobl“ á meðal spilafélaganna.
Nú í vetur hittust karlarnir tvisv-
ar í viku í fótbolta í íþróttahúsinu
okkar hér í hreppnum og skipt var
þannig í lið að gömlu mennirnir
léku við þá yngri. Þó aldursmunur
væri einatt meiri en 20 ár kom það
hvergi að sök. Siggi stóð sem klett-
ur í vörninni og hélt aftur af yngri
og kannski frískari mönnum með
góðum staðsetningum og yfirveg-
un. í lok hvers leiks brostu allir,
því það eru sætustu sigurstundirnar
þegar maður á þess kost að leika
sér með góðum vinum og ekki síst
þegar feður og synir eru í hópnum
og saknar nú Nonni vinar og leikfé-
laga. Hvaða réttlæti er þetta að
skipta út af manninum óþreyttum
og enn að bæta við sig? Siggi var
þannig, að hann hlóð utan á sig
vinum og fjöldaframleiddi ánægju-
stundir sem eru nú það eina sem
við eigum eftir.
Brosið hans Sigga var engu líkt,
það var fullt af prakkaraskap og
hlýju, þegar við hittumst þá breiddi
hann út faðminn eða tók fast í
höndina og sagði: „Mikið er gaman
að sjá ykkur. Hvernig hafið þið
það?“
Það er skuggi yfir nýju ári og
missirinn er mikill. Hreppsbúar allir
drúpa höfði í hluttekningu yfir frá-
falli Sigga og hugur okkar er hjá
þér, Kristrún mín, og drengjunum
ykkar. Guð gefi ykkur styrk til að
vinna gegn ægivaldi þessa óréttlæt-
is og miskunnarleysis.
Oli og Marín á Marbakka.
Sigurður Jakob Ólafsson flutti í
Vatnsdalinn með móður sinni, Elnu
Thomsen, er hún réð sig sem ráðs-
konu að Nautabúi i Vatnsdal, þá
barnungur.
Það er alltaf eftirvænting sem
fylgir því er nýtt fólk flytur í ná-
grennið og var koma Elnu og barna
hennar engin undantekning þar frá,
en með móður minni og Elnu tókst
kunningsskapur sem síðan hefur
haldist óslitinn.
Mér er minnisstætt er við vorum
við heyskap meðfram bökkum
Vatnsdalsár fyrsta sumarið sem
Elna var á Nautabúi, nú voru ung-
ir krakkar þar við, en slíkt hafði
ég ekki séð fyrr.
Sigurður var iðinn strax í æsku
og fóru honum flest verk vel úr
hendi. Hann var einnig ljúfmenni í
allri viðkynningu, en honum veittist
létt að kynnast fólki og viðhalda
þeim kunningsskap.
Það var Vatnsdælingum fagnað-
arefni er Elna og Leifur Svein-
björnsson hófu sambúð, en Leifur
bjó á Hnausum í Þingi og hafa þau
hjón búið þar síðan. Þarna eignuð-
ust systkinin góðan stjúpföður og
upplifðu þau heimilisöryggi sem
hveiju barni er svo nauðsynlegt í
uppvextinum.
Er Sigurður Jakob komst á full-
orðinsár lá leið hans til Reykjavík-
ur, þar sem hann settist að og eign-
aðist sinn lífsförunaut.
í okkar augum, sem kynntumst
honum í uppvextinum, var hann
samt sami ljúfi drengurinn, glað-
lyndur og hress.
Mann setur hljóðan þegar jafn
ömurleg tíðindi eru sögð og skyndi-
legt fráfall manna á besta aldri, en
örlögin fara sínu fram hvað sem
okkur finnst.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum kveðja Sigurð Jakob Ólafs-
son, en um leið votta aðstandendum
hans samúð mína og vona að guð
veiti þeim styrk til að horfa fram
á veginn, glaðbeitt og ákveðin í að
sigrast á vonbrigðum líðandi stund-
ar, eins og Sigga var svo tamt.
Páll Gíslason.
Okkur langar til að minnast sam-
starfsmanns okkar og félaga, sem
lést af slysförum hinn 8. janúar sl.
