Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. .IANÚAR 1994 Samþykktir landsfundar - Hvað með framkvæmdir eftir Guðmund Hallvarðsson Nýlega var frá þvi greint í dagblöð- um að samgönguráðherra hefði skip- að nefnd til að kanna hagkvæmni þess að sameina Siglingamálastofn- unina og Vita- og hafnarmálastofn- un. Ekki hefur komið fram hjá nefnd- inni hagkvæmni á samruna þessara ríkisfyrirtækja enda hefur nefndin ekki lokið störfum þá þessi tilskrif mín eru sett á blað, en nefndin er einkum að kanna þennan kost með langtímasjónarmið í 'huga, segir deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. En málið er allt nokkuð sérkenni- legt einkum þegar það er haft í huga að sérstök atkvæðagreiðsla fór fram að ósk samgönguráðherra um samruna Landhelgisgæslunnar og vitamála á sl. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. í drögum að ályktunum 31. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í október sl. kom fram í ályktun nefndar sem Qallaði um samgöngu-, fjarskipta- og ferðamál m.a.: Rekstur vita verði færður undir stjóm og rekstur Land- helgisgæslunnar. I þeirri nefnd sem landsfundur kaus og fjallaði um þessi drög er kveðið enn fastar að og þar segir: Rekstur vita verði færður til Land- helgisgæslunnar. Af „óskiljanlegum" ástæðum tók þessi texti nokkrum breytingum í prentun og á borð lands- fundarfulltrúa var nú þessi texti orð- inn svohljóðandi: Kannað verði hvort hagkvæmt sé að færa rekstur vita til Landhelgisgæslunnar. Með hliðsjón af þeirri samþykkt nefndar landsfundar sem fjallaði um samskipta-, fjarskipta- og ferðamál benti ég á þann mismun sem þarna hefði orðið á og taldi rétt og eðlilegt að samþykkt nefndarinnar stæði. Samgönguráðherra taldi rétt að orðalag það sem á síðasta skjali stóð ætti að vera óbreytt, að öðrum kosti óskaði hann eftir atkvæðagreiðslu um málið. Um 1.100 manns voru í salnum þegar atkvæðagreiðslan fór fram og var tillaga samgönguráð- herra felld með yfirgnæfandi meiri- hluta, en tillagan „Rekstur vita verði færður til Landhelgisgæslunnar" skyldi standa sem landsfundarsam- þykkt Sjálfstæðisflokksins. „Það er lenska í íslensk- um stjórnmálum að panta niðurstöðu fyrir- fram þá skipaðar eru nefndir.“ Sararuni ríkisfyrirtækja Um langan tíma hafa samtök sjó- manna, Farmannasambandið, Sjó- mannasambandið og þing Fiskifé- lags íslands, hvar m.a. sjómenn og útgerðarmenn þinga, sent frá sér samþykktir þess efnis að Landhelg- isgæslan taki við hlutverki Vita- stofnunar. Sú aðgerð renni traustari stoðum undir starfsemi gæslunnar auk þess sem sjálfsagt og eðlilegt sé að notendur vitanna, sæfarendur við íslancC geti verið vissir um að stöðugt og gott eftirlit sé með ljós- homum þeirra. Nú bregður hinsvegar svo við að samgönguráðherra leggur ofurkapp á að sameina Siglingamálastofnun og Vita- og hafnarmálastofnun sem hafa þó svo gjörsamlega ólíkum skyldum að gegna, hvar hagsmunir hafna geta stangast á við kröfu Sigl- ingamálastofnunar um t.d. stöðvun á skipi í höfn. Og enn eru menn fastir í þeim farvegi að meginmálið sé að sinna vitaþjónustunni frá landi, en þáttur sæfarenda við ísland, þeirra er nota, sé allt að því aukaat- riði. í allri umræðunni um samruna ríkisfyrirtækja og hagræðingar í rekstri sem áform ríkisstjórnarinnar eru jú um, virðist sem a.m.k. einn þröskuldur sé í vegi. Ef hagræða á með samruna ríkisfyrirtækja verða þau að falla undir sama ráðuneyti, annars fer í gang eitthvert óskiljan- legt tregðulögmál. Á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól flutti formaður fjárlaga- nefndar ræðu hvar hann kom inn á rekstur ríkisfyrirtækja, hagræðingu og sparnað. Þar kom margt athyglis- vert fram, m.a. það að hann taldi eðlilegt að Vitamálastofnun yrði sameinuð Landhelgisgæslunni og Hafnarmálastofnun yrði sameinuð Vegagerð ríkisins. Ég tek heilshugar undir þessa skoðun Sigbjörns Gunn- arssonar alþm., formanns fjárlaga- Innilegar