Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
KNATTSPYRNA
Tíuí
BURT með einnvarnar-
mann, leikum með tíu
menn íhverju liði; það
gulltryggir fleiri mörk —
et voila! Knattspyrnan yrði
aftur sú skemmtun sem
nauðsynlegt er. Þetta hef-
ur Arsene Wenger, hinn
snjalli franski þjálfári AS
Mónakó, til málanna að
leggja þegar rætt er um
hvernig gera megi knatt-
spyrnuna meira aðlaðandi
en hún er í dag.
Alþjóða knattspymusam-
bandið (FIFA) hefur leitað
leiða til að auka aðdráttarafl
íþróttarinnar að undanförnu.
Það starf hófst fyrir alvöru eftir
heimsmeistarakeppnina á Ítalíu
1990, en þar þóttu margir leikj-
anna afskaplega leiðinlegir.
Wenger segir, í viðtali við
vikublaðið The European á dög-
unum, að segja megi að leikir
bestu liðanna séu enn áhuga-
verðir, en fjöldi leiðinlegra leikja
hafi margfaldast. „Mörkum
fækkar ár frá ári og ekki er að
furða þó áhorfendur verði fyrir
vonbrigðum." Hann bendir á að
stærð leikvallarins hafi verið
óbreytt frá því í byijun aldarinn-
ar, en líkamlegt atgervi leik-
manna sé allt annað en það var
áður. „Hver leikmaður hleypur
þremur eða fjórum kílómetrum
meira í hverjum leik en hver
maður gerði fyrir 30 árum. I
hvert skipti sem leikmaður fær
knöttinn hefur hann minni tfma
og pláss en áður, því það eru
svo margir í kringum hann.“
Wenger — sem talinn er einn
af betri þjálfurum í Evrópu í
dag, og er efstur á óskalista
þýska stórveldisins Bayern
Miinchen fyrir næsta vetur —
segist gera sér grein fyrir því
að tillaga hans um breytingar
verði ekki að veruleika í einu
vetfangi, en segist sannfærður
um að hún yrði til góðs; knatt-
spyrnan yrði skemmtilegri og
meiri kraftur í sóknarleiknum.
Hann segir FIFA ekki geta ann-
að en skoðað hugmynd sína.
„Þar sem takmörk eru fyrir því
hve menn gæta bætt knatttækni
sína, er lausnin til þess að skapa
meira pláss á vellinum sú að
fækka í liðunum niður í 10
menn. Það að fækka um einn
varnarmann og leika 3-4-2
myndi gera leikinn mjög spenn-
andi.“
Wenger bendir á að lið, sem
missi mann út af og leiki þar
af leiðandi með 10 menn gegn
11, séu ekki eins brothætt og
áður var. Leikmennirnir 10 hafi
þá meira pláss til að athafna
sig, og missirinn hái liðum alls
ekki.
Öfugt við ýmsar aðrar tillögur
sem fram hafa komið, yrði auð-
velt að koma hugmynd Wengers
í framkvæmd út um allan heim,
og kostnaður við það yrði eng-
inn. Hann stendur á því fastar
en fótunum að þessi breyting
myndi skila sér í fleiri mörkum
og meiri skemmtun.
Wenger leggur ríka áherslu á
að eigi knattspyrnan að lifa,
verði hún að fá að þróast. Þjóð-
félagið þróist hratt, og í daglegu
lífi fólks virðist tilfinningaleg
spenna fara minnkandi. „Við
verðum að veita fólki þessa
spennu á vöilunum, með því að
gera knattspyrnuna að meiri
skemmtun."
í landsliðið á ný?
PETER Beardsley í enska landsliðsbúningnum. Hann hefur leikið frábærlega
með Newcastle í vetur, og Kevin Keegan, „stjóri" liðsins og fyrrum landsliðsfyr-
irliði Englands, segist vilja sjá hann aftur í landsliðinu.
Beardsley og
Cole besti mið-
herjadúettinn
- segir Keegan, framkvæmdastjóri New-
castle, sem vill sjá þá saman í landsliðinu
KEVIN KEEGAN, framkvæmda-
stjóri Newcastle, á fá orð til
að lýsa hrifningu sinni á sókn-
arleikmanninum kunna Peter
Beardsley, sem verður 33 ára
í næstu viku. „Hann er hreinn
listamaður í að Ijúka sóknarlot-
um, og er virði þyngd sinnar í
gulli fyrir okkur,“ segir Keegan.