Það er svo erfitt að sætta sig við
það að Siggi skuli vera dáinn og
að eiga ekki eftir að heyra glað-
væra röddina og hlátur frá skrif-
stofunni hans. Fyrir um það bil ári
hóf Siggi störf við fasteignasöluna
sem við vinnum á. Á hverjum degi
mætti hann til leiks, fullur af lífs-
gleði og í góðu skapi. Hér sitjum
við og reynum að lýsa því hvað
Siggi var einstök persóna, hvað
hann var opinn, innilegur og já-
kvæður. „Lífið.“ Það var til að lifa
því. Það var aldrei lognmolla þar
sem Siggi var annars vegar. Má
þar nefna innflutningshóf fast-
eignasölunnar í desember sl. þar
sem Siggi var hrókur alls fagnað-
ar. Alltaf hafði hann frá nógu að
segja, svo sem prakkarastrikum og
hinum ýmsu uppátækjum þegar
hann var yngri. Við minnumst þess
þegar Siggi mætti í vinnu daginn
eftir fóboltatíma, að oftast var þessi
elska haltrandi, þá varð manni að
orði: „Alltaf í boltanum, Siggi
minn.“ Svarið sem maður fékk var
eitt stórt bros. Sigga verður sárt
saknað.
Fátækleg kveðjuorð okkar ritar-
anna vega lítið í hinni miklu sorg
sem nú hefur kvatt dyra, en við eig-
um í huga okkar minningu um góð-
an dreng, sem alltaf var boðinn og
búinn að gefa góð ráð. Elsku Kristr-
ún, Guð styrki þig og fjölskyldu þína
til að komast yfir sáran söknuð ykk-
ar. Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Þér kveðju mína sendi um himindjúpin há,
af hjarta þakka liðin vinakynni.
Til betri og fegri heima nú sál þín svífa má.
Þig signi blessun Guðs í eilífðinni.
(Jóhannes Jónsson frá Asparvík.)
Sigríður og Anna Vala.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS HELGADÓTTIR,
Tunguvegi 18,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 18. janúar kl. 15.00.
Jakob Árnason,
Sigríður Jakobsdóttir, Guðjón Jónsson,
Sverrir Jakobsson, Guðrún Albertsdóttir,
Ingibjörg E. Jakobsdóttir, Gunnar Óli Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar og systir,
GUÐRÚN ALFONSDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum að morgni 14. janúar.
Björn Jóhann Guðjohnsen,
Sigurður Kristinn Guðjohnsen,
Jón Alfonsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HENRIETTATHOMASIA NICLASEN ÍSAKSSON,
andaðist 15. þessa mánaðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Ingjaldsdóttir,
Magnús Ingjaldsson,
Brynhildur Ingjaldsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GÍSLI SIGURBJÖP.NSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni-þriðjudaginn 18. janúar kl.
13.30.
Helga Björnsdóttir,
Nína Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir,
Guðrún Gísladóttir, Helga Gfsladóttir.
t
Föðursystir mín,
SOFFÍA KJARTANSDÓTTIR,
Laugavegi 98,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrfður Helgadóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA RÍSBERG SIGURÐARDÓTTIR,
StigahlfðlO,
er lést þriðjudaginn 11. janúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 15.00 þriðjudaginn
18. janúar.
Kristfn Sigurðardóttir, Friðrik Jónsson,
Gylfi Sigurðsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR JÓSEFSSONAR,
sem andaðist 8. janúar, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudag-
inn 18. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á samtök um bygg-
ingu tónlistarhúss.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir,
Jósef Magnússon, Ruth Magnússon,
Guðríður Magnúsdóttir, Þórir Ragnarsson,
Jakob Magnússon, Valgerður Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
SIGURÐUR JAKOB ÓLAFSSON,
Norðurtúni 29,
Álftanesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Kristrún Þórisdóttir,
Jón, Davíð Örn, Ólafur Þór, Kolbrún Ýr, Þórunn,
Elna T omsen, Leifur Sveinbjörnsson,
Ólafur Helgi Gestsson,
Kristrún Malmquist, Þórir K. Karlsson
og systkini.