Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 Hjónaminning Sigtryggur F. Bjamason og Sig- ríður Sigfúsdóttir Sigtryggur Fæddur 7. mars 1899 Dáinn 14. apríl 1980 Sigríður Fædd 10. júní 1904 Dáin 8. janúar 1994 Mánudaginn 17. janúar verður jörðuð frá Akraneskirkju amma mín Sigríður Sigfúsdóttir og langar mig að minnast hennar og afa míns í nokkrum orðum. Afi minn, Sigtryggur Bjamason, fæddist í Bæjarstæði á Akranesi hinn 7. mars 1899, sonur hjónanna Bjama Brynjólfssonar, f. á Akra- nesi 15. ágúst 1873, d. 28. mars 1955, og Hallfríðar S. Sigtryggs- dóttur, f. 20. maí 1874, d. 26. apríl 1962. Þau hjón bjuggu í Bæjar- stæði við Suðurgötu á Akranesi. Bjami var það sem kallað var út- vegsbóndi og Hallfríður var húsfrú á stóm heimili, en systkini Sig- tryggs vom fímm, Guðjón, f. 12. september 1900, d. 9. ágúst 1907, Ásmundur Ingimar, f. 11. júlí 1903, búsettur á Akranesi, Haraldur Gísli, f. 8. janúar 1905, búsettur á Akra- nesi, Guðjón, f. 16. desember 1911, búsettur á Akranesi, og Dóra, f. 27. desember 1912, búsett á Akranesi. Amma mín Sigríður Sigfúsdóttir, f. að Nesi í Norðfírði 10. júní 1904, dóttir hjónanna Sigfúsar Davíðs- sonar sjómanns, f. á Norðfírði 5. október 1881, d. 2. ágúst 1913, og Ólafar Bjamadóttur húsfrúar, f. að Stóru-Vatnsleysu 2. október 1882, d. 10. maí 1966. Systkini Sigríðar vom flögur talsins, Halldóra, f. 19. maí 1906, d. 14. mars 1944, Ásta, f. 23. júní 1912, d. 13. júlí 1980, Þorvaldur, f. 29. ágúst 1915, d. 14. desember 1935, og Þórarinn, f. 7. júlí 1917, nú búsettur á Akranesi. Afí minn byijaði ungur að vinna við búskap og útveg föður síns en segja má að 14 ára gamall hafí hann byijað að vinna fyrir alvöru við beitningu línu á bát frá Akra- nesi. Á milli vertíða reri hann með föður sínum sem átti fjögra manna far. Árið 1918 réðst hann sem há- seti á opinn árabát föður síns og man ég hvemig hann lýsti því hve fískiríið var mikið, hvernig báturinn var drekkhlaðinn, og hve menn sóttu fast dag eftir dag. Árin 1920- 1922 vann afí við vitabyggingar, m.a. við byggingu vita á Hvalbaks- eyri, Hrísey, Hjalteyri, Hrómunds- ey, Kambanesi og Papey. A þessum ámm vom vélbátar famir að sanna ágæti sitt. Faðir afa, Bjami, var á þessum ámm orðinn gigtveikur og gat ekki róið á bát sínum en vildi endilega stunda sjóinn. Varð því úr að afí keypti vél í bátinn sem gerði gamla manninum Jdeift að stunda sjóinn og var afí oft með sem þriðji maður. Á þeim árum sem fóm í hönd stundaði afí minn sjó- inn, fyrst nokkrar vertíðar frá Sandgerði en árið 1927 var afí skip- veiji á Víkingi. Mokfískaðist þessa t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA HINARSDÓTTIR, sem andaðist í Reykjavík 9. janúar, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hallgrímskirkju, Reykjavik. Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg, Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR BJARKAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Ásholti, Skagaströnd. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Óskar Axelsson, Ingbjörg Karlsdóttir. t Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA KRISTJÁNSDÓTTIR, Múlasiðu 9, Akureyri, veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.30. Jón Einarsson, Guðlaug Einarsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Pálmi Björnsson, Magga K. Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson, barnabörn og Björn Guðmundsson, Inga Jónatansdóttir, Helgi Guðnason, Margrét Einarsdóttir, Guðbrandur Jóhannsson, EyþórJóhannsson, Hjördís Hauksdóttir, Björn Snæbjörnsson, Helgi Helgason, Rósa Knútsdóttir, barnabarnabörn. vertíð en það ár urðu ákveðin þátta- skil í útgerð frá Akranesi, við það að þeir fundu hina svokölluðu Akur- nesingaslóð, sem varð til þess að Akumesingar hættu að róa frá Sandgerði á vetrarvertíð. Á þeim árum sem í hönd fóru var afí ýmist við störf í landi eða á sjó, lengst af með Þórði Sigurðssyni