Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 47

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 47 Seyðisfjörður Ullar- vinnsla settá stofn Seyðisfirði. FYRIRTÆKIÐ Frú Lára hf. á Seyðisfirði hefur nýverið fest kaup á 300 fermetra húsnæði. Þar er ætlunin að starfrækja ull- arvinnslu er framleiðir band úr alíslenskri ull fyrir handverks- og listafólk til vefnaðar. I tengslum við ullarvinnsluna er síðan áætlað að reka vefstofu þar sem ofið yrði áklæði og glugga-< tjaldaefni o.fl. eftir sérpöntunum. Vélar til vinnslunnar eru komnar til Seyðisfjarðar og er áætlað að standsetja þær nú á næstu vikum. Markaður hefur verið kannaður fyrir þessa framleiðslu og er hann talinn vera fyrir hendi, bæði utan- lands og innan. Eitt af stærri band- heildsölufyrirtækjum í Bandaríkj- unum hefur nú þegar samþykkt kaup á 1,5 tonnum af hespulopa. Forsvarsmenn Frú Láru hf. gera ráð fyrir að stofna sérstakt hlutafé- lag um þennan rekstur, þar sem Frú Lára hf. yrði stærsti hluthaf- inn. En meiningin er að fá fleiri aðila í það félag. 10 störf I ullarvinnslunni og vefstofunni er gert ráð fyrir 10 störfum, þar af verða 5 störf fyrir fatlaða. Nú þegar hafa 4 fatlaðir hafið hluta- störf við undirbúningsvinnu við að taka ofan af ull. Þessi forvinna á hráefni er unnin núna í verslun Frú Láru hf. og mun flýta fyrir fram- leiðslu til útflutnings þegar vélar komast í gang í nýja húsnæðinu. Veittur hefur verið styrkur frá félagsmálaráðuneytinu í þetta verk- efni. Einnig hafa Landssamtök Þroskahjálpar lagt fram styrk og ætla að greiða hálf laun umsjónar- manna vegna fatlaðra starfsmanna. Seyðisijarðarkaupstaður hefur fengið úthlutun úr Atvinnuleysis- tryggingarsjóði fyrir þremur störf- um í sex mánuði til verkefnisins. Rannsóknarráð ríkisins hefur lánað leigulaust til tveggja ára ull- arvinnsluvélar, tætara og spunavél- ar. Núverandi framkvæmdastjóri Frú Láru hf., Louise Haite, hefur unnið að markaðsmálum og mun sinna því áfram ásamt stjórnun á fagþætti framleiðslunnar. - Garðar Rúnar. úrvinnsla sál-l(kamlegra einkenna. GESTALT-MEÐFERÐ, meðéherslu á „HÉR OG NÚ“ upplifun og tjáningu. Á námskeiðinu verður farið (LlFEFLISÆFING- AR „BIOENERGETICS" Alexander Lowen’s. Markmið: Aukin sjálfs- þekking og ábyrgð á eigin liðan. Leiðb.: Gunnar Gunnarsson sálfræðingur. 28 kennslustundir - verð 20.000,- Uppl. og skráning í síma 641803 SMFRJEMÞJÓNUSU GUNNARS GUNNARSS0NM Laugavegi 43, Reykjavik.. íþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum, óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara til starfa. Aðeins manneskja með góða menntun og reynslu kemur til greina. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar '94, og skilist skriflega í pósthólf 175, Vestmannaeyjum. Allar nánari upplýsingar gefur Björn Þorgrímsson í síma 98-12060. íþróttafélagið Þór. Veiðimenn Sala veiðileyfa í Álftá á Mýrum sumarið 1994 er hafin. Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson, í síma 91-77840, alla virka daga frá kl. 9-17. Virka Klapparstíg meö útsölu: Flestar tegundir efna meö 50% afslætti. VIRKA Klapparstíg 25-27, sími 24747 Sumarleyfisfargjöld SAS. Keflavík - Kaupmannahöfn 23.900,- Keflavík - Gautaborg 28.900,- Keflavík - Malmö 28.900,- Keflavík - Osló 23.900,- Keflavík - Stavanger 28.900,- Keflavík - Bergen 28.900,- 18.900,- Keflavík - Váxjö 28.900,- Keflavík - Vesterás 28.900,- Keflavík - Örebro 28.900,- Keflavík - Stokkhólmur 25.900,- Keflavík - Norrköping 28.900,- Sumarfrí í Skandinavíu! Skandlnavfa bí&ur, full af spennandl fer&amögulelkum. Fjölmargir gistimöguleikar í boöi, allar upplýsingar eru i SAS hótelbæklingnum. Flogiö er til Kaupmannahafnar alla daga, allt aö þrisvar sinnum á dag og þaðan er tengiflug tíl annarra borga á Noröurlöndum. Haföu samband viö söluskrifstofu SAS eða feröaskrifstofuna þina. Sölutimabiliö er til 28. febrúar nk. /////S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegl 172 Síml 62 22 11 Lágmarksdvöl erlendls 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvarl 21 dagur. Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., danskur flugvallarskattur 720 kr. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.