Keegan segir Beardsley hafa
sannað snilli sína, þegar hann
skoraði frábært mark gegn Coventry
í bikarkeppninni —
Frá Bob vippaði knettinum
Hennessy snilldarlega yfir
íEnglandi markvörð Coventry.
Beardsley, sem er
fæddur og uppalinn hjá Newcastle,
gerði garðinn frægan sem leikmaður
Liverpool, en þaðan fór hann til
Everton. Keegan keypti hann á 1,3
millj. punda frá Goodison Park.
„Kaupin á Beardsley eru þau bestu
sem ég hef gert í lífínu. Þegar hann
kom hingað var Newcastle miðlungs
úrvalsdeildarlið, en eftir að hann
kom í hópinn erum við komnir með
eitt besta félagslið Englands. Ég er
á því að Beardsley eigi eftir að leika
aftur fyrir England. Hann og Andy
Cole er besti og hættulegasti mið-
heijadúettinn á Englandi — þeir eru
frábærir saman,“ sagði Kevin Ke-
egan um framheija sína.
Cole skoraði einnig í fyrrnefndum
leik gegn Coventry, 2:0, og hefur
hann skorað 29 mörk á keppnistíma-
bilinu, og þeir Beardsley hafa skorað
samtals 42 mörk í vetur.
Draumurinn rættist
Norski landsliðsmaðurinn Kare
Ingebritsen var einnig í sviðsljósinu
í bikarkeppninni um síðustu helgi.
Kare, sem er varnarleikmaður, var
settur fram sem miðheiji hjá
Manchester City, þar sem Niall Qu-
inn var meiddur. Kare greip gæsina
og skoraði þrennu — tvö fyrstu
mörkin með skalla. „Ég er í sjöunda
himni. Það var alltaf draumur minn
að leika í Englandi, en mig dreymdi
aldrei um að ég ætti eftir að skora
þijú mörk í leik,“ sagði þessi fyrrum
leikmaður Rosenborg, eftir sigurleik,
4:1, gegn Leicester.
Sænski landsliðsmaðurinn Ronald
Nielsson hjá Sheffield Wednesday
var einnig ánægður — þó svo að
hann hafi verið borinn meiddur af
leikvelli, þegar Sheff. Wed. gerði
jafntefli við Notttingham Forest,
1:1. Hann var fluttur á sjúkrahús,
þar sem kom í ljós að liðbönd á
ökkla voru tognuð og hann verður
frá keppni í þijár vikur. „Ég er yfir
mig ánægður — með að ég sé ekki
brotinn, eins og talið var í fyrstu,"
sagði Nielsson.
Makedónía með
Nafn Makedóníu verður með í hattinum þegar dregið verður í riðla
fyrir undánkeppni Evrópumóts landsliða í Manchester á Englandi
um næstu helgi. Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA)
ákváðu á föstudag að veita Makedóníu bráðabirðgaaðild að sambandinu,
og lýðveldið verður þar með hið þriðja frá fyrrum Júgóslavíu sem verður
með; hin eru Króatía og Slóvenía. Beiðni knattspyrnusambands Júgóslav-
íu (Serbíu og Svartfjallalands) um að fá að vera með var hins vegar
hafnað, vegna samskiptabanns Sameinuðu þjóðanna frá 1992. Liðin sem
taka þátt í EM landsliða að þessu sinni verða 48, fleiri en nokkru sinni.
FURÐUSOGUR
Hver er óheppnastur?