skipstjóra á Haraldarbátunum eða um 25 vert- íðar samfleytt. Síðustu 15 ár ævi sinnar vann hann ýmis störf á eyr- inni, eins og það var kallað hjá HB & Co, og má geta þess hér að dag- inn sem hann lést á heimili sínu, þá á áttugasta og öðra aldursári, var hann að undirbúa sig til að mæta til vinnu. Amma mín var sín bemskuár á Norðfírði. Níu ára gömul varð hún fyrir því að missa föður sinn í sjó- slysi. Það þarf ekki flókna hugsun til að skilja að slík staðreynd sem þessi níu ára stelpa stóð frammi fyrir kæmi til með að móta þau uppvaxtarár sem í hönd fóru. Sem betur fer átti amma góða að og var það amma hennar Geirlaug Jóns- dóttir sem tók að sér uppeldið næstu árin. Mér er minnisstætt þegar amma mín lýsti þeirri gæðakonu sem Geirlaug var. Þótt oft á tíðum hafi þær búið við kröpp kjör, þá gafst gamla konan ekki upp og má segja að hennar líf hafí snúist um það að greiða götu ömmu minnar. Það er erfítt að setja sig í spor ömmu, þegar hún lýsti því hve mik- ið amma hennar náði að gleðja hana með ýmsu smávægilegu sem væri talið sjálfsagt á nútíma mæli- kvarða, eins og t.d. að veita sér þann munað að fá að borða „einn“ ávöxt á jólunum, sjá til þess að svelta ekki, eða sjá til þess að hafa ávallt „næg“ klæði. Ljóst má vera að þær hafa þurft að hafa fyrir að sjá sér farborða, en það gerðu þær t.d. með því að sjá um þvotta fyrir sjómenn á er- lendum skipum sem voru algeng í Neskaupstað á þessum árum. Um það leyti sem amma mín var fermd hafði sjón Geirlaugar hrakað það mikið að hún treysti sér ekki til að halda úti heimili og flutti hún því til eins sona sinna. Fjórtán ára flytur amma mín því til Akraness en skömmu áður höfðu móðir hennar og stjúpi Einar Þor- valdsson flust þangað og vildi hún dvelja í nálægð þeirra. Fljótlega réðst hún í vist á stöðum sem ég kann ekki að nefna, en það var oftast á stórum og bammörgum heimilum. Til merkis um það hve Geirlaugu hafði tekist vel til með uppeldi ömmu minnar er vitnisburð- ur sem einn húsbónda hennar, Olaf- ur Stefánsson, orti til hennar. Skíni þér sólin skært og blítt í hjarta og skreyti Ijóminn hennar lífsins stund, ég óska framtíð eigir blíða og bjarta er brosir við þér unga sæmdarhrund, en allt það besta sem býr í sálu þinni brosir hlýja og hjartans friður með það léði guð af miklu miskunn sinni þín milda lund oss fellur vel í geð. Eftir að amma mín ræður sig síðan í vist í Bæjarstæði á Akra- nesi, sem þá var heimili afa míns, má segja að ákveðin þáttaskil hafi orðið í lífí hennar, því að góður vin- skapur tókst með henni og afa sem leiddi til þess að þau giftu sig árið 1929. Þetta sama ár flytja þau í nýtt hús, Ámes við Suðurgötu á Akranesi, þar sem þau bjuggu alla sína tíð. I þessu tvílyfta timbur- húsi, sem þótti stórt á þeirra tíma mælikvarða, var oft búið þröngt en efri hæð hússins var leigð út í fjölda ára. í þessu húsi hefur fjöldi bama fæðst og bera því margir hlýjan hug til þess. Á lóðinni var einnig byggt fjárhús og hlaða þar sem hafðar voru nokkrar kindur og hænsni. Amma og afí eignuðust tvö börn, Sigfríði Erlu, f. 11. september 1934, d. 27. nóvember 1981, giftist Matt- híasi Sveinssyni og eignuðust þau tvö börn, og Þorvald Halldór, f. 23. ágúst 1944, kvæntur Ingveldi Sverrisdóttur og eiga þau þijú börn. Hjónaband afa og ömmu stóð í 52 ár, eða þar til afi féll frá 1980. Þetta sama ár féll frá eina þálif- andi systir ömmu, Ásta, og árið eftir dó eipkadóttir hennar. Þetta var henni mikið áfall. Amma vildi þó vera áfram í húsinu sínu meðan hún mögulega gæti og til þess hafði hún stuðning frá syni sínum og tengdadóttur. Amma var vel ern, allt tilþess dags er hún veiktist og varð hún að dvelja á sjúkrahúsi Akraness tvö síðustu ár ævi sinnar. Undirritaður átti því láni að fagna að fá að alast upp í húsi afa og ömmu allt frá fæðingu til 12 ára aldurs. Þótt frá þeim degi hafí ég ■ekki átt þess kost að búa í nálægð við þau, hélst alltaf gott samband