Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 33
hugmyndum í framkvæmd eins og hann ætlaði. Hann byggði hins vegar upp dvalarheimili í Hveragerði, sumpart með því að kaupa hús sem voru föl pg sumpart með því að byggja ný. í tengslum við dvalarheimilið var rekin umfangsmikil garðyrkjustöð þar sem heimilismenn gátu fengið vinnu og ræktað grænmeti og blóm til notkunar á heimilunum í Hvera- gerði og Reykjavík. Hraðinn á uppbyggingu dvalar- heimilisins í Hveragerði fór fram úr þörfum Sunnlendinga fyrir slíkt heimili, svo að Gísli bauð öðrum sem á þurftu að halda vist þar. Meðal annars bauð hann Kleppsspítalan- um og síðar geðdeild Landspítalans að vista þar sjúklinga, sem ekki þurftu lengur á sjúkrahúsvist að halda, en urðu samt að vera í vernd- uðu umhverfi. Með þessu móti varð Gísli til þess að skapa geðfötluðum búsetumöguieika utan sjúkrahúss í litlum, notalegum íbúðum. Skapaði þetta Kleppsspítalanum ómetanlega möguleika til þess að endurskipu- leggja og bæta þjónustu sína við geðsjúka og stuðlaði að sjálfsögðu að eyðingu fordóma í þeirra garð. Á þeim þijátíu árum sem við Gísli áttum samskipti, þéruðúmst við alltaf og áttum aldrei nema stutt og markviss samtöl, oftast í síma, utan nokkur skipti sem við fórum saman austur í Hveragerði. í þeim ferðum kynntist ég hugmyndaauðgi og vinnuaðferðum Gísla, sem skýrði hvernig hann komst yfir allt það, sem hann kom að og gat þó verið vakinn og sofinn í að fylgjast með ótrúlegustu smáatriðum, sem lutu að snyrtimennsku á stofnunum hans. Gísli var mjög minnugur og orð- heldinn svo af bar, þannig að öll samskipti okkar voru byggð á gagn- kvæmu trausti og voru pappírslaus. Gísli Sigurbjörnsson hefur á langri ævi skilað giftudijúgu starfi í þágu sjúkra og þeirra sem nálg- ast sólsetrið, eins og hann ræddi oft sjálfur um ellina. Þó að hans sól sé nú hnigin til viðar, mun hún lýsa öðrum fram á veginn um ókom- in ár. Tómas Helgason. Föðurbróðir minn, Gísli Sigur- björnsson, er látinn. Ein grein af stóru fjölskyldutré er fallin. Þetta er gangur lífsins, greinar falla, meðan nýjar lifna og dafna. Stórt skarð hefur myndast í fjöl- skyldu okkar, efst í huga er söknuð- ur um kæran frænda og mikinn athafnamann. Ljúf er minningin um heimsóknir til Helgu og Gísla á Blómvallagöt- una og Túngötuna og vestur á elli- heimili, en heimsóknir vestur á elli- heimili voru fastir liðir í tilverunni á þessum árum. Eftir messu hjá afa var spjallað við gamla fólkið og heilsað upp á Gísla. Hann hafði sinn háttinn á að heilsa börnum, kankvíst bros og klipið í kinn. Sem bami fannst mér elliheimilið alltaf vera ævintýra- heimur. Stórt hús, fullt af gömlu fólki. Eftir eina heimsóknina á elli- heimilið spurði ég pabba minn ejtt sinn af hverju gamla fólkið á ís- landi vildi búa hjá Gísla frænda. Mér var svarað um hæl, að.hann væri eini maðurinn á Islandi sem ætti nógu stórt hús fyrir allt gamla fólkið. Gísli átti líka önnur hús, lítil hús í Hveragerði, og sem unglingur kynntist ég því merkilega starfi sem þar var unnið. Eftir sumarvinnu hjá Gísla í Ási í Hveragerði var ævi- starf mitt ákveðið. Síðustu árin kynntist ég Gísla enn betur, þá meira á faglegum grunni og sem yfirmanni. Það var notalegt að setjast inn á „kontór" hjá Gísla eftir erilsaman vinnudag og ræða málefni heimilis- ins, hag þess og dagleg störf. Þeg- ar leið á umræðumar tóku þær oft á sig aðra mynd, hjúkkan hreiðraði um sig í stólnum, það var „írska