SKOSKA sauðkindin Toby hlýtur að teljast óheppnasta lukku-
dýr veraldar. Þegar leikmenn knattspyrnuliðsins Greenock
Morton skildu Toby eftir í búningsherberginu, meðan þeir
fóru út tii að fagna sigri, drukknaði kindin í baðkari leikmann-
anna. frskl hnefaleikarinn Jack Doyle náði stórglæsilegu höggi,
sem vitaskuld var ætlað mótherjanum, en hann rotaði sjálfan
sig! Percy, bresk keppnis-dúfa, flaug til síns heima, örþreytt
eftir að hafa sigrað 1.000 keppinauta í 800 m flugkeppni —
en var þegar í stað gómuð og étin af ketti nágrannans. Frá
þessu og mörgu fleiru er greint í nýrri bók, „Great Sporting
failures“ eftir Geoff Tibballs. Reuterfréttastofan sendi frá
sér nokkur atriði úr bókinni i vikunni.
Ibókinni er að finna sögur af
ótrúlegustu afrekum manpa
og dýra í tengslum við íþróttir,
og skulu hér nokkur dæmi nefnd.
Kona nokkur í Bandaríkjunum
notaði einu sinni 166 högg á einni
braut í golfkeppni. Roy Riegels,
keppandi í bandaríska fótboitan-
um, varð óvænt „hetja“ á svip-
stundu er hann skoraði eftir
glæsilegt hlaup með boltann, en
hann hljóp því miður í vitlausa
átt og yfir eigin marklínu. Honum
barst gífurlegur fjöldi aðdáenda-
bréfa, þar á meðal frá konu sem
vildi giftast honum; og lagði til í
bréfinu að þeu gengju saman inn
kirkjugólfið, en ekki út... Það var
svipað með rugby leikmanninn
Dick Dover á Bruney; hann hljóp
um 70 metra með boltann og skor-
aði en, því miður; hann hafði
hlaupið í vitlausa átt.
Óþolandi vindgangur
Afsakanir þeirra sem tapa eru
oft skemmtilegar; tennisleikarinn
Lighton Ndefwayl frá Zambíu er
sagður hafa unnið fyrstu verðlaun
fyrir frumleika afsökunar eftir að
hann tapaði. Hann sagði mótheij-
ann hafa stanslaust leyst vind
meðan á keppninni stóð og það
hefði truflað sig.
Brasilíski knattspymumark-
vörðurinn Isadore Irandir var van-
ur að biðja bænirnar á marklín-
unni fyrir hvem leik. Einu sinni
var hann eitthvað örlítið seinn
fyrir og þar sem hann kraup á
línunni og bað, sveif knötturinn
framhjá honum og í netið. Ekki
voru nema þijár sekúndur liðnar
frá því að dómarinn flautaði til
leiks þar til boltinn var kominn í
markið.
Dýr hafa oft komið við sögu;
kylfingur á Guemsey lenti t.d. í
því að kýr át golfboltann sem
hann var að spila með. Eitt sinn
þurfti að stöðva krikkettleik í
Sydney eftir að boltinn sveif inn
á sirkus-svæði í námunda við völl-
inn, og var étinn af fíl.
Bandarískur læknir var ein-
hveiju sinni sektaður um 500
dollara (um 36.000 krónur) fyrir
að drepa gæs, sem gargaði hástöf-
um í grennd við golfvöll í Wash-
ington þar sem hann var að leika.
Eftir að hafa mistekist pútt, tók
læknirinn sig til, hljóp gæsina
uppi og drap hana með kylfunni.
Danskur knattspyrnudómari
missti eitt sinn út úr sér gervi-
tennumar i þýðingarmiklum leik
og mgby-leik í Bretlandi varð ein-
hvetju sinni að stoppa þegar
gervi-auga losnaði úr einum leik-
manninum og datt niður á völlinn.
Breskur keiluspilari var einu
sinni rekinn úr keppni fyrir að
vera svo drukkinn að hann vissi
ekki í hvora áttina hann átti að
renna kúlunni...
Tæknilegt rothögg!
En af öllum sögunum í bókinni
er sú af hnefaieikaranum á Filips-
eyjum líklegasta sú dramatískasta.
Hann dró allt í einu upp hníf, sem
hann hafði geymt í stuttbuxunum,
og réðst að mótheija sfnum. Mót-
herjanum varð ekki meint af, en
sá með hnífinn var skotinn til bana
af lögreglumanni, sem var meðal
áhorfenda, og var úrskurður dóm-
ara hnefaleikakeppninnar á þann
veg að hinn látni hefði tapað á
tæknilegu rothöggi...