þakkir til þeirra jjölmörgu sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og hlýj- um kveðjum á 90 ára afmœli mínu 4. janúar sl. Sérstakar þakkir til barna minna og fjöl- skyldna þeirra sem áttu stóran þátt í aÖ gera okkur hjónum daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Valdemar Kristinsson, Núpi. / EGLA - röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 ^sl0sk1 Styrk forysta borgarstjóra eftirPál Gíslason Þegar Markús Örn Antonsson var kosinn borgarstjóri fyrir tæpum 3 árum, fannst sumum að verið væri að velja mann, sem kæmi nýr og óreyndur í þessa ábyrgðarmiklu stöðu. Við, sem lengi höfum starfað að borgarmálum, vissum betur, því að Markús Örn var búinn að gegna borgarfulltrúastarfi í 15 ár. Þar af sat hann í borgarráði í 6 ár og var síðast forseti borgarstjórnar. Á þeim tíma gegndi hann forystu í mörgum málaflokkum. Þar má nefna æskulýðsmál, félagsmál, fræðslumál og ferðamál. Það voru liðin 5 ár frá því þessum störfum lauk og þar til borgar- stjómarflokkur Sjálfstæðismanna kallaði aftur á Markús Örn til starfa og kaus hann einróma borgarstjóra. Það höfðu verið skiptar skoðanir um það í flokknum hver skyldi taka við af Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, þegar hann tók við forystu ríkisstjórnar og gerðist for- sætisráðherra núverandi ríkis- stjórnar. Þá kom upp sú hugmynd að velja Markús Örn Antonsson, þáverandi útvarpsstjóra, í stað Davíðs. Þetta var ekki að ófyrirsynju, því eins og áður er getið vissum við um hæfí- leika Markúsar Arnar og kunnáttu hans á borgarmálum, sem borgar- stjóri þarf að taka á. Markús Örn hefur ekki brugðist trausti okkar. Hann sýndi strax færni og kunnáttu í starfinu og var fljótur að setja sig inn i þau marg- háttuðu mál og erindi, sem borgar- stjóri þarf að taka afstöðu til. Hann hefur líka haft frumkvæði að ýmsum nýmælum í rekstri borg- arinnar, svo sem Aflvaka Reykja- víkur, enda er það eitt af mikilvæg- ustu málum borgarbúa að atvinna sé sem mest og best. Hann hefur beitt sér fyrir að borgin haldi fram- kvæmdum í hámarki til að styrkja atvinnulífið. Þá hefur hann lagt áherslu á að námsfólk á öllum aldri fái sumarvinnu, sem hefur svo mikla fjárhagslega og uppeldislega þýðingu. Guðmundur Hallvarðsson nefndar, og hvað varðar hafnarmál og vegamál þá er jú vegagerðin búin að taka í sínar hendur rekstur á flóabátum og ferjum og sú spurn- ing vaknar hjá leikmanni hvort stór munur sé á brúargerð eða hafnar- gerð. Þá er tillagan ekki fráleit hvað þessi fyrirtæki varðar í ljósi þeirra staðreynda að hafnargerð fer minnk- andi og sveitarfélögin eru að taka til sín í vaxandi mæli verkefni sem ríkið taldi sig þurfa að hafa forsjá með og það á einnig við um hafnar- gerðir. Að lokum Það er athyglisvert að skoða Markús Örn Antonsson Of langt mál yrði að telja upp fleiri af þeim mörgu verkefnum, sem leyst hafa verið, en í starfi borgarstjóra hefur Markús Örn reynst frábær og sýnt að hann get- ur brugðist við eins og best er hverju sinni. Nú þegar vinstra liðið ætlar að fylkja sér móti Sjálfstæðisflokknum í kosningunum í vor, ríður á að við Sjálfstæðismenn fylkjum líka liði og stöndum saman undir styrkri forystu. Það er því mikilvægt að við sýn- um það nú í prófkjörinu, með því að veita Markúsi Erni eindreginn stuðning í fyrsta sæti lista okkar, að við erum tilbúin að beijast undir forystu hans, sem hefur sýnt í verki að hann hefur hæfileika og kunn- áttu til að leiða okkur til sigurs. Það er ekki bara sigur Sjálf- stæðisflokksins, — það er sigur borgarinnar okkar. Sporin frá 1978-1982 hræða. Aldrei aftur vinstri villu. Sjálfstæðismenn, vörn borgar- innar er hafin með því að fylkja okkur öll um Markús Örn í 1. sæti lista okkar og veita honum góða kosningu. Höfundur er læknir. SANYL * Þakrennur fyrir íslenska veðráttu f ALFABORG " KNARRARVOGI 4 • * 686755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.