Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 41 ATVINNUA UGL YSINGAR Sölumaður - rafmagnsvörur Framsækin heildsala með rafmagnsefni leit- ar að starfsmanni til að annast sölu á rafmagnsefni. Starf: Sala á rafmagnsefni til húsbygginga. Hæfileikar: Þekking á verktakastarfsemi og byggingarvinnu. Traustvekjandi framkoma og frumkvæði við efnissölu. Nokkur tungu- málakunnátta. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „RAFMAGNSEFNI - 12869“ fyrir 21. janúar nk. Löglærðir f ulltrúar Lausar eru til umsóknar tvær stöður lög- lærðra fulltrúa við embætti sýslumannsins í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 1994. Umsóknir sendist undirrituðum á Aðalgötu 7, Stykkishólmi. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 12.janúar 1993. Ólafur K. Ólafsson. Deildarstjóri óskast í grænmetis- og heilsuvörudeild. Þarf að hafa víðtæka reynslu og vöruþekkingu. Verður að vinna mjög sjálfstætt. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á staðn- um, mánudag og þriðjudag, kl. 13-16. biómoueil Löglærður fulltrúi Staða löglærðs fulltrúa hjá embætti sýslu- mannsins í Kópavogi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknarfrestur er til 28. janúar 1994. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum, Auðbrekku 10, Kópavogi. Sýslumaðurinn íKópavogi, 3.janúar 1994. Atvinnurekendur Vinnumiðlun Kópavogs hefur hæfa starfs- menn á skrá. Reynið þjónustuna. Sími 45700. Lögfræðingur óskar eftir vinnu hálfan daginn. Hef mikla reynslu af kjarasamningum og tekju- og eignaskattsmálum. Get byrjað fljótlega. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lögfræðingur - 2002“ fyrir 22. janúar '94. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Droplaugarstaðir, Snorrabraut 58, sími 25811 Dropiaugarstaðir heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Hjúkrunarfræðinga vantar á hjúkrunardeild í 80% starf á dag- og kvöldvaktir og á vist- deild í 60% starf á dagvaktir. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 13 og 16 alla daga. RAÐAUGÍ YSINGAR Gítar- og bassakennsla Rokk, popp, blús, þjóðlög og kántrý. Tónheyrn og hljómfræði innifalin. HannesJón Hannesson, GIT, sími 14537, kl. 17-19. Táknmálsnámskeið Táknmálsnámskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Frekari upplýsingar og innritun í síma 627702 milli kl. 9.00-13.00. Myndlistaskóli Garðabæjar Innritun á vorönn verður þriðjudag 18. og miðvikudag 19. janúar í Garðaskóla kl. 17.00-19.00, sími 657251. EÍMSPEKÍSKÓUNH Kennsla hefst 17. janúar. Bjóðum fjölbreytt samræðunámskeið fyrir 5-14 ára krakka. Síðasta innritunarhelgi. Sími 628283. Frönskunámskeið Alliance Francaise Vetrarnámskeið í frönsku verða haldin 17. janúar til 22. apríl. Innritun fer fram alla virka daga frá kl. 15.00-19.00 á Vesturgötu 2, sími 23870. ALLIANCB FRANCAISE Laus pláss í listasmiðju barna og unglinga í Kramhúsinu. Byrjendanámskeið: 4-6 ára: Tónmennt - leiklist - dans. 10-14 ára: Leiklist - dans. Fullt í framhaldsflokka. sími 15103. Söngsmiðjan auglýsir Nú geta allir lært að syngja, ungir sem aldnir, laglausir sem lagvísir. Söngkennsla í hóp, tónfræði og ýmislegt fleira sem hjálpar þér að ná tökum á söng- röddinni þinni. Uppl. og skráning alla virka daga í síma 612455 og á skrifstofu skólans, Skipholti 25. Morguntímar í Kramhúsinu Kl. 7.30-8.30. Kripalu-jóga: Kennari Jenný Guðmundsdóttir. Tai-chi: Kennari Guðný Helgadóttir. sími 15103. OLAFS GAUKS Síðasta innritunarvika • Skemmtilegt byrjunarnám í undirleik und- ir söng fyrir alla aldursflokka. Heima- æfingar leiknar með kassettum. Árangur næst fljótt með aðferðum byggðum á 18 ára reynslu. • Framhald fyrir þá sem kunna nokkur grip og vilja halda lengra, fá meiri æfingu og læra fjölbreyttari áslátt. • Nám í hefðbundnum gítarleik eftir nótum og frumatriðum tónfræðinnar í mörgum byrjunar- og framhaldsþrepum. Létt lagaval, auðlærð tónfræði. • Gítarar, bæði kassa- og rafmagns-, og annað sem þarf til er á staðnum - þú getur komið beint úr skólanum eða vinn- unni. • Ákaflega þægilegt og gefandi tómstunda- gaman, bæði þroskandi og steitueyðandi. • Leiðbeiningar varðandi hljóðfærakaup og afsláttur hjá 3 stærstu hljóðfæraverslun- um í Reykjavík. • Nánari upplýsingar og innritun daglega milli kl. 14 og 17 í síma 27015 eða í skól- anum, Stórholti 16. • Skírteinaafhending laugardaginn 25. jan. í skólanum, Stórholti 16. • Kennsla hefst 27. jan. Verkstjóri Saltfiskverkun Fiskverkunarfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða sem fyrst verkstjóra. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. janúar merktar: „Salt - 12153.“ Einbýlishús eða séreign óskasttil leigu Traustur aðili óskar að taka á leigu einbýlis- hús eða séreign í austurhluta Reykjavíkur. Góðri umgengni heitið. Einungis 4 fullorðnir í heimili. Eignin sé laus eigi síðaren 15. feb. nk. Upplýsingar gefur Húsakaup, fasteigna- miðlun, sfmi 682800. Húsnæði óskasttil kaups Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á einbýlishúsi miðsvæðis í Reykjavík, um 320-370 mz að stærð að meðtalinni bílageymslu. Æskileg staðsetning er vestan Snorrabrautar og norðan Hring- brautar. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og sölu- verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 25. jan- úar 1994. Fjármálaráðuneytið, 14. janúar 1994. Fiskiskip Höfum til sölu 87 rúmlesta eikarbát með 500 ha GRENAA aðalvél. Veiðiheimildir bátsins fylgja með. < ( <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.