Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 Minning Gísli Sigurbjöms son forstjóri Heiðursfélagi Öldrunarfræðafé- lags íslands, Gísli Sigurbjörnsson, er látinn. Gísli var í hópi stofnenda Öldrunarfræðafélags Islands fyrir 20 árum og fyrsti fonnaður félags- ins. Gegndi hann formennsku frá 1973-77. Undir hans forystu festi félagið rætur. Helstu markmið frá byijun voru að styðja hvers kyns rannsóknir á fyrirbærum öldrunar, öldrunarsjúkdómum, félagslegum og Qárhagslegum vanda aldraðs fólks. Að vinna að aukinni fræðslu um þessi efní, jafnt á faglega svið- inu sem og meðal almennings, að vera til ráðuneytis um lausn vanda- mála aldraðs fólks og gera tillögur og koma með ábendingar til opin- berra aðiia um málefni aldraðra. Gísli var heiðraður fyrst á 75 ára afmæli sínu fyrir störf í þágu fé- lagsins og enn frekar síðastliðið haust þegar Öldrunarfræðafélag íslands fagnaði 20 ára afmæii sínu með vísindaþingi í Reykjavík. Tryggð og ræktarsemi hélt hann ávallt við þau markmið sem fyrr er hér getið og er skemmst að minn- ast myndarlegs framlags hans til að gera Öldrunarfræðafélagi ís- lands kleift að halda 10. norræna þingið í öldrunarfraeðum hér á Is- landi 1990. Stjóm Öldrunarfræða- félags íslands kveður með virðingu merkan brautryðjanda í öldrunar- málum á íslandi og vottar eiginkonu hans, Helgu Bjömsdóttur, dætram og fjölskyldu samúð sína. Anna Birna Jensdóttir. Kveðja frá Félagi frúnerkjasafnara Hinn 7. janúar sl. lézt í hárri elli í Reykjavík maður, sem kom víða við í íslenzku þjóðlífi á löngum æviferli, Gísli Sigurbjömsson, for- stjóri EUiheimiIisins Grundar. Pjöl- margir samferðamenn hans hafa að vonum minnzt hans og getið þeirra mörgu og merku verka og starfa, sem hann bæði vann og stuðlaði að af alkunnum dugnaði. Hér verður með fáum orðum ein- ungis getið eins þáttar í störfum Gísla, sem engu að síður er sjálf- sagt, að liggi ekki með öllu í þagn- argildi. Gísli Sigurbjömsson hóf kom- ungur viðskipti með frimerki og rak um nokkur ár verzlun með þau eða allt þar til hann varð forstjóri EIIi- heimilisins Grundar árið 1934. Hann hélt engu að síður áfram að fylgjast með í frímerkjaheiminum og mun hafa gert svo fram á efstu ár. Árið. 1957 var Félag frímerkja- safnara stofnað, og varð Gísli emn meðal stofnenda þess og æ síðan félagi. Á aðalfundi F. F. 1966 varð hann formaður félagsins og gegndi því starfi af röggsemi til ársins 1969. Á stjómarárum sínum í F. F. leysti hann vandræði félagsins um fundarstað á þann hátt að lána því föndursal Elliheimilisins undir mán- aðarlega fundi að vetri til. Þetta var félagsmönnum algerlega að kostnaðarlausu og meira en það, því að tekjur af kaffiveitingum, sem hann lét undirbúa undir hvem fund, runnu óskiptar til félagsins. Vora fundir F. F. síðan haldnir á þessum stað til ársins 1977, en þá hafði félagsmönnum flölgað svo, að sal- urinn reyndist of lítiil. Á sijómarárum Gísla varð F. F. tíu ára. Af því tilefni var haldin afinælissýning, FILEX 67. Eina sýningarefni þeirrar eftirminnilegu frimerkjasýningar var hluti af svo- nefndu Hans Hals safni, sem er í eigu íslenzku póststjómarinnar. Er þetta mjög merkilegt safn íslenzkra frimerkja, sem kennt er við þann mann, sem kom þvf saman og var stórkaupmaður í Stokkhólmi. Gísli Sigurbjömsson, sem var um langt árabil ráðunautur póststjómarinnar um frímerkjamál, átti diýgstan þátt í því, að safiiið hafnaði í eigu póst- stjómarinnar. Þó að ekki væri nema fyrir það framtak, mega íslenzkir frímerkjasafnarar minnast og lofa Gísla Sigurbjömsson. Jafhframt skulu honum hér færðar þakkir fyrir allt það annað, sem hann vann sameiginlegum málum frimerlqa- safnara. Að endingu flyt ég frú Helgu Bjömsdóttur, dætrum hennar og skylduliði samúðarkveðjur frá Fé- lagí frímerkjasafnara. Jón Aðalsteinn Jónsson formaður F. F. Gísli Sigurbjömsson er látinn, vinur og velgerðarmaður er horfín af sjónarsviði þess daglega. Minn- ingin um óvenjulega heilsteyptan mann og mikla persónu