Valla“ sem hlustaði nú á frænda sinn miðla hafsjó af fróðleik. Ég þakka forsjóninni fyrir það, að hafa átt hann sem frænda og vin. Með virðingu og þökkum. Valgerður Lárusdóttir. __________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 Fjalar Richards- son - Minning Fæddur 1. maí 1969 Dáinn 27. desember 1993 Fyrir hönd skipshafnarinnar á skuttogaranum Akurey RE 3 vil ég minnast hér félaga okkar Fjalars Richardssonar, sem lést með svip- legum hætti á þriðja í jólum. Það var mér mikið áfall að frétta lát Fjalars vinar míns, sem var hrif- inn burt í blóma lífsins, aðeins 24 ára gamall. Þá áttum við að baki mörg ár í sama skiprúmi, en ég kynntist honum fyrst á Ottó N. Þorlákssyni. Fjalar byijaði á sjó þegar hann var 16 ára, en þrátt fyrir ungan aldur var ekki annað að sjá en að hér væri fullharðnaður karlmaður að verki. Hann var dugnaðarmað- ur, ábyrgur og passasamur með það sem honum var falið. Þannig þekkt- um við hann jafnan síðan, sem traustan starfsmann, sem hugsaði alltaf um vinnu sína og að gera vel það sem hann gerði. Hann var ekki hnökralaus frekar en við hinir, en afburðatraustur maður. Við fyrstu viðkynningu virtist Fjalar harður af sér og með þykka skel - það var erfitt að komast að honum, hann var ekki allra. En þetta var aðeins ytra borðið. Það leyndist engum, sem kynntist hon- um, að hann var sérstaklega góður drengur, og þeir sem þekktu hann best, eins og undirritaður, mátu hann manna mest, því að hér var sá sem teysta mátti, ekki aðeins í starfi, heldur sem trúnaðarvini til að deila með áhyggjum, vonum og væntingum, um líf okkar með fjöl- skyldum okkar og ástvinum í landi. Þótt við sjómenn séum gjarnan hrjúfir á ytra borði og hörkumenn, höfum við samt okkar tilfinningar eins og aðrir, þurfum að glíma við erfiðleika, eigum okkar vonir og vonbrigði og þurfum eins og aðrir á skilningi og hlýju að halda. Þá er ekki síst gott að eiga traustan vin, eins og ég átti í Fjalari. Þess vegna er fráfall hans mér þeim mun sárara. Fjalar var ekki fyrir það að opna sig gagnvart öllum, en við trúðum hvor öðrum fyrir því sem snerti okkur mest og reyndum að vera hvor öðrum bræður með ráðum og dáð, ekki síður en starfsfélagar og vinir sem lyftu sér upp á léttri stund með félögum okkar. Fjalar eignað- ist ungur konu og börn, en hafði lent í skilnaði, sem er alltaf erfið- ur. Hann var þó búinn að ná sér, erfiðleikarnir virtust að baki, fjár- hagur hans stóð í blóma, og fram- tíðin virtist blasa við honum. Sam- bandið við fyrrverandi konu var líka orðið gott, hann bar hlýjar tilfinn- ingar til hennar og barnanna, gerði reyndar allt fyrir þau, og þau komu oft til hans frá Vestmannaeyjum. Ef einhveiju þurfti að bjarga fyrir þau, horfði hann hvorki í kostnað né fyrirhöfn, enda voru börnin það sem honum þótti vænst um. Það eru þung spor að fylgja nán- um vini til grafar. Við sjómenn fínn- um oft fyrir ægivaldi örlaganna. Hér hefur einn okkar, maður í blóma lífsins, verið hrifinn burt á vit hins ókunna. Það verður erfítt að skipa rúm hans á ný. Ég bið Guð að blessa ástvini hans alla og minningu þessa góða drengs. Ársæll Snorrason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Okkur langar með örfáum orðum að kveðja gamlan bekkjarfélaga úr Vogaskóla. Fréttin um fráfall hans kom óvænt og er erfitt að kveðja hinsta sinn góðan vin alltof snemma. Fjalli, eins og við krakkamir köll- uðum hann alltaf, kom í bekkinn undir lok barnaskólans. Hann