og á skólaárum mínum bjó ég hjá þeim í þijú sumur þar sem ég stund- aði vinnu við smíðar hjá syni þeirra. Það sem stendur efst í huga mínum þegar ég kveð afa minn og ömmu er þakklæti og góðar minningar. Sigtryggur Matthíasson. Ingeborg Sveins- son — Minning Einn af öðrum hverfa þeir yfír móðuna miklu íbúar götu bemsk- unnar, þar sem böm eða félagar voru í hveiju húsi, þar sem ævintýr- ið beið handan homsins. Minnis- stæðir em dagamir þegar frostrós- ir prýddu glugga, þegar útvarps- leikritið var háspenna tilvemnnar og aðal umræðuefni barna götunn- ar, þegar við gengum hús úr húsi og smöluðum í kýló eða bófahasar. Hvar sem borið var niður eða drep- ið á dyr var eirúngin alger. í endur- minningunni er ósætti óhugsanlegt; íbúar götunnar gátu komið sér sam- an um flest. Sérstaklega man ég eftir sameiginlegri eign, stómm stiga, sem geymdur var hjá Einari á Egilsgötu 16 og kom sér oft vel þegar bráðlá á að komast inn, þeg- ar maður hafði gleymt lykli. Einar og kona hans em nú látin fyrir ekki margt löngu en minning þeirra lifir. í haust, nánar tiltekið 25. sept- ember, lést móðir mín, Ingeborg Hjartarson, í hárri elli eftir góða ævi. Móðir mín var dönsk^ kom hingað á þeim ámm sem við Islend- ingar börðumst fyrir sjálfstæði okk- ar og enga áttum við dyggari stuðn- ingsmenn en dönsku brúðimar sem komu hingað ungar og ástfangnar. Ein af þeim var frú Sveinsson, brúður Jakobs Sveinssonar kenn- ara, sem komið hafði til Danmerkur til að auka sér víðsýni og til að kynna sér evrópska menningu. Ekki veit ég hvernig þeirra fyrstu kynni voru en það veit ég að þegar frú Sveinsson hafði tekið þá ákvörðun að hlýða kalli hjartans og halda á vit hins óþekkta til íslands hafði hún fengið vitneskju um unga, danska stúlku, kennslukonu á Jót- landi, sem heitbundin væri íslend- ingi. Frú Sveinsson hafði samband við nöfnu sína Ingeborg og það varð úr að hún fór frá Fjóni til Jótlancfs, nánar tiltekið til Allelev, til að heimsækja hana. Einhvern veginn fínnst mér ég sjá þær fyrir mér þessar ungu stúlkur, ákafar, eftirvæntingarfullar, bjartsýnar og síðast en ekki síst ástfangnar á leið á vit ævintýrisins. Og ævintýrið beið þeirra, það vitjaði þeirra og þær bám gæfu til að njóta þess. Órlögin höguðu því svo til að þær bjuggu við sömu götu í nær 60 ár, þær fylgdust að í sorg og gleði, þær voru saman í spilaklúbb og Dansk kvindeklubb. Þær fylgdu ákveðnum reglum í samskiptum við fólk. Mér er minnis- stætt þegar ég uppgötvaði allt í einu að þær þémðu vinkonu sína sem þær höfðu þekkt gegnum ára- raðir og þegar ég fór að grennslast fyrir um hveiju þetta sætti fékk ég það svar að hún væri eldri og þess vegna ætti hún að bjóða dús. Þegar ég horfi til baka finnst mér það ómetanlegt að hafa kynnst í æsku minni tvennum tímum, tvennskonar menningu. Hin síðari ár eftir að frú Sveinsson lét af störf- um sem hjúkrunarkona urðu sam- skipti hennar við móður mína nán- ari. Þær töluðust við nær daglega og þegar frú Sveinsson lagðist inn á sjúkrahús sl. sumar leið varla sá dagur að móðir mín hringdi ekki í annan hvom son frú Sveinssonar til að spyijast fyrir um líðan henn- ar. Þær komu um sama leyti til Islands, þær kveðja um sama leyti. Frú Sveinsson var einn af frum- byggjum götunnar. í nær 60 ár bjó hún hér og fylgdist með vexti bæj- ar í borg. Hún var kurteis, menntuð og einstaklega listhneigð, hún hafði tímalaust skyn á list, óháð straum- um og stefnum. Ingeborg Sveinsson bar með sér andblæ evrópskrar menningar. Ég er eilíflega þakklát fyrira að hafa kynnst þessum merku dönsku konum sem af ævintýraþrá, hug- rekki og væntumþykju settust hér að og stuðluðu að menningu borgar okkar. Blessuð sé minning þeirra, blessuð sé minning Ingeborgar Sveinssonar. + Elskulegi bróðir okkar og frændi, ÞORGEIR JÓNSSON, Freyjugötu 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Gréta Jónsdóttir. Elsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.