lifir björt og skýr. „þar fór svipur manns í mold meiri en flestra hin»a“ Gísli Sigurbjömsson var enginn meðalmaður. Hann var afburða- maður, skarpgáfaður, víðsýnn og harðduglegur eins og verk hans munu lengi bera ljósastan vott um. Störf hans era fjölþættari en svo, og yfirgripsmeiri, að það sé á mínu færi að fjalla um, enda munu það aðrir gera nú er hann hvílist frá miklu starfi, sem færist yfir á hend- ur annarra. Kynni mín af Gísla Síg- urbjömssyni ná yfir nokkuð meira en tvo áratugi. Þau kynni hafa orð- ið mér dýrmæt og verða svo um ókomin ár. Það mun hafa verið 1965 að Gísli kom á fót rannsóknastofnunni Neðri Ás í Hveragerði, en þar hafði hann 1952 stofnað dvalarheimilið Ás og Ásbyrgi og hafið margháttað- ar framkvæmdir og allt ber það vott um þá fyrirhyggju og snyrti- mennsku sem honum var í blóð borin. Gísli lét sér mjög annt um þessa rannsóknastofnun sína og held ég að honum hafí þótt vænt um hana. Þangað bauð hann mörg- um vísindamönnum, bæði nýgræð- ingum og reyndum háskólaprófess- orum, til dvalar og rannsóknastarfa um lengri eða skemmri tíma. Þang- að komu menn og konur víðs vegar að úr heiminum og nutu gestrisni og fyrirgreiðslu stofnunarinnar að kostnaðarlausu. Stofnunin gaf út röð rita vísindalegs efnis. Fyrsta heftið í þeirri ritröð kom út 1969, en nú eru heftin orðín 51. Fyrir utan þessa starfsemi styrkti Gísli álitlegan hóp ungra vísindamanna, ýmist beint eða óbeint, til rann- sókna um lengri eða skemmri tíma. Sá er hér heldur á penna er meðal þeirra eldri, sem ýmsir sjálf- sagt telja að ætti að vera hættur, sem Gísli gerði mögulegt að halda áfram rannsóknum. Honum er það að þakka að tekist hefur að koma saman jarðfræðikorti af EyjafjöII- um, sem gefið var út og sent í flest- alla skóla landsins, og miklu efni safnað af svæðinu, en það bíður að mestu enn úrvinnslu. Auk þess hef- ur Gísli, gegnum sína rannsókna- stofnun, styrkt rannsóknir mínar á öðra svæði og fer því verkefni senn að Ijúka. Það verkefni reyndist meira heldur en gert var ráð fyrir í upphafí. Aldrei heyrðist orð frá Gísla í þá átt að honum þætti verk- ið sækjast seint en bara uppörvun um að halda áfram _að ljúka því. Á bókasafnínu í Áshlíð hittumst við og ræddum, oft lengi, saman. Þá kynntist ég manninum Gísla Sigurbjömssjmi bak við öll hans verk, lærði að þekkja viðhorf hans til manna og málefna, hans brenn- andi áhuga fyrir hvers konar fram- föram og rannsóknum á öllum svið- um. Hann skildi að „vísindin efla alla dáð“ og því bæri að þeim að hlúa. Víðsýni hans og þekking á ýmsum, mjög mismunandi sviðum var baeði furðuleg og undraverð. Mér er kunnugt um að hann stofn- aði ófáa sjóði til styrktar ýmsum rannsóknum og framkvæmdum, en ekki komust þau verk hans í há- mæli, enda eklri háttur hans að flíka slíku. Rabbfundur okkar í Áshlíð verða mér minnisstæðir. Eg lærði á þeim margt sem ekki verður af bókum lært, og ófáar dýrar fræðibækur fékk ég þar úr hendi Gísla. Nú, þegar leiðir skiljast, er mér efst i huga söknuður og þakkir, sem ekki verða með orðum tjáðar en aðeins geymdar í fylgsnum hugar, fyrir allt það mikla og margvíslega sem ég hef þegið. Alþjóð þekkir verk Gísla Sigur- bjömssonar. Þau standa honum sem óbrotgjam minnisvarði. Við leiðarlok skal þjóð ekki syrgja sín míkilmenni en gleðjast yfir að hafa þau borið og vera af þeim stolt. Svo veri þá Gísli Sigurbjömsson kvaddur. „Flýt þér vinur í fegri heim-fljúðu á vængj- um morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ Frú Helgu, dætrum þeirra og öðru skyldfólki vottum við Guðrún okkar dýpstu samúð. Jón Jónsson. Við andlát Gísla Sigurbjömssonar kemur í huga sá hópur brautryðj- enda, sem varðað hafa veg þjóðlífs- ins úr örbirgð til mannsæmandi lífs- kjara. Gísla þekkti ég fremur af afspum en af persónulegum kynnum. Hann var í nánu vinfengi við foreldra mína Svövu og Ólaf Jónsson (Flosa) og samstarfsmaður föður míns og afa í stjóm Elliheimilisins Gn. ídar um áratuga skeið. Á æskuheimili mínu var