var fljótur að samlagast hópnum og varð á stuttum tíma vinur allra. Fjalli var ijörugur og líflegur strákur sem tók upp á ýmsum skemmtilegum uppátækjum, sem féllu í kramið hjá okkur krökkunum, en kannski ekki alltaf hjá kennurunum. Þótt samverustundunum hafí fækkað eftir að leiðir skildu við skólalok verður minningin um Fjalla alltaf tengd ánægju og gleði og mun ylja okkur um ókomin ár. Guð gefi fjölskyldu og vinum hans styrk á erfíðri stundu. Bekkjarsystur úr Vogaskóla. Dagar koma og dagar líða oft án þess að við veitum þeim sérstaka athygli. En svo allt í einu, eins og þruma úr heiðskíru lofti, gerast atburðir sem kollvarpa daglegu lífi okkar og fá okkur til að hugsa um lífið og tilveruna, sem minnir okkur á hvað stutt er á milli lífs og dauða. Sorgin þungbæra lagðist með fullum þunga á hjörtu okkar, er út spurðist að elskulegur vinur og skólabróðir okkar væri látinn. Hvað gengur örlögunum til? Við vitum 33 vissulega að allir menn deyja, en dauðinn verður alltaf jafn óraun- verulegur þegar við stöndum and- spænis honum. Stórt skarð er höggvið í vinahópinn, sem aldrei verður fyllt. Við kynntumst Fjalla fyrst þegar við vorum 12 ára. Hann var þá nýfluttur í hverfið okkar og var að byija í Vogaskóla. Skólasetningar- dagurinn rann upp bjartur og fag- ur. Við sátum öll prúðbúin inni á sal og hlustuðum á ræðu skólastjór- ans, þegar hurðin opnaðist og snaggaralegur strákur gekk inn skítugur upp fyrir haus. Hann hafði þá verið að gera við hjólið sitt og mátti ekki vera að því að mæta á þessa samkomu. Við höfum oft í gegnum tíðina hlegið saman að þessum fyrstu kynnum okkar, sem- voru svo lýsandi fyrir Fjalla, því að hann hafði mikinn áhuga á hvers konar farartækjum og var með ólæknandi bíladellu og oft á kafi í að gera við og breyta. Fjalli var óþijótandi brunnur galsa og uppátækja og var oft glatt á hjalla og ýmislegt brallað. Fjalli var góður og traustur vinur, og þó að leiðir skildi um tíma, hafði hann samband aftur og var þá efst í huga að ná í alla gömlu vinina og eiga saman eina góða kvöldstund. ' Af þessum fundi getur ekki orðið nú, og þó að við hin sem eftir sitj- um, hittumst, verður það aldrei eins gaman og ef Fjalíi hefði verið með okkur. Elsku Fjalli, það er mikill harmur að missa þig frá okkur. Vegir guðs eru órannsakanlegir, en minningin um góðan vin geymum við í hjörtum okkar og þar mun hún ávaílt lifa. Guð blessi þig. Við sendum foreldrum, systkin- um og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð almátt- ugur styrkja ykkur og varðveita um alla framtíð. Sigrún B. Ingvadóttir, Helena Þráinsdóttir. Þóra Einarsdótt ir - Minning Við andlát ömmu okkar, Þóru Einarsdóttur, er margs að minnast og er okkur sérstaklega ljúft að minnast þegar við sem börn fórum í heimsóknir á sumrin til íslands. Þá gistum við hjá ömmu og afa í Engihlíð 9 og fannst okkur þá amma vera hinn eðlilegi miðdepill í stóru og lifandi Ijölskyldulífí. Amma stýrði og stjórnaði þessari stóru fjölskyldu af miklum myndug- leik, en hafði samt alltaf tíma til að hlusta á allar uppgvötvanir sem lítil börn þurfa að segja frá. Margs var að spyija og leysti amma ávalt úr öllum spurningum forvitinna barna og sagði okkur frá háttum og siðum þessarar norðlægu þjóðar og æsku mömmu okkar á skemmti- legan og skýran hátt. Hlutir sem við í dag teljum sjálfsagðan þátt af uppeldi okkar. I hverri heimsókn okkar hingað var lögð áhersla á að við kynnt- umst