jafhan talað um Gísla á Elliheimilinu með aðdáun og jafhvel lotningu. Mér duldist ekki, að hér fór enginn venjulegur maður. Hugmynda- auðgi, þreki og dugnaði var við brugðið í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði skarpa innsýn í rekstur og fjármál og hafði ekki síður glöggt auga fyrir að gera hina smæstu hluti rétt en að gera hina réttu hlutina. Stjóm hans á Elliheimilinu Grand var með því- líkum ágætum, að vandfundinn var áþekk stofiiun, er samjöfnuð þoldi. Hann var hugsjónamaður og bar- áttumaður fyrir góðum málstað. Grund var reist á erfíðum túnum af hópi hugsjónamanna til að bæta úr brýnni neyð. Hann var þar í flokki með föður sínum og allar götur síðan brautryðjandi í öldrun- arþjónustu. Hann lét síg skipta þjóðfélagsmál, íþróttamál, vísindi og listir með þeim hætti að lengi verður í minnum haft. Hann var mannræktarmaður og fastur fyrir í skoðunum. Hann var maður gleði en jafnframt alvöramaður, tilfinn- ingaríkur en traustur og of stór í sniðum fyrir dægurflaugar ís- lenzkra stjórnmála. Genginn er eftirminnilegur höfð- ingi. Vandfundinn verður sá, sem getur fetað í slóð hans. Sverrir Olafsson. Gísli Sigurbjömsson var óvenju- legur dugnaðar- og athafnamaður, sem lét til sín taka á ýmsum svið- um, framkvæmdamaður og stjóm- andi, sem helgaði sjúkum og öldruð- um líf sitt. I sextíu ár stjómaði hann Elliheimílinu Grund, sem lengi var eina hjúkrunar- og elliheimilið í Reykjavík. Þar lagði hann sig fram um að Ieysa vanda sjúkra og aldr- aðra og aðstandenda þeirra. Það leiddi eðlilega til þess, að oft var þrengra um íbúa heimiiisins en Gísli taldi æskilegt. Gísla tókst jafnan að haga rekstri heimilisins svo, að nokkuð varð afgangs til þess að stækka, breyta og bæta, þannig að hægt væri að mæta mismunandi þjónustu- og umönnunarþörf íbú- anna. Vegna dugnaðar og hagsýni fólu sveitarfélögin á Suðurlandi Gísla að koma upp dvalar- og hjúkranar- heimili í Hveragerði, sem hann veitti forstöðu jafhfiramt Elliheimil- inu Grand. í Hveragerði sá Gísli mikla möguleika til reksturs heilsu- hælis og endurhæfíngar, ekki að- eins fyrir íslendinga. Hafði hann eínnig hug á að koma þar upp heilsuhæli eftir mið-evrópskum fyr- irmyndum þar sem fólk gæti náð sér eftir veikindi í heilnæmu lofts- lagi, notið heitra vatns- og leirbaða, en Gísli var sannfærður um lækn- ingamátt hveravatns og leirs. Til þess að renna stoðum undir þessar hugmyndir sínar kom hann á fót rannsóknastofhuninni Neðra-Ási í Hveragerði og bauð þangað erlend- um vísindamönnum, sérstaklega þeim sem voru fúsir til að rannsaka aðstæður í Hveragerði, sem gæti orðið til að styðja hugmyndir hans um að koma þar upp heilsuhæli. Gísli var þarna mjög langt á undan sinni samtíð, raunar svo langt, að honum tókst ekki að hrinda þessum t Dr. FRANZ MIXA lést 16. janúar sl. f Miinchen. Hertha Töpper-Mixa Ólafur F. Mixa, Kristín Þorsteinsdöttir, barnabörn. t Hjartkær systir og mágkona, SIGRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Krossnesi, andaðist á Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavik, 17. janúar sl. Ólafia Ásgeírsdóttir, Pétur Stefánsson. t Móðir okkar, ANNA BEKK GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólí mánudaginn 17. janúar. Vilborg Einarsdóttir, Einar Einarsson, Jórunn Eínarsdóttir, Hreggviður Þorgeirsson. t Móðursystir mín, THORA SUNDSTRÖM (ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR), Tollarp, Sviþjóð, er látin. Fyrir hönd ættingja, Garðar Jensson. t Útför frænku minnar, GUÐRÚNAR GUÐVARÐARDÓTTUR, Eskihlíð 14, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Erla M. Helgadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og sambýliskona, GUÐRÚN LAUFEY TÓMASDÓTTIR, Laugavegi 50, sem lést 12. þ.m., verður jarðsungin f Fossvogskapellu á morgun, fimmtudag- inn 20. janúar, kl. 15.00. Guðmundur Kr. Erlendsson, Sigursteina Jónsdóttir, Guðbjörg Erlendsdóttir, ömmubörn og Viibert Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.