ættfólki okkar og sá amma alltaf til þess að skyldmenni og vin- ir hittust og oft var mannmargt og glatt á hjalla í Engihlíð 9. Oftar en ella var farið með okkur í heimsóknir og skoðunarferðir um bæinn, oft enduðu þær uppi í Hall- grímskirkju, þar sem fylgst var með nýjustu framkvæmdum. Hallgríms- kirkja var í okkar barnsaugum „afa og ömmu kirkja“ vegna þess, að afi var þar prestur og voru þau bæði óþreytandi í starfí sínu í kirkju og söfnuði. Það átti fyrir öðru okk- ar systkina að liggja að setjast að á íslandi sem fullorðin og var þá gott að eiga afa og ömmu að. Nú á seinni árum þegar amma dvaldi í Skjóli urðu ætíð fagnaðar- fundir milli langömmubarnsins, Alexanders, og langömmu þegar hann kom í heimsókn og kvöddust þau ætíð með kossi og brostu hvort til annars í lok heimsóknarinnar. I huga okkar hafa amma og afi alltaf verið samrýnd og þegar mað- ur hugsaði til annars þeirra var hitt ekki langt undan í huga okkar. Og svona munum við þau. Við kveðjum ömmu okkar núna þess fullviss að hún nú mun fagna endurfundum með afa. Guð blessi minningu hennar. Jens Rothenborg, Jórunn Rothenborg. Amma mín, Þóra Einarsdóttir, var alla tíð sannfærð um að lífið væri sterkara en dauðinn og kveið ekki komu hans. Þeir sem tryðu á Jesúm öðluðust eilíft líf. Hún von- aði raunar að hún þyrfti ekki að verða gömul og lasin, en varð ekki að ósk sinni. Amma var árinu yngri en öldin og þurfti mikillar aðhlynn- ingar við á síðasta skeiði ævi sinn- ar. Dauðinn leysti hana frá þungum þrautum. í minningunni er hún þó ætíð í fullu ijöri, heldur um stjórnvölinn á ErfidryWijur Glæsilqj; kaffi- hlaðborð íalkgir salir og mjiig gðð þjóiuista. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR gestkvæmu prestsheimili, ber fram gos og ís handa okkur krökkunum og sussar niður í afa, þegar hann segir okkur að hún hafi verið fyrst kvenna í Reykjavík að ganga í síð- buxum og klippa hár sitt stutt, að hún hafi gengið á Esju og þeyst með Guðjóni bróður sínum til Þing- valla á mótorhjóli. Hreinskilin og einlæg tilsvör hennar mörg hafa fest mér í minni, en hreinskiptni hennar veitir gott eftirdæmi. Tví- skinnungur var henni framandi. Og aldrei gleymist mér mynd af henni sitjandi á rúmbrík minni, þar sem hún söng mig í svefn, eitthvert skipti sem ég dvaldist um hríð hjá afa og ömmu í Engihlíð. Eða þegar hún vakti mig aftur að morgni til að skoða smáfuglana, sem flugu alla leið inn um svaladyrnar til að gæða sér á brauðmolum. Nú hefur amma lagt augun aft- ur. Synir mínir, sem munu tæplega muna langömmu sína, fá að kynn- ast ástríkri konu og skörungi af frásögum mínum. Þótt allir hælbít- ar heims legðust á eitt, fengju þeir engu um það breytt, að í slíku áliti var amma hjá þeim sem þekktu hana. Þó er ég viss um að henni var eins farið og Páli postula, sem var „fyrir minnstu að vera dæmdur ... af mannlegu dómþingi", Páll sagði: „Drottinn er sá, sem dæmir mig.“ (I. Kor. 4,3-4.) Þór Jónsson. glKERFISÞROUNHF. FÁKAFENl 11 - SÍMI 688055 t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓHANNSDÓTTUR, Siglufirði. Sérstakar þakkir til kirkjukórs Siglufjarðar. Hörður Bjarnason, Kristin Níelsdóttir, Svala Bjarnadóttir, Sigurjón Steinsson, Ólafur Bjarnason, Sigrún Björnsdóttir, Óli Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALFREÐS H. ANTONSEN bakara, Gnoðarvogi 30, Jónína G. Jónsdóttir, Birgir Alfreðsson, Erla Alfreðsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.